Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, lagði áherslu á aðgerðir í menntamálum, jafnréttismálum og á endurskoðun skattkerfisins í stefnuræðu sinni á vorþingi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær en í ræðu sinni kynnti hún helstu kosningastefnumál flokksins. Ingibjörg Sólrún vék einnig að stríðinu í Írak í ræðu sinni og sagði: „Ég legg til að við látum það verða eitt okkar fyrsta verk í ríkisstjórn að taka Ísland út af lista „hinna stað- föstu“ og „viljugu“ þannig að hin lág- mæltu orð fái að gróa.“ Pólitísk stórtíðindi fram undan Vorþingið hófst með setningar- ávarpi Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, sem hvatti flokksmenn til dáða í komandi kosningabaráttu. Sagði hann að hjól gæfunnar snérust með Samfylking- unni sem legði fram nýja og ferska stefnu fyrir kjósendur. Össur sagði að fram undan væru pólitísk stórtíð- indi og hvatti hann alla flokksmenn til að leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur að forsætisráðherra í vor. Gagnrýndi hann harðlega kosn- ingaloforð forystumanna ríkisstjórn- arflokkanna og sagði þau yfirboð sem myndu ýta undir spennu og óstöðug- leika. „Þeir vilja að allir dagar séu nammidagar,“ sagði Össur. Hann sagði hins vegar stöðugleika vera kjörorð Samfylkingarinnar. Létta undir með fjöl- skyldum með meðaltekjur Í stefnuræðu sinni sagði Ingibjörg Sólrún m.a. að til að sanngirni og réttlætis sé gætt í íslensku samfélagi verði á næsta kjörtímabili að huga sérstaklega að þeim hópum sem hafi borið skarðan hlut frá borði í þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skattkerfi og velferðarþjónustu á síð- ustu árum. „Létta þarf undir með fjölskyldum sem eru með meðal- tekjur en mikil útgjöld vegna barna og greiðslubyrði húsnæðislána og námslána. Þá hljótum við að gera at- lögu að hinni nýju fátækt sem hér hefur fengið að þróast ýmist vegna aðgerða eða aðgerðaleysis ríkis- stjórnarinnar. Fátækt er ófyrirgef- anleg í þjóðfélagi sem státar sig af því að teljast til hinna ríkustu í veröld- inni. Á þessu ári hefur ríkissjóður 60 milljörðum meira í tekjur en hann hafði á árinu 1994. Samt hefur rík- isstjórnin ekki séð ástæðu til að nýta svigrúmið í þágu þeirra sem höllust- um fæti standa. Samt búa um 10 þús- und manns við fátækt á Íslandi,“ sagði hún m.a. í ræðu sinni. Ingibjörg Sólrún sagði endurskoð- un skattkerfisins nauðsynlega. „Hvað eftir annað hefur skattkerfinu verið breytt án þess að skeytt hafi verið um áhrifin. Eftir stendur skatt- kerfi sem er eins og gatasigti, sem einkennist af ójafnræði og óréttlæti, mismunar skattborgurunum og er að verða gróðrarstía fyrir skattsvik og svokallaða skattafyrirhyggju. Skatt- borgurunum er ekki gert jafnhátt undir höfði. Þeir eru dregnir í dilka eftir því hverjir þeir eru og hvernig þeir afla tekna sinna. Þeir sem afla tekna með vinnu sinni njóta engrar miskunnar hjá stjórnvöldum en þeir sem njóta hagnaðar af rekstri fyrir- tækja sæta ívilnandi skattlagningu. Best eru þeir þó settir sem hafa tekjur af kaupum og sölum á verð- pappírum, sem auk þess að borga lægri skatt en aðrir eru leystir undan því að greiða til sveitarfélags síns af tekjum sínum eins og aðrir borgarar. Það var löngum talið við hæfi, og er svo víðast enn, að menn greiði til samfélagsins með hliðsjón af efnum og aðstæðum og því meira sem tekjur og efni eru betri. Svo er ekki lengur hér á landi. Nú eru þess fjölmörg dæmi að tekjuháir efnamenn greiði minna hlutfall tekna sinna í skatt en fólk með miðlungstekjur. Skattbyrði 600 tekjuhæstu fjölskyldna landsins er hlutfallslega lægri en skattbyrði hjóna með lélegar meðaltekjur,“ sagði hún. Þá sagði Ingibjörg Sólrún að verði Samfylkingin forystuafl í nýrri rík- isstjórn að loknum kosningum muni hún nota öll tækifæri sem gefast til að ná því fram að hlutur kvenna í stjórn- unarstöðum hjá ríkinu verði stórauk- inn, að kanna tafarlaust kynbundinn launamun hjá ríkinu og minnka hann um helming og vinna gegn fátækt kvenna m.a. með auknum barnabót- um og afkomutryggingu. Víðtækt samráð um samræmda hagstjórn Ingibjörg Sólrún sagði Samfylk- inguna hafa mótað skýra afstöðu til Evrópusambandsaðildar, ein ís- lenskra stjórnmálaflokka, og flokkur- inn muni beita sér fyrir því að sam- staða náist með stærstum hluta landsmanna um að freista aðildar- samninga sem samrýmist þjóðar- hagsmunum og leggja niðurstöðu þeirra undir þjóðaratkvæði. Hún sagði hagstjórn á komandi kjörtímabili verða vandasamt en ögr- andi viðfangsefni. Samfylkingin muni beita sér fyrir því að víðtækt samráð verði haft á kjörtímabilinu um sam- ræmda hagstjórn til að draga úr óæskilegum hliðarverkunum stór- iðjuframkvæmda á útflutnings- og samkeppnisgreinar. „Við stöndum andspænis sögulegu tækifæri í vor – tækifæri sem er miklu stærra en flestir gera sér grein fyrir. Allt frá 1931 hefur Sjálfstæð- isflokkurinn einn flokka haft yfir 30% fylgi í kosningum og hann hefur því deilt og drottnað, ráðið lögum og lof- um. Sem betur fer aldrei einn, en vald hans er alls staðar undirliggjandi og löngu er orðið tímabært að jafnoki hans verði til í íslenskum stjórnmál- um,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Gerum lokadaginn 11. maí að lokadegi þess- arar ríkisstjórnar og höfum vista- skipti í stjórnarráðinu á vinnuhjúa- skildaginn 14. maí,“ voru lokaorð hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynnti kosningaáherslur í stefnuræðu á vorþingi Samfylkingarinnar Eitt fyrsta verkið að taka Ísland út af lista „hinna staðföstu“ Morgunblaðið/Golli Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræðast við á setn- ingarathöfn vorþings Samfylkingarinnar sem fram fór á Hótel Sögu í gær. SAMFYLKINGIN setur fram níu forgangsmál í komandi alþing- iskosningum sem koma eiga til framkvæmda á næstu fjórum árum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, kynnti kosningaáherslurnar í stefnuræðu á vorþingi Samfylkingarinnar í gær og sagði: „1. Við ætlum að hækka skattleys- ismörkin um 10 þúsund krónur eða um 130 þúsund á ári. Með þessari aðgerð lækkar skattbyrði á öllum um sömu krónutölu eða um 50 þús- und krónur á ári á einstaklingum og um 100 þúsund krónur á hjón- um. Fyrsti áfangi komi til fram- kvæmda 1. janúar 2004 og síðari áfangi lækkunar verður skoðaður í tengslum við endurskoðun skatt- kerfisins. 2. Við ætlum að lækka virð- isaukaskatt af matvælum og öðrum varningi sem ber nú 14% vsk í 7%. 3. Þremur milljörðum verður varið í hækkun barnabóta. Markmiðið er að bæta hag barnafjölskyldna og draga úr jaðaráhrifum skattkerf- isins. Ótekjutengdar barnabætur, að fjárhæð 45 þúsund krónur, verði greiddar með öllum börnum til 18 ára aldurs. Auk þess verða frí- tekjumörk tekjutengdra barnabóta hækkuð verulega frá því sem nú er. Þessar aðgerðir skila barna- fjölskyldum 75 þúsund krónum á ári að meðaltali. 4. Komið verði á afkomutryggingu fyrir lífeyrisþega og lágtekjufólk og varið til þess um þremur millj- örðum króna. 5. Felld verða niður stimpil- og þinglýsingagjöld vegna húsnæðis- kaupa. Það lækkar útgjöld vegna kaupa á meðalíbúð um 200 þúsund krónur. 6. Hluti af endurgreiðslu námslána verði að fullu frádráttarbær frá skatti í 7 ár eftir að námi lýkur. Það nær til 16 þúsund einstaklinga og fjölskyldna. 7. 2.400 leiguíbúðir verða byggðar og keyptar á kjörtímabilinu í sam- ráði við sveitarfélög, félagasamtök og lífeyrissjóði með hagstæðum kjörum fyrir lágtekjufólk. 8. Fjárfestingar í mannauð og menntun verða auknar um þrjá milljarða með endurbótum á öllum skólastigum og með auknum fram- lögum til rannsókna og frum- kvöðlastarfs. 9. Síðast en ekki síst ætlum við að taka upp viðræður við samtök launafólks, atvinnulífsins og hags- munasamtök lífeyrisþega um end- urskoðun á skatta-, bóta- og al- mannatryggingakerfinu. Markmið endurskoðunarinnar verði að lækka enn frekar skattbyrði og lækka sérstaklega jaðarskatt á fólki með lágar og meðaltekjur.“ 3 milljörðum varið árlega í hækkun barnabóta FRAMBJÓÐENDUR flokka, sem bjóða fram til Alþingis í vor, ræddu málefni kynjanna, klám, vændi og annað kynferðisofbeldi á opnum fundi sem Stígamót stóðu að í Hlaðvarpanum í Reykjavík í hádeginu í gær. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra tók fyrst til máls. Í máli hennar kom m.a. fram að svonefndur kynlífsiðnaður hefði sprottið hratt upp hér á landi að undanförnu og svo virtist sem hann dafnaði vel. Hún benti þó á að eftirlit lög- reglunnar með þessum vanda hefði stóraukist. „Lögreglan hefur nú til rannsóknar meint vændisbrot auk þess sem hún hefur nú til athug- unar starfsemi erótískra nuddstaða sem mjög hafa verið í umræðunni,“ sagði hún m.a. Hrædd við að tala opinskátt Halldór Lárusson og Jónína Bjartmarz voru fulltrúar Framsóknarflokksins á fundinum. Halldór sagði m.a. að viðurlög við nauðgunum hefðu verið of væg. „Viðurlög við nauðgunum hafa verið skammarleg,“ sagði hann og bætti því við að reyndar væri verið að vinna í þeim málum. Jónína fjallaði m.a. um klámvæðinguna og sagði mikilvægt að rætt yrði opinskátt um hana. „Ég held að við séum öll hrædd um að ræða þetta opinskátt og fordæma af því að við erum svo hrædd um að vera sökuð um tepruskap, sök- uð um að vera á móti tjáningarfrelsinu.“ Sigurður Ingi Jónsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins, minnti m.a. á að þingmenn Frjáls- lynda flokksins hefðu stutt lagafrumvarp Kol- brúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, um að kaup á vændi og annarri kynlífsþjónustu yrði gert refsivert. „Þetta frumvarp var hins vegar fellt,“ minnti hann á. „Það má hins vegar til sanns veg- ar færa að það eitt og sér að samþykkja þetta frumvarp hefði ekki leiðrétt undirstöðu vandans heldur stemmt stigu við afleiðingum hans.“ Misjöfn frammistaða Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu, lagði áherslu á að við bærum öll ábyrgð þegar baráttan gegn klámvæðingu og kynlífsþrælkun væri annars vegar. „Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð, fjölmiðlarnir, foreldrarnir, kennararnir, skólastjórnendurnir og í raun hver einasta full- orðin manneskja sem lætur sig samfélagið varða,“ sagði hún. Bætti hún því við að það væri hins vegar ærið misjafnt hvernig þessir aðilar hefðu staðið sig. Síðust af stjórnmálamönnunum tók til máls Kolbrún Halldórsdóttir, VG. Hún lagði m.a. áherslu á að klám og vændi væri kynferðisof- beldi og bæri að túlka sem slíkt skv. lögum. Kom hún fram með tillögu að því hvernig skilgreina ætti klám í lögunum. „Klám er efni sem sam- einar kynlíf/samfarir og/eða afhjúpuð kynfæri og ofbeldi, misnotkun eða niðurlægingu á þann hátt að slík hegðun virðist studd, látin óátalin eða til hennar hvatt.“ Undir lok fundarins gagnrýndi Rúna Jóns- dóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, þáttinn Ísland í bítið á Stöð 2 þar sem menn færu með faldar myndavélar um bæinn til að sýna vændi í einhverri mynd. „Það rignir yfir okkur símtölum frá konum í vændi sem eru skelfingu lostnar. Þær velta því fyrir sér hvort þær verði næstar. Hvort þessi gildra yrði lögð fyrir þær. Þær segja: Ef ég verð ein af þessum konum svipti ég mig lífi.“ Frambjóðendur ræða málefni kynjanna Allir ábyrgir í bar- áttunni við klám Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmenni var á fundi Stígamóta í gær. Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, er fyrir miðri mynd. SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra sagði á fundinum hjá Stígamótum í gær að niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum Rannsóknar og greiningar gæfu til kynna að svokallað nauðarvændi, þ.e. vændi þar sem ungmenni selji öðrum kynmök sér til lífsvið- urværis, væri að finna bæði meðal drengja og stúlkna. Sagði hún í samtali við Morgunblaðið að í niðurstöðunum kæmi einnig fram að slíkt vændi væri meira meðal drengja en stúlkna. Hún sagði niðurstöðurnar hafa vakið athygli þar sem umræðan um vændi hefði hingað til nær eingöngu beinst að konum. Sólveig sagði að umrædd rannsókn stað- festi einnig það slæma bakland sem ungt fólk í vændi virtist oft á tíðum hafa. „Kynferðisleg misnotkun í æsku er þar einna stærsti áhættuþátturinn og á það ekki síður við um stráka en stelpur. Einnig virðist þessi hópur ungmenna óttast líkamlegt ofbeldi á heimili sínu í meira mæli en aðrir jafnaldrar þeirra. Þá virðist nokkur hópur þessa unga fólks lifa í heimi sem einkennist af ofbeldi og áfeng- isneyslu sem og að hafa gert tilraun til sjálfs- vígs.“ Rannsóknin var unnin af Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur hjá Rannsóknum og greiningu og segir Sólveig að frekari niðurstöður rann- sóknarinnar verði birtar á næstu vikum. Rannsóknin var styrkt af dómsmálaráðuneyt- inu. Vændi tíðara meðal drengja en stúlkna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.