Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FERÐAMÁLASAMTÖK SUÐURLANDS Málþing um: Afkomu, samstarf og markaðs- setningu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Hótel Selfoss föstudaginn 4. apríl kl. 13.00-17.00 Dagskrá: 13.00 Setning málþings. Orri Hlöðversson, formaður stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands. 13.10 Samstarf fyrirtækja í ferðaþjónustu á landsbyggðinni - aðferðafræði og frumniðurstöður rannsóknar. Arnar Már Ólafsson, forstöðumaður Ferðamálsseturs Íslands. 13.30 Afkoma fyrirtækja og ferðaþjónusta á landsbyggðinni. Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. 13.50 Markaðssetning Norðurlands. Kjartan Lárusson, verkefnisstjóri. 14.10 Hótelið eitt býr ekki til ferðamannastraum, eða hvað? Auður Anna Ingólfsdóttir, hótelstjóri Hótel Héraðs. 14.30 Fyrirspurnir. 14.45 Kaffihlé. 15.10 Flugsamgöngur og ferðaþjónusta á landsbyggðinni. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdarstjóri Flugfélags Íslands hf. 15.30 Aðkoma Byggðstofnunar að fjárfestingum í ferðaþjónustu. Vilhjálmur Baldursson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar. 15.50 Viðhorf fjármálastofnunar til fyrirgreiðslu í ferðaþjónustu. Friðgeir M. Baldursson, útibústjóri Landsbankans á Selfossi. 16.10 Fyrirspurnir. 16.20 Samantekt. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamálabrautar Hólaskóla. 16.30 Málþingslok. Orri Hlöðversson. Fundarstjóri: Sigurður Ingi Jóhannsson, stjórnarmaður hjá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands. Málþingið er öllum opið en vinsamlega tilkynnið um þátttöku til Hildar Claessen á Byggðastofnun í síma 455 5443 eða hildur@bygg.is. Enginn aðgangseyrir. AÐ GEFNU tilefni rita ég ykkur, í nýrri stjórn, þetta opna bréf í þeirri von að það muni opna augu ykkar fyrir því að Íþrótta- og ólympíusam- band Íslands á ekki að starfa bak við luktar dyr. Eins og ykkur er kunnugt skrifaði forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram, að minnsta kosti sex bréf til Heimssam- bands ólympíunefnda (ANOC) þar sem hann setti fram þá ósk að ég yrði settur út úr nefnd Alþjóðaólympíu- nefndarinnar (IOC) sem fjallar um íþróttir og umhverfismál og að annar Íslendingur yrði skipaður í minn stað. Fyrsta bréf forsetans var sent 2. maí árið 2000 og það síðasta, sem mér er kunnugt um, var sent í sept- ember eða október árið 2001. Þetta þýðir að í eitt og hálft ár stundaði for- setinn þá iðju að hallmæla mér við félga mína og samstarfsmenn hjá Heimssambandi ólympíunefnda. Á þessum sama tíma var ég einn af for- ystumönnum íþróttahreyfingarinnar á Íslandi, þ.e. formaður Blaksam- bands Íslands. Þar að auki, eins og ykkur er kunnugt, hef ég, á síðustu 30 árum gegnt formennsku í ÍBR, HSÍ, JSÍ og ÓÍ. Við þetta má bæta að ég var einnig í forsvari fyrir íþrótta- mál Reykjavíkurborgar, ÍTR, í 12 ár. Rétt er að það komi fram að ég var ekki tilnefndur í umrædda nefnd af stjórn ÍSÍ. Forustumenn Alþjóðaól- ympíunefndarinnar skipuðu mig í hana. Þar sem umrædd bréf forsetans vörðuðu mig persónulega óskaði ég eftir afritum af þeim. Fyrstu tvö bréfin fékk ég strax og voru þau af- hent mér með bréfi 13. júlí 2000. Í þeim bréfum koma fram ósannindi um störf mín innan íþróttahreyfing- arinnar. Þegar mér varð ljóst að bréf- in voru fleiri óskaði ég eftir afriti af þeim með bréfi sem ég skrifaði til stjórnar ÍSÍ, í september 2001. Það erindi mitt ítrekaði ég í lok janúar 2002. Um síðir fékk ég svar, eða í mars 2002, tæplega hálfu ári eftir að fyrra bréfið var sent ykkur. Í millitíð- inni fékk ég þó að skoða bréfin á skrifstofu ÍSÍ, undir eftirliti, en afrit fékk ég ekki og var beiðni minni hafn- að með þeim rökum að engin lagaleg skylda hvíldi á ÍSÍ að afhenda mér þau. Það væri nóg að kynna mér bréf- in. Með þeim orðum og einnig þeirri staðreynd að mér bárust allar upp- lýsingar um bréf forsetans erlendis frá er ljóst, að hann ætlaði ekki að láta mig vita um þessi einstæðu skrif enda voru umrædd bréf ekki lögð fram á stjórnarfundum til samþykkt- ar eða synjunar, að undanskildu fyrsta bréfinu, sem lagt var fram á fundi stjórnar eftir að það var sent. Það er áreiðanlega einstakt í íþróttasögu Íslendinga að forseti heildarsamtaka þessarar hreyfingar, sem kennir sig við hinn rómaða íþróttaanda og ólympíuhugsjón, sem m.a. byggist á heiðarlegum vinnu- brögðum og keppni, skuli staðinn að verki á hendur öðrum íþróttaforystu- manni, eins og hér er lýst. Við þetta má bæta, að ekki er aðeins um kjör- inn forseta hreyfingarinnar að ræða, forsetinn er einnig starfsmaður hennar og þiggur ágæt laun sem slík- ur. Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands fær meginhluta tekna sinna frá ríkissjóði og er fjallað um þær fjár- veitingar á Alþingi, þar sem allt er fyrir opnum tjöldum. Nýlega ritaði forseti ÍSÍ tvær greinar í Morgun- blaðið þar sem hann lýsti vanþóknun sinni á baktjaldamakki og sagði m.a. það óþolandi fyrir almenning „hvern- ig tekist er á um hans eigin hags- muni, hans eigið líf, bak við luktar dyr“. Í síðari greininni segir hann að íþróttir séu ekki einkamál og hann hafi alltaf starfað af heilindum innan hreyfingarinnar. Þessi orð Ellerts vekja spurningar um stöðu og störf hans og stjórnar ÍSÍ með hliðsjón af því sem hér á undan er sagt. Með til- vísun til þessa má ætla að annaðhvort sé um að ræða gleðileg sinnaskipti hjá forsetanum eða þá að lítið sam- ræmi sé annars vegar í orðum hans og hins vegar í athöfnum. Mun á það reyna þegar ég fer nú enn einu sinni formlega fram á það, að mér verði af- hent afrit af umræddum bréfum sem fjalla um mig persónulega og svar- bréfum við þeim. Leynimakk og felu- leikur á ekki að vera leiðarljós íþróttaforustunnar. Ég vona að þar með komi í ljós, að ÍSÍ sé ekki veröld út af fyrir sig svo aftur sé vitnað í orð forsetans í umræddri blaðagrein. Opið bréf til stjórnar Íþrótta- og ólympíusambands Íslands Eftir Júlíus Hafstein „Leynimakk og feluleikur á ekki að vera leiðar- ljós íþrótta- forustunnar.“ Höfundur er fyrrverandi formaður ólympíunefndar Íslands. Í KOSNINGUNUM 10. maí velja landsmenn þá stefnu sem ríkja mun í landsstjórninni næstu árin og einnig þá forystu sem á að fylgja stefnunni eftir. Mörg þúsund einstaklingar ganga að kjörborðinu í alþingiskosn- ingum í fyrsta sinn og fá þannig kær- komið tækifæri til að hafa bein áhrif á uppbyggingu þess samfélags sem þeir lifa og hrærast í. Þá er mikilvægt að vanda valið, enda ráða pólitísk úr- lausnarefni dagsins í dag því hvernig þjóðfélagi morgundagsins verður háttað – því þjóðfélagi sem okkar unga fólksins bíður að taka við. Vilt þú vinna gegn fátækt? Í kosningunum tökum við grund- vallarafstöðu til þess á hvaða for- sendum og á hvaða gildum við viljum að þetta þjóðfélag morgundagsins byggist. Stefna Samfylkingarinnar er skýr. Hún vill byggja það upp á sjónarmiðum um jöfnuð, fé- lagshyggju og samhjálp. Samfylking- in horfir með mikilli hryggð upp á þá stöðugu þróun sem orðið hefur á und- anförnum árum í átt til aukins ójafn- aðar, vaxandi fátæktar og afturför í þjónustu velferðarkerfisins. Gegn þessari fátækt og þessum ójöfnuði stendur Samfylkingin, og ég vona að ungt fólk sé því sammála að það hlýt- ur að vera eitt brýnasta verkefni okk- ar kynslóðar að snúa við þessari þró- un, vinna að auknu félagslegu réttlæti og tryggja öllum þjóðfélags- þegnum framtíðarinnar mannsæm- andi lífskjör. Að því vinnur Samfylk- ingin. Í kosningunum tökum við afstöðu til þess hvert við teljum mikilvægi menntakerfisins vera og hvernig við viljum það byggt upp. Samfylkingin leggur mikla áherslu á að fjárfesting í menntun verði aukin og jafn að- gangur að menntun tryggður. Öflugt og opið menntakerfi er helsta und- irstaða velferðarkerfisins enda skap- ar það öllum möguleika á því að skapa sér sem og þjóðinni bjarta framtíð. Því miður hefur Sjálfstæð- isflokkurinn, sem nú hefur farið með menntamálaráðuneytið í 12 ár, sýnt algjört skilningsleysi í menntamál- um. Helstu einkenni þessa tímabils hafa verið fjársvelti menntastofnana og aukin kostnaðarþátttaka nem- enda. Lánasjóður íslenskra náms- manna er einnig langt frá því að gegna því hlutverki sínu að tryggja öllum aðgang að námi. Það þarf hug- arfarsbreytingu í menntamálum. Framlög til menntamála eru ekki út- gjöld, þau eru fjárfesting til framtíð- ar og skila sér margfalt til baka. Þessari hugarfarsbreytingu mun Samfylkingin standa fyrir. Vilt þú úrræði í húsnæðismálum? Í kosningunum tökum við afstöðu til úrræða við hinum sívaxandi vanda á húsnæðismarkaði, sem kemur mjög illa niður á ungu fólki. Núverandi rík- isstjórn hefur ekki reynst fær til að bregðast við vandanum, heldur þvert á móti lagt sitt af mörkum til að auka hann frekar, t.d. með verulegri hækkun vaxta til félagslegra bygg- ingaraðila. Samfylkingin kynnir hug- myndir um átak í byggingu smárra íbúða fyrir ungt fólk, sem hið opin- bera kæmi að með stofnstyrkjum til að lækka verð. Auk þess leggjum við til að hlutfall lána hækki hjá ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Í kosningunum tökum við afstöðu til þess hvort við sættum okkur við þær aðstæður sem ungu barnafólki eru skapaðar. Jaðarskattar á ungt fjölskyldufólk eru allt of háir, skóla- gjöld leikskóla eru komin algjörlega úr böndunum og félagslega nauðsyn- legar tómstundir hafa orðið að for- réttindum á grunnskólastigi. Sam- fylkingin hefur kynnt ýmsar tillögur til úrbóta. Hún vill m.a. taka upp ótekjutengdar barnabætur með öll- um börnum til 18 ára aldurs. Með því og öðrum aðgerðum vill Samfylking- in bæta hag fjölskyldna í landinu. Tekur þú afstöðu gegn stríði? Í kosningunum tökum við afstöðu til þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að sitja möglunarlaust undir hvers kyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna og bandamanna þeirra sem snið- gengið hafa mikilvægasta samráðs- vettvang þjóða heimsins og úthella nú blóði í Írak. Ísland á að reka sjálf- stæða utanríkisstefnu sem endur- speglar vilja þjóðarinnar. Samfylk- ingin hafnar stríðinu í Írak. Með atkvæði okkar hinn 10. maí höfum við unga fólkið veruleg áhrif og tökum afstöðu til óteljandi atriða í þjóðfélagsgerðinni. Sýn Samfylking- arinnar er skýr. Hún vill byggja upp samfélag á grundvelli samhjálpar og jafnra tækifæra. Hún ætlar að ráðast til atlögu við fátækt. Hún vill byggja upp öflugt menntakerfi sem stendur öllum opið. Hún vill að allir eigi raun- hæfa möguleika á að skapa sér heim- ili og búa sér og fjölskyldu sinni væn- legt umhverfi. Nýttu atkvæðisréttinn vel. Réttur okkar allra Eftir Eirík Jónsson Höfundur er lögfræðingur og skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. „Eitt brýn- asta verk- efni okkar kynslóðar er að vinna bug á fátækt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.