Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 28
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HLÍÐASKÓLI sigraði í gær í KappAbel stærðfræðikeppni 9. bekkinga, en lokakeppnin fór fram í Háskólabíói. Fast á hæla þeirra fylgdi Varmárskóli en tvö auka- verkefni þurfti til að skera úr um hvor sigraði. Oddeyrarskóli hafnaði í þriðja sæti en fékk aukaverðlaun fyrir bekkjarverkefni sitt. „Skemmtilegast við þetta var að vinna. Þetta tók dálítið á. Við höfð- um lítinn tíma til að undirbúa okkur því það er söngleikur í gangi í skól- anum hjá okkur, en við eyddum nokkrum dögum í þetta,“ sagði Svanfríður Harpa Magnúsdóttir úr sigurliði Hlíðaskóla. „Við unnum mest saman, við fjögur, en bekk- urinn hjálpaði mikið til. Þetta eru mest þrautir, en ekki hefðbundin stærðfræðidæmi,“ sagði Svanfríður. Ingibjörg Möller, stærðfræði- kennari sigurvegaranna í Hlíða- skóla, var ánægð að keppni lokinni. „Ég er mjög stolt. Þau stóðu sig al- veg með prýði sem og allir þeir sem voru í úrslitakeppninni. Það hafa mjög margir lagt mikla vinnu í þetta og örugglega lært heilmikið á því,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði bekkinn sem sigurvegararnir koma úr vera góða heild sem ynni vel saman. „Það var auðvitað mjótt á munum og hefðu allir sem komust í úrslit átt skilið að vinna. Þessi keppni er mjög vel til þess fallin að vekja áhuga á stærðfræði. Hún reyndi mikið á bæði samvinnu og hugvit.“ Fjórðungur tók þátt Anna Kristjánsdóttir, umsjónar- maður keppninnar, sagði að fjórð- ungur allra 9. bekkinga hafi tekið þátt í keppninni. Hún sagði það mikilvægt fyrir unglingana að geta fært rök fyrir máli sínu, en hver bekkur leysti 8 verkefni. „Sá þáttur að rökstyðja mál sitt hvert fyrir öðru sýndi kennurum nýja hlið á nemendum sínum því þá sáu þeir hversu nemendurnir eru megnug- ir,“ sagði Anna. Hún sagði umfang keppninnar hafa aukist frá því í fyrra. „Ég var mjög glöð að sjá hvað íslenskir skólar tóku þessu vel. Þetta er að breiðast út. Þetta er í fyrsta sinn sem við leggjum í að vera með svona lokakeppni á sviði. Krakkarnir stóðu sig bara býsna vel vegna þess að því fylgir náttúrulega álag.“ Hlíðaskóli hlutskarp- astur í stærðfræði Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurvegararnir úr Hlíðaskóla í stærðfræðikeppni KappAbel voru þau Ólafur Þ. Stefánsson, Árni Heiðar Geirs- son, Linda Björk Kristinsdóttir og Svanfríður Harpa Magnúsdóttir. Hlíðar ENGIDALSSKÓLI og leikskólinn Norðurberg fengu í gær viðurkenn- inguna Grænfánann fyrir fram- úrskarandi starf að umhverf- isvernd og umhverfis- og náttúrufræðslu. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra afhenti börnunum fán- ann við hátíðlega athöfn. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og um- hverfisstefnu í skólum. Fánann fá skólar í kjölfar þess að hafa leyst fjölþætt verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverf- ismál. Verkefnin eru bæði til kennslu og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau efla þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg af- staða og innleiddar raunhæfar að- gerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefn- inu geta sparað talsvert í rekstri. Sjálfseignarstofnunin Founda- tion for Environmental Education (FEE) stendur að baki Grænfán- anum en samtökin voru stofnuð ár- ið 1981. Landvernd á aðild að FEE og hefur umsjón með Grænfán- anum á Íslandi. Verkefnið nýtur stuðnings bæði menntamálaráðu- neytis og umhverfisráðuneytis. Á síðasta ári fengu fyrstu þrír skólar á Íslandi Grænfánann, Selásskóli og Fossvogsskóli í Reykjavík og Anda- kílsskóli í Borgarfirði. Fengu viðurkenningu fyrir umhverfisvernd Hafnarfjörður Morgunblaðið/Árni Sæberg Börnin á leikskólanum Norðurbergi taka á móti Grænfánanum. VARMÁRSKÓLI tekur um þessar mundir þátt í evrópsku samstarfs- verkefni ásamt Belgíu, Ítalíu og Portúgal. Verkefnið felst í því að brúa það menningarlega bil sem er á milli landanna. Börnin í 4. og 5. bekk í Varmár- skóla fá að kynnast menningu hinna landanna ásamt því að fá tækifæri til að kynna menningu sína fyrir jafnöldrum sínum er- lendis. Verkefnið kallast Come- níus-verkefnið og svipar mjög til Erasmus-skiptiverkefnis háskóla- nema. Comeníus á við grunn- skólana og eiga samskiptin sér stað í gegnum tölvur. Á þriggja ára tímabili kynna börnin m.a. sinn bæ og listamenn frá sínu landi í því skyni að brúa bilið milli menningarheimanna. Aðaláherslan er lögð á myndlist og tónlist ásamt því að heimspekileg spurning leiðir til áframhaldandi skipta á mismunandi menningar- legum hefðum, sköpunarþörf og hugmyndum barnanna. Verkefnið hófst í september 2002 og lýkur 2005. Dagana 11. til 17. apríl koma kennarar frá Belgíu, Portúgal og Ítalíu í heimsókn í Varmárskóla. Þessir kennarar vinna að sam- starfsverkefninu í sínu landi. Tveir kennarar úr Varmárskóla hittu þessa kennara í haust í Porto, Portúgal, aðrir tveir kennarar fara og hitta hópinn síðan í júní í Brugge í Belgíu. Fá styrk frá Evrópusambandinu Varmárskóli fær um 500 þúsund króna styrk á ári frá Evrópusam- bandinu í samtals þrjú ár til verk- efnisins. Skólinn þarf reyndar að uppfylla ákveðin skilyrði hvert ár til að halda styrknum. Guðrún Markúsdóttir, deildar- stjóri á miðstigi í Varmárskóla, er tengiliður verkefnisins á Íslandi. „Krakkarnir eru búin að gera orðabók með flæmskum, ítölskum, portúgölskum og íslenskum þýð- ingum. Við erum búin að setja orðabókina á netið en þetta eru tæp 90 algeng orð. Þar er einnig hægt að hlusta á orðin á hinum tungumálunum,“ sagði Guðrún. Börnin fengu einnig eintak af bókinni í pappírsformi en áður en til þess kom fór bókin milli land- anna og myndskreyttu börnin hana sjálf. „Svo erum við að kynna bæinn okkar og þau kynna bæina sína og við setjum það allt inn á netið.“ Belgarnir kynna einnig einn belgískan listmálara í vetur. Börn- in í Varmárskóla læra um lista- manninn og teikna myndir í hans anda. Síðan eru 10 myndir valdar úr og sendar út þar sem haldin er listaverkasýning. Á næsta ári kynna börnin í Varmárskóla ís- lenskan listmálara fyrir félögum sínum úti. Krakkarnir hafa einnig hist á spjallþráðum á netinu. „Þeim finnst eins og hinir krakk- arnir séu einhverjar geimverur. Þau trúa því varla að þau séu að hugsa svona svipað og við. Þegar við fengum pakkann með lista- manninum kom heimspekileg spurning með sem við leggjum fyr- ir bekkinn. Spurt var hvort aðeins væri til einn ég eða fleiri. Á næsta ári útbúum við pakka og leggjum fyrir heimspekilega spurningu,“ sagði Guðrún sem var mjög ánægð með framvindu verkefnisins. Kynnast menn- ingu jafnaldra sinna í Evrópu Mosfellsbær TENGLAR ........................................... www.buildingbridges.be OPIÐ hús var í Kennaraháskóla Ís- lands í vikunni þar sem kennarar, nemendur og námsráðgjafar kynntu námsframboð í grunndeild og svöruðu fyrirspurnum. Í tengslum við kynninguna voru einnig til sýnis námsgögn sem not- uð eru á hinum ýmsu námsbrautum og einnig sýningar á verkum nem- enda. „Markmiðið með þessu er að kynna námið í skólanum og gera það sýnilegt. Við erum að kynna fyrst og fremst grunndeildina sem skiptist í ýmsar brautir sem verða allar kynntar,“ sagði Elín Jóna Þórsdóttir, skrifstofustjóri kennslu- skrifstofu. Hún sagði að þrátt fyrir að aðsóknin að skólanum væri mikil væri nauðsynlegt að sýna í verki hvað færi fram innan veggja skól- ans. Gerir námið sýnilegra Hlíðar Morgunblaðið/Golli Fjölmargir komu við í Kennaraháskólanum til að kynna sér námsframboðið. Í DAG hefst myndlistarsýning nemenda frá öllum átta grunn- skólum Kópavogs í Gamla bóka- safninu, Fannborg 3. Sýningin er tileinkuð Gerði Helgadóttur myndlistarkonu en hún hefði orðið 75 ára hinn 11. apríl, en þá lýkur sýningunni. Myndlistarkennararnir í skól- unum í Kópavogi kynntu Gerði og verkin hennar fyrir nemend- um sínum. Nemendurnir unnu síðan verk í hennar anda. Unnið var með margs konar efni og má m.a. sjá myndverk og skúlptúra úr leir, gleri, steinum, vír og pappír. Nemendur á aldr- inum 6–16 ára gerðu verkin sem eru alls á milli 200 og 300. Hugmyndin um að setja upp sameiginlega myndlistarsýn- ingu kom fram í fyrra. Húsnæð- isskortur olli því þó að ekki var hægt að setja hana upp. „Það kom í ljós í vetur að gamla bóka- safnið stæði autt, svo okkur fannst tilvalið að nota tækifær- ið,“ sagði Guðný Jónsdóttir, myndlistakennari í Kársnes- skóla. „Okkur fannst upplagt að tileinka þetta Gerði því fljótlega verður opnuð sýning með verk- um hennar ásamt því að hún hefði orðið 75 ára í ár.“ Guðný lagði áherslu á að hér væri um alvörumyndlistarsýn- ingu að ræða. „Þetta er alvöru- myndlistarsýning og við leggj- um mikinn metnað í hana. Hér eru margir efnilegir listamenn. Krakkar eru með svo mikinn sköpunarkraft og hann er svo einlægur og brýst svo óhikað fram. Þetta er eiginleiki sem margir fullþroska listamenn öf- unda börn af. Það má því gera barnamyndlist hátt undir höfði,“ sagði Guðný. Sýningin verður opin kl. 14– 17 um helgina en kl. 15–18 mánudag til föstudags. Fá útrás fyr- ir sköpunar- kraft sinn Kópavogur Morgunblaðið/Jim Smart Hluti af verkum barnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.