Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 37 ð enn til að efla hér á landi árið að endurbótum kaáratugi 20. ald- milli allra skóla- tímavæðing varð ið að því ráði að r kennara og killa muna. ta skólastig og í nýtt og betra amhalds- nýjum náms- pting landsins í fur tekið á sig dur en nokkru meira að sér ur kallað þús- nt er að afla sér ugtak, dreif- md menntastefn- að sameina stað- st til móts við tandist ekki al- röng. Íslenska á vegi statt á alla efði brugðist rifum hinna stór- þegar starfsemi á öllum skólastigum hefur sprungið út og blómstrað sem aldrei fyrr. Listaháskóli Íslands er mikilvægt nýmæli í blómlegu menningarlífi þjóðarinnar. Áhrif hans teygja sig auk þess um öll skólastig og út í atvinnulífið. Sköpunarmátturinn ræður úrslitum um virðisaukann í allri framleiðslu. Með því að virkja íslenska og alþjóðlega strauma menningar og lista á akademískum forsendum innan íslensks listaháskóla verður til nýr kraftur. x x x Þegar litið er til fjárveitinga til skóla- og rannsókn- armála eru Íslendingar í fremstu röð á alla alþjóðlega mælikvarða. Með gerð reiknilíkana hefur verið unnið að því í framhaldsskólum og háskólum að tengja fjárveitingar við fjölda nemenda. Rennur meira fé úr ríkissjóði með þeim nemendum, sem stunda verknám en bóknám, vegna þess að það kostar meira að bjóða verkmenntun en bóknám. Þá er leitast við að sporna gegn brottfalli með því að miða fjár- veitingar við fjölda þeirra nemenda, sem skrá sig til prófs. Fyrir stjórnmálamenn og þá sem stjórna framkvæmd menntamála er mikilvægt að átta sig á valdmörkum sínum. Ákvörðun nemenda vil val á námsbrautum ræðst ekki af opinberum fyrimælum. Líklegt er að umræður um, hve fáir innrita sig hér í verknám og leit að sökudólgi vegna þess, letji til dæmis nemendur frekar frá því að fara í verknám en hvetji. Aðstöðubyltingin í verknámsskólunum síðustu ár er alls ekki í samræmi við þá bölsýni, að stjórnvöld eða fjárveit- ingarvaldið hafi þrengt að verknámi með óhæfilegum hætti. Hinn neikvæði áróður gefur ókunnugum alranga mynd af hinni frábæru aðstöðu til verknáms í mörgum skólum víða um land. Galdurinn er að kalla fleiri nemendur inn á þessar brautir. Spennandi verður að fylgjast með því, hvort rekstur atvinnulífsins á Stýrimannaskólanum og Vél- skóla Íslands hvetur fleiri til að stunda þetta mikilvæga starfsnám. x x x Hlutverk stjórnmálamanna er að skapa hin almennu starfsskilyrði og líta fram á veginn. Á undanförnum árum hefur í þeim anda verið unnið að því að gera fötluðum nem- endum kleift að stunda fjögurra ára nám í framhaldsskóla með vaxandi starfstengingu eftir því sem skólaárunum fjölgar. Skýr pólitískur vilji var á bakvið þessa þróun, sem hefur opnað fjölda nemenda ný tækifæri. Tilvist einkarekinna háskóla byggist einnig á því, að al- þingi samþykkti háskólalög byggð á þeirri trú, að með sam- starfi við einkaaðila mætti efla þetta skólastig. Lögin gera ekki ráð fyrir neinni takmörkun á umsvifum einkareknu skólanna. Með fjárveitingum til þeirra er farið að reglum, sem byggjast á því, að ríkið greiði jafnmikið fyrir sambæri- legt nám, án tillits til þess, hver rekur viðkomandi skóla. Síðan er það skólanna að nýta fjármagnið sem best í sam- ræmi við umsamdar kröfur. Á stjórnmálavettvangi er deilt um, hvort greiða skuli jafnmikið með nemanda í einkareknum skóla og rík- isreknum. Vinstri flokkarnir eru sjálfum sér samkvæmir og vilja mismuna í þágu ríkisins. Þeir mismuna í þágu borg- arrekinna leikskóla og grunnskóla í Reykjavík. R-listinn hefur ekki viljað láta jafnmikið fé fylgja nemanda sem stundar grunnskólanám í Ísaksskóla eða Landakotsskóla og í borgarreknum skóla. Standa þessir skólar nú höllum fæti vegna fjárhagslegrar mismununar. Á bakvið þessa af- stöðu eru ekki önnur sjónarmið en þau, að hygla beri op- inberum stofnunum á kostnað einkarekinna. x x x Á landsfundi sjálfstæðismanna um síðustu helgi var mót- uð skýr stefna í skóla- og vísindamálum, sem miðar að því, að fjárveitingar til málaflokkanna eigi ekki að byggjast á því, hvort um er að ræða einkarekstur eða opinberan rekst- ur. Í ályktun um vísindamál segir meðal annars: „Einstaklingar og rannsóknahópar í háskólum keppi um fjárveitingar til rannsókna úr sterkum samkeppnissjóðum til að byggja upp og efla fjölbreyttar háskólarannsóknir á Íslandi. Auk þess keppi háskóladeildir sín á milli um beina rannsóknasamninga við ríkið samkvæmt alþjóðlegum gæðakröfum. Þannig njóti hæfustu háskóladeildir hverju sinni opinberra fjárveitinga til rannsókna án tillits til rekstrarforms og uppruna.“ Í þessu orðalagi felst, að ekki skal mismunað milli skóla eða stofnana eftir rekstrarformi við úthlutun á opinberu fé til rannsóknamála. Tekið skal mið af alþjóðlegum gæðakröf- um en ekki því, hvort rannsóknir séu stundaðar við þennan háskólann eða hinn. Einkareknir háskólar eiga ekki síður en ríkisreknir að hafa tækifæri til að bjóða nám til meistara- og doktorsprófs. Þetta frjálslynda viðhorf vill Sjálfstæðisflokk- urinn að gildi um allt skólastarf. Á alþjóðavettvangi er samkeppni hvergi harðari en á sviði menntunar, rannsókna og vísinda. Úttekt á íslenskum grunnrannsóknum í alþjóðlegum samanburði sýnir, að staða íslenskra vísindamanna er sterk. Staða þeirra eða ís- lenskra skóla verður ekki efld til framtíðar með því að skapa þeim skjól opinberra aðila. Farsæld í íslenskum mennta- málum ræðst af því að nýta krafta einkaframtaksins eins og frekast er unnt til að styrkja skóla- og rannsóknastarf. rsæl menntastefna bjorn@centrum.is æru breytingar sem r framsal á ríkisvaldi. Það gja að mínu mati sérstakar r á Íslandi sem gera slíkar ilegar. Hér er allt smátt í gi milli manna mikið. Þess- u stundum til þess fallnar f þeirri leið, að láta almenn- taröryggi ráða för fremur nstakra manna eða hópa. el dæmin, þar sem rétt- ndi hafa verið sóttar til út- ar að nefna nokkrar úr- a Mannréttindasáttmála atvikum EFTA- arft verk að setja því skýr skrá hver séu skilyrðin fyr- al á ríkisvaldi til al- geti átt sér stað, og þá ekki í veg fyrir að umboðslausir vort sem þeir starfa sem æðimenn, geti hrint í fram- gum sínum um framsalið. Í grein sinni telur Davíð Þór Björg- vinsson upp þau efnislegu skilyrði, sem hann telur koma til greina að setja í stjórn- arskrá, þegar hugað verður að breytingum á henni í þessa veru. Þessi skilyrði eru í stórum dráttum eftirfarandi: 1) Framsal sé alltaf afturkræft. 2) Framsal megi ekki gera réttarstöðu borgaranna lakari en stjórnarskráin tryggir þeim. 3) Framsal sé ávallt gert í ákveðnum tilgangi. 4) Framsal sé gagnkvæmt. 5) Sett sé skilyrði um að ríkið sé sjálft aðili að viðkomandi al- þjóðastofnun. 6) Stofnanir sem um ræðir séu lýðræðislegar í starfsháttum. 7) Fram- sal sé takmarkað. 8) Framsalið eigi sér stað með settum lögum og í því efni megi huga að sérreglum um málsmeðferð, t.d. auknum meirihluta. Ég tek undir sjónarmið Davíðs Þórs um þetta og tel að í upptalningunni sé flest það talið sem mestu máli skiptir í þessu efni. Reuters g nánum tengslum við Evrópusambandið vegna samningsins um evr- ssvæðið. Greinarhöfundur telur að skynsamlegt sé að huga að breyt- arskránni til að greiða fyrir samvinnu Íslands við aðrar þjóðir, þannig ála á þeim vettvangi verði skuldbindandi að innanlandsrétti á Íslandi. Höfundur er prófessor í lögfræði við HR. SAMA daginn og við Ingibjörg Sólrún héldum fyrsta fundinn í fundaferð okkar um landið, fimmtudaginn 27. febrúar, birti ríkisstjórnin upplýsingar um byggðaþróun á Íslandi síðustu tíu árin. Þar var upplýst, að á sl. áratug hefði Íslendingum fjölgað næstmest innan evrópska efnahagssvæð- isins, eða um 10%. Á sama tíma fækkaði Vestfirðingum hinsvegar um heil 18%, íbú- um Norðurlands vestra um 11%, og Aust- firðingum um 10%. Í þessum hamfaratöl- um birtast skuldaskil byggðastefnu núverandi stjórnvalda við landsbyggðina. Orsakir fólksfækkunar Fólksfækkun á landsbyggðinni á sér flóknar orsakir sem oft er erfitt að greina. Kvótakerfi, þar sem hægt er með einni undirskrift að flytja lífsbjörgina úr byggð- arlaginu, er augljóslega ein af meginorsök- um þess að sum byggðarlög hafa veikst. Sandgerði og Ísafjörður segja allt sem segja þarf. Í könnun Háskólans á Akureyri kom fram að hátt vöruverð á mikinn þátt í að fólk flytur af landsbyggðinni. Kristján L. Möller, einn ötulasti þingmaður lands- byggðarinnar, gerði eigin verðkönnun. Hún sýndi að munurinn á verði einstakrar vörutegundar milli landsbyggðar og þétt- býlis gat orðið allt að 108%. Vitaskuld á þetta sinn þátt í fólksfækkun á lands- byggðinni. Nýlega lækkaði svo ríkisstjórnin tekju- og eignaskatta fyrirtækja en hækkaði tryggingargjald. Hagnaður fyrirtækja á landsbyggðinni er hins vegar lítill, þannig að lægri tekjuskattur kemur þeim al- mennt ekki til góða. En tryggingargjald leggst á mannafla, sem er undirstaða fyr- irtækjanna á landsbyggðinni. Skattkerf- isbreytingarnar styrktu þess vegna fyr- irtæki á höfuðborgarsvæðinu en ekki á landsbyggðinni. Margir bundu vonir við flutning fjar- vinnslustarfa á vegum ríkisins til lands- byggðar. Kristján L. Möller spurðist á liðnu þingi fyrir um hversu ráðherrum hefði gengið í þessu. Valgerður byggð- aráðherra hafði flutt eitt starf, hinir ekk- ert! Þrepaskiptur þungaskattur Verðkönnun Kristjáns L. Möller leiddi í ljós þá óvæntu niðurstöðu, að hátt vöru- verð á landsbyggðinni mátti að töluverðu leyti rekja til aukinnar skattlagningar rík- isins á flutningum. Skv. upplýsingum þeirra sem reka flutningafyrirtæki eru 40- 50% af kostnaði þeirra skattgreiðslur til Geirs H Haarde fjármálaráðherra. Þar er þungaskatturinn langósanngjarnastur. Það er tillaga okkar í Samfylkingunni, að sérstaklega verði skoðað, hvort ekki sé rétt að fara að dæmi Norðmanna og þrepaskipta þungaskattinum. Hugsanlega mætti fara aðrar leiðir til að lækka flutn- ingskostnað. Lækkun á honum myndi styrkja rekstrarskilyrði fyrirtækja á landsbyggðinni og lækka vöruverð. Tvöföldun námsstyrkja Þurfi unglingar að sækja framhalds- skóla út fyrir byggðarlag sitt, getur kostn- aður við það numið allt að 400 þúsund krónum á ári. Margir skilgreina þetta sem sérstakan landsbyggðarskatt. Hann ýtir mjög undir að foreldrar flytji suður þegar börnin komast á framhaldsskólaaldur. Gegn þessu er hægt að sporna með tvennu móti. Samfylkingin hefur kynnt til leiks hug- takið „Nýi framhaldsskólinn“. Hann bygg- ir á því að fjarnámi um Netið er fléttað saman við kennslu ákveðins grunnkjarna í héraði. Unglingarnir geta þá stundað fyrstu ár framhaldsnámsins heima, og hugsanlega má taka allan skólann með þeim hætti. Þetta er partur af mennta- stefnu Samfylkingarinnar, þar sem mikil áhersla er lögð á landsbyggðina. Hin leiðin felst í því að jafna náms- kostnað því að stórhækka námsstyrkinn til þeirra sem þurfa að sækja nám í fram- haldsskóla út fyrir heimabyggð sína. Á fundi okkar Ingibjargar Sólrúnar á Ísa- firði kynnti ég þá hugmynd Samfylking- arinnar, að stefnt yrði að því að tvöfalda námsstyrkina á næsta kjörtímabili. Stofnkostnaðarstyrkir Í Noregi og innan ESB, meta stjórnvöld viðskiptahugmyndir frumkvöðla. Reynist þær góðar, eiga þeir kost á drjúgum fjár- hagslegum stuðningi yfirvalda. Dæmi eru um, að fyrirtæki, sem ætluðu að hasla sér völl á Íslandi, hafi beinlínis verið „keypt“ erlendis vegna slíkra styrkja. Íslendingar verða að standast slíka sam- keppni. Við verðum að geta boðið okkar frumkvöðlum, og okkar atvinnulífi upp á sama umhverfi að þessu leyti. Ella verður landið ekki samkeppnisfært. Samfylkingin hefur því á stefnu sinni að taka upp stofn- kostnaðarstyrki af þessu tagi. Þeir munu ekki síst nýtast landsbyggðinni vel. Rétturinn til að róa Sjávarútvegsstefna Samfylkingarinnar miðar að því að endurúthluta kvóta í krafti fyrningarleiðarinnar. Í því kerfi munu þau byggðarlög í reynd hafa forskot sem, eru næst miðunum. Það skiptir líka máli, að fyrningarleið Samfylkingarinnar felur í sér byggðatengingu varðandi úthlutun afla- heimilda, þannig að sérstaklega er hægt að taka á byggðarlögum sem stríða við at- vinnuvanda. Grundvallarreglan í kerfi Samfylkingarinnar er að allir njóti jafn- ræðis við að verða sér úti um aflaheimildir. Við höfum kallað þetta réttinn til að róa. Samfylkingin er mjög hlynnt því að smá- bátaútgerð verði efld, og vill stefna að því að trillurnar fái einar að sitja að grunnslóð- inni í framtíðinni. Það ýtir ekki aðeins und- ir smábátaútgerð, heldur verndar hrygn- ingarslóðina, og dregur úr hættu á ofveiði. Kyrrstæð veiðarfæri geta tæpast ofveitt stofna. Í ljósi þess að æ fleiri rannsóknir benda til staðbundinna þorskstofna hér við land er tímabært að gera tilraunir með frjálsar krókaveiðar dagróðrabáta með takmörkunum á sókn, svæðum og veið- arfærum. Framhaldið yrði svo ákveðið í ljósi reynslunnar. Jöfnun lífskjara verður að vera meðal forgangsverkefna ef árangur á að nást í byggðamálum. Það er stefna jafn- aðarmanna. Ríkisstjórn, sem mynduð verður með þátttöku Samfylkingarinnar, mun efla landsbyggðina með samgöngu- bótum, bættu atvinnulífi og aukinni mennt- un. Skuldaskil stjórnarinnar við landsbyggðina Eftir Össur Skarphéðinsson „Jöfnun lífskjara verður að vera meðal forgangsverkefna ef ár- angur á að nást í byggða- málum. Það er stefna jafn- aðarmanna.“ Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.