Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLUGFÉLAGIÐ Air Atlanta gerði í gær samkomulag við Landsbanka, Íslandsbanka og Sparisjóð vélstjóra um sambankalán að upphæð 16,67 milljóna dollara, eða sem nemur um 1,3 milljörðum króna. Láninu er ætl- að að fjármagna nýleg kaup félags- ins á sex flugvélum af gerðinni Boeing 747, en félagið hefur til þessa leigt vélarnar. Skrifað var undir samninginn í Boeing 747 vél Air Atl- anta í 23.000 feta hæð yfir landinu. Lánin eru tvö, annað til þriggja og hitt til fimm ára. Hafþór Hafsteins- son, forstjóri félagsins, sagði við þetta tækifæri að það væri sérstakur heiður fyrir Air Atlanta að bankarnir skyldu treysta félaginu og hafa nægilega trú á því til að veita því þetta lán. Sýnir trú fjármálafyrirtækja Í fréttatilkynningu frá félaginu segir: „Athygli vekur að Air Atlanta tekst að ná hagstæðum lánasamn- ingum á sama tíma og miklir erfið- leikar hrjá öll alþjóðleg flugfélög. Fjöldi flugfélaga hefur orðið gjald- þrota á síðustu tólf mánuðum og nú ógnar stríð í Mið-Austurlöndum enn frekar rekstri flugfélaga um allan heim. Sýnir þetta þá trú sem fjár- málafyrirtækin hafa á framtíð Air Atlanta og sveigjanlegu rekstrar- formi félagsins.“ Þá segir að það teljist einnig til tíðinda að íslenskar fjármálastofnan- ir bjóði nú alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Air Atlanta lán og aðra fjármálaþjónustu sem sé að öllu leyti samkeppnishæf við þjónustu öflugra erlendra banka. Atlanta kaupir 6 þotur Morgunblaðið/RAX Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, skrifaði, ásamt forsvarsmönnum Ís- landsbanka, Landsbanka og Sparisjóðs vélstjóra, undir sambankalán upp á 1,3 milljarða króna til félagsins, á flugi yfir Íslandi í gær. Tekur 1,3 millj- arða íslenskt sambankalán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.