Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 23 Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN / S ÍA 0 4 .0 3 Fjöldi góðra golfvalla er aðeins steinsnar frá Stansted flugvelli í London. Þar bjóðast hagstæð tilboð á golfi og gistingu. Með tilkomu Iceland Express er ekkert mál að skjótast í golftúr í einn, tvo eða þrjá daga. Ítarlegri upplýsingar um golf hjá Stansted og bókanir á völlum og gistingu eru á www.golfbreaks.com Lægsta verð með flugvallarsköttum. Flug alla daga. Engin sunnudagaregla. Enginn bókunarfyrirvari, Engin hámarksdvöl og engin lágmarksdvöl. * Stutt og ódýrt í golfið frá Stansted Five Lakes. Verð fyrir tvo golfhringi, gistingu eina nótt með kvöldverði og morgunverði frá 13.750 kr. Down Hall. Tveir frábærir golfvellir og gisting í viktoríönsku sveitasetri. Skotfæri frá Stansted. Beadlow Manor. Tveggja daga ótakmarkað golf fyrir 12.375 kr. (til 01. maí 2003) Marriott Hanbury Manor. Rómaður golfvöllur með fimm stjörnu gistingu og frábærum veitingastað. WHO send- ir frá sér viðvörun Tólf látnir til við- bótar í Suður-Kína Basel, Peking, Nýju-Delhí. AFP. GREINT var frá því í gær að tólf manns til viðbótar hefðu látist af völdum nýs sjúkdóms, heilkennis al- varlegrar og bráðrar lungnabólgu, í Kína. Áður hafði Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) sent út al- þjóðlega viðvörun vegna ferðalaga til Hong Kong og nokkurra svæða í Suður-Kína. Alls er nú staðfest að sjötíu og sex hafa dáið af völdum sjúkdómsins og hafa flestir dáið í Guangdong-héraði í Suður-Kína, alls fjörutíu. Alls hafa meira en 2.000 manns smitast í 22 löndum. Segja talsmenn WHO að enn hafi ekki tekist að hefta frekari útbreiðslu sjúkdómsins. Filippseyjar Fimmtán féllu í sprengju- tilræði Davao. AFP. AÐ minnsta kosti fimmtán biðu bana og fimmtíu særðust í sprengingu sem varð í borginni Davao á Filipps- eyjum í gær. Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, sakar hryðjuvekramenn um harmleikinn en þetta er annað sprengjutilræðið í Davao, sem er miðstöð verslunar í suðurhluta Fil- ippseyja, á einum mánuði. Arroyo fordæmdi verknaðinn og hét að handsama þá sem stóðu fyrir ódæðinu. Hún varaði nýlega við að hætta væri á tilræðum sem þessu vegna þess að stjórnvöld ákváðu að fylkja sér í flokk „bandalags hinna viljugu“; þ.e. þeirra ríkja sem styðja herför Bandaríkjamanna í Írak. ♦ ♦ ♦ Vísindahvalveiðar Japana Á heimleið með 400 hrefnur Tókýó. AP. JAPANSKI hvalveiðiflotinn er á heimleið en aflinn er 400 hrefnur sem veiddust í fimm mánaða vísinda- leiðangri við suðurskautið, að því er ríkisstjórn Japans greindi frá í dag. Fimm skip eru í flotanum og búist var við að þau kæmu til heimahafnar í Suður-Japan í morgun. Japönsk yfirvöld segja veiðarnar hjálpa til við að fækka hvölunum og koma þannig í veg fyrir að þeir éti of mikið fiski. Andstæðingar hvalveiða segja hins vegar að vísindaveiðarnar séu dul- búnar hvalveiðar í ábataskyni vegna þess að kjötið af hvölunum sé síðan selt heildsölum og endi á borðum veitingahúsa. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.