Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F YRIR réttum sex árum, mánudaginn 7. apríl árið 1997, var tekin fyrsta skóflustunga að nýju skólahúsi við Ofanleiti í Reykjavík. Var þá boðað, að næsta haust tæki nýr háskóli þar til starfa. Gekk þetta eftir. Hinn 4. september 1998 var Viðskiptaháskólinn í Reykjavík settur, síðar Há- skólinn í Reykjavík. Um svipað leyti og fyrsta skóflustunga vegna nýja há- skólans var tekin birtist stjórnarfrumvarp um almenna há- skólalöggjöf á alþingi. Áður höfðu gilt lög um hvern ein- stakan háskóla. Háskólafrumvarpið náði ekki fram að ganga vorið 1997 en varð hins vegar að lögum í desember 1997 með gildistöku frá 1. janúar 1998. Síðan hefur orðið meiri breyting á háskólastarfi í landinu en á þeim tæpu níu- tíu árum, sem þá voru liðin, frá því að Háskóli Íslands var stofnaður. Kennaraháskólinn tók á sig nýja mynd í ársbyrjun 1998, þegar þrír framhaldsskólar voru fluttir á háskólastig, Fóst- urskóli Íslands, Þroskaþjálfaskóli Íslands og Íþróttakenn- araskóli Íslands, og úr varð nýr Kennaraháskóli Íslands. Listaháskóli Íslands kom til sögunnar sem einkarekinn skóli haustið 1999. Samvinnuháskólinn á Bifröst fékk fast- ara land undir fætur og árið 2000 varð hann að Við- skiptaháskólanum á Bifröst. Ný lög voru sett um Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Loks varð Tækniskóli Ís- lands að Tækniháskóla Íslands með nýjum lögum árið 2002. Undir forsjá landbúnaðarráðuneytis starfar Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri og í vikunni veitti landbún- aðarráðherra Hólaskóla heimild til að útskrifa nemendur með háskólagráðu. Á landsfundi sjálfstæðismanna á dög- unum var samþykkt, að landbúnaðarskólarnir skyldu flytj- ast undir menntamálaráðuneytið, en þeir starfa nú sam- kvæmt lögum um búnaðarfræðslu. Yrði það þessa skóla. x x x Frá því að lögbundið fræðslustarf hófst h 1907, hefur ekki verið staðið jafnskipulega á íslenska mennta- og skólakerfinu en á lok arinnar. Í fyrsta sinn var sköpuð samfella m stiga með metnaðarfullum námskrám. Nút í viðhorfi til stjórnarhátta í skólum og horfi tengja fjárveitingar og árangur. Launakjör annarra starfsmanna skóla bötnuðu til mik Leikskólastigið var viðurkennt sem fyrst því sett námskrá. Grunnskólar voru fluttir starfsumhverfi frá ríki til sveitarfélaga. Fra skólastigið hefur tekið stakkaskiptum með brautum og inntökuskilyrðum, eftir að skip skólahverfi var afnumin. Háskólastigið hefu gjörbreytta mynd og kallar á fleiri nemend sinni fyrr. Símenntunarmiðstöðvar láta æ m kveða um land allt. Upplýsingatæknin hefu undir manna í fjarnám og veldur því, að unn menntunar hvar og hvenær sem er. Nýtt hu menntun, setur æ sterkari svip á framkvæm unar. Á bakvið það er markviss viðleitni til bundið nám og fjarnám til að koma sem bes þarfir hvers og eins. Sú staðhæfing, að íslenska skólakerfið st þjóðlegan samanburð og samkeppni, er alr þjóðfélagið væri ekki jafnfjölbreytt og vel á alþjóðlega mælikvarða, ef menntakerfið he þjóðinni. Höfum við þó ekki enn kynnst áhr stígu framfara í menntamálum síðustu ár, þ VETTVANGUR Frjálslynd og far Eftir Björn Bjarnason D AVÍÐ Þór Björgvinsson pró- fessor við lagadeild Háskóla Íslands skrifaði athygl- isverða grein í Morg- unblaðið sunnudaginn 9. mars s.l. Þar fjallaði hann um álitaefni sem tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi á sviði laga og réttar og þörfina fyrir breytingar á íslensku stjórn- arskránni til að greiða fyrir slíku sam- starfi og setja því lögbundin mörk. Áður en komið er að hugleiðingu Davíðs um breytingar á stjórnarskrá er nauðsyn- legt að hafa nokkur orð um sjónarmið þau sem fram koma í greininni og varða rétt- arstöðuna að því er valdframsal varðar að óbreyttri stjórnarskránni. Réttarstaðan nú Davíð telur að framsal valdheimilda rík- isins til alþjóðlegra stofnana sé að vissu marki heimilt nú. Fyrir slíku framsali séu sett eftirfarandi skilyrði: 1) að framsalið sé byggt á lögum, 2) að það sé afmarkað og vel skilgreint, 3) að það sé ekki veru- lega íþyngjandi, hvorki fyrir íslenska ríkið né borgarana, 4) að það sé byggt á samn- ingi sem kveði á um gagnkvæm réttindi og skyldur og mæli fyrir um samsvarandi framsal ríkisvalds annarra samningsríkja, 5) að hinar alþjóðlegu stofnanir sem vald er framselt til byggist á lýðræðislegum grundvelli og þær viðurkenni almennar meginreglur um réttláta málsmeðferð og stjórnsýslu og 6) að framsalið leiði af þjóð- réttarsamningi sem stefni að lögmætum markmiðum í þágu friðar og menning- arlegra, félagslegra og efnahagslegra framfara. Davíð Þór tekur síðan fram í grein sinni, að stjórnarskráin heimili ekki ber- um orðum framsal ríkisvalds. „Framsetn- ing“ sín sé byggð á túlkun á laga- framkvæmd, fræðilegum viðhorfum og skoðunum höfundar. Ekki sé víst að fullt sammæli yrði um hana meðal íslenskra lögfræðinga. Taka verður undir þetta síðasta. Vissu- lega fer því fjarri, að íslenskir lögfræð- ingar geti orðið sammála um, að breyt- ingar á stjórnarskránni geti orðið á þann hátt sem höfundurinn lýsir. Í stjórn- arskránni sjálfri er kveðið á um, hvernig henni skuli breyta. Þar þarf að koma til samþykki tveggja þinga með almennum þingkosningum á milli. Það er hreinlega fjarstæða að telja lögfróða menn geta breytt henni með túlkunum, fræðilegum viðhorfum eða skoðunum. Upptalning Davíðs að framan er skynsamleg. Hún hefur hins vegar ekkert laga- gildi. Aðalatriði málsins er einfalt. Ísland er fullvalda ríki og þær stofnanir, sem sjórnarskráin til- greinir fara með ríkisvaldið. Þar er ekki að finna heimildir til að fram- selja þetta vald til erlendra aðila. Þetta þýðir til dæmis að almenni löggjafinn getur ekki framselt það. Um þetta var mikið fjallað, þegar við gerðumst aðilar að samningnum um EES á árinu 1993. Þá töldu menn að í þeim samningi fælist ekki slíkt framsal. Þess vegna var ekki talin þörf á að breyta stjórnarskránni til þess að Ísland gæti gerst aðili að honum. Aðildin var sam- þykkt með almennum lögum. Forsendan var sú, að ekki væri verið að framselja rík- isvaldið. Allir voru með það á hreinu þá, að ekki væri unnt að framselja ríkisvald með almennum lögum. Engir lögfræðingar teljast hafa rýmri heimildir en almenni löggjafinn til að breyta stjórnarskránni, hvort sem þeir kalla aðferðir sínar túlk- anir, fræðileg viðhorf eða skoðanir. Í því efni skiptir engu máli, þó að upptalning þeirra á skilyrðum, sem setja eigi fram- sali, geti talist skynsamleg mælt á al- mennan mælikvarða. Slík skynsemi getur í mesta lagi haft þýðingu, þegar og ef stjórnarskrárgjafinn tekur ákvarðanir um að breyta stjórnarskránni. Breytingar æskilegar Að þessu athuguðu tek ég fram, að ég styð sjónarmið Davíðs Þórs Björgvins- sonar um að skynsamlegt sé að huga að breytingum á stjórnarskránni til að greiða fyrir samvinnu Íslands við aðrar þjóðir, þannig að úrlausnir mála á þeim vettvangi verði skuldbindandi að innanlandsrétti á Íslandi. Þetta væ myndu fela í sér eru meira að seg kringumstæður breytingar æski sniðum og návíg ar aðstæður eru að villa menn af ar reglur og rétt en hagsmuni ein Við þekkjum ve arbætur á Íslan landa. Nægir þa lausnir stofnana Evrópu og eftir dómstólsins. Það er líka þa mörk í stjórnars ir því að framsa þjóðastofnana g síst til að koma í lögfræðingar, hv dómarar eða fræ kvæmd kenning Um framsal ríkisvalds ’ Það er líka þarft verk aðsetja því skýr mörk í stjórn- arskrá hver séu skilyrðin fyrir því að framsal á ríkisvaldi til alþjóðastofnana geti átt sér stað. ‘ Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Ísland er í mjög ópska efnahags ingum á stjórna að úrlausnir má SKATTALÆKKUN OG SKATTAHÆKKUN? Flest bendir til að skattamálinverði eitt helsta baráttumálnæstu kosninga. Flestir flokkar hafa nú lagt fram tillögur sínar í skattamálum. Vekur athygli hversu ít- arlegar þær eru. Skattamál hafa yfir- leitt verið til umræðu fyrir kosningar en flokkar hafa alla jafna látið sér nægja að gefa almennar yfirlýsingar um hvert vilji þeirra stefni í þeim efn- um. Nú hefur hins vegar hver flokk- urinn á fætur öðrum lagt fram nákvæm og sértæk loforð þar sem jafnvel er heitið ákveðnum prósentubreytingum miðað við núverandi skattprósentur. Á vorfundi Samfylkingarinnar, sem hófst í Reykjavík í gær, kynnti Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, talsmaður flokksins, stefnu Samfylkingarinnar í skattamálum. Í ræðu sem hún flutti á fundinum sagði hún að Samfylkingin hygðist hækka skattleysismörkin um 10 þúsund krónur, sem myndi lækka skattbyrði einstaklinga um 50 þúsund krónur á ári. Þá ætlar Samfylkingin að lækka virðisaukaskatt af matvælum og öðrum varningi sem ber nú 14% virð- isaukaskatt í 7%. Samfylkingin vill einnig fella niður stimpil- og þinglýs- ingargjöld vegna húsnæðiskaupa og gera hluta af endurgreiðslu námslána að fullu frádráttarbæran frá skatti í sjö ár eftir að námi lýkur. Ingibjörg Sólrún virtist einnig gefa í skyn að hún teldi rétt á móti að hækka skatta á lögaðila og fjármagnseigend- ur. Hún sagði m.a. „Skattborgurum er ekki gert jafnhátt undir höfði. Þeir eru dregnir í dilka eftir því hverjir þeir eru og hvernig þeir afla tekna sinna. Þeir sem afla tekna með vinnu sinni njóta engrar miskunnar hjá stjórnvöldum en þeir sem njóta hagnaðar af rekstri fyr- irtækja sæta ívilnandi skattlagningu. Best eru þeir þó settir sem hafa tekjur af kaupum og sölum á verðpappírum, sem auk þess að borga lægri skatt en aðrir eru leystir undan því að greiða til sveitarfélags síns af tekjum sínum eins og aðrir borgarar.“ Það er fagnaðarefni að flokkarnir skuli leggja fram skýra stefnu fyrir kosningar í skattamálum þannig að kjósendur geti vegið og metið stefnu- mið þeirra á raunhæfum forsendum en þurfi ekki að geta í eyðurnar. Vilji menn vera trúverðugir verða þeir hins vegar að tala jafnskýrt um þær skatta- hækkanir sem þeir hafa hug á að fram- kvæma og skattalækkanir. Samfylk- ingin nefnir jafnvel krónutölur þegar kemur að því að útlista skattalækkun- aráform flokksins. Þegar síðan er látið að því liggja að flokkurinn telji núver- andi kerfi óréttlátt og hygla hluta þjóð- félagsþegna á kostnað annarra væri hreinlegast að segja beint út hvort flokkurinn vilji að sama skapi hækka skatta á lögaðila og fjármagnseigendur og þá hve mikið. ÞRÓUN OLÍUVERÐS Verð á olíu hefur farið lækkandi íþessari viku og er sú þróun sett í samhengi við hraða sókn bandamanna í átt til Bagdad. Reyndar hefur verð á hráolíu lækkað talsvert undanfarinn mánuð eftir að hafa hækkað jafnt og þétt síðan í nóvember. Hæst náði verðið um 35 dollurum fatið í liðnum mánuði, en var á fimmtudag komið niður í 25,31 dollara. Bensínverð hér á landi fylgdi að nokkru leyti sveiflun- um í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Lækkaði verðið jafnt og þétt í nóvember og desember, en frá ára- mótum hefur það hækkað, nú síðast um miðjan febrúar og hefur ekki lækkað síðan. Þegar Morgunblaðið leitaði skýr- inga á því í gær hvernig á því stæði að bensínverð stæði í stað hér á landi þótt verð á hráolíu hefði lækkað um 30 af hundraði á heimsmarkaði fengust þau svör að mikill titringur væri á markaðnum og betra væri „að hafa fast land undir fótum“. Þegar olíuverð hefur hækkað á heimsmarkaði hefur sjaldnast þurft að bíða eftir að bensínverð hér á landi fylgdi á eftir. Það sama ætti að gilda um lækkun olíuverðs. Hér er ekki um flókna framkvæmd að ræða. Við- skiptavinir olíufélaganna gera ráð fyr- ir því að verðið við dæluna endur- spegli þróun olíuverðs úti í heimi. AUKNAR BYRÐAR HEYRNARLAUSRA Framkvæmdastjóri Félags heyrn-arlausra, Hafdís Gísladóttir, lýsti því yfir í blaðinu í gær að heyrnar- lausir mundu mótmæla breytingum á reglugerð um hlutdeild ríkisins í kostnaði við heyrnartæki. Breytingin er á þá leið að föst fjárhæð mun koma í stað hlutfallslegrar niðurgreiðslu á hjálpartækjum sem heyrnarskertir þurfa á að halda. Hafdís bendir á að flestir notendur slíkra tækja séu í hópi láglaunafólks og hækkun sem þessi, er nemur um 5%, komi sér illa fyrir marga. Jafn- framt er í nýju reglunum gert ráð fyr- ir að föst niðurgreiðsla ríkisins á símatækjum fyrir heyrnarlausa komi í stað hlutfallslegrar niðurgreiðslu, en kostnaðarauki heyrnarlausra gæti numið um 5–10.000 krónum á tæki vegna þeirrar breytingar. Nú, á ári fatlaðra, þætti eðlilegt að reglum væri breytt fötluðum til hags- bóta, en ekki öfugt líkt og hér virðist vera raunin. Sú skýring hefur verið gefin á ofangreindum breytingum að þar sem ný lög gefi fleiri aðilum en Heyrnar- og talmeinastöð Íslands færi á þjónustusamningum, sé eðli- legra að miða við fasta fjárhæð í stað hlutfallslegs framlags þar sem ríkið hafi engin áhrif á verðmyndun heyrn- artækja á frjálsum markaði. Slík skýring er þó hæpin þar sem ætla má að aukin samkeppni á þessu sviði sem öðrum, leiði til verðlækkunar frekar en hækkunar. Hlutfallsleg niður- greiðsla myndi í því tilfelli leiða til sparnaðar bæði fyrir ríkið og heyrn- arlausa. Byrði heyrnarlausra vegna fötlunar sinnar er umtalsverð. Það er því mikil afturför er aðgerðir yfirvalda verða til þess að auka hana enn frekar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.