Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 43 sjúkrahúsið. Það var auðheyrt að hún var öll í gamla tímanum, sveit- inni sinni. Oft var amma stödd í landi minn- inganna. Það er gott land og fagurt. Er ég ók henni um hvíta ganga sjúkrahússins var hún stödd á græn- um grundum. Og þar sem gangurinn endaði blasti fjall eilífðarinnar við sjónum. Sá amma hest í fjallshlíðinni og langaði þá lifandis ósköp að fara heim. Svo fékk amma að fara. Það má þakka forsjóninni af alhug að amma skyldi fá að fara fljótt eftir síðasta áfallið. Hún fékk hægt andlát. Þökk sé öllum þeim sem gerðu henni gott. Þegar ég gekk um gólf í húsi minninganna heyrði ég og sá að gamla veggklukkan var hætt að slá. Þá þótti mér um stund líkt og tíminn standa í stað og ég væri aftur orðinn lítill drengur. Ólafur Jónsson. Hjá ömmu var gott að vera, alltaf allt svo hreint og fínt og amma alltaf að. Amma hafði sterk persónuein- kenni bæði í fasi og framkomu. Stór- eyg horfði ég á hana klæða sig upp á morgnana í magabelti og sokka- bönd. Hún gekk gjarnan með sól- gleraugu og túrbanhatt sem mér þótti afar sérstakt. Hún var amma sem skartaði sínu fegursta í peysu- fötum og eins og sannkölluð fjall- kona kunni hún ógrynnin öll af sálm- um, ljóðum og vísum. Amma var mikið í eldhúsinu, þar var hún ýmist að baka, sjóða, steikja eða hræra saman sannar íslenskar krásir og ber þar hæst hið himneska bláberja- skyr „a la amma“. En amma er sú stórkostlegasta berjatínslukona sem ég hef kynnst og í ágústmánuði gekk allt út á að komast í berjamó og var hún óspör á að stinga upp í mig sæ- tindum svo ég kláraði ekki öll berin sem ég átti að færa mömmu. Í eld- húsinu var hún lítt gefin fyrir litla hjálparkokka með skítuga putta því hún var þrifin sem köttur. Mér er minnisstætt atvik úr eldhúsinu þar sem hún skipaði mér að þvo mér um hendurnar fyrir það eitt að strjúka kettinum með tánum undir matar- borðinu, nýbúin að sjálfsögðu að þvo mér. Hálfringluð á aðfinnslunni gaut ég augunum uppá afa sem sagði þá að bragði: „Já, hún er nú ekkert venju- leg kona, hún Margrét mín.“ Eitt af áhugamálum ömmu var bingóspil og kom hún iðulega með vinning heim eftir bingókvöld. Bingóið gerði það m.a. að verkum að amma varð hinn mesti hlutasafnari. Hún var mikill fagurkeri og vildi hafa fallegt og fínt í kringum sig. Hún komst í konunglegt postulíns- samband við Kaupmannahöfn í gegnum fóstursystur sína, Lovísu, og voru nokkrar ferðir þangað m.a. helgaðar postulínskaupum í verk- smiðju Bing & Gröndal sem heimili hennar og afkomenda skarta nú af. Amma var brothætt eins og hið konunglega postulín og þurfti sein- ustu ár ævi sinnar að dvelja á sjúkrahúsinu með stöðuga heimþrá til afa á Grundargötunni en á milli þeirra var sönn ást sem ég lít á sem einstaka fyrirmynd í lífinu. Með sömu orðum og amma Mar- grét vafði mig inn í sængina, kyssti mig á ennið og bauð mér góða nótt kveð ég hana: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. Pálína Jónsdóttir. Það var ævintýri að alast upp í Siglufirði síldaráranna. Það var og ævintýri að dvelja stöku sumarmán- uði nokkurra bernskuára í sveit: í Fljótum, í Sléttuhlíð og á hinu forna biskupssetri að Hólum í Hjaltadal, höfuðstað Norðurlands um aldir. Í bernskuminni eru þrjár systur, húsmæður á þremur hólum, Syðst- Hóli, Mið-Hóli og Yzt-Hóli í Sléttu- hlíð. Kolbeinn heitinn, bróðir minn, „var í sveit“ á Yzt-Hóli. Ég á Mið- Hóli. Elzti bróðir okkar, Níels, sótti konuefnið sitt, Margréti, að Syðst- Hóli. Nú eru Sléttuhlíðar-Hólar í eyði. Enn er þó búið á næsta bæ við Syðst-Hól, Hrauni, þar sem langamma mín og langafi, Sigríður Stefánsdóttir og Kjartan Jónsson, bjuggu fyrir margt löngu. Ég var því barnungur þegar ég kynntist fólkinu hennar Möggu, mágkonu minnnar, og það af góðu einu. Þetta var traust og víðsýnt bændafólk, í nánum tengslum við náttúru landsins, sögu þjóðarinnar, fornar hefðir og menningu. Það var hollt fyrir barnshuga að mótast í ná- vist þess. Margrét, mágkona mín, og Níels bróðir minn, bjuggu alla sína hjú- skapartíð í Siglufirði. Góð tengsl vóru á milli heimila okkar bræðra. Mér er sérstaklega í minni er við bræður stóðum saman í kór Siglu- fjarðarkirkju og héldum börnum okkar, Sigríði Stefánsdóttur og Friðbirni Níelssyni, undir skírn, en þau bera nöfn foreldra okkar. Áratugakynni af Margréti vóru öll á eina lund. Hún var einstök gæða- manneskja. Hún reyndist mér traustur vinur, bæði í blíðu og stríðu. Og þeir eru ófáir sem hún rétti hjálparhönd. Við systkinin fáum aldrei fullþakkað, hve vel hún og Níels reyndust móður okkar á efri árum hennar. Nú gengur Margrét mágkona mín á Guðs vegum nýrrar tilveru. Við Gerða kveðjum hana með virðingu og þakklæti. Megi hún uppskera svo sem hún hefur til sáð. Við sendum fjölskyldu hennar innilegar samúð- arkveðjur. Allir mæta ævikveldi. Eyðast blóm í klakans spori. Síðan Guð með sólareldi syngur allt til lífs að vori! Stefán Friðbjarnarson. Á Siglufirði er móðir mín fædd og alin upp ásamt bræðrum sínum. Friðbjörn Níelsson afi minn og Sig- ríður Stefánsdóttir amma mín bjuggu þar í áratugi og settu svip á bæjarlífið. Þegar ég kom fyrst á Grundargöt- una fann ég strax að það var góður andi í því húsi, ofinn úr gæsku og umhyggju þeirra sem þar hafa búið. Níels móðurbróðir minn og Margrét kona hans höfðu flutt í þetta hús og bjuggu þar með Sigríði ömmu sem eltist með reisn í skjóli þeirra og var allur heimilisbragur einstaklega fal- legur. Sem ungur maður lagði ég fyrir mig sjómennsku og forsjónin hagaði því þannig til að ég var nokkur ár á Siglufirði og stundaði sjóinn á togar- anum Hafliða. Af því er mikil saga sem ekki verður rakin hér. Á þeim árum var mikið rót í huga ungs fólks almennt og má segja að vera mín á Siglufirði hafi ekki ein- kennst af reglusemi og ráðdeild og var lifað nokkuð hratt á köflum. Á þeim árum átti ég öruggt skjól hjá Möggu og Níelsi og var alltaf tekið með mikilli vinsemd þótt hér verði dregið í efa að mikill höfðings- bragur hafi alltaf verið á mér. Uppbúið rúm, góður matur ásamt hlýju og endalausri umhyggju beið mín alltaf. Mér hefur þótt einkar vænt um þetta fólk alla tíð síðan og nú þegar Magga kveður eftir erfið veikindi vil ég þakka vinsemdina við mig. Höfðingslund húsmóðurinnar dafnaði vel í hógværðinni og lítillæt- inu sem einkenndi hana og þau hjón bæði. Það var einstakt að sjá hið góða samband þeirra hjóna og hvernig veikindin styrktu gagnkvæma virð- ingu og ástúð sem alltaf hafði fylgt þeim og er eftirbreytnivert okkur sem sáum. Þegar ég kom til þeirra síðustu áratugi fann ég glöggt að þau voru glöð að sjá að mér vegnaði vel og var farinn að lifa samkvæmt heilræðum sem mér voru gefin af góðu fólki á Grundargötunni á árum áður. Fyrir mína hönd, móður minnar og bræðra votta ég Níelsi, börnum þeirra og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð með von um að Guð megi styrkja þau í sárum missi. Möggu mun ég ætíð minnast með virðingu og hlýju. Hafðu þökk fyrir gæskuna við mig alla tíð. Vertu sæl, vina. Kjartan Ásmundsson. ✝ Erla Bergþórs-dóttir fæddist í Ólafsvík 16. júní 1941. Hún andaðist á sjúkrahúsi Blönduóss 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bergþór Stein- þórsson, f. í Ólafsvík 26. nóv. 1921, d. 22. sept. 2001, og Helga Ólafsdóttir, f. á Brim- isvöllum á Snæfells- nesi 25. júní 1913, d. 13. mars 1998. Systk- ini Erlu eru Guðrún Geirmundsdóttir, f. 13. sept. 1935, d. 6. febr. 1985, Guð- mundur Bergþórsson, f. 9. febr. 1950, Þorsteinn Bergþórsson, f. 30. júní 1951, Ásdís Unnur Bergþórs- dóttir, f. 17. júlí 1952, Hrönn Berg- þórsdóttir, f. 30. okt. 1953, Freyja Elín Bergþórsdóttir, f. 29. sept. 1956, Björk Bergþórsdóttir, f. 5. sept. 1958, Aron Karl Bergþórs- son, f. 10. des. 1959, og Jóhanna Bergþórsdóttir, f. 22. okt. 1964. Erla eignaðist sitt fyrsta barn, Helgu Hauksdóttur, 8. maí 1963 með sambýlismanni sínum, Hauki Heiðdal, f. 12. júlí 1941 á Patreks- firði, sonur Önnu Sigríðar Jóhann- esdóttur, f. 7. nóv. 1903, d. 17. febr. 1993. Helga er gift Hirti Sævari Hjartarsyni, f. 26. nóv. 1961. Börn þeirra eru Rannveig Aðalbjörg, f. 9. febr. 1984, unnusti hennar er Haukur Berg Guðmundsson, f. 7. okt. 1984, Erla Guðrún, f. 26. des. 1985, Ólína Björk, f. 13. sept. 1988, Helga Rut, f. 29. apríl 1991, Hjört- ur Sævar, f. 21. des. 1995, Sigurður Ingi, f. 8. ágúst 1999, og Vilberg Haukur, f. 31. ágúst 2002. Erla giftist 20. apr- íl 1967 Sigurði Inga Þorbjörnssyni, f. 30. nóv. 1945, frá Kornsá II í Vatnsdal, syni Þorbjörns Kristjáns Jónssonar, f. 12. okt. 1905, d. 30. júní 1976, og Elínar Sigur- tryggvadóttur, f. 26. sept. 1920. Þau eign- uðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Þorbjörn Ragnar Sigurðsson, f. 27. sept. 1966, kvæntur Sigríði Brynju Hilmarsdótt- ur, f. 6. sept. 1966, eiga þau Hilmar Örn, f. 28. júní 1990, og Eyrúnu Ingu, f. 8. sept. 2000. 2) Haraldur Sigurðsson, f. 7. mars 1971, kvænt- ur Pálu Pálsdóttur, eiga þau Pál, f. 1. nóv. 2001, og Örnu, f. 1. nóv. 2001. 3) Bergþór Sigurðsson, f. 9. janúar 1977, dætur hans eru Ing- unn Mist, f. 4. okt. 1998, og Ýrena Sól, f. 26. apríl 2000. Erla ólst upp hjá móður sinni á Snæfellsnesi. Fluttust þær til Reykjavíkur 1955. Erla flytur í Austur-Húnavatns- sýslu 1964 og fer að búa með Sig- urði Inga á Nautabúi í Vatnsdal. Bjuggu þau síðan í Grundarfirði frá 1974 til 1977. Þá flytjast þau að Kornsá II í Vatnsdal og hefja aftur búskap. Vann hún einnig utan heimilis, í mötuneyti Húnavalla- skóla, við umönnun á Sjúkrahúsi Blönduóss og í mötuneyti Lands- virkjunar við Blönduvirkjun. Útför Erlu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Sauðárkrókskirkjugarði. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Spámaðurinn.) Meðal Íslands dýrstu drósa Drottins lilja prúð þú varst; meðal svásra systur-rósa sæmdar-fald þú lengi barst. Fríð í sjón og horsk í hjarta, höfðings-lund af enni skein, svipur, athöfn – allt nam skarta, af því sálin var svo hrein. (M. Joch.) Þín börn, tengdabörn og barnabörn. Elsku amma. Nú þegar þú ert farin er svo sárt að finna tómið sem þú skildir eftir. En við hughreystum okkur á því að nú eru þjáningar þínar loks á enda. Þú varst okkur stoð og stytta. Þú hugsaðir til okkar á hverj- um degi og athugaðir hvort þú gætir leiðbeint okkur og aðstoðað á ein- hvern hátt og varst alltaf reiðubúin þegar í stað, þegar á þurfti að halda. Þú hélst okkur saman með kærleik þínum sem mun ávallt lifa í hjarta okkar. Við eigum alltaf minningarnar sem þú gafst okkur. Hvíl í friði, elsku amma okkar. Komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, gengin ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. Stöðvast lífsins stundaglas, stendur tíminn kyr, þú sem hafðir fágað fas, færð því góðan byr. (Kristján Run.) Þín Rannveig Aðalbjörg, Erla Guð- rún, Ólína Björk, Helga Rut, Hjörtur Sævar, Sigurður Ingi og Vilberg Haukur Hjart- arbörn, Ingunn Mist og Ýrena Sól Bergþórsdætur. Nú hefur elsta systir okkar Erla kvatt þennan heim eftir margra ára baráttu við illvígan sjúkdóm. En við sem þekktum hana vitum að hún trúði á annað líf og fleiri víddir og ef það er mögulegt þá á hún eftir að láta vita af sér. Það var ekki oft sem þessi stóri systkinahópur kom allur saman en þó gerðist það síðasta sumar, eftir nokk- urra mánaða undirbúning og í tilefni af færeysku dögunum sem eru árlega í Ólafsvík, að við slógum upp tjaldbúð- um í Klettakoti og áttum frábæra helgi öll saman. Erla var mikið nátt- úrubarn og naut þess vera úti með allt þetta líf í kringum sig. Hún sagði seinna að hún hefði séð Ólafsvík í öðru ljósi eftir þessa helgi og hún væri bara falleg. Elsku Erla. Það er erfitt að kveðja því okkur fannst að við hefðum haft svo lítinn tíma með þér, svo margt var eftir að segja og gera. Þú elskaðir að sauma út og varst alltaf að skoða bæklinga yfir útsaum og þar var svo margt sem þig langaði til að gera enda listamanneskja í höndunum. Ekki var natnin minni við garðinn heima og svo Lundurinn í Vatnsdaln- um sem þú hafðir svo mikinn metnað fyrir og reyndir að gróðursetja þar tré á hverju ári. Þú tókst okkur alltaf opnum örm- um þegar við komum í heimsókn og vildir allt fyrir alla gera. Við viljum þakka þér þann tíma sem við áttum saman og fyrir að hafa fengið að kynnast þér því það gerir okkur að betri mönnum. Við trúum því að það hafi verið vel tekið á móti þér, en eftir skilur þú stóran og vandaðan afkomendahóp og eiginmann sem umvafði þig með kær- leik sínum og hlúði að þér eftir bestu getu í þessum veikindum, þeim viljum við votta okkar dýpstu samúð. Við kveðjum þig, elsku systir, með þökk fyrir allt. Þín systkini: Guðmundur, Þorsteinn, Ásdís, Hrönn, Freyja, Björk, Aron og Jóhanna. Hún Erla er farin þangað sem við öll förum að lokum, við vitum að vel hefur verið tekið á móti henni af al- mættinu, móður hennar, systur og fleirum. Fyrst sáum við Erlu rúmlega 20 ára stúlku með Helgu dóttur sína unga og Helgu móður sína með sér. Hún kom fyrst í Húnavatnssýsluna sem ráðskona að Hnausum og síðan í Vatnsdalinn en þar kynntumst við Erlu betur um leið og hún tengdist Kornsárfjölskyldunni. Það var gott að vera í návist Erlu, hún var fínleg kona og tilfinninga- næm, hún var ekki allra en vinum sín- um var hún trygg og einlæg. Erla var alltaf trú sinni sannfæringu og hrein- skiptin, hvort sem samfélaginu líkaði betur eða verr. Við áttum margar góðar stundir með Erlu á Kornsá og einnig í Grund- arfirði en þar dvaldi fjölskyldan í nokkur ár. Erla hafði ákaflega gaman af að ferðast og þráði að geta skoðað landið sitt sem og erlenda grundu, hún fór nokkrar ferðir til útlanda að hitta börnin sín eða í fylgd með þeim og bónda sínum. Erla hafði mikinn áhuga á skóg- rækt, hún hugsaði vel um plönturnar sínar, hún hafði gróðursett mikið og stækkað reitinn sem tengdaforeldrar hennar byrjuðu á, þar átti hún marg- ar ánægjustundir allt fram á síðasta sumar en þá fylgdist hún með þegar gróðursett var og hlúði að því sem hún sjálf hafði áður gróðursett. Erla lagði mikið á sig fyrir börnin sín og þeirra fjölskyldur. Þegar hún vissi að vera hennar hér færi að stytt- ast áttu barnabörnin hug hennar flestum stundum, hún sinnti þeim sem frekast hún mátti og dótturdæt- urnar hjálpuðu henni eins og þær gátu. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með hversu vel Siggi hugsaði um Erlu sína, og gerði henni kleift að dvelja lengst af heima. Við þökkum Erlu fast að 40 ára samfylgd og sendum innilegar sam- úðarkveðjur til Sigga, barna, tengda- barna, barnabarna og annarra að- standenda. Sæunn Freydís Grímsdóttir, Guðmundur Karl Þorbjörnsson. Elsku vinkona mín. Nú ertu farin, farin í annan heim. Þú varst svo sterk þessa síðustu mán- uði. Jafnvel þessar síðustu heimsókn- ir mínar til þín. Heimsóknir sem ég er svo þakklát fyrir, að hafa getað verið hjá þér. Þú áttir stóra fjölskyldu sem þú gerðir allt fyrir. Þau voru efst í þínum huga þessa síðustu mánuði. Það lýsir þér svo vel, alltaf að hugsa um þitt fólk. Þín verður sárt saknað. Það verður skrítið að koma í sveit- ina í framtíðinni, vitandi það að þú munir ekki vera þar, sísla í kringum alla og passa að öllum líði vel og að ekkert vanti. Alltaf svo mikið um að vera í sveitinni. Þetta hefur verið erfiður tími og langur. Að þurfa að sitja og horfa á og geta ekkert gert. Lífslöngun þín var svo sterk. Það sáu og fundu allir sem voru í kringum þig. Enda er það eðli- legt. Hver vill ekki sjá börn sín og barnabörn vaxa og sjá þau dafna í þessum heimi. Svo rann dagurinn upp, guð kallaði þig til sín. Það var sorgardagur. Mað- ur vissi að þessi dagur myndi koma en það var samt svo sárt að heyra þessar sorgarfréttir. Það er það alltaf. Þrátt fyrir að maður hugsi að þér líði betur á þeim stað sem þú ert á í dag. Þú ert farin og ekki er hægt að gera neitt sem breytir því, til að fá þig aftur. En ég veit að þú fylgist með okkur, elsku Erla. Ég þakka þér fyrir allt. Elsku Siggi, börn og fjölskyldur þeirra. Guð blessi ykkur á þessari erf- iði stund. Þín vinkona Emilía Sæmundsdóttir. ERLA BERG- ÞÓRSDÓTTIR Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.