Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 55
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar PUK- félaginu og söfnuðu kr. 1.260. Þær heita Ásthildur Mar- grét Jóhannsdóttir og Eva Hauksdóttir. Morgunblaðið/Ragnhildur HLUTAVELTA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert sveigjanlegur og átt auðvelt með að aðlaga þig aðstæðum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú er rétti tíminn til að eiga samskipti við fólk. Leggðu þig fram um að styrkja tengslin við vini og vanda- menn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Bregðu þér af bæ og nóttu menningar og lista. Bjóddu einhverjum með þér því maður er manns gaman. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt koma öðrum á óvart í dag og sýna ákveðni og festu eins og þér er ein- um/einni lagið. Haltu þínu striki og þá mun allt fara vel. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ágætt að eiga sér draum en hann getur aldrei leyst veruleikann af hólmi. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú kemst ekki undan þeirri skyldu að leggja af mörkum í sameiginlegt starf svo gerðu bara þitt besta og komdu þér svo snemma í háttinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru svo þér takist að ljúka við þau verkefni sem fyrir liggja. Notaðu svo kvöldið fyrir sjálfan þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er rétti tíminn til að hringja í gamla vini eða skrifa þeim bréf. Notaðu innsæi þitt til að vega og meta vandamál sem upp kemur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þótt þér finnist viðmót starfsfélaganna neikvætt skaltu ekki gefast upp held- ur halda máli þínu til streitu og sjá hvort viðmót hinna breytist ekki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu það ekki hagga þér þótt einhverjir vilji halda yf- ir þér fyrirlestra um skyld- ur og ábyrgð. Þú veist vel hvað til ykkar friðar heyrir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér finnast sumar persónu- legar skoðanir starfsfélaga þinna út í hött. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýs- ingar um líf annarra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að hvíla þig og hlaða batteríin fyrir átök sem eru framundan. Farðu þér hægt því tækifærin hlaupa ekkert frá þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Náinn vinur þinn vekur undrun þína með því að hrósa þér. Sýndu því áhuga, þakkaðu fyrir þig og brostu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LÍFSSTRÍÐ OG LÍFSFRÓ Ég leitaði’ um fold og sveif yfir sæ, því að sál mín var hungruð í brauð, en ég gat ekki neins staðar gulli því náð, sem oss gefur þann lifandi auð. Og svo varð ég uppgefinn, sál mín svo sjúk, að hún sá ekki líkn eða fró, því allt traust á mér sjálfum með trúnni var burt, og af tapinu sorglega dró. En þá var það eitt sinn á ólundarstund, að ég eigraði dapur á sveim; og ég reikaði hljóður um víðlendisvang, því ég vildi’ ekki í tómleikann heim. Þá heyrðist mér rétt eins og hvíslaði rödd, svo að hjarta mitt greiðara sló: „Ef þú horfir með ólund á himin og jörð, þá hlýtur þú aldregi ró!“ - - - Matthías Jochumsson LJÓÐABROT 75 ÁRA afmæli. Sr. Á.George fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla verður 75 ára laugardaginn 5. apríl. Í tilefni af afmælinu verður opið hús laugardag- inn 5. apríl í safnaðarheim- ilinu á Hávallagötu 16 milli kl. 14.30-16.30. SUÐUR á 29 punkta, alla ásana og konunglega röð í hjarta. Tólf trylltir jeppar gætu ekki haldið honum frá slemmu. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 542 ♥ 652 ♦ 7643 ♣K73 Suður ♠ ÁD73 ♥ ÁKDG10 ♦ ÁK ♣ÁD Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Suður vakti á alkröfu og norður lagðist á bremsurn- ar: Fyrsta afmeldaði hann með tveimur tíglum. Síðan afmeldaði norður aftur með þremur laufum (svo- kallað „second negative“) og loks valdi hann hjartað umfram spaðann í þving- aðri stöðu. Ekki beint kröftugar meldingar, en suður lét ekki telja sér hughvarf. En nóg um sagnir. Vest- ur kemur út með tígulgosa gegn sex hjörtum. Hvern- ig er best að spila? Það er fátt um fína drætti og í fljótu bragði virðist slemman byggjast á því að spaðakóngurinn sé þriðji í austur. Þegar betur er að gáð er þó möguleiki á vinningi ef austur á kóng- inn annan eða fjórða. En þá verður tvíliturinn í trompi að vera með tvílitn- um í spaða. Svona var allt spilið: Norður ♠ 542 ♥ 652 ♦ 7643 ♣K73 Vestur Austur ♠ 106 ♠ KG98 ♥ 73 ♥ 984 ♦ G1095 ♦ D82 ♣108642 ♣G95 Suður ♠ ÁD73 ♥ ÁKDG10 ♦ ÁK ♣ÁD Til að vinna slemmuna í þessari legu er nauðsyn- legt að spila strax litlum spaða að heiman! Síðan tekur sagnhafi ÁK í hjarta, yfirdrepur laufdrottningu með kóng og svínar spaða- drottningu. Tekur loks spaðaás og trompar spaða. Í stuttu máli: Það má ekki byrja á því að svína spaðadrottningu og gefa síðan þriðja spaðaslaginn. Þá gerist annað tveggja: Ef sagnhafi hefur tekið ÁK í trompi spilar austur því þriðja, en ef suður hef- ur beðið með trompið spil- ar austur enn spaða og vestur fær á hjartasjöuna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. e4 g6 7. h3 Bg7 8. Rf3 O-O 9. Bd3 a6 10. a4 He8 11. O-O Rh5 12. Bg5 Bf6 13. Be3 Rd7 14. g4 Rg7 15. g5 Be7 16. Be2 f6 17. gxf6 Bxf6 18. Rd2 Bd4 19. Rc4 Re5 20. Bxd4 cxd4 21. Dxd4 Dg5+ 22. Kh2 Df4+ 23. Kg2 Dg5+ 24. Kh2 Df4+ 25. Kg2 Rxc4 26. Dxc4 He5 27. Hh1 Bd7 28. Hh2 Rh5 29. Bxh5 Hxh5 30. Dd3 Hf8 31. Hf1 Staðan kom upp á Amber-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Veselin Topal- ov (2.743) hafði svart gegn Ljubomir Ljuboj- evic (2.570). 31... Bg4! 32. f3 hvítur yrði mát eftir 32. hxg4 Dxh2#. 32... Bxf3+ 33. Hxf3 Hg5+ 34. Kh1 Dxf3+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÁRNAÐ HEILLA Við skulum sýna fram á sakleysi þitt þó það kosti hverja einustu krónu sem þú stalst! SMÆLKI Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema KYNNING á morgun, föstudag kl. 12–17. SPENNANDI NÝJUNGAR Fagleg ráðgjöf og fallegur kaupauki Vertu velkomin! Andlitsmeðferðir Lúxus í húðsnyrtingu Einstök áhrif Tafarlaus árangur Listhúsinu Laugardal, sími 588 5022. S N Y R T I S T O F A Opið virka daga frá kl. 9-18 – Laugardaga frá kl. 10-15 – Stuttar og síðar kápur – – Sumarúlpur – Heilsársúlpur – – Regnúlpur – Ullarjakkar – – Hattar – Húfur – FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Brúarás Nýkomið í sölu fallegt 208 fm endarað- hús auk 42 fm tvöfalds bílskúrs í Ár- bæjarhverfi. Húsið er kjallari, hæð og ris og skiptist þannig: Á aðalhæð eru forstofa, gangur með vinnukrók, flísa- lagt baðherbergi og stór stofa og eld- hús, bæði með mikilli lofthæð auk riss sem er geymsluris í dag en möguleiki væri að útbúa þar 1-2 herbergi. Séríbúð er í kjallara en góðir möguleikar að nýta kjallara sem t.d. snyrtistofu eða hárgreiðslustofu. Ræktaður garður með skjól- veggjum. Áhv. húsbr. Verð 28,5 millj. 70 ÁRA afmæli. Hinn 7.apríl nk. verður sjö- tugur Jón Örn Bogason, loftskeytamaður. Hann tek- ur á móti gestum laugardag- inn 5. apríl frá kl. 18-21 í Mávanesi 13, Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.