Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 30
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 30 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT íslenskt eldsneyti, framleitt úr dýrafitu, matarolíu og lýsi, var formlega tekið í notkun í fyrradag af Guðna Ágústssyni landbún- aðarráðherra og Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra. Landbúnaðarráðherrann dældi eldsneytinu, sem hefur fengið nafn- ið lífdísill, á mjólkurbíl Mjólkurbús Flóamanna og bílnum var síðan ek- ið frá verksmiðju Kjötmjöls að mjólkurbúinu. Iðntæknistofnun og Kjötmjöl hafa staðið saman að þróun elds- neytisins undanfarin ár ásamt sam- starfsaðilum. Siv Friðleifsdóttir umverfis- ráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra við lífdís- ildæluna. Lífdísill knýr mjólk- urbílinn Selfoss FÉLAGAR úr ungmennafélaginu Vöku í Villingaholtshreppi frumsýn- ir í kvöld kl. 21 leikritið Gullna hliðið í félagsheimilinu Þjórsárveri. Kraftmikið starf hefur verið hjá félaginu gegnum árin bæði á íþrótta- og menningarsviðinu. Nokkuð er síð- an þetta verk var síðast sýnt á Suð- urlandi en þetta verk Davíðs Stef- ánssonar og efni þess er löngu orðið sígilt. Leikstjóri er Gunnar Sigurðsson en með helstu hlutverk fara Valgerð- ur Gróa Ingimundardóttir sem leik- ur kerlingu, Sigmar Örn Aðalsteins- son leikur Jón og Stefán Ólafsson lykla Pétur. Sýningar verða einnig 6., 10. og 12. apríl á sama tíma. Gullna hliðið í Þjórsárveri Gaulverjabær UM síðustu helgi var opnuð ný verslun og kaffihús í Þorlákshöfn. Nafnið „VerBÚÐIN“ segið að hluta til hvað er á boðstólum. Fiskur og fiskréttir er uppistaðan, einnig er boðið upp á ýmsar nýlenduvörur. Ekki hefur verið hægt að kaupa nýjan og ferskan fisk í Þorlákshöfn í nokkur ár því er þessi aukna þjón- usta við íbúana vel þegin. Harpa Hilmarsdóttir, sem rekur versl- unina ásamt manni sínum Benjamín Ómari Þorvaldssyni, sagði að síðan hún kynntist kaffi frá Kaffitári hefði henni fundist að hún yrði að kenna öðrum að njóta þessa dýr- indis drykkjar, því hefði kaffihús þar sem boðið er upp á ýmislegt annað orðið fyrir valinu. Benjamín Ómar, sem er sjómaður og gerir út 30 tonna netabát í sam- vinnu við föður sinn, sagði að sér gengi ekki vel að sjá versluninni fyrir fiski þar sem aflinn í netin væri of einhæfur og þessa dagana væri ekkert að hafa í netin. „Við kaupum fisk á markaðnum og höf- um aðstöðu þar til að vinna hann,“ sagði Benjamín Ómar og bætti við að nú fiskaðist vel á línuna og það væri mjög góður fiskur og úrvalið fjölbreytt. Verslunin og kaffihúsið VerBÚÐIN Fiskréttir og dýr- indis kaffi Þorlákshöfn Morgunblaðið/Jón H. Sigmundsson Harpa Hilmarsdóttir og Benjamín Ómar Þorvaldsson í verslun sinni í Þorlákshöfn. Þar er boðið upp á kaffi, fisk og ýmsar nýlenduvörur. ÞESSA dagana er unnið að viðgerð og styrkingu á sjóvarnargarðinum framan við byggðina á Eyrarbakka. Hafði garðurinn sigið nokkuð á kafla og dregist fram. Á stórvirkum vélum vinna menn léttilega með stórgrýti og raða því af mikilli kunn- áttu svo vel fari. Viðgerð á sjóvarnargarði Eyrarbakki SUÐURNES HANNES Þ. Hafstein, björgunar- skip Slysavarnafélagsins Lands- bjargar í Sandgerði, hefur farið í 245 útköll og þjónustuferðir á þeim tíu árum sem liðin eru frá því skipið kom til landsins. Tímamótanna var minnst við athöfn um borð í skipinu. Margir gestir komu um borð á af- mælisdaginn og áhöfnin fékk blóm auk þess sem Olíufélagið Esso færði skipinu nokkra sjónauka og fleira. Björgunarbátasjóður Suðurnesja rekur skipið. Sigurður H. Guðjóns- son segir að allir séu sammála um að skipið hafi sannað tilverurétt sinn á þessum tíu árum, bæði slysa- varnafélagsfólk og sjómenn sem þyrftu á aðstoð þess að halda. Út- köll væru mismörg eftir árum, frá sjö og upp í 42 á ári, en samtals 245 á þessu tímabili. Í nokkrum tilvik- um væri um beina björgun skipa og sjómanna úr bráðri hættu. Hannes Þ. Hafstein er stærsta og öflugasta björgunarskip lands- manna. Sigurður segir að skipið sé nokkuð þungt í rekstri og erfitt að fá tekjur til að standa undir útgjöld- unum. Björgunarbátasjóðurinn fær styrk í gegn um Slysavarnafélagið Landsbjörgu en verður að öðru leyti að treysta á greiðslur frá tryggingafélögum og útgerðum vegna útkalla. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Áhöfnin um borð í Hannesi Þ. Hafstein á afmælisdaginn, f.v. Agnar Júl- íusson skipstjóri, Sigfús Magnússon, Sigurður Stefánsson, Halldór Svein- björnsson, Hjálmar Hjálmarsson vélstjóri og Sigurður Guðjónsson. Hannes farið í 245 útköll og leiðangra Sandgerði Félagar í Ættfræðifélaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar næst- komandi mánudagskvöld, kl. 20. Þetta verður næstsíðasta skiptið sem hópurinn hittist í vetur, að því er fram kemur í tilkynningu frá bókasafninu. Allt áhugafólk um ætt- fræði er velkomið. Nánari upplýs- ingar veitir Einar Ingimundarson. Á NÆSTUNNI FRÍSTUNDAHELGI verður haldin í Reykjanesbæ dagana 25. til 27. apr- íl næstkomandi. Þar verða ýmis áhugamál íbúa í Reykjanesbæ kynnt ásamt jaðaríþróttum og landsmenn hvattir til að heimsækja bæinn og skoða það sem fyrir augun ber. Þeir sem koma að frístundahelgi í Reykjanesbæ eru, auk bæjarins, Tómstundabandalag Reykjanesbæj- ar, Íþróttabandalag Reykjanesbæj- ar, skólar og félagsmiðstöðvar, björgunarsveitin Suðurnes, skátafé- lögin Heiðarbúar og Víkverjar auk fyrirtækja í Reykjanesbæ. Verkefn- isstjóri er Jón Marinó Sigurðsson. Fram kemur á heimasíðu Reykja- nesbæjar að dagskrá frístundahelg- arinnar er að taka á sig mynd. Meðal annars verður boðið upp á frístunda- tilboð hjá hótelum, gistiheimilum og veitingahúsum, opnuð verður sýning á Poppminjasafni Íslands í anddyri Frumleikhússins, myndlistarsýning barnanna verður haldin í skrúðgarð- inum í Keflavík, keppt verður í brids, hraðskák og tölvuleikjum svo eitt- hvað sé nefnt. Með því að efna til frístundahelg- arinnar vill menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hvetja áhugamannafélögin til að markaðssetja sig betur og laða þar með til sín fólk sem e.t.v. hefur áhuga á að taka þátt í starfi viðkom- andi félags á ársgrundvelli. Áhugamálin kynnt á frí- stundahelgi Reykjanesbær FIMM verktökum hefur verið boð- ið að leggja fram tilboð í alúboði á viðbygginu við hús Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Tilboð verða opnuð í maí og vonast er til að framkvæmdir geti hafist í lok júní eða byrjun júlí. Ríkið og sveitarfélögin á Suður- nesjum hafa samið um að standa að viðbyggingunni og munu sveitar- félögin standa fyrir framkvæmd- inni. Ákveðið var að ráðast í alút- boð og gefa fjórum til fimm verktökum kost á að bjóða. Sex svöruðu þegar lýst var eftir verk- tökum í forvali og hefur bygging- arnefndin ákveðið að bjóða eftir- töldum fimm fyrirtækjum að leggja fram tilboð: Ístak hf., Íslenskir að- alverktakar hf., Keflavíkurverktak- ar hf., Hjalti Guðmundsson ehf. og Húsagerðin ehf. Auk þeirra óskuðu VSÓ ráðgjöf ehf. og Baldur Jóns- son ehf. sameiginlega eftir að taka þátt í útboðinu. Verkið felur í sér hönnun hússins og byggingu þess auk fullnaðarfrá- gangs á húsi og lóð. Áætlað er að byggingin verði alls um 2.800 fer- metrar að stærð, á þremur hæðum. Verktakar eiga að skila tilboðum í tvennu lagi fyrir 16. maí næstkom- andi, annars vegar hugmynd að byggingu í samræmi við þær kröf- ur sem gerðar eru og hins vegar verðtilboð. Matsnefnd mun fara yf- ir og meta lausnirnar og síðan verða verðtilboðin opnuð 30. maí. Ólafur Jón Arnbjörnsson skóla- meistari segir að stefnt sé að und- irritun verksamnings eigi síðar en 12. júní og vonar að framkvæmdir geti hafist síðar í þeim mánuði eða byrjun júlí. Ljúka á verkinu fyrir 27. júlí á næsta ári. Skipuð hefur verið fimm manna byggingarnefnd með því að Sam- band sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur tilnefnt Böðvar Jónsson, for- mann bæjarráðs Reykjanesbæjar, og Sigurð Jónsson, sveitarstjóra í Garði, til viðbótar þriggja manna nefnd sem hefur starfað að und- irbúningi verksins en í henni voru Kristbjörn Albertsson, formaður stjórnar FS, Hjálmar Árnason al- þingismaður og Guðmundur Björnsson verkfræðingur. Fimm bjóða í Fjölbraut Keflavík NÝ Bónusverslun verður opnuð á Fitjum í Njarðvík í dag, laugardag, klukkan 10. Verslunin er í því hús- næði sem Hagkaup voru í áður. Verslanir Bónuss verða þar með orðnar 20 talsins, 14 á höfuðborgar- svæðinu og 6 á landsbyggðinni. Húsnæðið er um 1100 fermetrar að flatarmáli og verslunin sjálf um 900 fermetrar. Í versluninni eru sex afgreiðslukassar, stórt mjólkurtorg og rúmgóður grænmetiskælir, auk þess sem frystipláss er með því mesta sem þekkist í Bónusverslun- um. Óhætt er því að segja að öll að- staða fyrir starfsfólk og viðskiptavini sé til fyrirmyndar, segir í fréttatil- kynningu frá Bónus. Verslunin verður með hefðbundnu Bónussniði, allir helstu vöruliðir matvöru og margt sérvöruliða. Að vanda verður boðið upp á opnunartil- boð að hætti Bónuss. Verslunin verð- ur opin laugardaga frá 10 til 18 og sunnudaga frá 12 til 18. Mánudaga til fimmtudaga verður opið frá 12 til 18.30 og föstudaga frá 10 til 19.30. Verslunarstjóri er Einar Þór Ein- arsson og aðstoðarverslunarstjóri Ólafur Bergsteinn Ólafsson. Átta til níu fastir starfsmenn verða við störf í versluninni og að auki fjöldi fólks í hlutastörfum. Karlakór Keflavíkur mun syngja í versluninni um klukkan 15 og hita þar upp fyrir tónleika sem verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 17. Bónus-verslun opnuð á Fitjum Njarðvík Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verið er að flytja vörur í verslunina, merkja hana og ganga frá umhverfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.