Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 35 SELKÓRINN á Seltjarnarnesi heldur tónleika í Seltjarnarnes- kirkju næstkomandi sunnudags- og mánudagskvöld og flytur þá tónlist eftir Antonin Dvorák, en þetta er stærsta verk kórsins í 35 ára sögu hans, að sögn Jóns Karls Einarssonar, stjórnanda kórsins. Söngkonurnar Ingibjörg Guð- jónsdóttir og Ingveldur Ýr Jóns- dóttir með Peter Maté píanóleik- ara sér til fulltingis flytja nokkra Moravíska dúetta op. 32. í upphafi tónleikanna. Á síðari hluta þeirra flytur Selkórinn messu í D-dúr op. 86 fyrir blandaðan kór og orgel. „Þetta er stærsta verkið, sem kór- inn hefur ráðist í, en það tekur um 45 mínútur í flutningi,“ segir Jón Karl, en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 bæði kvöldin. Verkið samdi Dvorák 1887 að beiðni arkitektsins Jósefs Hlávka, stofnanda Tékknesku vísinda- og listaakademíunnar, í tilefni vígslu nýrrar kapellu í landi arkitektsins. Að sögn Jóns Karls er messan lát- laus í uppbyggingu án þess að nokkurs staðar sé slegið af list- rænum eða skáldlegum kröfum. Seinna gerði Dvorák fáeinar breytingar á verkinu er hann skrifaði orgelpartinn út fyrir hljómsveit, en þannig var verkið fyrst gefið út og er oftast flutt í þeirri útgáfu. Í Selkórnum eru nú 45 manns, sem hafa notið raddþjálfunar Matthildar Matthíasdóttur söng- konu undanfarin misseri og segir Jón Karl að starf hennar sé ómet- anlegt. Stærsta verk Selkórsins TVÆR einkasýningar verða opnað- ar í Listasafni ASÍ í dag, laugardag, kl. 15. Í Ásmundarsal sýnir Þorgerður Sigurðardóttir nýjar blýantsteikningar á akrýlgrunnuð- um pappír, og nefnir hún sýninguna Himin og jörð. Myndefnið byggist á grunnformunum hring og ferningi. Þorgerður segir m.a. um formin: „Hringurinn er tákn guðdómsins og eilífðarinnar vegna þess að hann hef- ur hvorki upphaf né endi. Ferning- urinn er tákn jarðarinnar og hins veraldlega. Við sjóndeildarhring renna saman í eitt himinn og jörð.“ Þorgerður hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýn- ingum hérlendis og erlendis. Í Gryfju, í stiga og á þaksvölum safnsins er sýning G.Erlu, Hvarf. „Þó að verkin á sýningunni eigi það sameiginlegt að þar er nálin not- uð sem verkfæri og þráður og dúkur sem efni er ekki um textilsýningu að ræða. Nær er að skilgreina verkin sem innsetningar,“ segir G.Erla um sýningu sína. G.Erla hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga auk þess sem hún er höfundur leikmynda og búninga fyrir vel á fjórða tug verka. Í Arinstofu stendur yfir sýning á nokkrum konkret málverkum í eigu Listasafns ASÍ. Safnið er opið frá kl. 13–17 alla daga nema máudaga og standa sýn- ingarnar til 21. apríl. Aðgangur er ókeypis. Eilífðin og nálin í sölum ASÍ LISTMÁLARINN Sigurður Þórir opnar sýningu á nýjum málverkum í Húsi málaranna í dag kl. 15. Ber hún heitið Tveggja heima sýn og fjallar listamaðurinn þar um manninn, frá- sögnina og fantasíuna með vísan í þann þjóðfélagsveruleika sem maður- inn býr við og þá óvissu sem hann þarf að glíma við í umhverfi sínu. „Þessi sýning er framhald af því sem ég hef fengist við í listsköpun minni undanfarin ár,“ segir Sigurður Þórir í samtali við Morgunblaðið. „Þó má greina nýjungar á þessari sýningu – fígúran sem hefur verið ríkjandi í myndum mínum er farin að víkja fyrir óhlutbundnum formum að vissu marki. Það má kannski kalla það fí- gúratíva abstraksjón. Í verkum mín- um hefur manneskjan alltaf verið undirtónninn á ljóðrænum nótum – ég hef alltaf velt fyrir mér manninum og veruleikanum sem hann býr við, manngerðum táknum og hinni kaot- ísku veröld sem hann býr í, hleður í kringum sig eða skilur eftir sig.“ Þjóðfélagsrýni hefur verið snar þáttur í listsköpun Sigurðar Þóris gegnum tíðina en hann segist á und- anförnum árum hafa áttað sig meira á gildi fegurðarinnar í myndlistinni. „Á vissum tímapunkti á ferli mínum fór mér að finnast að myndverk mín væru í raun eins konar viðbót við þjóðfélagsástandið. Þá fór ég að hugsa um að gera myndir sem væru alveg á skjön við það og reyna þess í stað að færa fólki einhverja nýja feg- urð – það gæti orðið eins konar mót- vægi við ljótleikann sem er í heim- inum. Þá fór ég að vinna myndir á þessum nótum sem sjást hér á sýn- ingunni.“ Myndir Sigurðar Þóris eru málað- ar í sterkum litum og gefur þar að líta bæði manneskjur og hin klassísku frumform. „Ég hef verið að þróa litina í verkum mínum undanfarinn rúman áratug og hef í auknum mæli farið út í þessa sterku liti, sem eru kannski ekki mjög algengir í listsköpun mál- ara. En mér finnst áhugavert að glíma við þá og reyna að láta þá harm- onera í myndinni – það felst í því viss ögrun. Sterkari litir kalla á flóknari form, svo glíman á striganum verður enn meiri fyrir vikið,“ segir hann. Maðurinn og veruleiki hans Sigurður Þórir opnar sýninguna í Húsi málaranna, Eiðistorgi, í dag. Morgunblaðið/Jim Smart TVÆR einkasýningar verða opn- aðar í Galleríi Skugga í dag, laug- ardag, kl. 16. Á jarðhæð opnar Kristín Pálmadóttir sýninguna „Klæði“ og gefur þar að líta ljós- myndaætingar þar sem hún teflir með myndrænum hætti saman klæðum manns og náttúru. Kristín hefur tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum og haldið fimm einkasýningar. Í kjallara gallerísins opnar Ragna Hermannsdóttir sýningu á nýjum verkum. Þar bregður lista- konan á leik með vatnslitamyndir og tölvuunnar myndir á pappír. Ragna hefur haldið sautján einkasýningar og tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum. Sýningarnar standa til 27. apríl. Opið er í Skugga alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Verk eftir Rögnu Hermannsdóttur í Galleríi Skugga. Brugðið á leik í Skugga TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra opnar sýningu á skúlptúrum úr silfri í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar kl. 15 í dag, laugardag. Sýningin heitir Sterling Stuff og kemur til Ís- lands fyrir milligöngu breska brons- steypufyrirtækisins Pangolin Edi- tions. Hún var áður sýnd í Gallery Pangolin og í maímánuði verður hún til sýnis í Royal Academy í London. Aðdragandi sýningarinnar er sá að forstöðumaður Pangolin, Rungwe Kingdon, bað fimmtíu og einn þekkt- an listamann að vinna hver sitt verk sem steypa mætti í silfur og mátti það hvergi vera stærra um sig en 15 senti- metrar. Á sýningunni gefst því tæki- færi til að sjá verk eftir helstu núlif- andi myndhöggvara Bretlands ásamt verkum eftir Íslendingana Pétur Bjarnason, Jóhönnu Þórðardóttur og Sigurjón Ólafsson. Meðal listamann- anna má nefna Lynn Chadwick, Nigel Hall, Damien Hirst, Jonathan Ken- worthy, David Nash og Phillip King, sem nú er forseti Konunglegu bresku akademíunnar. „Á síðari árum hefur verið tilhneig- ing til að kenna allt við „skúlptur“ þrátt fyrir að upphaflega hafi orðið merkt hlut sem skorinn var út eða höggvinn í stein. Slíkir „hlutir“, stórir eða smáir, hafa ætíð haft ómælda þýðingu fyrir áhorfendur, hvort sem það hafa verið risastyttur goðum og höfðingjum til dýrðar, eða örsmáir gripir sem rúmast í lófa manns,“ segir Birgitta Spur, forstöðumaður Lista- safns Sigurjóns Ólafssonar. „Á þess- ari sýningu má ganga úr skugga um að stærð hlutarins skiptir ekki öllu máli – lítill skúlptúr getur verið monúmental í formi og hlutföllum.“ Breski sendiherrann á Íslandi, John Culver, verður viðstaddur opn- unina. Frá Reykjavík til Royal Academy Verur á hraðferð eftir Chadwick.  Góður metall/Lesbók 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.