Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 4 . A P R Í L 2 0 0 3 B L A Ð B  FÍNIR PILTAR/2  GAMAN AÐ VERA VEL TIL HAFÐUR/3  HÖNNUNARÁR Í BARCELONA – TILGANGUR OFAR FEGURÐ OG FULL- KOMNUN/4  VINIR HLJÓÐS OG VINYLS/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  BARDAGAÍÞRÓTTIR hafanotið nokkurra vinsældahér á landi undanfarið,nýlega voru ólympískir hnefaleikar leyfðir og tískan ber þess merki þar sem boxaraskór og hermannabuxur hafa átt mjög upp á pallborðið. Friðelskandi íslenskur almenn- ingur getur nú sparkað í ímynd- aðan andstæðing, kýlt hann undir hökuna eða í kjálkann eða jafnvel afhausað hann í tímum sem ætlað er að efla þol og stæla líkamann. Þetta eru Body Combat-tímarnir í líkamsræktarstöðvunum Baðhús- inu, Sporthúsinu og Þrekhúsinu. Unnur Pálmarsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari í dansi og þolfimi og einn reynd- asti líkamsræktarþjálfari hér á landi. Hún er ein af þeim sem heldur fólki á öllum aldri við efnið í Body Comb- at-tímunum, sem og mörg- um öðrum tímum hjá áð- urnefndum stöðvum. „Og hausinn af,“ kallar Unnur um leið og hún sveiflar handleggnum með flötum lófa og ímyndar sér að haus- inn fljúgi af andstæð- ingnum. Þátttakend- urnir gera það sama og leggja meira vöðvaafl í hreyf- inguna þegar þeir ímynda sér að þeir hafi and- stæðing, að sögn Unnar. Hversu of- beldiskennt sem þetta kann að hljóma er nokkuð til í þessu. Endalaust er hægt að kýla út í loftið og hugsa um hvenær leikfimitímanum ljúki nú, en ef einbeiting er til staðar og viðkom- andi ímyndar sér að hann þurfi á öllu sínu afli að halda til að verj- ast reynir hann meira á sig og brennir þ.a.l. meira. Það er nú til- gangurinn hjá flestum þeim sem sækja líkamsræktarstöðvarnar. Á ekkert skylt við hnefaleika „Uppercut, jab, hook,“ kallar Unnur og salurinn hreyfist í takt við tónlistina. Mörg lögin eru gömul og þekkt, búið að endur- hljóðblanda þau og bæta við ýms- um hljóðáhrifum; gler brotnar eða slegið er í járn á sama tíma og „bardagamennirnir“ sparka kannski í ímyndaða andstæðinginn með „scissorkick“. Varnarstaðan er tekin upp á milli og þátttak- endur hoppa létt og fjaðrandi. Ákveðnar hreyfingar eða rútína á við hvert lag og er mikil keyrsla af spörkum, höggum og hoppi eða sippi við hvert lag en smáhvíld þess á milli. Tíminn endar á styrktaræfingum fyrir arma og maga og svo góðum teygjum í austrænum anda. Unnur segir að tímarnir séu góðir til að fá bæði andlega og líkamlega útrás og hver sem er geti stundað Body Combat. Þátttakendur í tímunum er fólk á aldrinum 16-60 ára af báðum kynjum en konur eru ívið fleiri. Body Combat er samsett úr hreyfingum sem teknar eru úr nokkrum bardagaíþróttum og austurlenskri leikfimi, t.d. Tae Kwon Do, Tai Chi, Kata, Muay Thai og Karate. Unnur tekur skýrt fram að Body Combat eigi ekkert skylt við hnefaleika, hún sé mjög andvíg hnefaleikum og lög- leiðingu þeirra hér á landi. Notk- un ímyndunaraflsins og eigin lík- amsafls sé allt annað. Barist við ímyndaðan Morgunblaðið/Kristinn Einbeitingin leynir sér ekki hjá þátttakendum í fjölmennum Body combat-tíma í Sporthúsinu. Þjálfari á faraldsfæti Vafin hönd Unna r Pálm arsdó ttur í einni af hre yf- ingum Body com- bat: „ Kata guard “. andstæðing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.