Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                           BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HINN 28. desember sl. birtist gagn- rýni Vernharðs Linnet um diskinn minn Fagra veröld. Ég er ansi ósátt við þessa gagnrýni og finn mig knúna til að vekja máls á þröngsýni sums fjölmiðlafólks. Í lokamálsgrein sinni segir Vern- harður orðrétt: „Þetta er dálítið mis- heppnaður djassdiskur, en kannski var honum ætlað annað hlutverk.“ Ég er ekki þess vitandi að fyrr- nefndur diskur hafi verið sérstak- lega merktur sem djass. Hann var jú tilnefndur til bestu diska ársins í flokki djassdiska og má finna í djass- deildum plötubúða. En hvað er djass og hverjir eru rammar djasstónlistar? Er hægt að gefa út disk sem er misheppnaður djassdiskur en góður sem eitthvað annað? Á disknum stendur hverjir leika og við erum víst öll djasstón- listarmenn og virðast sumir draga sínar ályktanir beint af því í stað þess að gefa tónlistinni tækifæri. Dagskrárstjóri Bylgjunnar, Bjarni Arason, sagði við mig: „Ég held ég viti hvernig tónlist þetta er og þetta fer ekki í spilun.“ Svipuð viðbrögð fékk ég frá dagskrárstjóra útvarps- stöðvarinnar Létt, Huldu Bjarna- dóttur, þegar ég sendi þeim jólalag í akústískri popp-útsetningu: „Þetta er of djassað.“ Ég er mjög ánægð með hljóm- sveitina og finnst frábært hvernig Kristjana Stefánsdóttir söngkona tók á þessu efni sem er kannski óhefðbundið fyrir hana en Vernharði finnst það „synd því oss þyrstir að heyra meiri sveiflu af vörum söng- dívunnar…“ Syngur hún eitthvað verr þegar sveiflan er minni? Er minni sveifla í djassi okkar tíma og ef svo er, er það eitthvað til að gráta yfir? Á Kristjana að halda sig við tónlist fortíðarinnar og ekkert að færa sig fram á veginn? Afhverju ekki að hæla henni fyrir fjölhæfni? Vernharður er lítið hrifinn af text- unum mínum eða „hnoði“ eins og hann kallar það en eftir þessa gagn- rýni fór ég að spá í hvort að hann hefði ekki skilið þá eða bara ekki hlustað. Hann segir að lagið Ég leyfi mér að dreyma sé „ástarjátning Sunnu til eiginmannsins“. Fyrsta setning annars erindis er „Ókominn er enn maðurinn sem lífið mun með mér ganga“. Er Vernharður að gefa í skyn að ást lífs míns sé enn ókom- in? Svo segir hann að ég hefði frekar átt að yrkja á ensku. Gerum við ekki eins miklar kröfur til texta sem eru á ensku eða hvað? Hvort skiptir meira máli, innihald textanna eða að þeir fylgi reglum um stuðla og höf- uðstafi? Til að kóróna allt er nafn trommarans, Scott McLemore, staf- að á þrjá mismunandi vegu í grein- inni og diskurinn rangnúmeraður (726 í stað 721). Vernharður segir margt gott um spilamennskuna á disknum en kallar hann jafnframt „eintóna“ án nokk- urra skýringa. Ég veit að ég er ekki sú eina sem finnst gagnrýnin rugl- ingsleg og án nokkurrar niðurstöðu. Ég hef engan rétt til að setja út á álit gagnrýnenda en mér finnst að í þessu tilviki hefði mátt rökstyðja staðhæfingarnar á einhvern hátt og vanda vinnubrögðin aðeins betur. SUNNA GUNNLAUGSDÓTTIR tónlistarmaður, 285 15th St. #1C Brooklyn, NY 11215. Djass eða ekki djass og slæleg vinnu- brögð gagnrýnenda Frá Sunnu Gunnlaugsdóttur OKKUR er sagt að útgerðin hér á landi skuldi um 200 miljarða í dag. Svo skulda heimilin okkar meira en í nokkru öðru landi. Þannig má telja upp áfram. Skuldirnar eru víða of miklar. Það er því al- menn krafa að vextir hér á landi séu lækk- aðir til samræm- is við vexti í næstu löndum, t.d. Danmörku og Svíþjóð. Þar eru vextir sagðir vera um þessar mundir svona helmingi lægri en á Íslandi lauslega áætlað. Ef Seðlabankinn lækkar ekki fljótt stýrivexti sína til samræmis við Danmörku og Svíþjóð þá á alþingi að lækka stýrivexti á Íslandi með lögum og handafli. Slíkt bjargar mörgu fyrirtæki og einstaklingi frá gjaldþroti á næstunni. Annað alvarlegt mál eru fyrir- ætlanir Seðlabankans um að hækka vexti enn frekar fljótlega til að vinna á móti peningaþenslu frá byggingu virkjunar og álvers á Austurlandi. Til að vinna á móti þessari peningaþenslu á ríkissjóð- ur í stað vaxtahækkunar Seðla- banka að selja sjálfur verulegt magn ríkisskuldabréfa innanlands t.d. lífeyrissjóðum og almenningi. Frysta verður svo peningana frá sölunni meðan virkjað er. Það stoppar alla peningaþenslu. Svo er hægt að losa um þetta sama fé seinna til að vinna á móti kreppu og atvinnuleysi þegar búið er að ljúka alveg við að virkja og byggja álverið. Þá kemur annars sam- dráttur. Seðlabankinn verður að lækka vexti frekar. Það mun stórbæta hag allra, bæði almennings og fyr- irtækja. Viljum sömu vexti og Dan- ir og Svíar hafa í dag. Sanngjörn krafa. LÚÐVÍK GIZURARSON, Grenimel 20, 107 Reykjavík. Lækka verður vexti Frá Lúðvík Gizurarsyni hæstaréttarlögmanni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.