Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudaginn 3. apríl, klukkan 16.00 - 18.00 getur þú komið og fengið upplýsingar um nám við Háskólann á Akureyri frá fulltrúum deildanna og námsráðgjafa skólans Kynningin fer fram í stofu L203 á Sólborg - gengið er inn um aðalinngang. Opin kynning í Háskólanum á Akureyri EITURBRUGG með alls kyns óþverra, t.d. blómaáburði og skor- dýrum, sem ungur drengur í Reykjavík drakk varð til þess að hann fékk heiftarleg viðbrögð og var fluttur á sjúkrahús. Athöfnin, sem átti sér stað á síðasta ári, er í anda sjónvarpsþáttarins Fear Fact- or sem líkt og þættir á borð við Jackass og Heimsmetabók Guinness eru í miklu uppáhaldi hjá grunn- skólabörnum. Þættirnir eru allir sýndir í íslensku sjónvarpi. Skólastjóri í grunnskóla í Reykja- vík sem Morgunblaðið ræddi við segir að í síðustu viku hafi komið upp mörg tilfelli í skólanum sem rekja megi til þáttanna enda von á sýningu Jackass hingað til lands. „Þetta hefur verið erfitt upp á síð- kastið,“ segir skólastjórinn. „Ég hef gengið í bekki og fjallað um hætt- una sem fylgir því að apa eftir þátt- unum. Þeir nemendur sem verða verst úti eru á aldrinum 10–12 ára.“ Hann segir mörg atvik hafa kom- ið upp undanfarið þar sem nem- endur feli sig á bak við þættina, „og að þeir séu bara að leika sér í Jack- ass-leiknum eins og þau kalla hann.“ Sem dæmi hafi nemandi látið loka sig ofan í saltkistu sem síðan var velt niður tröppur á skólalóðinni. „Það er hættulegt þegar þau geta falið einelti og aðra óæskilega hegð- un í nafni þessara þátta,“ segir hann. Krakkar sem eiga erfitt leika oft trúðinn Hann segir að börn geri hvað sem er til að falla inn í hópinn og þó þau séu ekki neydd til að taka þátt í fíflalátunum geri þau það í þeim til- gangi að öðlast vinsældir eða til að fá að vera með. „Krakkar sem lenda í erfiðleikum fara oft út í það að leika trúðinn og þetta ýtir undir það.“ Skólastjórinn bendir á að þætt- irnir séu stórhættulegir og alls ekki við hæfi barna. „Þeir ganga allir út á meiðingar, kvalalosta, brenglað siðferðismat og það að þola sárs- auka. Börn gera sér ekki grein fyrir hættunni og halda að þau geti sjálf þolað raunirnar eins og fyrirmynd- irnar. Enda er þetta kynnt sem raunveruleikasjónvarp en ekki svið- setning. Alvarleg slys verða vonandi ekki í skólanum þar sem er fylgst vel með þeim en hvað gerist eftir skóla þeg- ar þau eru eftirlitslaus í leik? Það er sorglegt að sjá að þeir Jackass- drengir, sem sýna svo mjög af- brigðilega hegðun og viðurkenna eiturlyfjaneyslu, skuli vera orðnir einar helstu fyrirmyndir íslenskra barna. Mér finnst slæmt að vita til þess að fullorðið fólk standi með börn sín í biðröðum eftir miðum á sýningu með Jackass,“ segir skóla- stjórinn. Áttu að borða orma og drekka úr drullupolli Bára Birgisdóttir, sem er umsjón- arkennari 8–9 ára barna í Klébergs- skóla, brá á það ráð á þriðjudag að senda tölvupóst heim til foreldra barna í bekknum til að vara við um- ræddum þáttum. „Á innan við viku hef ég orðið vör við þrjú atvik sem tengjast þeim og svo er bara spurning hvort það sé eitthvað meira sem ég veit ekki af,“ segir hún. „Það byrjaði á því að þau komu inn úr frímínútum og sögðust hafa verið í Fear Factor-leik þar sem þau hefðu tekið tímann á því hvað þau voru lengi að hlaupa í kringum íþróttahúsið. Mér fannst það nú bara nokkuð sniðugur leikur enda væri þetta bara hollt og heilbrigt. En svo vorum við í stærðfræði og þá heyrðist allt í einu úr bekknum: „Bára, er hættulegt að borða orma?“ Og í ljós kom að verið var að undirbúa næsta atriði sem átti að vera að borða orma og drekka úr drullupolli.“ Tveimur dögum síðar heyrði Bára tvo nemendur ræða um að þeir hefðu verið í Jackass-leik heima hjá sér sem gekk út á að lemja hvor annan í botninn með spýtum og takkaskóm. „Svo var það seinast í gær að einn strákurinn í bekknum stóð beinstífur og var að biðja ann- an um að kýla sig þrisvar sinnum fast í magann. Þegar ég fór að for- vitnast meira um þetta kom í ljós að þeir voru að herma eftir atriði úr þættinum 70 mínútum, sem sýndur er á Popp tíví, en nýlega var þar sýnt atriði þar sem Hjalti Úrsus var fenginn til að kýla einn þáttar- stjórnandann þrisvar í magann eins fast og hann gat. Þessi innslög eru kölluð Áskorun vikunnar.“ Ekki reyna þetta heima Hún segir því ljóst að krakkarnir séu virkilega að taka asnastrikin í þessum þáttum sér til fyrirmyndar og telur að almennt geri foreldrar sér ekki grein fyrir áhrifamætti þáttanna. „Reyndar veit ég að sum barnanna fá aldrei að horfa á þetta heima hjá sér en þau eiga kannski eldri systkini auk þess sem hægt er að sjá þáttabrot í auglýsingum. Það er kannski erfitt að koma algerlega í veg fyrir að þau sjái þetta en það er greinilegt að þetta smitar fljótt út.“ Hún er sammála skólastjóranum um að bilið á milli þess að taka sjálf- viljugur þátt í svona leik og eineltis geti verið óskaplega stutt. „Það get- ur verið stutt í að einhver sé neydd- ur í að gera eitthvað sem skaðar hann eða er niðrandi þannig að það þarf að fylgjast með þessu. Það þarf líka að útskýra fyrir börnunum merkingu orðanna „Don’t try this at home“ því þó þau viti kannski hvað þau þýði þá fara þau ekki eftir því.“ Karl Steinar Valsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, segir ekki talið tilefni til að hafa sérstakan viðbúnað vegna sýningar Jackass hér á landi á næstunni. Hann segir aðstandendur sýningarinnar hafa lagt fram öll nauðsynleg gögn og að skemmtana- leyfi verði að öllum líkindum gefið út innan skamms. Börn herma eftir sjónvarpsefni á borð við Jackass Fyrirmyndir úr þáttum sem ganga út á kvalalosta Reykjavík Í þættinum Fear Factor sýna þátttakendur ýmiskonar glannaskap og leika áhættuatriði. AKUREYRI SNJÓBRETTAFÓLK víðs vegar af landinu ætlar að koma saman á Ak- ureyri um helgina og reyna með sér í íþrótt sinni, bæði í Hlíðarfjalli og í Gilinu í miðbænum. „Við köllum þetta snjóbrettagleði, þar sem áherslan er lögð á að skemmta sér. Það má segja að þetta sé loka- uppgjör vetrarins og við eigum von á fjölda fólks til bæjarins,“ sagði Jón Heiðar Andrésson, einn þeirra sem stendur fyrir samkomunni, sem ber heitið Brettamót Ak- Extreme. Jón Heiðar var ásamt fé- lögum sínum að vinna við stökkpall efst í Gilinu en þar fer fram stökk- keppni á laugardagskvöld kl. 21, þar sem 16 snjóbrettamenn munu sýna listir sínar í stökkkeppni. Einnig mun brettafólkið reyna með sér í Hlíðarfjalli á föstudagskvöld og á laugardag og sunnudag. Jón Heiðar sagði að þótt ekki væri mik- ill snjór í Hlíðarfjalli væru að- stæður þar mjög góðar. „Við höfum náð að gera þar góða stökkpalla og þetta er því allt að smella saman.“ Það er hins vegar mun meira mál að gera stökkpallinn í Gilinu. Jón Heiðar sagði að Akureyrarbær, Eimskip og samtökin Veðurguð- irnir kæmu þar að málum. Í Gilinu renna keppendur sér fram að 12 metra háum palli, Eimskipspall- inum mikla, sem samanstendur af tíu 40 feta gámum. Snjórinn verður svo sóttur á vörubílum í nálæg gil, eins og Jón Heiðar orðaði það. Snjóbrettagleði á Akureyri um helgina Morgunblaðið/Kristján Daði Jónsson, t.v., Jón Heiðar Andrésson og Daníel Auðunsson voru að vinna við pallinn í Gilinu sem snjóbrettamenn renna sér fram af í keppninni á laugardag. Pallurinn er 12 metra hár og er gerður úr tíu 40 feta gámum. SÍÐUSTU sýningar á söngleikn- um Chicago í uppfærslu Leik- félags Menntaskólans á Akureyri eru í kvöld, fimmtudagskvöld, og verða þá tvær sýningar. Sú fyrri er kl. 19 og hin síðari kl. 22.30. Aðsókn á söngleikinn, sem frum- sýndur var í lok mars, hefur verið góð og hefur sýningin hlotið lof- samlega dóma. Um er að ræða kabarettsöngleik um konur í kvennafangelsi, sögu þeirra og drauma, en kvikmynd sem gerð var eftir söngleiknum hefur farið sigurför um heiminn nýverið og unnið til Óskarsverð- launa. Fjöldi fólks tekur þátt í sýning- unni, leikarar og dansarar eru um 20 talsins og 8 manna hljómsveit sér um tónlistarflutning, en allt í allt taka um 40 manns þátt í upp- færslunni, við búninga, förðun, leiksvið, lýsingu og fleira. Þess má geta að með eitt aðal- hlutverkanna fer Anna Katrín Guðbrandsdóttir, sem sigraði eft- irminnilega í Söngkeppni fram- haldsskólanna á dögunum. Leik- stjóri er Laufey Brá Jónsdóttir og tónlistarstjóri er Björn Þórarins- son. Miðaverð er 1.800 krónur fyrir almenning og 1.500 krónur fyrir skólafólk. Miðapantanir eru í síma 865-0202. Síðustu sýningar á Chicago í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.