Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 51 Nýtt Framtíð án elli Perfectionist Correcting Serum for Lines/Wrinkles Sértu að spá í leysigeislameðferð, húðslípun eða hrukkusprautur, því þá ekki að íhuga mildari valkost, án retínóls. Perfectionist er fljótvirkt, árangursríkt og áhrifin endast lengi. Uppistaðan í því er hið einstaka BioSync Complex. Eftir daginn: Fíngerðar þurrklínur hverfa. Eftir viku: Dýpri línur grynnka og húðin sléttist. Eftir mánuð: Endurheimtur æskuljómi. Gjöfin þín Gefðu húð þinni þá frábæru meðferð sem hún á skilið. Kannaðu hvað nýjasti farðinn gerir fyrir þig. Finndu angan vors og blóma í yndislegum ilmi. Kaupirðu Estée Lauder vörur fyrir 3.900 kr. eða meira í Clöru Kringlunni færðu fallega gjöf með eftirfarandi glaðningi:* 2 Pure Color augnskuggum Illusionist maskara Pure Color varalit Resilience Lift næturkremi Estée Lauder Pleasures EDP spray Nýtt: Perfectionist - fljótvirkt á línur og hrukkur *meðan birgðir endast www.esteelauder.com Kringlunni, sími 568 9033 GJÖFIN ÞÍN Opið hús í KHÍ í dag, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 15.30–18 verður opið hús í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Kennarar, stúdentar og námsráðgjafar munu kynna náms- framboð í grunndeild og svara fyrir- spurnum. Í tengslum við þá kynn- ingu verða einnig til sýnis námsgögn sem notuð eru á hinum ýmsu náms- brautum sem og sýningar á verkum stúdenta, aðallega þeirra sem stunda nám í listgreinum. Stúdentar á íþróttabraut bjóða fólki m.a. upp á húðfitu- og uppstökksmælingar. Í fyrirlestrasalnum Bratta munu námsbrautarstjórar kynna brautir sínar kl. 16–17.30. Í fyrirlestrasaln- um Skriðu verður kynning kl. 16 á verkefninu námUST. Einnig verður kynning á Mentor-verkefninu Vin- áttu. Sjá nánari dagskrá á khi.is. Málstofa Rannsóknarstofnunar KHÍ Jörgen Svedbom framhalds- skólakennari heldur málstofu á veg- um Rannsóknarstofnunar KHÍ í dag, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 13.15 í salnum Bratta í Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð og er öllum op- in. Málstofan fjallar um ólíkar leiðir í kennslu um heilsufar og heilbrigði og hvaða áhrif mismunandi kennslu- aðferðir hafa á nám. Málstofan fer fram á ensku. Tourette-samtökin verða með op- ið hús í kvöld, fimmtudagskvöldið 3.apríl, í kaffiteríunni á jarðhæð að Hátúni 10b (austasta ÖBÍ blokkin) kl. 20:30. Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkennari, fjallar um kennslu barna með hegðunarvanda og svarar fyrir- spurnum. Í DAG Doktorsvörn í lyfjafræðideild við Háskóla Íslands fer fram á morgun, föstudaginn 4. apríl, kl. 18 í Hátíðasal Háskólans. Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur ver þá ritgerð sína Fatty acid derivatives as lipophilic prodrugs and as soft antibacterial agents (Fitusýruafleiður sem fitu- sækin forlyf og mjúk bakteríudrep- andi efni). Fjallar ritgerðin um efna- smíði á fitusæknum forlyfjum og mjúkum efnum og lyfjafræðilegar prófanir á þessum efnum. Var rann- sóknin unnin undir leiðsögn Þor- steins Loftssonar prófessors. And- mælendur eru Nicholas Bodor prófessor frá University of Florida og Sigmundur Guðbjarnason, pró- fessor emeritus. Þórdís Kristmunds- dóttir, forseti lyfjafræðideildar, stjórnar athöfninni Athöfnin er öllum opin. Utanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga efna til ráðstefnu föstudaginn 4. apríl um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið. Erindi halda innlendir og erlendir sveitarstjórnarmenn og sérfræð- ingar. Ráðstefnan er haldin á Nor- dica hóteli (áður Hótel Esja), Suður- landsbraut 2, og hefst kl. 13 með ávarpi Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra. Skráning á ráðstefn- una fer fram hjá Sambandi ísl. sveit- arfélaga, sigridur@samband.is. Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefna um framtíð borga(r) á vegum Sagnfræðingafélags Íslands og Borgarfræðaseturs undir yfir- skriftinni „Hvað er borg?“ verður haldin á morgun, föstudaginn 4. apríl, kl. 13.15–16 í Norræna húsinu. Um- ræðustjóri verður Stefán Ólafsson forstöðumaður Borgarfræðaseturs. Erindin flytja: Páll Björnsson, sagn- fræðingur við Hugvísindastofnun HÍ, Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun HÍ, Halldór Gísla- son, arkitekt og deildarstjóri hönn- unardeildar LHÍ, og Salvör Jóns- dóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Í pallborði verður, auk Halldórs Gíslasonar og Salvarar Jónsdóttur, Trausti Valsson, prófessor við verk- fræðideild HÍ. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Ráðstefna um rekstur fé- lagslegra leiguíbúða sveitarfélag- anna verður haldin á vegum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytisins á morgun, föstudaginn 4. apríl. Ráðstefnan verður haldin á Nordica hóteli, Suð- urlandsbraut 2, og hefst hún kl. 9. Skýrt verður frá reynslu nokkurra sveitarfélaga af þessum málum o.fl. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands ísl. sveitarfélaga setur ráðstefnuna. Fyrirlesarar verða: Sig- urður Friðriksson, framkvæmda- stjóri Félagsbústaða, Þórarinn Magnússon forstöðumaður fram- kvæmdasviðs Félagsbústaða, Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri, Ellert Eiríksson formaður stjórnar fast- eignafélags Reykjanesbæjar, Gísli Jón Hjaltason, framkvæmdastjóri Fasteignafélags Ísafjarðarbæjar, Guðmundur Bjarnason fram- kvæmdastjóri Íbúðarlánasjóðs, Garðar Jónsson stjórnarformaður Varasjóðs húsnæðismála og Gunn- laugur Júlíusson sviðsstjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Fyrirlestur um atferlisfræði sjó- birtings verður á Líffræðistofnun Háskólans á Grensásvegi 12 í stofu G-6 föstudaginn 4. apríl kl. 12.20. Er- indi heldur Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum ehf. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á atferlis- vistfræði sjóbirtings úr Grenlæk er fram fóru árin 1995–2001. Á MORGUN ISO 9000 – Lykilatriði, uppbygg- ing og notkun Staðlaráð Íslands stendur fyrir námskeiði fimmtudag- inn 10. apríl fyrir þá sem vilja læra á nýja útgáfu ISO 9000 gæðastjórn- unarstaðlanna. Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178, kl. 8.30-14.45. Markmið nám- skeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000:2000 röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og við- halda gæðastjórnunarkerfi. Auk þess að skýra uppbyggingu staðl- anna, notkun og kröfurnar í ISO 9001, verður farið yfir tengsl staðl- anna og gæðastjórnunarkerfis sam- kvæmt ISO 9000. Þátttakendur leysa hópverkefni í gerð verklags- reglna. Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is. Fegurðarsamkeppni Austurlands verður haldin í Egilsbúð laugardag- inn 5. apríl kl. 19. Sjö stúlkur taka þátt í keppninni. Hársnyrtifólk í Neskaupstað verður með hár- greiðslusýningu, verslanirnar Syst- em og Sentrum verða með tískusýn- ingu og sýnt verður atriði úr Rauðu myllunni. Kynnir á keppninni verður Hálfdán Steinþórssson. Hljóm- sveitin Ber og Páll Óskar Hjálmtýs- son skemmta gestum á dansleik. Vistvernd í Borgarfirði Hópur sem kallar sig Grænu síðuna og hefur tekið þátt í Vistvernd í verki, al- þjóðlegu umhverfisverkefni fyrir heimili, heldur kynningarfund fyrir íbúa Hvítársíðu og nærliggjandi sveitir sunnudaginn 6. apríl. Fund- urinn verður haldinn í félagsheim- ilinu Brúarási kl. 15 og verður boðið uppá kaffiveitingar. Nánari upplýs- ingar um verkefnið er hægt að fá á skrifstofu Landverndar í síma og á vefnum www.landvernd.is/vistvernd. Á NÆSTUNNI Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 FERÐASKRIFSTOFAN Ultima Thule fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli sínu á sviði ævintýra- ferða. Af því tilefni verður efnt til ferðaleiks á heimasíðu fyrirtæk- isins, www.ute.is, þar sem í boði eru sjókajakferðir um Ísland og Austur-Grænland ásamt fleiri vinn- ingum. Einnig hefur verið opnuð kajak- verslun á Bíldshöfða 16 í Reykjavík og er markmiðið að bjóða upp á traustar kajakvörur sem ferða- skrifstofan þekkir af eigin raun úr ferðum og námskeiðum undanfar- inna ára. Fararstjórar og leiðbein- endur aðstoða við val á búnaði, seg- ir í fréttatilkynningu. Ultima Thule 10 ára Fyrir almennan markað Í frétt í blaðinu á mánudag var frá því skýrt að bygging íbúðarhúsa væri að hefjast á Neskaupstað eftir 12 ára hlé. Athygli blaðsins hefur verið vakin á því að fyrir tveimur árum byggði sveitarfélagið þrjár félagslegar íbúð- ir, sem í dag eru leigðar til fatlaðra einstaklinga. Réttara hefði verið að segja í fréttinni að bygging íbúðar- húsa fyrir almennan markað væri að hefjast eftir 12 ára hlé. Rangt verð Í samanburðartöflu sem birtist með umfjöllun um Nissan Patrol- jeppann í síðasta bílablaði var gefið upp rangt verð fyrir Luxury-útgáf- una. Rétt verð er 4.790.000 kr. eins og kom réttilega fram í sjálfri umfjöll- uninni. Sigurður Skúli Bergsson Sigurði Skúla Bergssyni forstöðu- manni tollgæslusviðs tollstjórans í Reykjavík var fyrir mistök gefið milli- nafnið Snorri í frétt blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.