Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 24
STRÍÐ Í ÍRAK 24 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁKALL Saddams Husseins, forseta Íraks, í gær til þjóðar sinnar að verj- ast sókn Breta og Bandaríkjamanna bendir til að ráðamenn í Bagdad haldi enn fast við þau áform að berjast til síðasta manns. Nú þegar bandamenn eru komnir að borgarmörkum Bagd- ad bendir því margt til að harður bar- dagi sé framundan um yfirráð yfir borginni, sem líklegur yrði til að kosta fjölda manns lífið; bæði óbreytta borgara og hermenn. Richard Myers, forseti bandaríska herráðsins, gaf að vísu til kynna í fyrrakvöld að bandamenn kynnu að freista þess frekar að einangra stjórn- ina í Bagdad um leið og herlið héldi inn í hverfi shíta í borginni og treysti tök sín annars staðar í landinu. Gaf Myers til kynna að bandamenn hefðu ekki hugsað sér að sitja um Bagdad. Frekar virtist hann hafa í huga að stjórn Saddams yrði einangr- uð þannig að hún hefði engin tök á samfélaginu. Tæknilegir yfirburðir þýð- ingarlitlir í borgarhernaði Reynsla sögunnar kennir, að tæknilegir yfirburðir annars aðilans í stríði verður þýðingarlítill í borgar- hernaði. Þótt vopnatækni hafi fleygt fram frá því í orrustunni um Stalín- grad fyrir 60 árum segja hernaðar- sérfræðingar að eftir sem áður gildi sömu lögmál um slíkan hernað. Dæmi um borgarhernað sem Bandaríkjamönnum er hugstætt er orrustan um borgina Hue í Víetnam árið 1968. Þá stóðu bandarískir land- gönguliðar í mánaðarlöngum bar- daga, hús úr húsi, í því skyni að flæma norður-víetnamska hermenn á brott. Mikið mannfall varð í liði Bandaríkja- manna og stór hluti alls húsnæðis í borginni var eyðilagður. Hrakfarir bandarísku hermannanna sem á árinu 1993 voru sendir til Mogadishu í Sómalíu til að vernda friðargæzluliða eru líka ógleymdar, en þar sannaðist enn og aftur hvernig skæruliðar geta með gamaldags léttvopnum gert há- tækniútbúnum hermönnum alvarlega skráveifu. Harður bardagi framundan í Bagdad?       > >? 1? "         0             6 "    9( -    "     ! 2   2  "  :   80 "   0"      1  9 :   1 1 "       /     1?86 > 6     1?   @" 6  10      6   7     6   11 "  "1 >  "1     .  1   0 :  2  "           8 8    6   "     1  1 0 ?     6     1       ! 10   180   "6  >8 8   " 6        ?    >8    1 8    2 ? 1 " A  >     :    :  6   0  22<      "  "    <         1             2  62 1 2  .    2  62  - " 1   1"   " ?10    1        6          8 :   1    !         1     ? 0     /  >1       0"    "    *& &! ) &$ "  ( (( +  +& +&"&+ ,-&   .&  - & && -  -  / & ( /& & -$.&0 &  ,  " 1 (& (  & &(/&( &     (& & &( - &- +  .   BANDARÍKJAMENN lýstu því í gær yfir að þeir hefðu náð alþjóða- flugvellinum í Bagdad á sitt vald, en flugvöllurinn er talinn afar mik- ilvægur hernaðarlega í stríðinu við Írak. Þá er þessi áfangi talinn mikilvægur í sálrænu tilliti en til marks um það var sú yfirlýsing stórfylkisforingjans bandaríska, Vincent Brooks, að búið væri að nefna flugvöllinn upp á nýtt. „Flugvöllurinn ber nú nýtt nafn, Bagdad-alþjóðaflugvöllurinn, og hann er lykill að framtíð Íraks,“ sagði Brooks á fréttamannafundi í Katar. Ræddi Brooks um flugvöll- inn „sem áður gekk undir nafninu Saddam-alþjóðaflugvöllurinn“ en Bandaríkjamenn eru sagðir með þessu vilja sýna fram á, svo ekki verði um villst, að Saddam Huss- ein Íraksforseti stjórni ekki lengur landinu. Brooks sagði ennfremur að úti- lokað væri nú að ráðamenn í Írak gætu notað flugvöllinn til að flýja land. Hann sagði mikilvægast að búið væri að tryggja að flug- völlurinn yrði varðveittur þannig að Írakar gætu í framtíð- inni notað hann. Brooks sagði að bandamenn hefðu tekið flugvöllinn, sem er að- eins um 16 km frá miðborg Bag- dad, í áhlaupi í fyrrinótt en hann lét þess þó getið að enn væri hugs- anlegt að íraskir hermenn leynd- ust enn undir flugvellinum. „Við komumst að raun um að undir flugvellinum er aðstaða,“ sagði Brooks og viðurkenndi þá að yfirráð bandamanna væru ekki fullkomlega tryggð. „Við vitum ekki hvað við munum finna þar. Það getur vel verið að einhverjir leynist í þessari aðstöðu undir flugvellinum.“ Fullyrtu fréttamenn AFP- fréttastofunnar og breska ríkisút- varpsins, BBC, að bardagar geis- uðu enn á milli hersveita banda- manna og Íraka við flugvöllinn. 320 íraskir hermenn féllu Talsmenn Bandaríkjahers sögðu að mótstaða Íraka hefði verið brot- in á bak aftur, en m.a. hefðu sér- sveitir Lýðveldisvarðarins, úrvals- deilda Írakshers, tekið þátt í bardaganum. Áhlaupið á flugvöll- inn hófst á fimmtudagskvöld og tóku F-15A og F-18 herþotur þátt í aðgerðunum. Að minnsta kosti 320 íraskir hermenn eru sagðir hafa fallið í bardögum. Fréttamað- ur BBC, sem var í för með þriðju sveit fótgönguliðs Bandaríkjahers er hún tók flugvöllinn, sagði þó að mótspyrna Íraka hefði virst lítil og illa skipulögð. Óbreyttir borgarar sem búa í nágrenni flugvallarins flýðu átök- in, að sögn fréttamanna, og héldu margir inn í miðborg Bagdad. „Þetta var nótt vítisrauna,“ sagði írösk kona við Reuters-fréttastof- una. „Alla nóttina flugu herþotur yfir og vörpuðu sprengjum, og skothríð stóð yfir alla nóttina.“ Kenna alþjóðaflug- völlinn nú við Bagdad      !"# ##   # "$ % &  '    #(   )*               +!#'%"# (##              ! "#$%       "     Flugvöllurinn „sem áður gekk undir nafninu Saddam- alþjóðaflugvöllurinn“ á valdi Bandaríkjamanna As Saliyah í Katar. AFP. Vincent Brooks HERLIÐ Íraka felur vopn af öllu tagi í skólum og á sjúkra- húsum, eftir því sem talsmaður bandaríska varnarmála- ráðuneytisins fullyrti á blaðamanna- fundi í gær. „Við verð- um síendur- tekið vör við að óvinurinn komi vopnabúnaði fyrir í og við skóla, sjúkrahús, moskur, íbúð- arhús og sendiráðsbyggingar, augljóslega í von um að geta kennt herafla bandamanna um allt mannfall sem kann að verða í röðum óbreyttra borgara,“ sagði talsmaðurinn, Victoria Clarke. Hún sagði að „bókstaflega í tugum kennslustofa finna her- menn bandamanna enn sprengj- ur í sprengjuvörpur, skot- sprengjur og jarðsprengjur.“ Sagði Clarke vel hugsanlegt að þeir sem vilji sýna stjórn Saddams Husseins hollustu fram í rauðan dauðann muni í lokaátökunum gera meira af því að beita óbreyttum borgurum fyrir sig sem skjöldum. Sagðir fela vopn í skólum Washington. AFP. Victoria Clarke
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.