Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFJARSKIPTI  MIKLAR breytingar eru sagðar hafa orðið á afstöðu fyrirtækja, notenda og fjárfesta til þriðju kynslóðarinnar (UMTS), sem hófst í Jap- an árið 2001. Stjórnvöld víða í Evrópu voru á sínum tíma gagnrýnd fyrir hátt leyfisgjald fyrir rekstur á slíkum kerfum og niðursveifla í al- þjóðlegu efnahagslífi dró úr vonum manna um að þriðja kynslóðin yrði að veruleika á komandi árum. Þá urðu óvæntar tæknihindranir til þess að margir voru búnir að leggja áformin á hill- una, en aðrir voru þeirrar skoðunar að þriðja kynslóðin ætti ekki eftir að virka sem skyldi, ef marka má það sem fram hefur komið í nýlegri grein í Wall Street Journal. Flutningur á háhraðaneti Fjarskiptasýningin 3GSM World í Cannes í Frakklandi í febrúar, þar sem helstu nýjungar í fjarskiptamálum voru kynntar, sýndi hins vegar að þriðja kynslóðin sé á næsta leyti að mati tals- manna fjölmargra fjarskiptafyrirtækja. Rekst- ur á þriðju kynslóðar kerfum, sem er ætlað að tryggja háhraðagagnaflutning á hljóði, gögnum og myndum, er til staðar í Japan og Suður- Kóreu og stefnt er að því að hefja notkun á þriðju kynslóðar fjarskiptaþjónustu í Bretlandi á næstu vikum, að því er fram kemur í tímarit- inu Mobile communications International. Þar segir einnig að japanski farsímaframleið- andinn NEC verði að öllum líkindum fyrsti framleiðandinn sem hefja muni dreifingu á þriðju kynslóðar farsímum í Evrópu, en e606 og e808 eru væntanlegir í Bretlandi í á næstu vik- um. Símarnir eru framleiddir fyrir þriðju kyn- slóðar þjónustu Hutchison Whampoa. Þá ætlar Hi3G, sem er hluti af Hutchison- samsteypunni, að hefja rekstur á þriðju kyn- slóðar farsímaþjónustu í Svíþjóð í vor. Hi3G hefur gert samning við Vodafone sem felur í sér að þriðju kynslóðar þjónustan verði í boði á net- kerfi Vodafone í borgum eins og Malmö, Gauta- borg og Stokkhólmi. Einnig er notkun með þriðju kynslóðar þjónustu hafin á Ítalíu í tengslum við Hutchison. EDGE ætlað að brúa bilið Talið er að líklegt að Hutchison muni ýta undir áhuga fjarskiptafyrirtækja í Evrópu að taka slaginn, en mörg fjarskiptafyrirtæki horfa einn- ig til GPRS, i-Mode eða EDGE-tækni, en síð- astnefndu tækninni er ætlað að brúa bilið milli annarrar kynslóðarinnar og þeirrar þriðju. EDGE-tæknin er þróuð til þess að auka afköst í GSM-kerfum, en flutningshraði EDGE nemur í kringum 160 kb/s. Til samanburðar er gagnaflutningshraði margra GPRS-síma í kringum 48 kb/s. Bent er á að kostnaður vegna uppsetningar á EDGE er mun minni heldur en fyrir þriðju kynslóðina, en kerfið býr engu að síður yfir mörgum eig- inleikum þriðju kynslóðarinnar. EDGE getur til dæmis tryggt sendingar á myndbandsefni og tónlistarskrám, MMS-sendingar og notkun á tölvupósti um farsíma. Þá hefur komið í ljós að talsvert ódýrara er fyrir fjarskiptafyrirtæki að hefja rekstur á EDGE heldur en þriðju kyn- slóðar kerfi (UMTS), sem býr yfir gagnaflutn- ingshraða frá 200-600 kb/s. Símkerfi í deiglunni Stefnt er að rekstri á þriðju kynslóðar þjónustu víða í Evrópu á þessu ári, meðal annars í Svíþjóð og Bretlandi á næstu vikum. Þá er kerfið komið í notkun á Ítalíu. SÍMINN hafði stefnt að því að hefja uppsetningu á þriðju kynslóðar kerfi á þessu ári og ná fullum rekstri árið 2004. Hins vegar var það ljóst fyrir tveimur árum að það gengi ekki eftir. Heiðrún Jónsdóttir, upplýs- ingafulltúi Símans, segir að tafir hafi orðið í þróun á þriðju kynslóðar tækni hjá stóru erlendu símafyrir- tækjunum, en mörg hafi eytt millj- örðum og tugmilljörðum króna í leyfisrekstur á kerfum án þess að geta nýtt sér fjárfestinguna eins og vonir stóðu til. Helstu ástæðurnar eru þær að notendabúnaður fyrir þjónustuna var ekki tilbúinn og því má segja að tæknin hafi látið bíða eftir sér. Beðið átekta „Íslensku farsímafyrirtækin biðu eðlilega átekta og njóta nú góðs af því. Þá ber að líta á þróunina hér á landi, en notkun á GPRS-farsíma- tækni, sem stundum er nefnd næsta skrefið í átt að þriðju kynslóðinni, hefur farið fremur hægt af stað. Það er því rétt að líta til þess áður en við förum í milljarða fjárfestingu,“ segir Heiðrún. Hún segir að Síminn ætli að bíða átekta enn um sinn. „Gangi hins veg- ar áætlanir framleiðanda eftir um þriðju kynslóðar tæknina og fari notkun vaxandi í löndum í kringum okkur má reikna með að á næsta ári verði undirbúningur og þróun hafin, þ.e.a.s. á seinni hluta næsta árs. Þó má segja að félagið sé að feta sig örugglega í átt að þriðju kynslóðinni, því auk GPRS-þjónustunnar sendi Síminn fyrsta MMS-skeytið, sem sendir hljóð og mynd, á milli tveggja síma í lok síðasta árs og hefur þjón- ustan verið í boði hjá Símanum frá janúar og verður gjaldfrjáls fyrst um sinn.“ Heiðrún segir að frumvarp um leyfisgjald fyrir rekstur á þriðju kynslóðinni hafi komið seint fram og því ekki verið afgreitt í síðasta þingi sem lauk í síðustu viku. „Það er eðli- lega í samræmi við evrópskar reglur. Síminn hefur enn sem komið er ekki komið með athugasemdir við frum- varpið.“ Hún segir að heildaruppbygging kerfisins gæti kostað 10-15 milljarða hér á landi. „Það eru miklir fjármun- ir og eðlilegt er að símafyrirtækin byggi upp og reki kerfin með hag- kvæmum hætti, viðskiptavinum sín- um til góða. Hugsanlega mætti skoða betur hvort koma mætti með tillögur sem leitt gætu til betri sam- nýtingar félaganna og leitast þannig við að lækka þennan heildarkostnað. Þetta á ekki hvað síst við um út- breiðslu kerfisins. Ljóst þykir að uppbygging þjónustunnar á smærri þéttbýlisstöðum sé ekki fjárhagslega hagkvæm og því eðlilegt að félögin skoði þennan þátt sérstaklega ásamt viðkomandi eftirlitsaðilum. Þannig er rétt að fara sérstaklega vel yfir þætti eins og lágmarksútbreiðslu á einstaka svæðum og einnig að hvaða marki eðlilegt væri að heimila reiki- samninga á þeim stöðum, í stað þess að byggja upp fleiri kerfi á dreifðari stöðum. Þannig er að okkar mati nauðsynlegt að aðlaga frumvarpið enn frekar að íslenskum aðstæðum í samræmi við íslensk lög.“ Spurð hvort hún sjái fyrir sér að þriðja kynslóðin verði komin víða í notkun í Evrópu á næsta ári segir Heiðrún að ekki sé ósennilegt að þjónustan verði komin að einhverju marki í notkun í álfunni seint á næsta ári. „Þó er það ekki ljóst í hversu miklum mæli. Símafyrirtæk- in eru nú raunhæfari í væntingum sínum en áður. Bæði væntinga til tækninnar og þá einnig til þarfa við- skiptavina sinna. Íslandssími hefur ekki tekið ákvörðun um þátttöku í fyrirhuguðu útboði á tíðnileyfum fyrir þriðju kyn- slóð farsímaþjónustu. Pétur Péturs- son, upplýsinga- og kynningarstjóri Íslandssíma, segir að ákvörðun um slíkt muni ráðast af því hvernig frumvarpið verði að lögum. „Frumvarp um þriðju kynslóð far- síma er ágætt að því leyti að það eyðir að vissu marki óvissu sem verið hefur um þessi mál. Hins vegar veld- ur það vonbrigðum að lögmál fram- boðs og eftirspurnar séu ekki látin ráða. Krafa um lágmarksgjald vekur til dæmis spurningar um ójafnræði og að hér er lagt gjald á eina tiltekna takmarkaða auðlind en ekki aðrar eins og sjónvarps- og útvarpsleyfi,“ segir Pétur. Hann segir það einnig íþyngjandi að krafist sé þess að þriðju kynslóðar þjónusta nái til 60% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð- inni. „Þótt ákveðnar heimildir séu um samstarf um notkun á kerfum er lágmarkskrafa um að eigið kerfi þjóni 30% landsmanna á höfuðborg- arsvæðinu og landsbyggðinni. Það blasir við að þetta verður mjög kostnaðarsamt og þjóðhagslega óhagkvæmt.“ Pétur segir að gangi öll fjögur leyfin þá sé komið kerfi sem þjóni 120% landsmanna. „Þetta er svipað og að gerð sé krafa um að hver út- gerð byggi eigin höfn. Önnur leið sem hægt væri að fara væri að byggt væri eitt grunnet sem fyrirtækin kepptu síðan um að veita þjónustu á. Slíkt er talið tryggja samkeppni í grunnsímaþjónustu þar sem grunn- netið er í eigu Landssíma Íslands. Einnig er þessi leið talin fullnægj- andi í tengingum til og frá landinu þar sem stofnað hefur verið eitt fé- lag, Farice, um lagningu og rekstur sæstrengs sem tryggir flutning síma- og gagnaumferðar til og frá landinu. Af hverju gilda sömu lögmál ekki um þriðju kynslóðar þjónustu? Sú leið sem er á borðinu nú er veru- lega íþyngjandi og gæti orðið til að seinka allri uppbyggingu. Þegar upp er staðið verða það notendur sem borga brúsann.“ Margir óvissuþættir Íslandssími hefur ekki tekið ákvörð- un um þátttöku í boðuðu útboði á tíðnileyfum fyrir þriðju kynslóð far- símaþjónustu. Ákvörðun um slíkt mun ráðast af því hvernig frumvarp- ið verður að lögum, að sögn Péturs. „Það er útlit fyrir að þriðju kynslóð- ar þjónusta bjóðist í nokkrum lönd- um Evrópu strax á næstu vikum og mörg símafyrirtæki verði komin með þjónustu í loftið fyrir áramót. Það er hins vegar veruleg óvissa um gæði þjónustunnar, það er að segja hvort kerfin virki eins og til er ætlast. Einnig ríkir óvissa um áhuga notenda á þjónustunni, hvernig símtæki bjóðast og hvort þau verða yfirleitt tilbúin og rísi undir kröfum markaðarins.“ Pétur segir að óvissuþættir séu margir og því farsælast að sinni að fylgjast vel með áður en ákvarðanir um þriðju kynslóðar þjónustu eru teknar. Óvissuþættir fjarskipta- fyrirtækja Ekki liggur fyrir hvenær þriðju kynslóðar fjar- skiptakerfi verður tekið í notkun hér á landi, en það fer meðal annars eftir því hvernig tækninni fleygir fram í nálægum löndum. Ef þriðja kyn- slóðin tekur flugið í nágrannalöndum er ekki loku fyrir það skotið að Síminn hefji undirbún- ing seint á næsta ári. AP Sýningargestur virðir fyrir sér úrval fjarskiptabúnaðar á 3GSM World-fjarskiptasýn- ingunni í Cannes í Suður-Frakklandi. GERÐ verður sú lágmarkskrafa til símafélaga, sem vilja veita þiðju kynslóðar farsímaþjónustu hér á landi (UTMS-þjónustu), að farsímanet þeirra nái til 60% íbúa á fjórum skilgreindum svæð- um á landinu. Þetta kemur fram í lagafrumvarpi sem samgöngu- ráðherra hefur lagt fram á Al- þingi um rekstur slíkrar þjón- ustu. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir, að allt að fjórum fyrirtækjum verði úthlutað tíðni fyrir þriðju kynslóðar þjónustu í útboði gegn 190 milljóna króna tíðnigjaldi. Segir í frumvarpinu að það verði að teljast mjög hóf- leg gjaldtaka í samanburði við það sem tíðkast í öðrum ríkjum Evrópu. Frumvarpið GPRS (General Packet Radio Service) er gagnaflutningsstaðall fyrir farsíma, sem var tekinn í notkun árið 2000. Það er viðbót við GSM-kerfið og veitir meiri gagnaflutningsgetu með því að beita gagnapakkatækni og nýta betur tímarásir. Burðargeta kerf- isins er sögð vera um 170 kb/s við bestu skilyrði, en GPRS-símar hafa mismunandi flutningsgetu eftir gerðum. Líklega er burð- argeta þeirra um 48 kb/s. Engu að síður er GPRS sagt vera þýð- ingarmesta skrefið í átt að þriðju kynslóðinni. GPRS EDGE (Enhanced Data Rates for GSM Evolution) er tækni sem er ætlað að efla enn frekar burð- argetu GSM-fjarskiptakerfa, en burðargeta EDGE er sögð vera um 384 kb/s. Líklega nær tæknin ekki nema 160 kb/s, en nær einu skrefi lengra en GPRS og getur gert fjar- skiptafyrirtækjum mögulegt að veita enn fjölbreyttari þjónustu handa notendum. Til samanburðar er flutningsgeta í GSM-kerfum í kringum 14.400 b/s. EDGE UMTS (Universal Mobile Tele- communications) byggist á staðli fyrir þriðju kynslóðartækni, en fyrstu tilraunir með kerfið hófust árið 2001. Gert er ráð fyrir að gagnaflutningshraði UMTS nemi allt að því 2 Mb/s, en reynslan hefur sýnt að flutningshraðinn er talsvert minni. Til dæmis náði NTT DoCoMo, sem hóf rekstur á þriðju kynslóðarkerfi í Japan árið 2001, ekki nema 64 kb/s í upphafi. Lík- lega er hægt að ná gagnaflutn- ingshraða frá 200-600 kb/s. Þriðju kynslóðinni er ætlað að styðja við aukna bandbreidd sem tryggir meðal annars flutning á myndbandsefni og háhraðanet- aðgangi um farsíma. UMTS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.