Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐEFNI HERSVEITIR Bandaríkjamanna sækja hratt að Bagdad. Þær hafa átt í hörðum átökum við Lýðveldis-vörðinn, úrvalssveitir Íraks-hers, sem ver helstu leiðir til borgarinnar. Bandaríkjamenn segjast hafa rofið stór skörð í Lýðveldis-vörðinn með áköfum loftárásum. Um miðja vikuna var bandaríska herliðið í um 40 til 65 km fjarlægð frá Bagdad. Herinn hefur náð á sitt vald mikilvægum brúm og bæjum á þeim slóðum. Talið er að varnir Íraka hafi verið rofnar á tveimur stöðum. Búist er þó við harðnandi bardögum eftir því sem nær dregur höfuðborginni. Írakar bera á móti öllum fréttum bandamanna af sókninni. Þá var í íraska sjónvarpinu lesin upp yfirlýsing frá Saddam Hussein, forseta Íraks. Hann hvatti landsmenn til að verjast því sigurinn blasti við. Bandamenn láta vel af gangi stríðsins. Hernaðar-sérfræðingar segja þó að mesta martröðin sé eftir. Það séu átökin um Bagdad sem margir óttast að geti orðið mjög blóðug og staðið í lengi. ReutersBreskur hermaður fylgist með átökunum úr fjarska. Varnir Íraka við Bagdad að rofna BÖRN í grunnskólum á Íslandi eru farin að herma eftir hættulegum atriðum í þáttum sem sýndir eru í sjónvarpi hér á landi. Þetta eru þættir eins og Jackass, Fear Factor og 70 mínútur. Ungir krakkar hafa jafnvel skipulagt leiki þar sem þau áttu að borða orma og drekka úr drullu-pollum, látið loka sig inni í saltkistu og velta sér niður tröppur á skólalóðinni. Þá hafa þau líka drukkið eitur-brugg með blóma-áburði og skordýrum, Slíkur leikur varð til þess að einn drengur þurfti að fara á sjúkrahús. Skólastjóri í borginni segir að þættirnir séu stór-hættulegir fyrir börn. Hann er hræddur um að slíkir leikir geti aukið einelti á börnum sem eiga erfitt. Þau geti þannig verið neydd til að gera eitthvað sem þau vilji ekki og geti jafnvel verið hættulegt fyrir þau. Kennari í öðrum skóla segir að foreldrar átti sig kannski ekki á því hvað börnin verði fyrir miklum áhrifum frá þáttunum. Hann hefur sent tölvu-póst heim til allra foreldra í bekknum sem hann kennir og varað þá við þáttunum. Krakkar í hættuleg- um leikjum MENNTASKÓLINN á Akureyri vann söngkeppni framhalds-skólanna sem haldin var á Akureyri um síðustu helgi. Anna Katrín Guðbrandsdóttir, keppandi MA, söng þjóðlagið Vísur Vatnsenda-Rósu. Í öðru sæti varð Sigþór Árnason í Fjölbrauta-skóla Suðurlands og í því þriðja var Elísabet Magnúsdóttir úr Borgarholts-skóla. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigurvegarinn, Anna Katrín Guðbrandsdóttir, brosir blítt. MA sigraði Söngkeppni framhaldsskóla MENNTASKÓLINN í Reykjavík (MR) vann spurninga-keppni framhalds-skólanna í 11. skiptið í röð. Kepnnin heitir Gettu betur en MR vann MS, með35 stig um gegn 22. Í liði MR eru Snæbjörn Guðmundsson, Oddur Ástráðsson og Atli Freyr Steinþórsson. Þeir fengu hljóð-nemann að launum og fullt af öðrum verðlaunum. Margir krakkar úr báðum skólunum komu á keppnina og studdu lið sín. Morgunblaðið/Golli Lið MR ásamt liðsstjóranum sín- um, Helga Hrafni Guðmundssyni, lengst til vinstri. MR vann í Gettu betur HLJÓMSVEITIN Dáðadrengir vann Músík-tilraunir sem haldnar voru síðasta föstudag. Í Músík-tilraunum keppa margar hljómsveitir um hver sé best og eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Dáðadrengir spila rapp og líka rokk. Bassa-leikarinn heitir Sindri Eldon, en mamma hans er Björk, söngkonan okkar fræga. Í öðru sæti varð Doctuz sem leikur rokk og í þriðja sæti varð Amos sem leikur líka rokk. Morgunblaðið/Björg Dáðadrengirnir voru glaðir yfir því að hafa unnið. Dáðadrengir sigruðu í Músík-tilraunum ÍSLAND tapaði fyrir Skotlandi, 2:1, í undan-keppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu sem fór fram í Glasgow á laugardag. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði mark Íslands. Hann jafnaði 1:1 í byrjun síðari hálfleiks. En það var Lee Wilkie sem skoraði sigurmark Skota 20 mínútum fyrir leikslok. Íslenska liðið lék mjög illa í fyrri hálfleik en mun betur í þeim síðari. Ísland er með þrjú stig eftir þrjá leiki í keppninni. Liðið á því litla möguleika á að komast áfram úr riðlinum. Guðni Bergsson, fyrirliði enska knattspyrnu-liðsins Bolton, hefur gefið kost á sér til að leika með íslenska landsliðinu gegn Færeyjum og Litháen dagana 7. og 11. júní. Guðni sagði við Morgunblaðið eftir leikinn gegn Skotum í Glasgow að hann væri tilbúinn, ef Atli Eðvaldsson landsliðs-þjálfari þyrfti á sér að halda. Guðni er að enda sinn knattspyrnu-feril. Hann ætlar að hætta hjá Bolton þegar ensku úrvals-deildinni lýkur í maí og flytja til Íslands. Landsleikirnir tveir yrðu þá kveðju-leikir hans á ferlinum. Töpuðu fyrir Skotum Morgunblaðið/Kristinn Guðni Bergsson er tilbúinn að leika áfram með íslenska landsliðinu í næstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.