Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss og Akureyr- in koma og fara í dag. Mánafoss og Svanur koma í dag. Selfoss, Arnarfell, Green Snow og Eldborg fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Máaberg og Selfoss fóru í gær. Arklov Day kemur í dag til Straumsvíkur. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13 bók- band, kl. 14–15 dans. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borg- ara í Damos. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10– 13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 smíðar og útskurður. Kl. 10 leik- fimi, kl. 13.30 koma gestir frá Hrafnistu í Hafnarfirði og verða til kl. 15. Allir velkomnir. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 15 bingó. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl.13 leik- fimi karla og málað, kl. 20 skemmtikvöld í Garðaholti í umsjá Lionsklúbbsins Eikar. Rúta fer frá Kirkju- hvoli kl. 19.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Glerlist kl. 13 bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Gerðuberg, félagsstarf Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spilasalur opin. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og 9.50 leik- fimi, kl. 10.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 12.30 vefnaður, kl. 13 gler og postulíns- málun, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, kl. 13 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur og hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 9.05 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl.13 handa- vinna og 13.30 fé- lagsvist. Korpúlfar Grafarvogi, samtök eldri borgara, hittast á fimmtudögum kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13– 16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 10.15– 11.45 enska, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing og mósaik. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9. 30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 boccia æfing, kl. 13 hand- mennt og spilað. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12, Kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Fundur í umsjá Sveinbjargar Arn- mundsdóttur. Heitt á könnunni frá kl. 16. Allar konur velkomn- ar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13. Skrán- ing kl. 12.45, spila- mennska hefst kl. 13. Minningarkort Minningarkort, Félags eldri borgara, Sel- fossi, eru afgreidd á skrifstofunni Græn- umörk 5, miðvikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og verslunni Íris í Mið- garði. Í dag er fimmtudagur 3. apríl, 93. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Þess vegna skulum vér, með- an tími er til, gjöra öllum gott og einkum trúbræðrum vorum. (Gal. 6, 10.)     Í viðtali Morgunblaðsinsvið nýjasta nóbels- verðlaunahafann í hag- fræði, Vernon L. Smith, skýrir hann af hverju hann ákvað að hefja hag- fræðinám. „Hagfræði- áhuga minn má raunar rekja til áhuga míns á sósíalisma. Upphaflega ákvað ég að læra hag- fræði af því að ég hafði áhuga á að vita hvernig hagkerfi virkuðu. Nú veit ég að útkoman verður betri ef markaðir eru frjálsir en þegar þeir eru innan skipulags áætl- unarkerfis,“ segir Smith.     Móðir Smiths var virk-ur sósíalisti og hann segist hafa haft mikla trú á áætlunarbúskap þegar hann hóf nám í hagfræði. „Breyting á viðhorfum mínum átti sér stað um leið og ég fór að læra hagfræði. Þegar ég fór svo að stunda tilraunir áttaði ég mig betur á því hversu skilvirkir mark- aðir eru í raun. Ég sann- færðist um að margar af grundvallarkenningum hagfræðinnar um frjálsa markaði standast, ólíkt því sem ég taldi áður. Síðan ég fór að stunda hagfræði hafa leiðandi áætlunarkerfi í heim- inum fallið af því að þeir sem stýrðu þeim áttuðu sig á því að svona gátu þeir ekki stýrt hagkerfi. Það veit enginn hvernig á að stýra hagkerfi svo við ættum bara alls ekk- ert að reyna það heldur leyfa mörkuðum að vera í friði því þannig virka þeir best,“ heldur hann áfram.     Svo kann að virðast aðþarna eigi Smith að- eins við allsherjar áætl- unarbúskap, á við þann sem tíðkaðist í Sovétríkj- unum. Þegar nánar er að gáð er hins vegar senni- legt að hann eigi einnig við ýmiss konar inngrip stjórnmálamanna í svo- kölluðum blönduðum hagkerfum, eins og við búum við hér á landi. Hinn frjálsi markaður, sem sumir hafa kennt við frumskóg, er ekki annað en hópur fólks og fyr- irtækja, sem eiga við- skipti. Þessi viðskipti á fólkið sjálfviljugt. Ef stjórnmálamenn skipta sér af mörkuðum, með því að setja íþyngjandi reglur, eru þeir að hefta frelsi fólksins.     Tilgangurinn kann aðvera göfugur og oft- ast snýst hann um að stýra hegðun fólks í þann farveg sem stjórn- málamenn telja æskileg- an. Þeir gleyma því hins vegar gjarnan, að margir hafa annað gildismat og hegða þannig gjörðum sínum á annan veg. Þar er alltaf um frjálst val að ræða.     Hver og einn þekkir að-stæður sínar betur en aðrir. Þess vegna er æskilegt að halda af- skiptum stjórnmála- manna af mörkuðum í lágmarki. STAKSTEINAR Á að leyfa mörkuðunum að njóta sín? Víkverji skrifar... TÍUNDU bekkingar í Hagaskólavöktu heila nótt um síðustu helgi til að lesa undir stærðfræðipróf og safna peningum fyrir útskriftarferð í leiðinni. Þau sátu yfir bókunum til klukkan átta á laugardagsmorgun og foreldrarnir fylgdust með og sáu til þess að þau yrðu ekki hung- urmorða yfir þessari vitleysu. Hvað er grætt með þessu? Varla tími, þar eð allir hafa sjálfsagt farið í rúmið um leið og heim var komið. Víkverji hélt kannski að krakkagreyin væru að vinna upp tíma sem tapaðist vegna flensunnar sem lagði þriðja hvern nemanda Hagaskóla í rúmið á dögunum. En það getur varla verið fyrst þau ákváðu að sofa á laug- ardaginn sem þau hefðu annars get- að notað í lesturinn. Eða bara farið á skíði eins og veðrið var nú frábært. 3.500 manns í Bláfjöllum og hörku- stuð. Ef tilgangurinn var að safna fyrir útskriftarferðinni, var þá ekki hægt að selja harðfisk eða klósett- rúllur? Víkverji hefði keypt hvort tveggja, enda rífur hann í sig prótín- ríkan harðfiskinn hvenær sem færi gefst þótt hann sé dýr. Og klósett- pappír þarf Víkverji að eiga eins og aðrir. Börn eiga að sofa á nóttunni en læra og borða á daginn. Að snúa þessu á hvolf er bæði óhollt og óskynsamlegt. Furðulegt að for- eldrar hafi lagt blessun sína yfir þetta. Mannslíkaminn býr yfir innri klukku sem býr hann undir hvíld þegar kvölda tekur og þá vill hann ekkert álag, hvorki andlegt né lík- amlegt. Þessu ætti alls ekki að raska hjá fólki og allra síst hjá börnum, hvað þá að gefa þeim mat og gos- drykki að næturlagi eins og gert var í Hagaskóla. MEIRA um börn. Fimm árastelpa frá Ástralíu bjargaði kettlingnum sínum frá kyrkislöngu og var fyrir vikið verðlaunuð af kon- unglegu dýraverndarsamtökunum. Talsmenn þeirra tóku fram að þeir vildu ekki að börn legðu sig í svona hættu en sögðu hnátuna hafa sýnt „afburða hugrekki“. Vitleysa. Þessi háttsemi samtakanna var þvert á móti til þess fallin að nú fara ótal börn að apa þetta eftir stelpunni í von um viðurkenningu. Af hverju voru samtökin að verðlauna hana ef þau vildu að börn pössuðu sig á hættulegum dýrum? Það blasir við að hnátan réðst gegn slöngunni í hreinum óvitaskap og lenti í mikilli hættu, enda beit slangan hana líka í andlitið. Að rugla óvitaskap saman við hugrekki er algjört dómgreind- arleysi og síðan var höfuðið bitið af skömminni með því að vekja athygli á öllu saman í sérstakri yfirlýsingu. x x x SL. fimmtudag hélt Víkverji þvífram að á höfuðborgarsvæðinu væru sjö sveitarfélög. Lesandi hafði samband og vildi benda Víkverja á að þau væru í raun átta. Hagstofan telji a.m.k. Kjósarhrepp alltaf með sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu. Hér með er þetta fært rétt til bókar og vill Víkverji biðja Kjós- verja forláts á gleymskunni. Vissara að hnoðast ekki í ókunnug- um dýrum í óvitaskap. Svar til símnotanda ÁGÆTI „símnotandi“! Varðandi fyrirspurn þína um reikning frá Tali sem ekki var kominn inn í kerfi banka og því ekki hægt að greiða hann er eftirfarandi til að svara. Því miður gerðist það við útkeyrslu síðustu reikninga að skrár, sem jafnan eru sendar til banka til að stofna reikningana í kerfi þeirra, skiluðu sér ekki. Um leið og þetta kom í ljós var bætt úr þessu og reikn- ingarnir stofnaðir í kerfi bankanna. „Símnotandi“ er beðinn innilega afsökunar á þeim óþægindum sem hann varð fyrir vegna þessa. Það er stefna Íslandssíma/Tals að veita viðskiptavinum sínum mjög góða þjónustu og því hafa ráðstafanir ver- ið gerðar til að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Óskar Magnússon, for- stjóri Íslandssíma/Tals. Stríð í Írak SEM óákveðnum kjósanda fannst mér hreint ágætt að sjá stefnu Sjálfstæðis- flokksins í stríðsmálum. Það er þá einum flokknum færra sem ég þarf að spá í að kjósa í næstu kosning- um. Davíð Oddsson segir daga Saddams (Husseins) talda. Dagar fleiri eru tald- ir. Dagar fjölda barna og annarra saklausra íbúa Íraks eru einnig taldir. Ég hafna þeim kosti að teljast til hóps þjóða sem vilja að saklaust fólk sé líflátið fyrir enga sök. Við hvetjum ekki Íraka til sjálfshjálpar með því að drepa stóran hluta þjóðarinnar. Skattalækkanir hvað? Fyrir mér snúast næstu kosningar um það hvort við ætlum að styðja manndráp á saklausu fólki. Guðrún Jónsdóttir. Kúgun ÉG ER alveg rasandi vegna skylduáskriftar RÚV en ég fékk sendan reikning með gjalddaga 1. apríl upp á 5.779. Í gær, sunnudaginn 30. mars, voru endursýndir 10 þættir á Stöð 1. Margir þættir eru líka styrktir t.d. af fyrirtækjum. Hvað gerir RÚV við öll þessi gjöld sem við erum kúguð til að borga? Er ekki nokkur leið að breyta þessu þannig að fólk fái að ráða hvort það horfir á RÚV eða aðra stöð? Hvað með Skjá einn? Við greiðum ekkert af þeirri góðu stöð. Um tíma þurftu öryrkjar og eft- irlaunaþegar ekki að borga afnotagjaldið en það er ekki lengur. Ellilífeyrisþegi. Tapað/fundið Canon-myndavél týndist CANON-myndavél silfur- grá í svörtu leðurhulstri týndist 23. mars sl. senni- lega á Karlagötu eða fyrir utan kirkju Óháða safnað- arins. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 0594 eða 861 8194. Dýrahald Köttur í óskilum LÍTIL þrílit svart/bröndótt læða með hvítar hosur fannst í Setbergshverfi í Hafnarfirði í mars sl. Upp- lýsingar í síma 565 1996 eftir kl. 16. Ilma er týnd ILMA hvarf frá heimili sínu, Keilufelli 25, um kl. 16 1. apríl. Þeir sem eitthvað vita af ferðum hennar eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 587 4483 eða 848 9098. Hennar er sárt saknað. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ingó LÁRÉTT 1 dögg, 4 kuldi, 7 and- staða, 8 fjandskapur, 9 þegar, 11 heimili, 13 spotta, 14 málmblanda, 15 vegarspotta, 17 klæð- leysi, 20 illur andi, 22 hjólspelum, 23 hamingja, 24 náðhús, 25 mál. LÓÐRÉTT 1 kækur, 2 ávöxtur, 3 ást- argyðja, 4 konur, 5 am- boðin, 6 skjóða, 10 hams- laus, 12 reið, 13 bókstafur, 15 kalviður, 16 fiskum, 18 tréð, 19 fugl, 20 tunnur, 21 slæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 reipdrátt, 8 umber, 9 selja, 10 tík, 11 braka, 13 aktar, 15 hrafl, 18 stöku, 21 inn, 22 sagið, 23 jólin, 24 fangbrögð. Lóðrétt: 2 Embla, 2 parta, 4 röska, 5 tylft, 6 kubb, 7 maur, 12 kóf, 14 kát, 15 hosa, 16 angra, 17 liðug, 18 snjór, 19 öflug, 20 unna. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.