Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna MargrétGuðleifsdóttir fæddist á Geirmund- arhóli í Hrolleifsdal í Sléttuhlíð í Skaga- firði 14. október 1916. Foreldrar hennar voru Guðrún Halldórsdóttir, frá Bjarnagili í Fljótum, og Guðleifur Jóns- son, frá Fjalli í Sléttuhlíð. Margrét var einbirni en syst- urdóttir Guðrúnar móður hennar, Lovísa Schödt, ólst upp með henni frá unga aldri. Margrét gekk í barnaskóla að Skálá í Sléttuhlíð og fór einnig einn vetur í Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Árið 1953 giftist Margrét Níelsi Friðbjarnarsyni, f. á Siglufirði 7.9. 1918. Foreldrar hans voru Sigríður Stefánsdóttir, f. á Kvaka- völlum í Fljótum í Skagafirði 21.6. 1895, d. 2.6. 1987, og Friðbjörn Níelsson, f. að Hallandi á Sval- barðsströnd í Eyjafirði 17.1. 1887, d. 13.10. 1952. Börn Margrétar og Níelsar eru: 1) Guðrún Þóranna, f. á Siglufirði 18.12. 1953, maki Sig- urður Kjartan Harðarson, f. á Dalvík 16.5. 1952, börn þeirra a) Anna Margrét, f. 17.12. 1974, maki Guðni Benjamínsson, f. 25.8. 1969, barn þeirra er Sif, f. 7.4. 1998, en fyrir átti Anna dótturina Sylvíu Björk Steingrímsdóttur, f. 30.6. 1991. b) Guðjón Orri, f. 12.5. 1984. c) Sunna Berglind, f. 29.1. 1992. d) Freyja Sólrún, f. 18.6. 1994. 2) Friðbjörn, f. á Siglufirði 23.12. 1954, maki Soffía Steinunn Jónsdóttir, f. á Þingeyri 2.5. 1962, dóttir hennar er Erla Ebba Gunn- arsdóttir, f. 22.6. 1980, dóttir hennar er Soffía Sóley Árna- dóttir, f. 31.1. 1999. Fyrri kona Frið- björns var Helga Arngrímsdóttir, frá Laugabrekku í Reykjadal, f. 14.7. 1952, börn þeirra: a) Rannveig Björk, f. 11.10. 1976, maki Arnar Már Einarsson, f. 6.8. 1975, og barn þeirra Kristján Daði, f. 13.11. 2002. b) Níels, f. 18.1. 1984. Fyrir átti Margrét dótturina Ólöfu Margréti Ólafs- dóttur, f. á Þrastarstöðum í Holts- hreppi í Sléttuhlíð 5.6. 1944, faðir Ólafar var Ólafur Magnús Jóns- son frá Hlíð í Vestmannaeyjum, f. 15.3. 1914, d. 10.2. 1944. Foreldr- ar hans voru Þórunn Snorradótt- ir, f. í Svaðbæli undir Eyjafjöllum 18.10. 1878, og Jón Jónsson, f. á Borgarhól í A-Landeyjum 21.10. 1878. Maki Ólafar er Jón Torfi Snæbjörnsson, f. í Hólshúsum í Eyjafirði, 27.5. 1941. Börn þeirra: a) Ólafur Örn, f. 25.5. 1964, sonur Gunnar Steinþór, f. 20.3. 1998. b) Pálína, f. 16.5. 1968, dóttir Ugla Huld Hauksdóttir, f. 31.7. 1989. c) Júlía Þórunn, f. 22.11. 1982. Útför Margrétar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er hún amma gamla dáin. Sá dagur kom að lokum að maðurinn með ljáinn sótti einnig hana. Það er víst lífsins gangur. Örlögin höguðu lífi mínu forðum daga á þann veg að móður minni og ömmu kom saman um að ég skyldi alast upp hjá henni ömmu og fóstra mínum, sem ég kallaði afa. Pollý systir var áfram hjá mömmu suður í Reykjavík. Fyrir norðan, á Sigló, var ég rúman áratug í hreiðrinu hjá afa og ömmu, og þar gekk ég í barnaskólann á eyrinni, og svo í gagnfræðaskólann uppi í brekku. Amma var mér því sem önnur móðir í æsku minni og unglingsár- um. Mér þótti mjög vænt um ömmu Margréti, og þegar ég var orðinn nógu gamall til að skilja að dauðinn væri endir alls, gat ég ekki til þess hugsað að sá dagur kæmi að hann tæki hana burtu úr lífi mínu. Ömmu þótti líka afskaplega vænt um mig og hún kallaði mig stundum „örninn unga“. Ég bar nafn fyrri barnsföður hennar, Ólafs Jónssonar sjómanns, sem drukknaði við Vestmannaeyjar sama ár og mamma fæddist. Hin of- urmikla ást og umhyggja ömmu fyr- ir mér átti sér djúpar rætur í missi hennar. Oft bað hún mig í gamla daga að lofa sér að leika mér ekki niðri á bryggjunum. Líf ömmu snerist um fólkið henn- ar og heimilið. Framan af voru í Grundargötunni, auk mín og afa, börnin þeirra tvö, hálfsystkin mömmu. Amma var ætíð hvarvetna nálæg við verk sín, í miðjunni alls staðar, og hjarta hússins sló þar sem hún var stödd hverju sinni. Þetta veitti mér öryggiskennd. Hún var afskaplega húsmóðurleg kona og vann allt af mikilli natni og með- fæddri umhyggju. Hún var ákaflega þrifin, bæði með sjálfa sig og heim- ilið, sérstaklega matargerð, og vildi að aðrir væru þannig líka. Hún bak- aði oft og þá lagði góðan ilm um hús- ið. Af brauðinu hennar man ég best eftir sjóðheitum kleinunum og soð- brauðinu, sem hún veiddi upp úr ólg- andi feitinni. Þetta lagði brauðbítur sér til munns með bestu lyst. Einnig minnist ég rjómatertunnar góðu og fagurskreyttu með blönduðum ávöxtum og stöppuðum bönunum. Þetta var besta terta í heimi. Amma átti mjög þykkan bolla og eftir því þungan, sem hún kallaði „Gám“, og úr honum drakk hún jafnan kaffið, uns sá forgengilegi hlutur safnaðist í glatkistuna. Þetta fannst mér skrýt- inn bolli. Ein elsta minningin um ömmu er hvar hún stendur í eldhús- dyrunum árla dags, nýkomin af planinu, og hressir sig rétt sem snöggvast á súrmjólkurdiski, sem afi réttir henni. Svo er hún rokin aft- ur í síldina. En afi vann í bankanum og þurfti ekki að byrja vinnu fyrr en klukkan níu. Lífið hjá ömmu og afa var í mjög föstum skorðum og gekk sinn vana, hæga taktfasta gang eins og gamla veggklukkan í stofunni. Hér leið tíminn hægt. Í þessu umhverfi fann maður fyrir öryggi og friði. Amma var afskaplega guðhrædd á gamla móðinn, og það fannst sérstaklega hinn helga dag kenndan við sunnu. Undir allsráðandi útvarpsmessunni var harðbannað að spila eða leika sér; það voru engin undanbrögð og var amma ströng með það. Það var erfið stund sá klukkutími sem stúfur mátti sitja og bíða undri höfgri and- akt kristindómsins og eilífri speki guðdómsins. En um síðir lærðist mér að bíða, og sunnudagssteikin hennar ömmu sveik aldrei, og ilm hennar lagði um allt húsið eins og guðsorðið. Oft komu kunningjar ömmu og afa í heimsókn og þá var gjarnan gripið í spil og allra helst spiluð vist. Fékk ég áhuga á slíkri spilamennsku og lærði líka að spila manna og sprautu við þau afa og ömmu. Þetta fannst okkur hin ágætasta skemmtun. Amma og afi voru einnig mjög ljóð- elsk og höfðu yndi mikið af vel ortum vísum og rímum, en einnig frásögn- um ýmsum, fróðleik og gamanmáli. Skrifuðu þau margar lausavísur hjá sér. Voru þær ekki allar jafn kristi- legar, og man ég oft eftir að sjá þau bæði hlæja dátt að fyndninni og streymdu jafnvel tárin niður, líkt og laukur væri borinn í vit þeim. Í Grundargötunni, hjá afa og ömmu, var eilítill vísir að sjálfs- þurftabúskap, því þar var hænsna- hús. Fyrstu hljóð dagsins voru hana- gal og daglega sóttu þau þangað ný egg og fóðruðu fiðurféð. Einnig kom fólk til að kaupa þessa vöru, og svo var ég sjálfur sendur til fastra við- skiptavina úti í bæ. Landnámshæn- an góða var stundum aðalrétturinn á sunnudögum. Í garðinum var reitur fyrir kartöflur og í honum einnig talsvert af rabarbara sem endaði sumarið ofan í sultukrukkum ömmu. Þar var og rifsberjarunni, sem mað- ur tíndi af upp í sig. Amma var bú- kona í eðli sínu og alltaf sístarfandi að einhverju í búi sínu. Undir stórum skáp í búri sínu geymdi hún gamla sleggju fornlega. Tók amma sleggjuna fram einstaka sinnum og brá henni þá gjarna á bein úr grip og braut til mergjar. Hún var mikil sveitakona í sér. Einhverju sinni að sumarlagi handleggsbraut amma sig er hún datt í tröppunum í hænsnahúsinu. Var ég þá sendur í sveitina að Grund í Eyjafirði til hennar Pálínu föður- ömmu minnar. Er mér þessi för minnisstæðust fyrir tvennt. Hið fyrra að amma sendi mér stóra pakka fullan af sælgæti, sem gerði heilmikla lukku í sveitinni. Hið síð- ara að Pálína amma handleggs- brotnaði einnig síðar um sumarið, og var ég þá aftur sendur út á Siglu- fjörð. Var ég feginn að komast aftur heim í dúnhreiðrið hjá ömmu og afa á Sigló. Þegar sláturtíðin hélt innreið sína í eldhúsið fékk amma heimsóknir af vinkonum sem mættar voru þar á vertíð. Þá var nú brett upp á erm- arnar. Það átti einkar vel við ömmu að hafa umleikis, þá var hún í essinu sínu. Eldhúsið breyttist í hálfgildings síldarplan, sem iðaði af lífi og fjöri. Þær höfðu margt að segja hver annarri. Stúfur fylgdist álengdar með þessum blóðugu aðförum. Rætt var um slysfarir og sjúkdóma í mannheimum. Sagt var að þessi eða hinn hefði „tekið mikið út“. Ég skildi ekki strax að átt væri við kvalir, en taldi að viðkomandi hefði tekið mikið út úr banka af peningum. Þegar sagt var að hann eða hún hefði „fengið“ að fara, merkti það að viðkomandi hefði dáið. Aldrei taldi amma sig geta þakkað nógu mikið fyrir aðstoðina. Þær sögðu að hún ætti það inni. „Það er ólíklegt,“ sagði amma þá. Í þessum dúr gat samtalið gengið drykklanga stund. Allar vildu þær meina að aðrir ættu inni hjá þeim. Það var varla viðlit að peningar væru í umferð, heldur voru þetta öllu fremur vinnu- og vöruskipti. Á sumrin var oft farið í sveitina, inn í Sléttuhlíð, því þar lágu rætur ömmu. Hitti hún þá gamla sveitunga sína og ættfólk. Oft var komið í Lón- kot til Tryggja og Ólafar og eru mér ferðir þangað minnisstæðastar sök- um þess hve sérstætt mér þótti um- hverfi staðarins. Varla kom amma neins staðar í heimsókn án þess að hafa eitthvað meðferðis til að gleðja aðra. Einnig hjálpaði hún Tryggva oft við ýmis störf innandyra, því kona hans var orðin pasturslítil og raunar sjúklingur. Í einni slíkri ferð gaf Tryggvi ömmu agnarsmátt lamb, sem hún hafði með sér út á Siglufjörð. Þetta var mórauð gimb- ur, sem vart var hugað líf og höfð í skókassa við olíukyndinguna í eld- húsinu. Hugsaði amma um hana eins og ungbarn. Þarna lá þessi litla skepna og hjarði lengi, uns henni að lokum tókst að sanna að lífið er sterkara en dauðinn. Var hún kölluð „Gibba“, og þegar hún stækkaði lék- um við krakkarnir í nágrenninu oft við hana úti í garðinum og höfðum afar mikið gaman af henni. Svo fór hún um síðir aftur á sínar fornu slóð- ir. Amma kom sér upp svolitlum sumarbústað að Móskógum í Fljót- um, en þar hafði hún átt heima í mörg ár í gamla daga. Þetta var hæfilegur bíltúr frá Siglufirði og þarna hafði hún bækistöð sína í sveitinni. Þaðan var stutt í berjamó og einnig á þá bæi, sem hana langaði að heimsækja. Á haustin var farið í sveitina í berjaferðir. Lá leiðin ýmist í Fljótin, Sléttuhlíð eða á Höfðaströndina. Var gott til berja í öllum þessum sveit- um. Amma var mikil berjakona og tíndi mikið, aðallega aðalbláber. Hún hafði lag á að halda manni að verki, fann hentugar lautir, og hafði mikil og góð sætindi með í för. Þetta gerði gæfumuninn. Alltaf var gott að fá blessað berjaskyrið þegar heim var komið. Einhvern tímann kom hún við í gömlu kaupfélagsversluninni í Haganesvík og keypti þar „sveita- smjör“. Fékk hún að smakka á því líkt og þegar boðinn er biti af hákarli áður en kaup eru gerð. Þetta fannst ömmu sælgæti. Mér fannst þetta furðulegt, en svona hluti man maður víst hvað best. Sjálf var amma ekki óvön slíkri matargerð er hún bjó í sveitinni. Í þann tíð lá leiðin yfir gömlu Skriður. Hafði amma ætíð sérstakan ímugust á þeim sökum lofthræðslu sinnar, einkum þegar ekið var inn sveitir, yst á brúnum. Bað hún öku- þór oftlega í öllum Guðsbænum að aka varlega hina grýttu urð. Þá brosti afi stundum, því amma var stjórnsöm. En ömmu var ekki skemmt. Átti afi eigi bíl þá svo Þór var ætíð boðinn og búinn að sjá um flutninga okkar um sveitir lands á sínum gamla og virðulega Chevr- olet. Þetta var falleg bifreið með fal- legri línu, hvít og svört. Hann kallaði farskjótann „Skjóna“, og ætíð skil- aði hann okkur réttan veg. Ömmu þótti öruggara að sitja í aftursætinu, sem var þykkur sófi eins og í betri stofu. Fór Þórsi ætíð gætilega og var- lega með farm sinn, enda góður bíl- stjóri og ljúfmenni hið mesta, og ók heilum vagni heim. Var amma fegn- ust að loknu ferðalagi og þakkaði forsjóninni leiðsögnina. Stundum kom Tryggvi eða ein- hver úr sveitinni við í Grundargöt- unni í kaupstaðarferð og fékk sér kaffi hjá ömmu. Var þá oft skipst á gjöfum. Voru kleinurnar ein helsta vara ömmu og hálfgildings vöru- merki hennar. Ömmu fannst mjög gaman að versla. Á ferðum sínum um landið fór ekkert kaupfélag framhjá henni. Þar var bifreiðin stöðvuð og skoðað hvað í boði var. Gaf amma sér góðan tíma til að skoða vöruna og kanna verð og gæði. Afi var talsvert minna fyrir þetta allt. Þegar vetraði var gaman á Sigló. Þá var bærinn í essinu sínu og svo hinn norðlenski hríðarvetur með ka- faldsbyl. Oft fór rafmagnið, þá fannst mér gaman. Þá var kertaljós og spil. Sagðar voru sögur og kveðið og gerðar skuggamyndir með fingr- unum. Og ekki hamlaði rafmagns- leysið ylnum frá olíudraugnum, sem glóði í myrkrinu. Það var gaman á Siglufirði í gamla daga, einkum að leika sér í snjónum og byggja snjó- hús og kastala og grafa göng. Amma hafði gaman af þessari iðju minni því hún var fyrir framkvæmdir. Fylgd- ist hún álengdar með mér og gangi verksins eftir föngum. Enn á ég mynd sem hún tók af mér og kastala, sem ég byggði í garðinum. Alltaf áminnti hún mig um að klæða mig vel og vera með húfu. „Láttu þér ekki verða kalt, ljúf- urinn minn,“ sagði hún og kyssti mig áður en ég fór út. Það var líka gott að koma aftur inn í hlýjan bæinn og skipta um blaut fötin. Svo fékk mað- ur eitthvað heitt í gogginn. Ég var kominn upp á lagið með að gala fram í eldhús úr stofunni: „Egg oná á brauð og túmat oná egg.“ Oft var amma búin að taka niður þessa pönt- un hjá elsku drengnum sínum og færa mér hvar ég sat framan við sjónvarpstækið. Veturinn var tíminn fyrir spil og bingó. Hafði amma mikið yndi af hvorutveggja og fóru þau afi reglu- lega, hún þó mun oftar, til slíkra skemmtana. Þá biðum við afi heima og vonuðum að hún fengi vinning. Höfðu þau gaman af er ég spurði ömmu eitt sinn hvort hún væri fjár- hættuspilari. Oft unnu hún og afi stóra vinninga, og er mér sérstak- lega minnisstætt risa páskaegg, fyrsti vinningur. Bingó. Uxu þau heiðurshjón ólítið í augum mínum við slíka aðdrætti. Mörg jólin flaug ég suður til mömmu og Pollýjar systur og var hjá þeim þann tíma. En ég man einn- ig eftir jólahaldi á Sigló í æskunni. Þau jól voru hátíðlegri og jólalegri, bæði vegna sjálfrar æskunnar og eins fannfergisins og ártalsins í hlíð- inni neðan við Hvanneyrarskálina. Þá var tíminn lengi að líða. Aldrei fannst mér ætla að koma að pökk- unum, því að eftir matinn beið upp- vaskið og amma vildi hafa allt hreint og strokið, áður en næsta mál væri tekið á dagskrá. Gaf hún sér óþarf- lega mikinn tíma til þess að mér fannst. En á Þollák leyfði hún mér alltaf að taka upp einn pakka. Ömmu var illa við að fljúga, en þó flaug hún einhver skipti með mér. Í flugtakinu hélt hún svo fast í lúkuna á mér að ég kenndi til. Ömmu leið best ef Þórólfur sat við stjórnvölinn, og er óhætt að segja að þá hafi hún talið sig í góðum höndum og verið raunverulega nokk sama. Sjálfur var ég stundum flughræddur í þessum ferðum og stríddi mér á þessu gam- all kennari minn, sem var samferða- maður einu sinni. Oft var ókyrrð í loftinu yfir Siglufirði. Svo líða árin. Ég kveð Siglufjörðinn alfarinn; örninn er floginn úr hreiðrinu. Amma varð mikill örlagavaldur í lífi mínu. Hún kom því til leiðar að foreldrar mínir keyptu Lónkot, sem varð fyrirheitna landið í mínum aug- um. Það var drift í ömmu og hún vildi framkvæma. Ég á henni mjög mikið og margt að þakka. Oft var hún búin að gleðja mig og aðra. Oft gaf hún mér gjafir. Oft komu þau afi og Þór í Lónkot, ætíð færandi hendi, og oft var amma búin að senda okkur feðgum glaðn- ing þegar við vorum að byggja upp kotið. Hún lifði ekki sjálfri sér held- ur fyrir aðra. Amma varð pasturslítil með árun- um eins og gengur. Hún hafði oft brotið sig og kenndi sér víða meins. Hún varð fyrir því óláni að slasast í bílveltu með afa og átti lengi við þau meiðsl að stríða. Átti hún alllanga sjúkrahúsvist af völdum þessa. Þó náði hún um síðir að rísa upp úr þessu og þótti manni það ganga kraftaverki næst. Amma varð aftur ferðafær í fáein ár. Það var seigt í henni eins og sagt er. Þar kom þó sá tími að ferðunum fækkaði, og hún gat á endanum ekki farið af bæ. Amma varð alfarið háð aðstoð afa og annarra. Hana átti hún líka inni. Fyrst í stað var amma á eigin heimili í Grundargötunni. Afi hlúði að henni eins vel og hann gat, og gæti verið öðrum fyrirmynd í því efni. Þau voru afskaplega samrýnd hjón þó að ólíkar manneskjur væru. Þeirra samband var fagurt. Þegar árunum fjölgaði bættist við minnisleysi hjá ömmu. Þó gat verið verulegur dagamunur á því. Heilsu hennar hrakaði líka og gat afi ekki lengur hugsað um hana heima í Grundargötunni. Aldrei kunni amma við sig á spítalanum, og allan tímann sem hún hafði meðvitund vildi hún fara heim. Árin á sjúkrahúsinu heimsótti afi hana tvisvar á dag hið minnsta. Þrátt fyrir minnisleysið þekkti hún mig alltaf, en hún var ekki alltaf stödd í nútímanum. „Komstu á hesti, væni minn?“ spurði hún mig oftar en einu sinni, er ég kom í heimsókn á MARGRÉT GUÐLEIFSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.