Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 B 9 NÚR VERINU Þar sem þjónusta og þekking mætast. Hvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfjörður. Sími 544 2245. Fax 544 2246. Netfang: tben@tben.is Oliveira SA' í Portúgal er framleiðandi á trollvírum, snurpuvírum, vinnsluvírum og kranavírum. Oliveira SA' er þekkt fyrir gæðavír enda eingöngu notast við hágæða hráefni við framleiðslu vírsins. Oliveira SA' hefur yfir að ráða góðum tækjabúnaði við framleiðslu vírsins. Oliveira SA' hefur mjög öflugt gæðaeftirlit sem tryggir ávallt gæði vírsins. Oliveira SA' framleiðir "dæforma" vír sem og hefðbundinn vír. Oliveira SA' hefur hafið framleiðslu á nýrri tegund "dæforma" trollvíra sem henta sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Þessi nýi vír hefur fengið nafnið "SUPER ATLANTIC" Tben ehf., hefur tekið við umboði fyrir: S K E L F I S K B Á T A R SKELFISKBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. FOSSÁ ÞH 362 249 261 2 Þórshöfn SEXTUGASTA og annað Fiskiþing verður haldið á Hótel Sögu, Ársal, föstudaginn 4. apríl næstkomandi. Þingið verður sett klukkan 13. Þingið ber yfirskriftina Sjávarútvegur í harðnandi heimi og er ætlað að fjalla um breyttar aðstæður í sjávarútvegi í ljósi auk- innar áherslu á umhverfismál í heiminum. „Það er ljóst að almennt gerir almenn- ingur sér æ betur grein fyrir nauðsyn þess að um náttúruna sé gengið með varúð og umhyggju. Fólk vill í auknum mæli fá trygg- ingu fyrir því að vel sé að málum staðið varðandi nýtingu náttúruauðlinda og tilbú- ið að beita sér í þágu þess málstaðar. Góð umgengni við auðlindir hafsins er markmið íslensks sjávarútvegs og þar á hann samleið með öðrum áhugamönnum um umhverfismál. Sjávarútvegurinn vill einnig taka fullan þátt í að kynna fyrir neytendum hvernig góð umgengni er tryggð og leggur þegar mikið af mörkum til þess,“ segir í frétt frá Fiskifélaginu. Í þessu ljósi hefur dagskrá 62. Fiski- þings verið ákveðin. Svein Berg, forstjóri norska útflutningsráðsins fyrir fisk, verður sérstakur gestur þingsins en auk hans verða Gunnar Pálsson sendiherra og Krist- ján Jóakimsson framkvæmdastjóri með er- indi. Í lok Fiskiþings verða pallborðs- umræður undir stjórn Ólafs Sigurðssonar fréttamanns en aðrir þátttakendur verða Jón Ásbergsson, forstjóri Útflutningsráðs, Kolbeinn Árnason, sjávarútvegsráðuneyt- inu, Finnbogi Jónsson, Samherja, og Eyþór Ólafsson forstjóri auk framsögumanna. Fiskiþing er öllum opið. Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathie- sen, mun ávarpa Fiskiþing við setningu þess. Sjávarútvegur í harðnandi heimi 62. Fiskiþing, 2003 ICELANDIC USA, dótturfyrir- tæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, hlaut silfurverðlaun fyrir nýj- ungar í vöruþróun á sjávarfangi á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Boston fyrir skömmu. Verðlaunin hlaut fyrirtæk- ið fyrir fiskbita í munnbitastærð með Buffalósósu í brauðhjúpnum. Sósan kemur frá veitingastaðnum Frank and Theressás Original Anchor Bar sem staðsettur er í Buffaló í New York fylki, en á árinu 1964 voru kjúklingavængir með Buffalósósu framreiddir þar í fyrsta skipti. Frá þeim tíma hafa kjúklingavængirnir notið ómældra vinsælda um allan heim. Dómnefndin sem stýrði valinu var bæði skipuð sérfræðingum á sviði framleiðslu sjávarfurða og inn- kaupastjórum stórra stórverslana- og veitingakeðja. En í fyrsta sæti var fyrirtækið Slade Gorton & Co. sem fékk gullið fyrir nýjan rækjurétt. „Þetta er mjög stór áfangi fyrir Icelandic USA þar sem verðlaunin njóta virðingar í vinnslu og fram- leiðslu sjávarfurða hér í Bandaríkj- unum,“ segir Magnús Gústafsson, forstjóri Icelandic USA. „Segja má að með þessari viðurkenningu séum við enn á ný að uppskera árangur af öflugu gæða- og vöruþróunarstarfi okkar á undanförnum árum. Í vöruþróunarstarfi okkar, sem unnið er af þeim Ron Sasiela og Terry Hogan, undir stjórn markaðsstjór- ans Tom Sherman höfum við notfært okkur aðferðir markaðsdrifinnar vöruþróunar og því verið í mjög nánu sambandi við endanlega neyt- endur sem og viðskiptavini okkar.“ Höfuðstöðvar og söludeild Ice- landic USA eru í Norwalk í Con- necticut, en framleiðslan og vöruþró- unin fer fram í verksmiðju fyrirtækisins í Cambridge í Mary- land. Hjá Icelandic USA starfa um 500 starfsmenn. „Það að hljóta þessi verðlaun er okkur að sjálfsögðu mik- il hvatning til að gera enn betur í framtíðinni. Ein af undirstöðum þessara verðlauna er sá mikli árang- ur í gæðamálum sem að íslenskir samstarfsaðilar okkar hafa náð. Ásamt því að framleiða vörur fyrir veitingamarkað framleiðum við einn- ig vörur fyrir margar af stærstu verslanakeðjum Bandaríkjanna sem gera miklar kröfur til okkar á sviði gæða- og vöruþróunarmála. Til þess að þóknast bandarískum neytend- um, sem eru mjög kröfuharðir þegar kemur að fiski, er nauðsynlegt að halda stöðugt áfram að þróa og end- urbæta vörurnar með þarfir mark- aðarins í huga“ segir Magnús. Icelandic USA fékk silfurverðlaun Verðlaunaréttur Icelandic USA, dóttur- félags SH í Bandaríkjunum. EFTIR langan vindakafla og litla sem enga sjósókn var gam- an að fylgjast með í sólskini og blíðu löndun á virkilegum gol- þorskum hjá Þorleifi EA 88. Gylfi Gunnarsson skipstjóri sagði að þessir þorskar væru „stórir Norðlendingar“, 11 til 12 kg á þyngd. Aflann fengu þeir Þorleifsmenn rétt utan við höfnina eða 2–3 mílur frá Grímsey. Gylfi sagði að afli væri þó heldur tregur. Sem sagt stórir boltar en of fáir. Morgunblaðið/Helga Mattína Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi EA, með tvo golþorska. Golþorskum landað EIMSKIP hefur selt Lyru, fyrrum Laxfoss, til ítalska félagsins Inter- modal Ferry Company og mun skipið væntanlega vera í áætlunarsigling- um milli norður-Ítalíu og Sikileyjar. Skipið var afhent nýjum eigendum 27. mars síðastliðinn í Southampton í Englandi. Söluhagnaður af skipinu nemur 14 milljónum íslenzkra króna. Lyra er 12.817 tonna ekjuskip smíðað í Vestur-Þýskalandi árið 1978. Eimskip keypti skipið árið 1988 ásamt systurskipinu Brúarfossi sem var seldur árið 1998. Brúarfoss og Laxfoss voru í Evrópusiglingum fyrir Eimskip til sumarsins 1996 þegar ný- smíði Eimskips í Póllandi, Brúarfoss, leysti þau af hólmi ásamt öðrum gámaskipum. Á þeim tímamótum hætti Eimskip að nota ekjuskip í áætlunarsiglingum til Íslands. Lax- fossi var þá gefið nafnið Lyra og hef- ur síðan verið í margvíslegum leigu- verkefnum erlendis. Eftir sölu Lyru er skipafloti Eim- skipafélagsins nú þannig samsettur: Goðafoss og Dettifoss þjóna Evrópu- höfnum vikulega á Norðurleið (Reykjavík, Eskifjörður, Þórshöfn, Rotterdam, Hamborg, Árósar, Gautaborg og Fredrikstad). Selfoss og Brúarfoss þjóna Evr- ópuhöfnum vikulega á Suðurleið (Reykjavík, Straumsvík, Vestmanna- eyjar, Immingham og Rotterdam). Skógafoss og eitt leiguskip þjóna höfnum í Bandaríkjunum og Kanada hálfsmánaðarlega (Reykjavík, Arg- entia, Shelburne, Boston/Everett, og Newport News). Mánafoss er í strandsiglingum og siglir til 11 hafna umhverfis Ísland í hverri viku. Auk gámaskipa í föstum áætlana- siglingum er Eimskip með í rekstri frysti- og stórflutningaskip í reglu- legum ferðum milli Íslands og Evr- ópu. Lyra, ekjuskip Eimskips, seld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.