Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 B 11 NFÓLK Vandaður kvöldklæðnaður Bendum frímúrurum sérstaklega á síðuna okkar Harvey Malcolm Clothing Co - Liverpool England www.harvey-malcolm.co.uk  Sími 0044 151 236 0043  Fax 0044 151 236 0582 Tölvumiðstöð sparisjóðanna Fjármálafyrirtæki framtíðarinnar - hagnýting upplýsingatækninnar - Tölvumiðstöð sparisjóðanna stendur fyrir ráðstefnu á Grand Hótel föstudaginn 11. apríl frá kl. 10-17. Meðal efnis • Stjórnun viðskiptatengsla (CRM). Snjallkort. Útibú framtíðarinnar. Er upplýsingatæknin samkeppnismál? Fyrirlesarar koma frá Danmörku, Noregi, Bretlandi og Íslandi. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar, fyrirlesara og skráningu má finna á www.tolvumidstod.is.  NÝVERIÐ urðu skipulagsbreytingar hjá Eimskip ehf. sem miðuðu að því að ein- falda reksturinn og gera stjórnskipulagið skilvirkara og hagkvæmara.  Árni R. Jónsson hefur verið ráðinn í starf upp- lýsingatæknistjóra. Árni hefur starfað sem gæðastjóri og yfirmaður innri verkefnastjórnar hjá Landssíma Íslands frá 1999. Frá 1997– 1999 starfaði Árni hjá EJS. Á árunum 1993–1997 vann Árni við hönnun tölvukerfa hjá verkfræðistofunni Vatnshreinsun og mælitækni og tók við stöðu framkvæmdastjóra þess fyrirtækis árið 1996. Árni lauk sérhæfingu í iðnaðartækni og al- mennri rafmagnsfræði með diplom ing.- gráðu frá Technische Universität í Berlín árið 1992. Árið 1988 lauk hann almennri verkfræði frá sama háskóla. Árni er kvæntur Steinunni Jónsdóttur og eiga þau tvö börn.  Björn Indriðason tek- ur við nýjum verkefnum í flutningastýringu. Björn hóf störf hjá Eimskip í desember 1996 og starfaði sem skipaeft- irlitsmaður í skipa- rekstrardeild þar til hann tók við starfi deild- arstjóra gámarekstrardeildar í júní 1999. Björn útskrifaðist sem véltæknifræðingur frá Technische Fachhochschule í Berlín ár- ið 1994. Björn er kvæntur Kristjönu Hrafn- kelsdóttur og eiga þau tvær dætur.  Elín Þórunn Eiríks- dóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sölu flutningaþjónustu. Elín Þórunn hóf störf hjá Eimskip í apríl árið 1997 sem fulltrúi í farmskrárvinnslu út- flutningsdeildar. Hún varð verkefnisstjóri í farmskjala- og reikn- ingavinnslu í skipulagsbreytingum í októ- ber sama ár en tók við stöðu deildarstjóra í söludeild í maí 1998. Elín tók við starfi deildarstjóra flutningsmiðlunardeildar árið 1999 og í skipulagsbreytingum árið 2000 varð hún forstöðumaður verslunarþjón- ustu. Elín Þórunn lauk cand. oecon.-prófi frá við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 1993. Elín Þórunn er gift Sigurjóni Arnarssyni.  Geir Sæmundsson verður framkvæmda- stjóri sameinaðs fyr- irtækis Eimskips innan- lands ehf. og Flytjanda hf. sem rekið verður undir merki Flytjanda hf. Geir var ráðinn for- stöðumaður innan- landsþjónustu Eimskips í febrúar 2000. Geir útskrifaðist sem byggingarverkfræð- ingur frá Háskóla Íslands árið 1990 og lauk meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Illinois Institute of Technology IIT í desem- ber 1993. Geir er kvæntur Hrafnhildi B. Baldursdóttur og eiga þau þrjú börn.  Guðmundur Nikulás- son verður for- stöðumaður rekstr- ardeildar vöruhafna. Guðmundur hóf störf hjá Eimskip í nóvember 1997 sem for- stöðumaður rekstr- ardeildar gámahafnar og hefur gegnt því starfi síðan. Guðmundur lauk Civ.Ing.M.Sc.-prófi í bygg- ingarverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn árið 1987. Guðmundur er kvæntur Mar- gréti Rós Erlingsdóttur og eiga þau tvö börn.  Guðmundur Peder- sen mun taka við starfi rekstrarstjóra hjá Flytj- anda hf. Guðmundur hóf störf á skipum Eim- skips árið 1967. Hann kom til starfa í landi árið 1976, gegndi fyrst starfi verkstjóra, síðar vöruafgreiðslustjóra og varð deildarstjóri þjónustudeildar árið 1988. Ári síðar tók Guðmundur við starfi forstöðumanns inn- anlandsdeildar. Í október 1997 var Guð- mundur ráðinn framkvæmdastjóri Dreka hf., dótturfyrirtækis Eimskips, en nú síð- ast gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Eimskips innanlands hf. sem hóf starf- semi 1999. Guðmundur er giftur Ingi- björgu Berthu Björnsdóttur og eiga þau þrjá uppkomna syni.  Halldóra Bragadóttir mun taka við nýrri deild- arstjórastöðu innan rekstrardeildar vöru- hafna. Halldóra hóf störf hjá Eimskip árið 1974 og starfaði sem deildarstjóri vöruhús- aþjónustu frá 1991 og tók hún við stjórn rekstrardeildar vöru- húsa í júlí 1999. Halldóra lauk prófi í rekstrarfræðum frá Háskóla Íslands 1994. Halldóra á einn uppkominn son.  Harpa Þorláksdóttir hefur verið ráðin kynn- ingarstjóri Eimskips ehf. Harpa hóf störf hjá Eimskip í apríl 2000 sem markaðsstjóri inn- anlandsþjónustu. Í ágúst sama ár var hún ráðin í markaðsdeild millilandaflutninga. Í mars 2002 tók hún við ýmsum sérverkefnum er tengdust vöruhótelinu. Í júní 2002 tók hún við starfi afurðastjóra sjávarútvegsþjónustu. Harpa lauk B.Sc.-prófi í sjávarútvegs- fræðum frá Háskólanum á Akureyri í júní 1997 og útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Harpa er gift Sturlu Fanndal Birkissyni og eiga þau tvö börn.  Haukur Már Stef- ánsson er for- stöðumaður skipa- rekstrar- og tæknideildar. Haukur Már hóf störf hjá Eim- skip sem for- stöðumaður skipa- rekstrardeildar í ágúst 1996 en með skipulagsbreytingum nú mun tæknideild verða sameinuð skipa- rekstrardeild. Haukur Már lauk M.Sc.-gráðu í vélaverk- fræði frá Lunds Tekniska Högskola (LTH) árið 1982. Hann lauk auk þess rekstr- arnámi hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands 1996. Haukur Már er kvæntur Soffíu Bryndísi Guðlaugsdóttur og eiga þau þrjú börn.  Helga Dröfn Þór- arinsdóttir mun taka við starfi afurðastjóra sjáv- arútvegsþjónustu. Hún mun einnig sinna ýms- um sérverkefnum í markaðseild. Helga Dröfn hóf störf hjá Eim- skip sem fulltrúi í flutn- ingastýringu í maí 1998. Árið 2001 varð hún síðar sérfræðingur í sömu deild. Helga Dröfn lauk véla- og iðnaðarverk- fræði frá Háskóla Íslands árið 1997. Helga Dröfn er gift Pétri Richter og eiga þau einn son.  Hlöðver Örn Ólason mun taka við nýjum verkefnum innan skipa- rekstrar- og tæknideild- ar. Hlöðver hóf störf hjá Eimskip í júlí 1984 í flutningatæknideild og tók við starfi deild- arstjóra í þeirri deild í september 1986. Í apríl 1988 tók hann við starfi deildarstjóra í gámadeild og varð forstöðumaður þeirrar deildar frá árinu 1990. Hlöðver starfaði tímabundið í Bandaríkjunum og í Bretlandi fyrir Eimskip árið frá 1996–1997. Hann var ráðinn deildarstjóri tæknideildar í maí 1997. Hlöðver á tvö börn.  Kolbrún Árnadóttir mun taka við nýju starfi þjónustufulltrúa í flug- fraktþjónustu Eimskips. Kolbrún hóf fyrst störf hjá Eimskip sem sendill í skrifstofuþjónustu í lok maí 1988. Hún starfaði sem fulltrúi í innan- landsflutningum frá nóvember 1988 þar til hún réðst sem þjónustufulltrúi í flutn- ingsbókunum og vörustýringu í skipulags- breytingunum í október 1997. Hún tók við starfi fulltrúa í viðskiptaþjónustu í febrúar árið 1999 og í maí sama ár fluttist hún til Hollands og tók við starfi hjá Eimskip Rotterdam / Gelders Spetra Shipping BV. Í júlí 2002 fluttist Kolbrún aftur heim og tók þá við starfi þjónustufulltrúa í við- skiptaþjónustu.  Nanna Herborg Tóm- asdóttir mun taka við nýrri stöðu verkefn- isstjóra á rekstrarsviði Eimskips. Nanna Her- borg hóf störf hjá Eim- skip sem sölustjóri í sölu millilandaflutninga í janúar 1998. Við skipulagsbreytingar hinn 1. apríl 2001 varð hún ráðgjafi í verslunarþjónustu og í júlí sama ár tók Nanna Herborg við starfi forstöðumanns bíla- og tækjaþjónustu. Nanna Herborg lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og MBA í rekstrarhagfræði frá Rockford College í Bandaríkjunum árið 1994. Nanna er gift Bjarna Halldóri Kristjánssyni.  Ragnar Þór Jónsson er forstöðumaður flutn- ingastýringar. Ragnar Þór hóf störf hjá Eim- skip við sumarafleys- ingar í flutningastýringu sumarið 1998. Hann var ráðinn aftur til starfa í flutningastýringu eftir að hann lauk námi í janúar 1999. Ragnar Þór tók við starfi forstöðumanns sömu deildar í október árið 2000. Ragnar Þór útskrifaðist sem vélaverkfræð- ingur frá Háskóla Íslands í febrúar 1995 og lauk M.Sc.-prófi frá Boston University í desember 1998. Ragnar Þór er í sambúð með Guðnýju Elísabetu Óladóttur og á hún tvö börn.  Sigrún Þorleifsdóttir er deildarstjóri rekstr- ardeildar. Sigrún hóf störf hjá Eimskip sem fulltrúi í markaðsdeild millilandaflutninga í október árið 1997. Í jan- úar 1999 tók hún við starfi markaðsstjóra heilgámaflutninga í markaðsdeild milli- landaflutninga. Í skipulagsbreytingum 2001 tók Sigrún við starfi afurðastjóra sjávarútvegsþjónustu. Sigrún var ráðin í starf deildarstjóra rekstrardeildar í októ- ber 2001. Svæðisskrifstofur innanlands heyra nú eftir skipulagsbreytingarnar und- ir rekstrardeild. Sigrún lauk prófi sem rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst árið 1992 og BS-prófi í rekstrarfræðum frá sama skóla árið 1997. Sigrún er í sambúð með Ágústi Hafberg og eiga þau samtals fjögur börn.  Svavar Ottósson verður verkefnisstjóri innleiðingar örygg- iskerfis hjá Eimskip. Svavar hefur starfað hjá Eimskip síðan í desem- ber 1989, fyrst sem deildarstjóri tæknideild- ar í flutningamiðstöð. Í júlí árið 1997 tók Svavar við starfi for- stöðumanns Eimskips í Færeyjum en flutt- ist heim í maí 2000 þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri Vöruflutningamiðstöðv- arinnar, nú Flytjanda. Svavar lauk prófi í vélvirkjun 1969 frá Iðn- skólanum á Selfossi og BS-prófi í vél- tæknifræði frá Tækniskólanum í Óðins- véum í Danmörku árið 1984. Svavar er kvæntur Hólmfríði Pálsdóttur og eiga þau tvö börn. Starfsmannabreyt- ingar hjá Eimskip ÁHERSLUR IBM hugbún- aðar fyrir komandi tímabil byggjast á hugtaki er nefnist „On Demand“. Þetta kom m.a. fram á hugbúnaðarráðstefnu sem Nýherji stóð nýverið fyrir. Fluttir voru 20 fyrirlestrar á ráðstefnunni en alls sóttu hátt í 200 manns hana. Á ráðstefnunni fluttu inn- lendir og erlendir sérfræðingar frá IBM erindi um ýmsan hug- búnað sem fáanlegur er hér- lendis og keyrir á IBM. Áherslur IBM kynntar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.