Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 47 ✝ Hrund Kristjáns-dóttir fæddist á Ytri-Tjörnum í Öng- ulsstaðahreppi 20. febrúar 1919. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Kjarnalundi 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Helgi Benjamínsson og Fanney Friðriks- dóttir sem bjuggu á Ytri-Tjörnum til fjölda ára og ólu upp stóran barnahóp. Voru þau auk Hrund- ar: Laufey, f. 1899; Benjamín, f. 1901; Inga, f. 1903; Auður, f. 1905; Theódór, f. 1908; Bjartmar, f. 1915; Valgarður, f. 1917, og Dagrún, f. 1921, en þau eru látin, Svafa, f. 1910, er á Dvalarheimilinu Kjarna- lundi, Baldur, f. 1912, býr á Ytri- Tjörnum, og Friðrik, f. 1926, býr í Vallartröð 2 í Eyjafjarðarsveit. Hinn 9. maí 1942 giftist Hrund Margrét, f. 1979, sambýlismaður hennar er Steindór Ívar Ívarsson, f. 1972, og á hann einn son, Róbert Ívar, f. 1996, b) Einar Björn, f. 14. febrúar 1986, c) Hrund, f. 1. sept- ember 1990, og d) Þorsteinn Jón, f. 3. júní 1999. Hrund ólst upp við hefðbundin heimilis- og sveitastörf, gekk í far- skóla sem haldinn var á Staðar- hóli, í Kvennaskólann á Lauga- landi og stundaði nám í orgelleik einn vetur hjá Jakobi Tryggvasyni á Akureyri. Hún var organisti og kórstjóri í kirkjum sveitarinnar til fjölda ára, þó mest á Munkaþverá og Kaupangi. Hrund og Einar byggðu nýbýlið Tjarnaland árið 1951 og bjuggu þar um árabil. Þau fluttu til Akureyrar 1965 og vann Hrund þar ýmis störf svo sem við saumaskap, heimilishjálp og í Mjólkursamlagi KEA. Ennfremur hélt hún áfram að starfa sem org- anisti í sveitinni alveg til ársins 1986. Einnig söng hún í kórum, bæði Lögmannshlíðarkórnum lengi og í kórum sveitarinnar svo lengi sem heilsan leyfði eftir að hún var hætt að stjórna þeim. Útför Hrundar fer fram frá Munkaþverá í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. eiginmanni sínum Ein- ari Thorlacius frá Öxnafelli en hann lést í janúar 2000. Þau eign- uðust tvö börn, þau eru: A) Þuríður Jóna, f. 29. júní 1943, gift Reyni Helga Schiöth í Hólshúsum, f. 25. októ- ber 1941. Þau eiga tvo syni, þeir eru: a) Einar Axel, f. 29. október 1962, kona hans er Ás- dís Bragadóttir, f. 1960, og eiga þau einn son, Einar Kristján, f. 1993, en fyrir á hún dóttur, Írisi Huld Heiðarsdóttur, f. 1979, og b) Helgi Hinrik, f. 16. maí 1964, kona hans er Auður Guðný Yngvadóttir, f. 1959, og eiga þau þrjá syni, Brynjar Gauta, f. 1987, Hafstein Inga, f. 1989, og Þorvald Yngva, f. 1993. B) Einar Tryggvi, f. 25. október 1955, kvæntur Ragn- heiði Gunnbjörnsdóttur, f. 6. maí 1961. Börn þeirra eru; a) Þuríður Þegar ég kornung fór að venja komur mínar í Bjarmastíginn var mér afar hlýlega tekið og þennan hlýleika og þessa góðvild fann ég ætíð síðan í samskiptum mínum við kæra tengdamóður mína. Hún var mér alltaf afar góð, vildi allt fyrir mig gera og lagði sitt af mörkum þegar við Einar Tryggvi vorum ung að stofna heimili. Hún saumaði gardín- ur, færði okkur hitt og þetta í búið sem kom sér sérlega vel. Ég man hve glöð hún varð þegar við sögðum henni frá að von væri á fyrsta barninu og hún hófst handa við að prjóna og sauma handa barninu svo að eitthvað yrði nú til þegar það kæmi í heiminn. Marga bráðfallega kjólana fékk hún Magga mín fram eftir öllu og þegar hann Einar Björn fæddist gekk hann í fínum jakkaföt- um sem amma Hrund þreyttist ekki á að sauma ár eftir ár. Þessi föt voru svo vönduð og vel saumuð að þau gengu óslitin til næstu drengja í fjöl- skyldunni sem einnig nutu góðs af. Margar stundirnar gat hún amma stytt þegar hún settist við orgelið og spilaði fyrir barnabörnin og söng líka með. Minningin um Hrund og Einar í Bjarmastígnum, þar sem alltaf var jafn notalegt að koma, þiggja kaffi- sopa og sitja inn í stofu og spjalla, lif- ir og mun lifa um ókomin ár. Kæra Hrund, ég veit að þér líður miklu betur núna og veit að þið Einar eruð aftur saman eitthvað að sýsla, ég þakka þér fyrir allt, Guð blessi þig og vertu sæl. Þín tengdadóttir, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, er lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín – í söng og tárum. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Nú þegar Hrund frænka mín hef- ur lagt upp í sína hinstu för er mér ljúft að minnast þessarar uppáhalds föðursystur minnar með nokkrum orðum. Frænku minni kynntist ég fyrst er ég barn að aldri dvaldi hjá henni og manni hennar Einari part úr sumri. Frá þeim tíma hefur verið órofa strengur á milli okkar þótt stundum hafi liðið langt á milli end- urfunda. Hún frænka mín með sitt sterka svipmót, hressilegu og líflegu fram- komu og hnyttnu tilsvör var skemmtileg kona sem gott var að vera návistum við og mér hefur alltaf þótt mjög vænt um hana. Hún hafði yndi af söng og hljóð- færaleik, spilaði m.a. á orgel og harmonikku, og man ég sérstaklega sólskinsdaga í sveitinni þegar hún sat úti á tröppum og spilaði á harm- onikkuna og söng svo undir tók í sveitinni, að því er mér fannst. Andleg málefni heilluðu hana líka og hafði hún sérstaklega gaman að velta þeim fyrir sér og ræða þau. Þegar ég var um tíma við nám og störf á Akureyri og þekkti þar fáa var oft farið til Hrundar og Einars í spjall og kaffi og tóku þau mér alltaf af mikilli ljúfmennsku. Fyrir hennar tilstilli kynntist ég að nokkru mínum stóra frændgarði á Norðurlandi því henni fannst ótækt að við systkina- börnin í föðurætt mína þekktumst ekki. Hún var einnig óþreytandi að segja mér frá föðurforeldrum mínum sem ég kynntist aldrei. Seinni árin hittumst við ekki oft, þó var aldrei farið svo til Akureyrar að Hrund og Einar væru ekki sótt heim og alltaf var jafn notalegt að koma til þeirra og spjalla við þau yfir kaffibolla. Eftir að Hrund missti manninn sinn fyrir þremur árum fór smá sam- an að halla undan fæti hjá henni. Hún bjó um tíma hjá syni sínum og tengdadóttur en flutti síðar að Dval- arheimilinu Kjarnalundi á Akureyri þar sem hún fékk hægt andlát hinn 26. mars sl. Ég sakna frænku minn- ar, en ég samgleðst henni einnig því nú er hún búin að hitta aftur hann Einar sinn sem hún saknaði svo sárt og ég veit að nú líður henni vel. Ég þakka henni samfylgdina í rúmlega fjörutíu ár, óska henni góðr- ar ferðar og bið guð að fylgja henni. Börnum og barnabörnum hennar sendi ég mínar bestu samúðaróskir og bið þeim guðsblessunar. Sigrún Valgarðsdóttir. Ég minnist frænku minnar með gleði, hún var alltaf glaðvær og bar með sér hressandi blæ hvar sem hún fór. Hrund hafði gaman af söng og tón- list, hafði góða söngrödd og lærði snemma að leika á orgel. Hún var kirkjuorganisti í Munkaþverár- kirkju um áratugaskeið í prestskap- artíð séra Benjamíns og séra Bjart- mars. Hún var bókhneigð eins og raunar flest hennar systkini og átti stórt bókasafn, einnig safnaði hún frí- merkjum og mynt og vorum við stundum að bera saman bækur okk- ar á því sviði þótt ég hefði lítið fram að færa í samanburði við hana. Við Þórey minnumst þess að hún og Einar voru ein af fáum ættingjum og vinum sem komu óvænt við hjá okkur í Bakahlíðinni á árum áður, okkur til mikillar gleði. Því miður virðist sá siður að leggjast af að fólk heimsæki hvert annað án formlegra boða. Hrund sýndi okkur og dætrum okkar mikinn áhuga og vináttu, hún var mjög ættrækin og sýndi það oft með ýmsum hætti. Til dæmis um það skráði hún hjá sér alla afkomendur foreldra sinna, maka þeirra og börn og er þetta hin merkasta heimild því ættmennin eru nú farin að skipta hundruðum. Það er raunar ekki sorglegt þegar fólk kveður eftir langt og gott líf og fær hvíld frá erfiðum sjúkdómum og elli sem ekki læknast. En alltaf verð- ur þó söknuður sár þegar nánir ætt- ingjar hverfa yfir móðuna miklu, þangað sem leið okkar allra stefnir fyrr eða síðar. Ég kvaddi frænku mína skömmu fyrir jólin síðustu og sá þá og skynj- aði að það myndi í síðasta skipti sem við sæjumst í þessu lífi. Nú er erfiðu stríði lokið og hún laus úr viðjum jarðarbyrðanna. Við Þórey sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til Þuríðar, Einars og fjölskyldna þeirra. Kristján Baldursson. HRUND KRISTJÁNSDÓTTIR Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VIGDÍS ÞJÓÐBJARNARDÓTTIR, áður húsfreyja á Grund í Reykhólasveit, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 31. mars. Ólafur Aðalsteinn Jónsson, Sigrún Bjarnadóttir, Guðrún Marteinsdóttir, Lárus Jónsson, Monica Östman, Dröfn Jónsdóttir, Hrafnkell Kárason, barnabörn og langömmubörn. Mín kæra og elskulega nafna, ELÍN JÓNATANSDÓTTIR, áður til heimilis á Sólvallagötu 45, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 30. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 10.30. Elín Albertsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÍVAR GRÉTAR EGILSSON, lést sunnudaginn 23. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ásdís Hjörleifsdóttir, Sigrún Hjördís Grétarsdóttir, Ómar Smári Ármannsson, Kári Grétarsson, Anna Þórðardóttir, Smári Grétarsson, Hazel Heiða Grétarsson, Ásdís Dögg, Svandís Fjóla, Þórður, Grétar, Ívar og Bjarki Smári. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ERLA BERGÞÓRSDÓTTIR, Kornsá II, Vatnsdal, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugar- daginn 5. apríl kl. 11.00. Jarðsett verður á Sauðárkróki. Sigurður Ingi Þorbjörnsson, Helga Hauksdóttir, Hjörtur Sævar Hjartarson, Þorbjörn Ragnar Sigurðsson, Sigríður Brynja Hilmarsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Pála Pálsdóttir, Bergþór Sigurðsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, EINAR RUNÓLFSSON frá Ásbrandsstöðum, Vopnafirði, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 5. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Hofskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Bryndís Nikulásdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, GUÐMUNDUR STEINSSON læknir, Kjalarlandi 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 31. mars. Þorbjörg I. Ingólfsdóttir, Snorri Hrafn Guðmundsson, Þorbjörg Erna Snorradóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.