Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 47 Sonur minn, bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR BIRGIR SIGURÐSSON, Hallveigarstíg 9, Reykjavík, frá Laugalandi, Vestmannaeyjum, sem lést fimmtudaginn 27. mars, verður jarð- sunginn frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík mánudaginn 7. apríl kl. 15.00. Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Hallgrímur Valdimarsson, Inga Jóna Sigurðardóttir, Sævar G. Proppé, Guðlaugur Sigurðsson, Kristrún O. Stephensen. Alúðarþakkir til allra sem heiðruðu minningu okkar ástkæra TÓMASAR KRISTJÁNSSONAR, Hraunbraut 32, Kópavogi, og sýndu okkur hlýhug og vinsemd við andlát hans og útför. Sérstaklega þökkum við öllu starfsfólki á 11 E Landspítalanum við Hringbraut alla umönnun og einstakan hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Gestsdóttir, Kristrún Tómasdóttir, Pétur Oddgeirsson, Jóhanna Tómasdóttir, Guðlaug Tómasdóttir, Steingrímur Sigurðsson, Tómas Þórarinn, Arnar Oddgeir, Marta, Sindri Þór, Steinar Páll og Sara Ósk. Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HARALDAR ÁRNASONAR. Erna Erlendsdóttir, Árni Björn Haraldsson, Lena Haraldsson, Jón Ingi Haraldsson, Sigrún Erlendsdóttir, Svanbjörg Helga Haraldsdóttir, Hildigunnur Haraldsdóttir, Ásgeir Sverrisson, Auður Ingibjörg Haraldsdóttir, Ólafur Valsson, Gunnlaugur Brjánn Haraldsson, Arndís Eir Kristjánsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, ÖNNU PETERSEN, Flókagötu 25. Sérstakar kveðjur og þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og allra þeirra, sem önnuðust hana á undanförnum árum. Bernhard Petersen, Anna María Petersen, Elsa Petersen, Bogi Nilsson, Othar Örn Petersen, Helga Petersen, Ævar Petersen, Sólveig Bergs, Gunnar Petersen, Guðmunda Petersen og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÞORGERÐAR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Vestmannabraut 76, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðskil- unardeild Landspítalanum við Hringbraut, starfsfólki Sunnuhlíðar Kópavogi og Birni Angantýssyni bílstjóra fyrir sér- lega góða umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Adolf Magnússon og fjölskylda. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við frá- fall og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, HENNÝJAR DRAFNAR ÓLAFSDÓTTUR, Vestmannaeyjum, sem lést mánudaginn 17. mars sl. Pétur Sveinsson, María Pétursdóttir, Aðalheiður Pétursdóttir, Friðjón Jónsson, Erla Björg Pétursdóttir, Gísli Elíasson, Sigurður Freyr Pétursson, Þórey Guðmundsdóttir, Guðni Þór Pétursson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BLÆNGUR GRÍMSSON húsasmíðameistari frá Jökulsá á Flateyjardal, síðast til heimilis að Holtagerði 69, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 13.30. Margrét Aðalbjörg Ingvarsdóttir, Ingvar Blængsson, Eygló Jóhanna Blængsdóttir, Arve Hammer, Gríma Huld Blængsdóttir, Eggert Hjartarson, Blængur Blængsson, Eygló Hafsteinsdóttir, Gréta Björg Blængsdóttir og barnabörn. Ég vil í nokkrum orðum minnast vinar míns afa Þorgeirs. Við mæðgin geym- um ótal minningar um vikulegar heimsóknir hans síðustu 10 árin. Oftast á föstudögum birtist Þor- geir afi og nafni hans réð sér ekki fyrir gleði yfir þessum heimsóknum enda ekki von. Því það var ekkert lít- ið á seyði. Lagt var upp í marga langferðina og m.a. siglt til Afríku. Sófaborðið breyttist á augabragði í eintrjáning, með því að þeir nafnar settust klofvega á það og kústurinn varð að ómissandi vopni í baráttu við tígrísdýr, krókódíla og grimmar gór- illur sem Þorgeir afi lék af svo mikilli snilld að taka varð smá hlé á Níl- arsiglingunni til að hlæja. Þeir nafnar börðust líka við að landa löxum úr straumhörðum ís- lenskum ám. Íklæddir vaðstígvélum, sá yngri í sínum og afinn í mínum, breyttist stofuteppið í ólgandi á, herðatré urðu að veiðistöngum og bangsar að löxum sem þeim tókst að lokum að landa. Þorgeir afi naut þess að fara á list- viðburði og fórum við mæðginin á ófáar leiksýningarnar og tónleika með honum, af öllu mögulegu tagi eins og Latabæ í Loftkastalanum, og Flamencó söng og dans, ofl.. Spænskan var sameiginlegt áhugamál mitt og Þorgeirs. Hann sagði mér frá því þegar áhugi hans á rómönskum málum kviknaði fyrst, en þá var hann strákur á Húsavík og kallaður Geiri. Á heimilinu var við- tæki og þeir bræður reyndu að ná erlendum stöðvum. Eitt skiptið, er þeir voru að leita, heyrðist sagt óm- þýðri og hljómfagurrri kvenmanns- röddu: Radio Roma Radio Roma. Þar með var búið að vekja áhuga Þorgeirs á rómönskum málum. Þorgeir yngri gerði sér vonir um að afi hans gæti séð hann stíga sín fyrstu skref á leiksviðinu og feta með því í fótspor hans, en Þorgeir eldri átti einmitt 65 ára leikafmæli á þessu ári. Við Þorgeir yngri minnumst Þor- geirs afa með hlýju, söknuði og þakklæti fyrir allar samverustund- irnar, fyrir ómetanlegan áhuga hans og stuðning við velferð nafna síns og afastráks, Þorgeirs Jónssonar. Elsa Arnardóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getr. Þessi orð úr Hávamálum komu fyrst upp í hugann þegar ég heyrði að minn góði vinur Þorgeir Jónsson læknir hefði kvatt þessa jarðvist og væri nú kominn á æðra svið og efa- laust fljótlega farinn að sinna líkn- arstörfum sem honum voru svo hug- leikin meðan hann dvaldi hér meðal okkar og voru svo sannarlega þau að veita öðrum hjálp og líkn á erfiðum stundum. Ég kynntist Þorgeiri fyrir rúmri hálfri öld, en þá var hann héraðs- læknir á Þingeyri við Dýrafjörð, en ég og mín kona í kaupavinnu á Laugabóli í Arnarfirði. Þannig var að ég fékk slæma ígerð og varð því að leita læknis og lá því beinast við að fara til Þingeyrar til Þorgeirs og biðja hann ásjár. Þarna dvaldi ég í eina viku og þar með hófust kynni sem aldrei hafa rofnað síðan. Svo skildi leiðir, ég fór til míns heima, en hann varð áfram á Þingeyri, ekki er mér kunnugt hve lengi hann starfaði ÞORGEIR JÓNSSON ✝ Þorgeir Jónssonlæknir fæddist á Húsavík 24. mars 1916. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 24. mars. þar, en árið 1967 flutt- ist ég í Kópavog og vildi þá svo til að hann bjó þar á Sunnubraut 29, en hann rak sína læknastofu í Domus Medica, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs- sakir, nú fyrir nokkr- um árum. Þegar hér var komið sögu tókum við upp fyrri kynni og áttum margar ánægjustundir saman. Þorgeir var af- ar þægilegur í um- gengni, skemmtilegur og fróður um marga hluti, hann var gamansamur, léttur í lund og hvers manns hugljúfi. Hann var mikil drif- fjöður í öllu félagsstarfi í Félagi eldri borgara og hélt þar uppi mjög fjöl- breyttum og skemmtilegum uppá- komum, svo sem fjöldasöng, ljóða- upplestri að ógleymdri þátttöku sinni í félagsskapnum „Hana nú“ þar sem hann lék á als oddi í mörgu sem sá óformlegi félagsskapur tók sér fyrir hendur, svo sem leiklist, lestri á eigin ljóðum, því hann var skáld- mæltur vel. Hann lék þónokkuð á sviði og þá undir stjórn Ásdísar Skúladóttur og einnig Þóris Stein- grímssonar, svo og lék hann í kvik- myndum og þónokkuð í sjónvarps- auglýsingum. Hann var þetta sem kallað er náttúrutalent, ólærður, en lék af hjartans lyst. Honum var margt til lista lagt, hann var mikill unnandi sígildrar tónlistar og var fastagestur á flestum ef ekki öllum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands meðan heilsan leyfði. Já, Þor- geiri var margt til lista lagt og var hann óspar á að miðla öðrum af þekkingu sinni og fróðleik. Ég set hér nokkrar ljóðlínur sem kveðju til hans og þakklætisvott fyrir órofa vináttu og tryggð frá fyrstu kynn- um: Ég kveð nú minn kæra vin klökkur, í hinsta sinn. Íslenskan eðalhlyn. Aftur við sjáumst, ég finn, vinsæli vinur minn. Ég sendi börnum hans og Mar- gréti mína dýpstu samúð, megi góð- ur Guð létta ykkur söknuðinn vegna fráfalls hans sem var ykkur allt í öllu. Valdimar Lárusson. Hinn 24. mars síðastliðinn fylgd- um við gömlum félaga, vini og starfs- bróður nokkur spor, þegar hann var að leggja upp í sína hinstu för. Þor- geir Jónsson læknir var kvaddur af vinum og vandamönnum við hátíð- lega athöfn í Kópavogskirkju. Við vorum þrír félagarnir vestur á fjörð- um, sinn við hvern fjörðinn, að passa upp á heilsu og heilbrigði fólksins þar. Við höfðum með okkur nokkra samvinnu og leystum hver annan af í sumarfríum. Við hittumst iðulega, einnig á vetrum þótt fjallvegir og úf- inn sær torvelduðu tíðum samfundi. Um þessa tíma eigum við ánægju- legar endurminningar. Þorgeir var eldri í hettunni en við, var búinn að þjóna í Þingeyrarhéraði í mörg ár þegar við komum vestur. Til Þor- geirs var því gott að leita góðra ráða fyrir unga og óreynda héraðslækna. Hans hérað var stærst og fjölmenn- ast og útvörðurinn í vestri. Þorgeir var lífið og sálin í öllu félagslífi í sínu héraði. Leiklist og hvers kyns tónlist voru eftirlætis viðfangsefni hans og áhugamál. Það hefur verið einhvern tíma seint á sjöunda tug aldarinnar síðustu, sem við hættum störfum þar vestra og fluttum suður í þéttbýlið. Þorgeir settist að í Kópavogi, vann bæði sjálfstætt sem heilsugæslu- læknir en einnig á geðdeild Borg- arspítalans. Hann aflaði sér mikillar menntunar í geðsjúkdómafræðum. Á síðari árum lagði hann einnig stund á málanám við Háskóla Ís- lands, einkum ítölsku og spænsku. Þorgeir tók mikinn þátt í félagslífi í Kópavogi, einkum eftir að hann hætti læknisstörfum vegna aldurs. Þá var hann um langt skeið lífið og sálin í félagsstarfi aldraðra. Því miður er stundum eins og samfundir verði ekki eins tíðir hér í þéttbýlinu eins og úti í dreifbýlinu, þar sem samgöngur eru þó erfiðari. Þess vegna voru fundir okkar gömlu félaganna ekki eins margir á síðari árum. Nú er við kveðjumst minn- umst við daganna og samfundanna vestur á fjörðum með söknuði og hlýju. Það verður ávallt bjart yfir þeim minningum. Við sem eftir lifum söknum góðs vinar. Björn Önundarson, Guðsteinn Þengilsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.