Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÖRFIN fyrir gott útlit hefurlítið breyst í tónheimum þóttumfangið hafi minnkað með tilkomu CD disksins og þar með myndflötur upp á 31 sinnum 31 sentimetri, sem LP-platan státaði af á velmektarárum sínum og bauð upp á óendanlega möguleika í út- færslu,“ sagði Kristján Krist- jánsson, myndlistarmaður og áhugamaður um vinylhljómplötur, um þann þátt er snýr að listrænu út- liti plötuumslaganna. „Útlit hljóm- platna hefur ávallt skipt máli, hvort sem er til að kynna listamanninn eða hvetja kaupendur en framan af tuttugustu öldinni voru umbúðirnar meira léttvæg kynning með ljós- myndum en útpæld listaverk,“ sagði Kristján ennfremur. „Það var ekki fyrr en árið 1967 þegar Bítlaplatan Sgt. Peppers Lon- ely Hearts Club Band kom út að hönnun umslagsins varð listgrein og fékk viðurkenningu sem slík. Þá varð það metnaður stöndugra hljómsveita að skapa listræna heild úr hljómplötunni þannig að lög og umbúðir rynnu saman í eina sjálf- stæða heild líkt og plata hljómsveit- arinnar The Who um daufdumba drenginn Tommy. Þá voru og fræg- ir listamenn virkjaðir í útlitsvinn- unni og umtalað er umslagið Sticky Fingers sem Andy Warhol skapaði fyrir hljómsveitina The Rolling Stones, þar er þrívíddin komin í spilið og gallabuxurnar státa af al- vörurennilás sem renna má niður svo við blasir… Þegar litið er yfir flóruna frá djass, klassík og yfir í rokk er áber- andi mesta sköpunargleðin í rokk- inu og þar er að finna margar perl- ur sem safnarar nútímans gæfu hægri höndina fyrir að ná í. Það eru sérstakar útgáfur oft í fáum eintök- um eða númeraðar líkt og hvíta al- búm Bítlanna, fyrstu útgáfur, þrí- víddarumslög og ýmsar tilraunir listamanna til að vera frumlegir. Þar kennir margra grasa og pappa- hulstrið breyttist í bréfpoka, plast- kápu, trékassa, járndós eða fatnað og áferðin gerði innihaldið oft mun- S ÖFNUNARHVÖT mannsins tekur á sig ýms- ar myndir. Hér í eina tíð, þegar greinarhöfundur var að vaxa úr grasi, söfn- uðu ungir drengir frímerkjum og margar stúlkur lögðu metnað sinn í að koma sér upp myndarlegu serví- ettusafni. Nú til dags reyna margir að safna peningum og verðbréfum, en sá hængur er á að aðstaða manna er afar misjöfn í þeim efnum. Hjá þeim sem ekki eru í aðstöðu, eða hafa ekki í sér þá eiginleika sem þarf til að safna digrum sjóðum, beinist söfnunarár- áttan því í aðra farvegi. Slík árátta getur verið tímafrek og hefur oft í för með sér talsverð fjárútlát, án þess að nokkur arður komi á móti nema ánægjan sem því fylgir að eiga eitt- hvað alveg einstakt í sinni röð, eitt- hvað sem viðkomandi þykir verulega vænt um og myndi aldrei skipta á þótt öll heimsins auðævi væru í boði. Án efa fylla margir ástríðufullir hljómplötusafnarar þann flokk. Og þeir hafa það fram yfir ýmsa aðra safnara að ekki aðeins geta þeir dáðst að safni sínu með augunum heldur einnig notið þess með eyrunum. Fyrir allmörgum árum varð til vís- ir að samtökum áhugamanna um hljómtæki, sem komu saman og rök- ræddu um hljómgæði og hljómflutn- ing. Í febrúar árið 2000 voru síðan stofnuð óformleg samtök sem kölluð voru „Vinir hljóðsins“, en þar hittust áhugamenn um hljómtæki og ástríðu- fullir safnarar vínylhljómplatna, en oft fer þetta tvennt saman. Þessi hóp- ur kom í fyrstu saman í versluninni Reynisson og Blöndal í Skipholtinu, en þar voru stundum flutt erindi tengd hljómtækjum, hljómgæðum og þeirri viðleitni manna að ná hinum fullkomna tóni út úr græjunum. Í versluninni Búland, sem nýverið opn- aði í Skeifunni, er nú athvarf áhuga- manna á þessu sviði, en verslunin er eins konar umboðssala með hvers kyns hluti úr búslóðum fólks, allt frá húsgögnum, rafmagnstækjum og búsáhöldum upp í hljómflutningstæki og vínylplötur. Eigandi verslunarinn- ar er Guðmundur Erlendsson og hon- um til halds og trausts er Þorgeir Guðbjörnsson, en Þorgeir rak til skamms tíma verslun við Grensás- veg, þar sem áhugamenn um vínyl og hljómtæki komu gjarnan saman. Þor- geir er sjálfur mikill áhugamaður um hljómflutningstæki og segir sagan að hann sé slyngur að gera við magnara, búa til rafmagnskapla og aðra fylgi- hluti sem tengjast hljómflutnings- tækjum og að hann hafi oft breytt hálfónýtum plötuspilurum í eðal- hljómflutningstæki með einu hand- taki. Þorgeir segir að oft komi inn í verslunina vönduð tæki í háum gæða- flokki og hið sama sé að segja um vín- ylplöturnar sem fólk vill losa sig við. „Það leynast oft í þessu hreinustu gersemar og það vita þeir, þessir dellukarlar um vínyl og hljómtæki. Þeir eiga það því til að kíkja inn og at- huga hvað er í boði enda eru þeir allt- af velkomnir.“ Því má svo bæta við að þjóðsagan segir að sumir þessara dellukarla eigi hljómflutningstæki sem séu meira virði en íbúðirnar sem þeir búa í, en það er ekki selt dýrara verði hér en það var keypt. Ingi Ingason rekur verslunina Raf- grein við Álfheima, sem hefur þá sér- stöðu að hún er aðeins opin frá 16.00 til 18.00 á virkum dögum enda rekur Ingi verslunina í frístundum, en hann er lærður rafvirki og starfar sem verkefnastjóri og tækniteiknari. „Það má segja að ég sé í þessu af áhuga og hugsjón, og verslunin er í raun opin allan sólarhringinn í gegnum Netið á slóðinni www.simnet.is/rafgrein/ ,“ sagði Ingi. „Ég er með umboð fyrir mjög vönduð hljómflutningstæki frá Bretlandi, Ítalíu, Danmörku, Finn- landi, Þýskalandi og Skotlandi og er nú að fá plötuspilara frá Thorens í Þýskalandi, sem hefur framleitt plötuspilara í 100 ár. Enn fremur var ég að fá umboð fyrir Thule-audio í Danmörku sem er mjög gott merki. Auk þess er ég með geisladiska og vínyl-plötur, sem ég panta erlendis frá, en í vínylnum er ég aðallega með djassplöt- ur, og reyndar einnig allar útgáfur Creedence Clearwater Revival í vínyl,“ sagði Ingi. Í Kolaportið koma alltaf af og til áhuga- verðar vínylhljómplötur og eins má nefna safn- arabúðirnar við Frakkastíg, Ingólfs- stræti, Vitastíg og í Tryggvagötu. Einnig hefur verið hægt að nálgast gamlar vínyl- plötur í Góða hirðinum, verslun á vegum Sorpu í Hátúni. Allir veggir þaktir Ekki er vitað með vissu hver státar af stærsta safni vínyl- hljómplatna á Íslandi. Af samtölum við áhugamenn á þessu sviði má þó ráða að nokkrir skera sig úr hvað varðar umfang og stærð safn- anna og telja sum þeirra hátt á annan tug þúsunda eintaka. Einn þeirra, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kvaðst nú vera búinn að þekja alla til- tæka veggi í fjögurra herbergja íbúð sinni af hillum undir vínylplötur og þyrfti nú jafnvel að fara að svipast um eftir stærra húsnæði því söfnunarár- áttan lætur ekki staðar numið einn góðan veðurdag. Þvert á móti færast menn í aukana í réttu hlutfalli við vöxt og viðgang safnsins. „Ég kaupi enn vínyl og er með lista yfir fyrirtæki erlendis sem framleiða vínylplötur og dreifa þeim. Fyrir áhugamenn á þessu sviði gæti verið gagnlegt að hafa samband við við- komandi fyrirtæki erlendis og í því sambandi get ég nefnt netföngin: sundazed.com, acousticsounds.com og diversevinyl.com, svo dæmi séu tekin. Þessi fyrirtæki gefa út og fram- leiða vínylplötur og er þar bæði um að ræða „notað og nýtt“. Bæði nýjar endurútgáfur, í sumum tilvikum með betrumbættu hljóði, og eins útgáfur með nýrri tónlist. Og þetta rokselst. Vínylplötur eru greinilega í sókn í heiminum í dag. Svo er líka mikil gróska í framleiðslu á plötuspilurum, mögnurum og alls konar fylgihlutum og framboð á slíku sem aldrei fyrr.“ Hvað er það sem rekur menn út í að sanka að sér vínylplötum út í það óendanlega, í stað þess að kaupa bara geisladiska sem taka miklu minna pláss? „Ætli það sé ekki bara sérvisku- genið, sem Kári hefur ekki fundið enn þá. Og við þessu eru engin lyf til. Svo helst þetta í hendur við ástríðu sumra „sérvitringa“ til að finna hinn full- Vinir hljóðs vínyls Ingi Ingason í verslun sinni Rafgrein, með eintak af vinylplötu Creedance Clearwater Revival. Hreinn Sæmundsson með fyrstu LP-plötuna sem hann eignaðist, meistaraverk Bob Dylans, Highway 61 Revisited. Þótt geisladiskar hafi náð yfirhöndinni á mark- aðstorgi hljómplötuút- gáfunnar lifir gamli vínylinn þó enn góðu lífi. Áhugamenn um vín- ylplötur og hljómgæði sögðu Sveini Guðjóns- syni að vínylinn væri í sókn og hljómflutnings- tækin aldrei betri en nú. og Morgunblaðið/Sverrir Litskrúðug vinylplata frá hippatímanum. Kristján Kristjánsson myndlistarmaður var höfundur umslagsins á plötu Megasar, „Á bleikum náttkjólum“. Hér hefur myndlistarmaðurinn laumað sér inn í leikmyndina sem notuð var á umslaginu, annar frá vinstri. Forsíðan á tvöfalda albúmi Óð- manna, en umslagið þótti bæði frumlegt og vel hannað. Umslagið með rennilásnum sem Andy Warhol skapaði fyrir Rolling Stones um plötuna „Sticky Fingers“. Listræn plötuumslög Mesta sköpunargleðin í rokkinu FENG SHUI helgarnámskeið með Jan Hannant og Robertu Shewen stofnfélögum bresku Feng shui samtakanna 26. og 27. apríl í Munaðarnesi uppl. á www.geocities.com/lillyrokk/fengshui2001 í síma 566 7748 eða á shamballa@heimsnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.