Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ og hvers konar umfjöllun um það nýj- asta og flottasta, t.d. bíla, tæknibúnað og föt. Einnig vín og mat, úr og skart, bíla og snyrtivörur, íþróttir, kvik- myndir, bækur, myndlist og tónlist. Aftast í blaðinu eru kynningar og auglýsingar eins og í öðrum tísku- blöðum og þar beina m.a. lýtalækna- stofur sjónum sínum að körlunum. Tískuþættir með myndum eru þrír í því tölublaði sem skoðað var. Sá fyrsti tekur fyrir skrifstofutísku unga mannsins, þ.e. jakkaföt, bindi, skyrt- ur og skó af öllum gerðum. Annar myndaþáttur aftarlega í blaðinu er settur saman úr myndum af fá- klæddri konu eða konum við ýmsar athafnir, t.d. í rúmi eða uppi á billj- ardborði. Klæðnaðurinn er netabol- ur, bíkíní, sundbolur, sjal eða ekkert. Konan getur verið í baði, úti á svölum við útsýniskíki, með spagettískál í kjöltunni og kirsuber í munninum en hún er alltaf hlaðin skartgripum og hárið og förðunin eru óaðfinnanleg. Þriðji myndaþátturinn tekur fyrir ferðalaga- og útivistartísku unga mannsins, þ.e. fyrirsætan stendur t.d. við jeppann og er klæddur gallabux- um, flauelsbuxum, leðurjakka eða gallajakka. Hann er frjáls ferða sinna, ætlar að keyra út í buskann og ganga svolítið í óbyggðunum líklega. Hann er með bakpoka og í baksýn eru tré og fjöll. Hann stendur á tröppum sveitakofans með exi í hendi. Aðalgrein þessa blaðs er viðtal við Kate Winslet leikkonu og með fylgja frægar myndir af henni sem hafa ver- ið lagaðar til í myndvinnsluforritum. Greinarefni eru annars t.d. hvernig er að vera karlmaður – dálkahöfund- ur fjallar um unga menn og feður þeirra, sjálfsþekkingu o.fl. Önnur grein er um verst klæddu íþrótta- mennina. Sú þriðja um kynlíf. Ein grein er fréttatengd og um það sem kalla mætti veigameiri málefni en tísku og nýjustu trendin. Sú grein er aftarlega í blaðinu og fjallar um at- burði á níunda áratugnum í tengslum við sandinistana í Níkaragva. Einnig geta lesendur sent inn spurningar til tískusérfræðings, s.s. eins og hvort þeir eigi að vera með ermahnappa þegar þeir eru að fara að halda ræðu á ráðstefnu, í hvaða röð á karl að tína af sér spjarirnar fyrir framan konu o.s.frv. Heilsulindir fyrir alla Í þessu tölublaði GQ er einnig fjallað um heilsulindir (spa) og nokkr- ar nefndar: „Ef þú ert enn þeirrar skoðunar að heilsulindir fyrir karla séu bara fyrir þá sem eru uppteknir af sjálfum sér, þá hefurðu alveg rétt fyrir þér. En heilsulindirnar hafa bara breyst svo mikið. Þær eru miklu meira en andlits- eða bakhára- rakstur. Sumar heilsulindir styrkja heilsuna, vöðvana og Þ AÐ eru ekki bara konur sem eru pjattaðar og elta tískustraumana, heldur karlar líka. Æ fleiri karl- menn viðurkenna nú að þeim sé umhugað um útlit sitt og heilsu. Og þessir nútímakarlmenn þurfa að hafa fyrir útliti sínu, hvort sem það er kæruleysislegt eða ekki, ætli þeir að fylgja kröfum auglýsinga- samfélagsins Það er af sem áður var þegar rakspíri, vöðvar, snyrtileg klipping og bringuhár var það sem skipti máli. Markaður fyrir karl- mannasnyrtivörur fer ört vaxandi og ungir karlmenn verða æ mikilvægari markhópur snyrtistofa og snyrti- vöruframleiðenda, tískuverslana og hárgreiðslustofa. Konur hafa lengst- um verið stærsti viðskiptavinahópur þessara seljenda sem nú hafa stækk- að kökuna sem um munar og sjá fram á enn meiri stækkun. Í bandaríska nettímaritinu Salon.com fjallar Mark Simpson um nútímakarlmanninn í grein frá síð- asta ári. Lesandinn kinkar kolli af og til og verður hugsað til ungra karla á íslenskum götum og götum annarra Vesturlanda. Hárið er vel mótað, hringir eru á fingrum og neglurnar eru snyrtilegar. Fatnaðurinn er vel úthugsaður og samansettur og fylgi- hlutir falla vel að. Svona lýsingar geta sem sagt átt við bæði um konur og karla. Ánægður með alla athygli Alltaf hafa verið til karlmenn sem njóta þess að skreyta sig og hugsa vel um útlitið. Það nýja er hins vegar að þeir virðast vera orðnir fleiri og eru ekki bara módel eða leikarar. Þeir eru ekki endilega samkynhneigðir, en áður var oft sett samasemmerki á milli þess að vera hommi og að vera vel til hafður. Íþróttamenn hefðu einu sinni talist með þeim síðustu sem myndu breyta um hárgreiðslu einu sinni í viku, fara í handsnyrtingu eða ganga í pilsi. En fótboltakappinn David Beckham gerir allt þetta og meira til. Hann nýtur þess líka að sýna það og hikar ekki við að sitja fá- klæddur fyrir í myndatökum fyrir tískublöð ætluðum ýmist konum eða körlum. Í viðtali við breska tímaritið Attitude þar sem markhópurinn er samkynhneigðir karlmenn, segist Beckham vera ánægður með alla at- hygli, bæði karla og kvenna. Lesandi greinarinnar í Salon.com leiðir líka hugann að því hvort grein- arhöfundur fari ekki of langt í grein- ingu sinni á nútímakarlmanninum. Hann á að vera sjálfselskur og kyn- hneigð hans er sögð beinast að hon- um sjálfum. Simpson kallar þennan nútímamann metrosexual og gerir grein fyrir ást hans á borgarlífinu en einnig ást hans á sjálfum sér. Ís- lenska orðið gæti því verið hvort sem er „borgkynhneigður“ eða „sjálfkyn- hneigður“. Grípum niður í greinina: „Dæmi- gerður „sjálfkynhneigður“ maður er ungur og með nóg á milli handanna. Hann býr nálægt borgarkjarna af því þar eru allar bestu búðirnar, skemmtistaðirnir, líkamsræktar- stöðvarnar og hárgreiðslustofurnar. Hann getur verið sam-, gagn- eða tví- kynhneigður, en það skiptir ekki máli þar sem hann hefur greinilega sett sjálfan sig í sæti þess elskaða […] Sérstakar atvinnugreinar eins og fyr- irsætustörf, þjónustustörf, fjölmiðlar, tónlist og íþróttir virðast freista hans en í sannleika sagt eru hinir „sjálf- kynhneigðu“ alls staðar…“ Að mati greinarhöfundar Salon.com er David Beckham frum- gerð hinna „sjálfkynhneigðu“. Hann þénar sem samsvarar um 600 millj- ónum króna á ári á því að sitja fyrir í tískublöðum eða auglýsa ákveðnar vörur, hvort sem það eru föt, fylgi- hlutir eða snyrtivörur. Tekjur hans af knattspyrnunni eru þar fyrir utan og eru látnar liggja á milli hluta hér þótt þær séu engir smáaurar. Andlit Beckhams er óumdeilanlega eitt þekktasta andlitið nú á tímum og hann segist njóta athyglinnar. Um ástæður þess að „sjálfkyn- hneigðum“ fer fjölgandi segir grein- arhöfundur í Salon.com m.a. að hinn „rólegi, sjálfsagaði og hógværi“ karl- maður hafi ekki verslað nógu mikið þannig að ný tegund karlmanns þurfti að koma í staðinn, einhver sem var síður sjálfsöruggur en mun áhugasamari um ímynd sína, þ.e. ein- hver sem hafði mikinn áhuga á að láta horfa á sig. M.ö.o. æðsti draumur auglýsenda. Auknar vinsældir tískublaða fyrir karla Í greininni í Salon.com kemur fram að karlablaðið GQ sé eins og skrifað fyrir þá „sjálfkynhneigðu“. Blaðið bætir við sig um 10 þúsund lesendum í hverjum mánuði og segir það sitt um vinsældirnar. Í GQ er fjallað um tísku eins og í kvennablöðunum. Ungir karlar lesa þessi blöð líkt og konurnar lesa Marie Claire, Vogue og Elle þótt ekkert sé fullyrt um vinsældir blaðsins meðal íslenskra karlmanna. Þegar GQ er flett kemur í ljós að blaðið er dæmigert tískublað, fullt af auglýsingum um föt, snyrtivörur, úr, tæki og bíla. Ritstjórnar- efnið er myndaþættir Dæmi eru um fáklædda karl- menn í auglýsingum. Auglýsing frá fatahönnuðinum Jil Sander í GQ. Karl eða kona? Auglýsing, ætluð ungum mönnum, frá Prada-tískuhúsinu. Ungir menn fara í húðhreinsun, handsnyrtingu og hárlitun án þess að blikna og líta m.a. til Davids Beckhams sem fyrirmyndar. Steingerður Ólafs- dóttir komst að því að heilbrigður lífsstíll og hé- gómi eru í tísku. Auglýsendur hafa uppgötvað unga karla sem stækkandi markhóp og halda í samræmi við það ákveðnum ímyndum að þeim. Andlit Beckham-hjónanna, Davids og Victoriu, á auglýsingum um allan heim. Skrifstofutískan. Hér er vísað í sam- nefndan vinsælan sjónvarpsþátt. Ferðalagatískan þar sem fyrirsætan er á leið út í óbyggðir. Þessi mynd var tekin af David Beckham þegar auglýsingaherferð Pepsi var hleypt af stokkunum í janúar sl. Beckham er vel snyrtur í alla staði og hefur greinilega feng- ið handsnyrtingu. Brad Pitt er einnig fyrirmynd ungra manna, enda fylgist hann vel með tískunni. Hér sést hann vel snyrtur á einni tískusýningunni í Mílanó ásamt konu sinni, Jennifer Aniston. Liðamóta- krem Verkja- og gigtaráburður FRÁ Ótrúlegur árangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.