Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 43 ÞAÐ eru engin ný sannindi að verðlag á landbúnaðarvörum er veru- lega hærra á Íslandi en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þetta staðfestir nýlegur saman- burður á verðlagi þessara vara í nokkrum nágrannalöndum. Rót meinsins liggur m.a. í því að talsmenn bænda hafa í gegnum tíðina stöðugt minnt þjóðina á mikilvægi landbún- aðar og „blómlegra sveita“. Afrakst- urinn er verndarstefna með tilheyr- andi innflutningshöftum og verð- stýringu sem leitt hefur til þess að djúpt er seilst í vasa neytenda fyrir búvörur. Skyldi vera von á breyting- um? Sem betur fer eru nokkrar vís- bendingar um að svo sé: „Batnandi manni er best að lifa“ má segja um aðgerðir stjórnvalda í landbúnaðarmálum snemma á árinu 2002: Felldir voru niður tollar á inn- fluttu grænmeti. Til þess að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra framleið- enda gagnvart innfluttu erlendu grænmeti komu stjórnvöld til móts við framleiðendur með 10 ára aðlög- unarsamningi. Hann felur í sér bein- greiðslur til grænmetisbænda og magntolla á innflutning þegar íslensk framleiðsla fullnægir markaðnum. Auk þess er skilgreint fjármagn ætl- að til úreldingarbóta fyrir framleið- endur sem vilja hætta í greininni og einnig er ákveðið fjármagn eyrna- merkt þróunarstarfi. Áhrif aðgerð- anna létu ekki á sér standa: Meðal- verð á grænmeti er í flestum tilvikum lægra nú en það var fyrir aðgerðirnar og í mörgum tilvikum mun lægra. Nokkur sannleikskorn Íslenskur landbúnaður hefur lengi verið í kreppu og virðist nánast óhjá- kvæmilegt að svo verði áfram. Sem dæmi um stöðuna má nefna að stærð- arhagkvæmni í sauðfjárbúskap er nánast ekki nýtt og hópur bænda er í fátæktargildru. Á vettvangi Heimsviðskiptastofn- unarinnar (WTO), sem Íslendingar eiga aðild að, er gert ráð fyrir að dregið verði úr tollahindrunum og stuðningi við landbúnað og lögmálum markaðarins verði leyft að ráða. Fréttir, umræður og greinaskrif um hverju aðild að Evrópusamband- inu (ESB) gæti breytt fyrir neytend- ur eru heit mál um þessar mundir og sýnist sitt hverjum um væntanlegan hag Íslendinga af aðild. Gangi aðild að Evrópusambandinu eftir þurfa Ís- lendingar að laga sig að sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandsins. En landsmenn eru „skondnar skrúfur“: Smekkur þeirra fyrir ódýrri vöru hefur lengi verið ljós og á síðustu árum birtist þetta m.a. í auk- inni ásókn þeirra í lágvöruverðsversl- anir. Á sama tíma og þeir hrópa á lægra vöruverð og sannreyna á eigin pyngju hvernig frjáls innflutningur á grænmeti bætir hag þeirra þá er meirihlutinn andvígur frjálsum inn- flutningi á landbúnaðarafurðum! – því eina sem tryggir varanlegt lágt verð á þessum vörum. Verð sem yrði í átt til þess sem flestar grannþjóðir okkar njóta. Hvað er til ráða? Nútímavæðing landbúnaðar er óhjákvæmileg og það er spurning um hvenær en ekki hvort. Sérfræðingar þurfa að upplýsa landsmenn um stöðu landbúnaðar- mála og færa rök fyrir mikilvægi þess að horfa fram á veginn. Það dugar ekki að láta samúð með hagsmunum bænda trufla nauðsynlegar ákvarð- anir sem snerta framtíð (spyrji ein- hver hvað gera eigi við bændur sem ekki geti staðist erlendri samkeppni snúning og verði undir í þeirri bar- áttu liggur svarið í augum uppi: Okk- ur er ekki fjár vant til uppbyggingar og þróunar: Nýbúið að selja tvo banka!). Þá þarf að fræða þjóðina um mögulegan ávinning og afleiðingar frjáls innflutnings. Þannig er lands- lýð auðveldað að taka afstöðu til málsins, afstöðu sem byggist á rökum og hægara verður fyrir stjórnvöld að fylgja aðgerðum úr hlaði. Í öllu falli verða neytendur að gera sér grein fyrir að í þessum málum verður ekki bæði sleppt og haldið: Við fáum aldrei hvorttveggja í sama pakkanum, íslenska og ódýra land- búnaðarvöru, nema við skilyrði frjáls innflutnings. Má læra af „grænmetis- leiðinni“? Eftir Sigríði Hrefnu Jónsdóttur „Við fáum aldrei hvort- tveggja í sama pakk- anum, ís- lenska og ódýra land- búnaðarvöru, nema við skilyrði frjáls innflutn- ings.“ Höfundur er MBA-nemi við Háskóla Íslands. Fermingarskartgripir Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12 Laugavegi 87 Sími 511 2004 www.dunogfidur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.