Morgunblaðið - 04.04.2003, Síða 50
KNATTSPYRNA
50 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ má með sanni segja að sigur
Litháa á Skotum hafi opnað
ákveðnar dyr fyrir Íslendinga í bar-
áttunni um að ná öðru af tveimur
fyrstu sætunum í 5. riðli undan-
keppni Evrópumóts landsliða í
knattspyrnu. Það landslið, sem nær
bestum árangri í riðlinum, fer beint á
EM í Portúgal 2004 og liðið í öðru
sæti leikur um farseðil þangað.
Staðan er nú þannig í 5. riðli – leik-
ir, sigrar, jafntefli, töp, markatala,
stig og töpuð stig:
Þýskaland 3 2 1 0 5:2 7 -2
Skotland 4 2 1 1 6:4 7 -5
Litháen 5 2 1 2 4:6 7 -8
ÍSLAND 3 1 0 2 4:4 3 -6
Færeyjar 3 0 1 2 3:6 1 -7
Leikir sem eftir eru:
Ísland - Færeyjar .................... 7. júní
Skotland - Þýskaland .............. 7. júní
Færeyjar - Þýskaland ........... 11. júní
Litháen - Ísland ..................... 11. júní
Færeyjar - Ísland................ 20. ágúst
Ísland - Þýskaland ................. 6. sept.
Skotland - Færeyjar .............. 6. sept.
Færeyjar - Litháen .............. 10. sept.
Þýskaland - Skotland........... 10. sept.
Þýskaland - Ísland ................. 11. okt.
Skotland - Litháen ................. 11. okt.
Úrslit leikja sem búnir eru:
Færeyjar - Skotland ......................2:2
Litháen - Þýskaland.......................0:2
Ísland - Skotland ............................0:2
Litháen - Færeyjar ........................2:0
Ísland - Litháen..............................3:0
Þýskaland - Færeyjar....................2:1
Skotland - Ísland ............................2:1
Þýskaland - Litháen.......................1:1
Litháen - Skotland .........................1:0
Leikur íslenska landsliðsins gegnSkotum í Glasgow olli talsverð-
um vonbrigðum. Sérstaklega hvernig
það lék í fyrri hálfleiknum og virtist
ekki geta svarað stífri pressu skosku
leikmannanna sem sóttu af krafti og
gáfu þeim íslensku engan frið til að
vera með boltann og byggja upp
sóknir. Ásgeir Sigurvinsson segir að
þetta hefði ekki átt að koma neinum á
óvart, Skotar hefðu leikið nákvæm-
lega eins og við var búist, en íslensku
leikmennirnir hefðu ekki brugðist við
því eins og lagt hefði verið upp.
„Skotar eru þekktir fyrir sinn leik-
stíl þar sem þeir pressa mjög mikið,
alveg upp að vítateig andstæðing-
anna, og gefa mönnum aldrei tíma til
að vera með boltann. Þetta er gamla
breska aðferðin sem þeir beita stöð-
ugt. Gegn þessari leikaðferð byggist
allt á því að geta losað sig undan
pressunni. Við áttum von á að þeir
myndu keyra svona á okkur í 20 til 25
mínútur, og það gerðu þeir svo sann-
arlega. En við áttum að geta leyst
þetta vandamál því við teljum okkur
eiga leikmenn sem geta tekið á móti
bolta í þröngri stöðu og skilað honum
á samherja.“
Undirbúningurinn
miðaðist við svona pressu
Hvað var það þá sem fór úrskeiðis í
fyrri hálfleiknum?
„Miðjan virkaði alls ekki. Það kom
flatt upp á mann því undirbúningur
liðsins miðast einmitt við það að mæta
svona pressu. Þess vegna var stillt
upp fimm manna vörn, tilgangurinn
var að vera með okkar aukamenn aft-
ast, þeir áttu að gefa okkur dýpt til að
betra væri að halda boltanum. Þeir
áttu síðan að skila honum áfram, en
ekki senda háar sendingar beint á
varnarmenn Skota, sem eru sterkir
skallamenn og glíma við þannig fót-
bolta í hverri viku. Það átti að senda
boltann fram yfir miðju, en ekki það
langt að vörnin þeirra kæmist í bolt-
ann. En undir þessari pressu komu
fram miklir veikleikar hjá okkar
mönnum í að spila boltanum. Margir
okkar varnarmanna komu boltanum
ekki frá sér öðruvísi en að senda hann
beint til baka, yfir miðjuna okkar og á
Skotana. Með þá Eið Smára og Rúnar
sem fremstu menn, gekk þetta engan
veginn upp, þeir hefðu þurft að fá
boltann sendan í þeirri hæð sem þeir
gætu tekið við honum og spilað
áfram, en það var ekki gert.
Þá gerðu strákarnir of mörg mis-
tök í atriðum sem við vissum að
kæmu upp í leiknum og búið var að
fara rækilega yfir. Fimm manna
vörnin var líka sett upp til þess að
loka á sendingar Skotanna út í horn-
in, sem þeir beita svo mikið. Þau
svæði áttu að vera lokuð og yfir þetta
var farið mörgum sinnum. Það var því
hræðilegt að fá á sig mark strax á ell-
eftu mínútu þar sem einmitt þetta
brást.“
Hefði viljað sjá
meira frumkvæði
Hvernig hefði verið hægt að fá
meira út úr miðjumönnunum í fyrri
hálfleik?
„Ég hefði viljað sjá meira frum-
kvæði frá Arnari Grétarssyni og Jó-
hannesi Karli, þeir hefðu þurft að
koma aftar á völlinn, losa sig frá
mönnum og fá boltann frá varnar-
mönnunum. Eini miðjumaðurinn sem
var laus í fyrri hálfleiknum var Brynj-
ar Björn, og það er alls ekki hans
hlutverk að taka við boltanum og fara
með hann upp völlinn. Fyrri hálfleik-
urinn þróaðist þannig að miðjan
komst aldrei í takt við leikinn, Arnar
og Jóhannes fengu ekki boltann lang-
tímum saman og voru meira og minna
hlaupandi á milli manna til að reyna
að vinna boltann.
Atli fór yfir þessa hluti í hálfleik og
sagði að það gengi ekki að spila svona
áfram. Það væri ekkert í gangi, þeir
yrðu að sýna að þeir væru betri en
þetta. Miðjan yrði að vera virkari í að
fá boltann og spila honum upp völlinn
í stað þess að vera með endalausar
langar sendingar. Þetta gekk eftir í
seinni hálfleik, þá sást að við erum
ekki með slakara lið en Skotar þó við
ættum alls engan stórleik.
Eftir á að hyggja hefði líklega verið
betra að vera með Arnar Grétarsson
aftastan á miðjunni frá byrjun, eins
og hann hefur yfirleitt spilað með sín-
um félagsliðum erlendis. Þegar hann
fór í þá stöðu í seinni hálfleik breyttist
miðjuspilið mikið. Þannig viljum við
að þetta gangi fyrir sig, menn verða
að hafa sjálfstraust til að spila undir
álagi.“
Þarna kom líka við sögu gamal-
kunnugt vandamál, að þurfa að nota
leikmenn í stöður sem þeir spila ekki
hjá sínum félagsliðum.
„Já, Arnar Viðarsson lék sem
vinstri bakvörður, alls ekki í fyrsta
skipti, en hann hefur ekki leikið þar í
langan tíma með Lokeren; þar spilar
hann sem miðjumaður. Hermann
Hreiðarsson var því miður ekki með
en hann átti að fara í stöðu vinstri
bakvarðar í þessum leik. En hann var
ekki til taks, samt hefðum við átt að
hafa leikmenn til að leysa þessi
vandamál en það gekk ekki upp.
Okkar höfuðverkur er samt skort-
ur á breidd, og við höfum þess vegna
þurft að hringla með menn í stöðum.
Við vorum með sex leikmenn í hópn-
um sem spila nánast sömu stöðu með
sínum liðum erlendis, Arnar Viðars,
Arnar Grétars, Rúnar, Brynjar
Björn, Jóhannes Karl og Þórð, sem
allir leika eða hafa mest leikið inni á
miðjunni.
Vandræði með að
fullmanna allar stöður
Okkur vantar bakverði og kant-
tengiliði og þurfum að setja þangað
leikmenn sem spila aðrar stöður. Við
erum reyndar að fá mjög spennandi
kosti vinstra megin því Indriði Sig-
urðsson og Hjálmar Jónsson lofa
góðu. Við þurfum að finna leikmenn í
hverja stöðu sem spila þar reglulega,
það er lykilatriði. Þó við eigum marga
atvinnumenn sem eru að gera það
gott, er ekki sjálfsagt að þeir standi
sig í stöðum sem þeir eru ekki vanir
að spila. Munurinn á okkur og þjóð
eins og Skotum er sá að við eigum í
vandræðum með að fullmanna allar
stöður. Skotar eru hinsvegar minnst
með þrjá til fjóra um hverja þar sem í
raun engu máli skiptir hver spilar.
Þeir geta teflt fram tveimur til þrem-
ur liðum sem væru mjög svipuð að
styrkleika. Það getum við ekki.“
En vantar okkur ekki fyrst og
fremst afgerandi miðjumann, leik-
stjórnanda sem virkilega lætur til sín
taka á miðjunni og drífur liðið áfram?
„Þessir gömlu góðu leikstjórnend-
ur eru á undanhaldi og í rauninni er
það vegna þess að fótboltinn hefur
tekið breytingum á síðustu árum. Ég
heyrði einmitt í mínum gömlu fé-
lögum í Stuttgart fyrir skömmu en
þeir eru að leita að manni sem getur
tekið við af Krassimir Balakov sem
leikstjórnandi. Þeir voru að fara yfir
þær „tíur“ sem komu til greina og þar
var fátt um fína drætti. Uppbygging
leikmanna er önnur í dag en hún var
áður, miðjumenn þurfa að sinna varn-
arleiknum miklu meira en þeir þurftu
að gera. Leikurinn breyttist þegar
markvörðum var ekki lengur leyft að
taka boltann með höndum þegar þeir
fengu hann frá samherja. Við það
jókst hraðinn og boltinn er miklu
meira í leik.“
Frjálsi leikstjórnandinn
ekki æskilegur lengur
Þetta er sem sagt allt önnur knatt-
spyrna en þú spilaðir sjálfur þegar þú
stjórnaðir leik Stuttgart á sínum
tíma.
„Á árum áður þurfti maður sem
leikstjórnandi ekki að vinna mikla
varnarvinnu. Þetta gekk meira út á að
losa sig við „yfirfrakkann“ sem gætti
manns og vera síðan yfirvegaður þeg-
ar maður fékk boltann. Hjá Stuttgart
var mitt hlutverk að vera laus til að
byggja upp sóknarleik þegar við náð-
um boltanum. Aðrir voru í því að skila
varnarhlutverkum og koma boltanum
til mín, til þess að ég gæti gert eitt-
hvað sjálfur, eða fundið miðjumann
eða bakvörð sem hefði losað sig til að
fá boltann.
Núna þurfa allir miðjumenn að
sinna vörninni meira en sóknarhlut-
verkinu. Liðin verjast sem ein heild
og það getur því enginn lengur tekið
lífinu með ró á miðsvæðinu og beðið
færis. Það er krafist varnarvinnu af
öllum. Hjá mörgum liðum eru sókn-
armennirnir líka á fleygiferð í varn-
arhlutverki og vinna fram og til baka í
90 mínútur. Eiður Smári er hinsvegar
dæmi um sóknarmann sem hættir að
elta mótherja, og finnur sér í staðinn
svæði þar sem hann getur verið laus
þegar liðið nær boltanum og komið
honum til hans. Þá gerist líka eitt-
hvað. Sumir þjálfarar brjálast þegar
þeirra sóknarmenn spila svona. Mitt
mat er að það sé nánast búið að eyða
út þessum frjálsa leikstjórnanda á
miðjunni, þannig leikmenn virðast
ekki æskilegir í lið lengur. Núna
þurfa allir að gæta mótherja og
miðjumaður sem fær boltann gerir
lítið af því að reyna að leika á and-
stæðing og opna þannig stöðuna fyrir
aðra, en í staðinn sendir hann boltann
strax á næsta mann. Einstaklings-
framtakið í dag er mun minna en áð-
Okkur
vantar
leiðtoga á
miðjuna
Morgunblaðið/Kristinn
Arnar Þór Viðarsson, fyrirliði Lokeren, á hér í höggi við Skotann Graham Alexander.
Ísland stendur höllum fæti í undankeppni
Evrópumóts landsliða í knattspyrnu eftir
annan ósigur sinn gegn Skotum og er með
þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina. Líkurnar
á að íslenska liðið veiti Þýskalandi, Skot-
landi og Litháen keppni um tvö efstu sætin í
riðlinum eru ekki miklar en markmiðið sem
KSÍ setti upp í byrjun keppninnar var að ná
öðru sætinu og komast í umspil. Víðir
Sigurðsson ræddi við Ásgeir Sigurvinsson,
landsliðsnefndarmann og tæknilegan ráð-
gjafa KSÍ, um leikinn í Skotlandi og stöðu
mála hjá landsliðinu að honum loknum.
Staðan og möguleikarnir