Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ McLOUIS HÚSBÍLAR í fyrsta sinn á Íslandi Stórkostleg opnunartilboð Sölu- og kynningarsýning Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan Opið á virkum dögum frá kl. 10–18, laugardaga 10-12. Lagan 251 aðeins kr. 3.990.000 stgr. Lagan 410 aðeins kr. 4.170.000 stgr. Opið í dag, laugardag frá kl. 10-16 Opið á morgun, sunnudag, frá kl. 11-16 VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar og viðskiptaráðherra, sagði í ávarpi sínu á samráðsfundi Lands- virkjunar í gær að nokkuð ljóst væri að eftir því sem Íslendingar nýttu fleiri virkjunarkosti til orkufram- leiðslu hér á landi kunni að verða meiri deilur uppi um þá kosti sem eftir verða. „Í því ljósi var á árinu 1999 í sam- ræmi við framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar í umhverfismálum haf- in vinna við gerð rammaáætlunar til langs tíma um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Markmið áætlunarinnar var og er að leggja mat á og flokka innbyrðis virkjunarkosti til raforku- framleiðslu meðal annars með tilliti til hagkvæmni, þjóðhagslegs gildis og umhverfisáhrifa. Stór hópur sér- fræðinga hefur komið þar að verki og verkefnisstjórn Rammaáætlunar og áformar að skila niðurstöðum sín- um til ráðherra í maí,“ sagði ráð- herra. Stjórnarformaður Landsvirkjun- ar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sagði að enginn gengi veg málamiðl- ana milli ólíkra og umdeildra hags- muna öðru vísi en að á honum bryti. Jóhannes sagðist vera þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að færa starfshætti og rekstrarform orkufyrirtækjanna nær því sem tíðk- aðist almennt í atvinnulífinu. Menn yrðu að fara að skoða hver fyrstu skrefin í þessa átt gætu verið og setja sér tímasett markmið í því sambandi. Jóhannes benti á að fyrsta skrefið að fyrirtækjavæðingu Landsvirkjunar gæti verið það að opna leiðir fyrir íslensku lífeyrissjóð- ina að fjárfesta í fyrirtækinu. „Sjóð- irnir þurfa á nýjum fjárfestingar- tækifærum að halda og orkugeirinn fellur vel að þörfum þeirra fyrir að fjárfesta í öruggu tekjuflæði til langs tíma. Þá bendir margt til að ávöxtun þess fjármagns sem er bundið í orkugeiranum verði að skila sér af fullum þunga á þeim tíma þegar fjöl- mennir árgangar með full réttindi fara að taka lífeyri.“ Þarf að þróa nýja þekkingu Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, benti á að á Íslandi væri nú framleitt mest rafmagn í heimi á íbúa. Með þeim samningum, sem gerðir hefðu verið við Fjarðaál og eru í burðarliðnum við Norðurál yxu enn áhrif álframleiðslu á efna- hags- og atvinnulíf þjóðarinnar. „Ís- land er að komast í hóp stærri ál- framleiðsluþjóða og álútflutningur mun í framtíðinni hafa enn frekari áhrif á þjóðarhag. Við höfum langa reynslu í rannsóknum og þekkingu á bæði sjávarútvegi og jarðhita.“ Friðrik sagði einnig að efna þurfi til samstarfs milli álfyrirtækja, orku- fyrirtækja, viðskiptadeilda háskóla, greiningardeilda lánastofnana og hagstofnana til að safna saman upp- lýsingum og þróa þekkingargrunn. Árlegur samráðsfundur Landsvirkjunar í gær Lífeyrissjóðir fái að fjárfesta í fyrirtækinu Morgunblaðið/Golli Ýmis mál komu til umræðu á fjölmennum samráðsfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í Reykjavík í gær. ÞAÐ ER bæði vegsemd og vandi lýðræðislegra samfélagshátta að viðurkenna fjölbreytileika mann- legra verðmæta og takast á við mat á ólíkum hagsmunum og þörfum án þess að loka augunum fyrir því hve erfitt það er, sagði Atli Harðarson heimspekingur í erindi sem hann flutti á samráðsfundinum. Atli benti á að í umræðum um náttúruvernd reyndu menn oft að flýja þennan vanda með því að telja sér trú um að hægt væri að mæla sundurleit verðmæti á kvarða, sem aðeins hentaði sumum þeirra, eða þá með því að telja sér trú um að til- tekin verðmæti væru algild og þau bæri að varðveita burtséð frá mannlegum þörfum og hags- munum. Atli sagði viðleitni í þá veru að setja öll verðmæti undir sama hatt eiga sér langa sögu. „Nú til dags á þessi kenning sér formælendur fáa. Þeir sem nú ganga lengst í að setja sundurleit verðmæti undir einn hatt eru lík- lega hagfræðilega þenkjandi menn sem reyna að meta sem flest í krón- um og aurum. Að einhverju leyti er tilhneiging til að nota verðmæta- kvarða viðskiptalífsins á fleiri og fleiri svið eðlilegur fylgifiskur markaðsvæðingar og samfélags- hátta þar sem sífellt fleira gengur í reynd kaupum og sölum.“ Atli telur þetta hafa ýtt undir tilhneigingu til að reyna að meta verðmæti eins og náttúrufegurð í krónum og aurum án þess að framboð og eftirspurn á markaði hafi gefið þeim neitt þess háttar verðgildi. Ekki æðri öðrum verðmætum Atli benti á að stundum vilji fólk skilja þetta sem svo að verðmæti sem ekki sé hægt að mæla í pen- ingum séu á einhvern hátt æðri eða meiri en þau gæði sem hægt er að kaupa. Þetta telur hann vera mis- skilning. Fegurð himinsins sé t.d. ekki endilega neitt merkilegri en fallegir hlutir sem fást í verslunum, hún sé bara til hliðar við hagræna mælikvarða og verði ekki mæld í krónum. „Það er ekki til neinn einn mæli- kvarði á öll gæði. Þurfi að gera upp á milli sundurleitra verðmæta höf- um við enga betri leið en að hlusta á mál þeirra sem eiga hagsmuna að gæta, velta fyrir okkur þörfum nú- lifandi fólks og komandi kynslóða og reyna að semja um málamiðlun eða finna eitthvert mundangshóf. Stundum er það hægt, stundum ekki.“ Atli sagði erfitt að gagnrýna málflutning þeirra sem álíta að til séu verðmæti sem séu óháð öllum hagsmunum: „Stundum nota menn orðalag eins og „að náttúran eigi að njóta vafans“ og láta sem náttúran hafi hagsmuni sem okkur ber að standa vörð um. Þessu fylgja gjarna kenningar í þá veru að nátt- úran skuli helst vera laus við um- merki um mannlegar athafnir al- veg óháð því hvaða hagsmunir eru í húfi.“ Segir lagatexta ekki skýran Atli benti á að hugmyndum af þessari ætt brygði fyrir í lögum um náttúruvernd en í 1. grein þeirra segði: „Lögin eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum …“. Atli sagði ekki vera skýrt í lagatextanum hvað átt væri við með þróun náttúr- unnar „eftir eigin lögmálum“ en gera mæti ráð fyrir að átt væri við að breytingar yrðu ekki af manna völdum. Atli taldi nauðsynlegt að varast einfaldanir í umræðu um nátt- úruvernd eins og vart yrði hjá þeim sem vildu láta hagfræðilega út- reikninga koma í staðinn fyrir um- ræðu um mannleg verðmæti. Ekki til neinn einn mælikvarði á verðmæti RÁÐGERT er að Loftleiðir, leigu- flugsfyrirtæki Flugleiða, taki B767- breiðþotu í notkun 1. júlí næstkom- andi í stað 1. nóvember eins og áður hafði verið ráðgert. Slík vél hefur ekki fyrr verið í rekstri hjá Flug- leiðafyrirtækjum. Jens Bjarnason flugrekstrarstjóri segir að samið hafi verið um leigu á vélinni í verkefni í Bretlandi frá 1. nóvember. Færi hafi hins vegar gef- ist á verkefnum frá Portúgal til borga í Brasilíu og Karíbahafinu og muni þau hefjast 1. júlí. Jens segir þjálfun milli B757 og 767 tiltölulega einfalda þar sem stjórnklefar séu sambærilegir. Hann segir að sjö til níu áhafnir þurfi til að reka B767- þotuna á því langflugi sem áætlað er en gerir ráð fyrir að fleiri verði þjálf- aðir á þessa tegund ef fleiri verkefni reki á fjörurnar. B767-breiðþota til Loftleiða frá 1. júlí Í RITSTJÓRNARGREIN í nýjasta hefti Læknablaðsins er mælt gegn þeirri hugmynd að kannabis verði hugsanlega notað sem lyf, en grein- ina ritar Vilhjálmur Rafnsson pró- fessor við Háskóla Íslands. Þar kemur fram að nokkur umræða hafi átt sér stað um málið en að nið- urstöður samanburðarrannsókna þar sem reynt sé aðkanna hvort kannabisefni geti verið áhrifarík og örugg verkjameðferð, mæli ekki með notkun þess. „Kannabisefnin voru ekki áhrifameiri en kódein gegn verkjum og þau höfðu slæv- andi áhrif á miðtaugakerfið,“ segir í greininni. Bent er á að vísbendingar séu um að neysla kannabis tengist geðrösk- unum, leiði síðar til þunglyndis og valdi sjálfsmorðshugleiðingum, al- mennri vansæld og kvíða. Þá hafi niðurstöður nýlegra rannsókna sýnt að kannabisreykingar valdi eitur- verkun á erfðaefni og framkalli þannig krabbamein. Bent á langtímaáhrif kannabisneyslu Kannabis verði ekki notað sem lyf BÍLL var hengdur upp í rjáf- ur í Vetrargarði Smáralindar í Kópavogi í gær. Á hann að hanga þar meðan sýningin Meiri Volkswagen stendur yf- ir um helgina. Bíllinn vegur 1.250 kg og hangir í járnvír- um sem þola 6 tonna þunga. Auk bílasýningar verður hljómsveitin Í svörtum fötum á ferðinni um helgina og raf- magnsbílar úr Húsdýragarð- inum verða á ferðinni og bjóða smáfólkinu far. Einnig geta gestir kynnt sér þýðingu öryggisbeltanna í veltibíln- um. Hangandi bíll í Smáralind HÆSTIRÉTTUR hefur staðfestt- veggja ára fangelsisdóm yfir Sixtusi Mbah Nto fyrir að hafa ásamt öðrum svikið um 12,2 milljónir út úr bresk- um bönkum, fyrir skjalafals og til- rauna til enn frekari fjársvika. Hæstiréttur taldi að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Sixtus hefði gerst sekur um þau brot sem honum voru gefin að sök, að hafa með föls- uðum millifærslubeiðnum og blekk- ingum svikið féð út úr bönkunum. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksókn- ari sótti málið en Björn Ólafur Hall- grímsson hrl. var til varnar. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gísla- son, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Tveggja ára fangelsi fyrir milljónasvik FULLTRÚAR hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun segja að stjórn heilsu- gæslunnar í Reykjavík hafi ekki komið með nein ný tilboð á árangurs- lausum fundi sem haldinn var í fyrradag til að reyna að leysa ágrein- ing um akstursfyrirkomulag. Þeir segja ágreininginn tilkominn vegna mismunandi túlkunar á reglunum en að á fundinum hafi greinilega komið fram að stjórnin vilji eingöngu að starfsmennirnir breyti túlkun sinni. Þá hafi þeir verið varaðir við hugs- anlegum afleiðingum uppsagna. Segja stjórn ekki bjóða neina nýja lausn Morgunblaðið/Jim Smart ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.