Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 25
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 25 ÞAÐ var rúmlega þrítugur íraskur lögfræðingur að nafni Mohammed sem kom bandarískum land- gönguliðum á spor Jessicu Lynch, 19 ára bandarísks hermanns, sem sérsveit frelsaði úr haldi Íraka í síð- ustu viku. Kona Mohammeds vinnur á sjúkrahúsinu í Nasiriyah í Írak, þar sem Jessica var í haldi, og er hann fór þangað dag einn í síðustu viku til að hitta hana tók hann eftir því að öryggisverðir voru út um allt. Hann varð forvitinn og spurðist fyrir um hverju þetta sætti. Vinur hans, sem er læknir, sagði honum að banda- rískur stríðsfangi lægi á sjúkrahús- inu. Læknirinn sýndi Mohammed gjörgæsludeildina, sem er á fyrstu hæð, og benti í gegnum glugga á stríðsfangann – unga stúlku liggj- andi í rúmi með lak breitt yfir sig. Inni í herberginu var svartklæddur Íraki. Mohammed sá þann svart- klædda löðrunga konuna tvisvar. Á því augnabliki ákvað Mohammed að gera eitthvað í málinu. Daginn eftir, þegar sá svart- klæddi var fjarri, laumaðist Moham- med inn á gjörgæsludeildina til að hitta ungu konuna. „Ekki vera hrædd, ekki vera hrædd,“ sagði hann við hana – hann ætlaði að hjálpa henni. Hann hafði uppi á bandarískum landgönguliðum og sagði þeim frá Jessicu. Black Hawk í skjóli myrkurs Fimm dögum síðar, í skjóli myrk- urs, lentu Black Hawk þyrlur við sjúkrahúsið og þungvopnaðir sér- sveitarmenn þustu inn. Með aðstoð korta sem Mohammed og kona hans höfðu teiknað tókst þeim fljótlega að finna Jessicu og fluttu hana á brott. Mohammed segir að hann hafi ákveðið að bjarga Jessicu vegna þess að hann þoldi ekki að sjá svart- klædda Írakann berja hana á sjúkrahúsinu. „Ég kenndi í brjósti um hana,“ segir hann um viðbrögð sín. „Og ég ákvað að fara til Banda- ríkjamannanna og segja þeim alla söguna.“ Á fimmtudaginn var Mohammed fluttur ásamt konu sinni og sex ára dóttur til búða bandaríska land- gönguliðsins í Suður-Írak, en í gær var förinni heitið áfram til flótta- mannabúða í hafnarbænum Umm Qasr við Persaflóann. Land- gönguliðarnir segja að án hans hjálpar hefði Jessica aldrei fundist. „Upplýsingarnar frá honum voru hárréttar,“ sagði Bill Durrett ofursti. Jessica Lynch var á ferð í bílalest 507. viðhaldsdeildar hersins í Suður- Írak 23. mars er vopnaðar sveitir Íraka sátu fyrir deildinni eftir að hún hafði tekið ranga beygju við Nasiriyah, sem er á bökkum Efrat. Tveir bandarískir hermenn féllu í fyrirsátinni, fimm voru teknir til fanga og óvíst er um afdrif sjö. Lynch var flutt á sjúkrahús í her- stöð Bandaríkjamanna í Þýskalandi í gær þar sem hún gekkst undir að- gerð. Að sögn foreldra hennar var hún ekki með skotsár, eins og fyrri fregnir höfðu hermt. Hún var með brákaðan hryggjarlið, brotin á báð- um fótum og öðrum handleggnum. Bandarísku landgönguliðarnir í Írak vilja ekki gefa upp ættarnafn Mohammeds. Hann fæddist í Najaf, sem er helg borg fyrir shítamúslíma eins og hann, og lærði lögfræði og dálitla ensku í Basra í Suðaustur- Írak og varð lögfræðingur. Hann og konan hans reyndu að koma sér og dóttur sinni sem best fyrir; þau áttu hús og rússneskan bíl. En eins og Mohammed orðaði það, þau þráðu að sá dagur rynni upp er Saddam Hussein hrektist frá völdum. „Mjög vondir“ Því var það að þegar hann áttaði sig á því að svartklæddi maðurinn inni á stofunni hjá Jessicu á sjúkra- húsinu í Nasiriyah var einn af hin- um svonefndu Píslarvottum Sadd- ams, sérsveitarliðum sem taldir eru reiðubúnir til að láta lífið fyrir for- setann og hafa séð um að vinna mörg mestu óhæfuverk stjórn- arinnar í Írak, varð hann þess full- viss að eitthvað slæmt væri í aðsigi. Hann segist þekkja suma Písl- arvottana persónulega. Þegar hann er spurður um þá hristir hann bara höfuðið. „Mjög vondir,“ segir hann. „Mjög, mjög, mjög, mjög vondir.“ Hann sagði að eftir að stríðið braust út hafi hann einu sinni séð þá draga lík konu eftir götunum og munu þeir hafa drepið hana af því að hún veif- aði til bandarískrar þyrlu. Sama dag og hann sá Jessicu fyrst á sjúkrahúsinu hélt hann af stað fótgangandi í leit að Banda- ríkjamönnum. Landgönguliðarnir voru á verði við tvær brýr yfir Efrat austur af Nasiriyah til að tryggja að bílalestir með vistir gætu farið þar um. Mohammed segist hafa gengið um tíu kílómetra frá miðborginni áður en hann hitti landgönguliða. Hann nálgaðist þá með hendur á lofti. „Hvað viltu?“ spurði einn land- gönguliðinn. „Ég er með mikilvægar upplýsingar um kvenhermann á sjúkrahúsi,“ sagði hann. Með því að nefna kvenhermann náði hann at- hygli landgönguliðanna sem fóru með hann á fund yfirmanna sem spurðu hann spjörunum úr um sjúkrahúsið og hermanninn þar. Mohammed hafði samband við konuna sína og bað hana að leita skjóls hjá fjölskyldu sinni – og það mátti ekki seinna vera. Sama kvöld, að því er vinir hans tjáðu honum síð- ar, komu Píslarvottar Saddams á heimili hans og umturnuðu þar öllu. Þeir voru að leita að einhverju. Bandaríkjamennirnir sendu Mohammed nokkrum sinnum til baka á sjúkrahúsið til að afla upp- lýsinga. Hann komst að því hversu margir Píslarvottar voru þar, 41, komst að því að fjórir verðir í borg- aralegum klæðum voru fyrir utan stofuna sem Jessica var á, vopnaðir Kalashnikov-rifflum og með tal- stöðvar. Hann fann einnig leiðir sem bandarískir sérsveitarliðar gætu farið um sjúkrahúsið. „Hefði ekki sloppið lifandi“ Mohammed fórnaði heimili sínu og búsetu til að hjálpa konu sem hann hafði bara séð einu sinni. Hann kom ásamt fjölskyldu sinni til búða landgönguliðanna með ekkert nema fötin sem þau voru í og eitt teppi. En Mohammed brosti breitt og sagðist ekki hafa neinar efa- semdir um að hann hefði breytt rétt. „Hún hefði ekki sloppið lifandi. Þetta var mikilvægt. Manneskja er manneskja, sama hverrar þjóðar hún er. Trúið mér, ég elska Banda- ríkjamenn,“ sagði hann. Þrítugur Íraki hætti lífi sínu og fórnaði heimili sínu og búsetu er hann veitti bandarískum landgönguliðum upplýsingar sem leiddu til þess að 19 ára bandarískur stríðsfangi var frelsaður í síðustu viku. ’ Manneskja ermanneskja, sama hverrar þjóðar hún er. ‘ The Washington Post. „Ég kenndi í brjósti um hana“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.