Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 56
ÍÞRÓTTIR 56 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIKMENN albanska landsliðsins í knattspyrnu urðu af 12 milljónum króna hver en sigur á Írum í Tirana í 10. riðli undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í gær hefði tryggt þeim þessa upphæð í vasann. Forsætisráðherra Albana hét á leikmenn Albaníu fyrir leikinn á móti Írum og lofaði þeim bón- usgreiðslum að upphæð 95.000 pundum sem samsvarar um 12 milljónum króna. Áheit forsætis- ráðherrans vöktu mikla athygli í Albaníu enda er þjóðin talin sú fá- tækasta í Evrópu þar sem meðal mánaðarlaun eru um 4.000 krónur. Leikmenn albanska landsliðsins geta borið höfuðið hátt því marka- laust jafntefli varð niðurstaðan í leik þeirra á móti Írum og geta Írar í raun þakkað fyrir stigið því Shay Given, markvörður Íra, bjargaði nokkrum sinnum meistaralega vel og voru heimamenn óheppnir að fara ekki með sigur af hólmi. Albanar komu geysilega á óvart um síðustu helgi þegar þeim tókst að leggja Rússa, 3:1, úrslit sem eru þau bestu í sögu albanska landsliðs- ins frá upphafi, og jafnteflið á móti sterku liði Íra í gær gefur til kynna að Albanar eru á uppleið í knatt- spyrnunni og ekkert lið getur bók- að sigur á móti þeim. Staðan í 10. riðlinum er reyndar mjög jöfn og spennandi. Sviss er efst með 8 stig, Rússland 6, Albanía 5 og Írland hef- ur 4 stig í fjórða sæti. Albanar misstu af góðum bónus JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu hjá Aston Villa, segir að það sé full harkalegt af Steve Bruce, knattspyrnustjóra Birming- ham, að kenna sér um allt sem miður fór í viðureign grann- liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrir mánuði. Jóhannes sagði í samtali á heimasíðu Aston Villa í gær að hann hafi tekið ábyrgð á sín- um gerðum og borgað sína sekt. „Það var ófaglegt af mér að láta reka mig af velli og ég sé eftir því að hafa fengið mitt fyrsta rauða spjald á ferlinum en það er ekki hægt að skrifa allt annað sem gerðist í leikn- um á minn reikning. Það er fullhart að setja dæmið þannig upp,“ sagði hann. „Get orðið að gagni“ Jóhannes Karl hefur misst af tveimur síðustu leikjum Villa, einum vegna meiðsla og öðrum vegna leikbannsins, en hann er tilbúinn í slaginn gegn Arsenal á laugardaginn kem- ur. „Ég geri allt sem ég get til að vinna aftur mína stöðu í lið- inu því ég er sannfærður um að ég get orðið því að gagni,“ sagði Jóhannes Karl á heima- síðu Aston Villa. Jóhannes svarar Bruce liði sínu rétt upp eru það hans mistök og ég viðurkenni það fúslega. Við náðum aldrei að ógna marki Bosníu og þessi úrslit eru mikil vonbrigði fyrir okkur,“ sagði þjálfarinn en Danir eru í öðru sæti riðilsins á eftir Norðmönnum sem lögðu lið Lúxem- borg á útivelli í gær, 2:0. Danir og Norðmenn mætast á Parken hinn 7. júní nk. Noregur átti í vandræðum í fyrri Landsliðsþjálfari Dana, MortenOlsen, tók alfarið á sig sökina í viðtali við danska ríkissjónvarpið í gær enda aðeins fjórir dagar frá því að liðið lagði Rúmeníu að velli á úti- velli, 5:2. „Ég ber ábyrgðina á þessum úr- slitum. Ég tók ákvörðun um að gera fjórar breytingar á liðinu frá því í síðasta leik og það voru mistök hjá mér. Þegar þjálfari nær ekki að stilla hálfleik gegn Lúxemborg en vara- maðurinn Sigurd Rushfeldt skoraði um miðjan síðari hálfleik og Ole Gunnar Solskjær bætti við öðru marki undir lok leiksins. Þetta er fyrsta landsliðsmark Solskjærs í rúmt ár. Þess má geta að Rushfeldt kom inná fyrir Tore Andre Flo sem hefur ekki skorað landsliðsmark í rúm þrjú ár. Norðmenn eru efstir í öðrum riðli með tíu stig og var lands- liðsþjálfarinn Nils Johan Semb afar ánægður með úrslitin úr leik Dana og Bosníu í Kaupmannahöfn. „Við verðum að taka lið Bosníu með í reikninginn í framhaldinu en ég var farinn að trúa því að við værum að upplifa kvöld í Lúxemborg þar sem ekkert myndi ganga upp hjá okkur. Við áttum að skora 4–5 mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Semb. Svíar náðu sér á strik á ný á úti- velli gegn Ungverjum en þar var það Marcus Ällback sem skoraði sigur- markið á Ferenc Puskas-vellinum og tryggði gestunum sigur, 2:1. Ällback skoraði fyrsta mark leiksins á 34. mínútu en Krisztian Lisztes jafnaði fyrir Ungverja í síðari hálfleik. Sig- urmarkið skoraði Ällback tveimur mínútum eftir að heimamenn höfðu jafnað. Þess má geta að Ällback er varaskeifa í enska úrvalsdeildarlið- inu Aston Villa sem Jóhannes Karl Guðjónsson leikur einnig með. Äll- back hefur nú skorað tólf landsliðs- mörk í 29 leikjum. Leikurinn var mikil lyftistöng fyr- ir sænska landsliðið sem hefur þótt leika illa í fyrstu tveimur leikjum liðsins sem enduðu báðir með jafn- tefli. AP Sergej Barbarez og Elvir Bolic, markaskorarar Bosníumanna, fagna. Bosníumenn skelltu Dönum á Parken DANIR fengu óvæntan skell á heimavelli sínum, Parken í Kaup- mannahöfn, í gær er liðið tapaði 2:0 gegn frísku liði Bosníu, en liðin eru í öðrum riðli keppninnar. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálf- leik og var sóknarleikur Dana með eindæmum slakur frá upphafi til enda – þar sem liðið ógnaði vart marki Bosníu allan leikinn. Danskir stuðningsmenn höfðu ekki mikla ástæðu til þess að óttast landslið Bosníu þar sem Danir höfðu ekki beðið ósigur í undankeppni EM í síðustu 19 leikjum liðsins – en gestirnir sáu til þess að þagga niður í sigursöngvum 30 þúsund áhorfenda á Parken.  BRESKIR fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, væritilbúinn með 10 milljóna punda tilboð í írska miðjumanninn Damien Duff, sem leikur með Blackburn, en félagið er tilbúið að selja kappann og mörg félög hafa sýnt honum áhuga. Talið er að United hafi sigur í því kapphlaupi.  GARETH Southgate, varnarleik- maður Middlesbrough og enska landsliðsins, er nú sterklega orðaður við Newcastle þessa dagana og mun félagið tilbúið að greiða 3 milljónir punda fyrir hinn 32 ára gamla varn- armann. Umboðsmaður Southgate neitar þessum fréttum.  BOBBY Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, segist þó ætla að selja tvo leikmenn, Carl Cort og Nik- os Dabiza, áður en hann gerir tilboð í Southgate.  FREDDY Shepherd, forseti New- castle, segist ekki vita hvar þjálfar- inn ætli að setja Southgate. „Við er- um með níu varnarmenn, 12 miðjumenn og sex framlínumenn og höfum keypt menn fyrir 290 millj- ónir síðasta áratuginn og 100 millj- ónir hafa farið í leikvöllinn. Einhvern veginn tekst okkur alltaf að finna réttu leiðina til að fjármagna réttu hlutina á réttum tíma,“ sagði forset- inn.  ANGHEL Iordanesc, landsliðs- þjálfari Rúmeníu, stýrir rúmenska landsliðinu í knattspyrnu til loka riðlakeppni EM 2004, en hann sagði starfi sínu lausu eftir stórtap Rúm- ena á heimavelli gegn Dönum síð- asta laugardag, 5:2. Þetta var stærsta tap Rúmena á heimavelli í hálfa öld.  MIRCEA Sandu, forseti knatt- spyrnusambandes Rúmeníu, neitaði í gær að taka uppsögn Iordanescu til greina og sagði hann vera hæfan til þess að stýra landsliðinu til loka riðlakeppninnar í haust. Iordanescu maldaði ekkert í móinn, heldur þvert á móti samþykkti að draga uppsögn sína til baka um stundarsakir.  ANDREAS Brehme, fyrrverandi þjálfari Kaiserslautern, vann í gær dómsmál sem hann höfðaði á hendur félaginu í framhaldi af því að honum var sagt upp snemma á leiktíðinni. Dómstóllinn kvað upp úr með að Kaiserslautern skuli greiða Brehme um 85 millj. króna þar sem enn voru tvö ár eftir að samningi Brehme við félagið. Ekki bætir þessi niðurstaða úr fjárhagsþrengingum Kaiserslaut- ern sem þegar er í gjörgæslu vegna skulda.  ROQUE Santa Cruz leikur ekki meira með Bayern München á þess- ari leiktíð vegna meiðsla í liðböndum í vinstra hné. Hann hefur lítið sem ekkert getað leikið í vetur. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.