Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 55
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 55 ÞAÐ má með sanni segja að boðið verði til glæsilegrar gospelveislu í Léttmessu í Árbæjarkirkju sunnu- dagskvöldið 6. apríl kl. 20. Léttmessurnar hafa hlotið fá- dæma undirtektir og fallið fólki á öllum aldri vel í geð. Að þessu sinni mun hinn frábæri gospelkór kirkj- unnar leiða sönginn undir styrkri stjórn Kzristínu Kalló Sklenár. Þeim til halds og trausts verður söngkonan Helga Magnúsdóttir, bassaleikarinn Björn Sigurðsson og trommarinn Brynjólfur Snorra- son. Kórinn hefur sungið sig inn í hug og hjarta Árbæinga og getið sér gott orð fyrir að koma gleði „gospelsins“ til skila á lifandi hátt. Lagavalið er vandað að venju og munu nokkrar af helstu perlum gospeltónlistarinnar hljóma. Sr. Óskar Ingi Ingason þjónar fyrir altari og Ólafur Jóhann Borg- þórsson guðfræðinemi og starfs- maður í unglingaklúbbi kirkjunnar flytur hugvekju. Félagar úr TTT (10-12 ára) starfi kirkjunnar lesa ritningarlestra og bænir. Eftir messu er boðið uppá kaffi og kon- fekt í safnaðarheimilinu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Ekki vanrækja andlegu hliðina, láttu sjá þig í léttmessu í Árbæj- arkirkju. Kvöldmessa í Dómkirkjunni GOSPELSYSTUR Reykjavíkur syngja í kvöldmessu í Dómkirkj- unni sunnudagskvöld 6. apríl kl. 20. Margrét Pálmadóttir stjórnar og Agnar Már Magnússon leikur undir. Sr. Hjálmar Jónsson flytur hugleiðingu og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir messuna og þjónar að kvöldmáltíðarsakra- mentinu. Gospelsystur eru um 60 svo það má búast við miklum söng og stemmningu. Kvöldmessur eru jafnan fyrsta sunnudag í mánuði og æðruleysismessur hinn þriðja. Þessar helgistundir hafa verið fjöl- sóttar og eru vaxtarbroddur kirkjustarfsins hjá okkur sem við leggjum kapp á að hlú að og gleðj- umst yfir. Föstumessa og friðarbænir í Hallgrímskirkju UNDANFARIN fimm sunnudags- kvöld hafa klukkur Hallgríms- kirkju kallað fólk saman til helgi- halds kl. 20, fyrst með kröftugum hætti á æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar fyrsta sunnudag í mars og síðan öllu hljóðlátara eftir að fast- an gekk í garð. Sunnudagskvöldið 6. apríl er síð- asta föstumessan, en fyrsta sunnu- dag í maí, 4. maí, verður aftur kvöldmessa með því lagi sem tíðk- ast hefur undanfarin ár. Föstumessurnar hafa að þessu sinni verið helgaðar friðarbænum öðru fremur. Öll umgjörð stuðlar að friði hið innra, kertaljós og kyrrlátir söngvar, því friður í heimi hlýtur að hefjast í hjarta ein- staklingsins. Núna á sunnudagskvöldið syng- ur Schola cantorum undir stjórn kantors Hallgrímskirkju, Harðar Áskelssonar. Sr. María Ágústs- dóttir héraðsprestur þjónar að orði og borði. Lesið verður úr písl- arsögunni, flutt stutt íhugun og friðarbænir. Einnig er fólki gefinn kostur á að tendra bænaljós og skrifa bæn- arefni sín í tengslum við kvöld- máltíðarsakramentið. Vertu vel- komin(n) í kirkjuna þína. María mey í íslenskri myndlist SÍÐASTI fræðslumorgunn í Hall- grímskirkju á þessum vetri verður næstkomandi sunnudag kl. 10. Þá mun dr. Pétur Pétursson prófessor flytja erindi um stöðu og þýðingu Maríu meyjar í trúarlífi kristinnar kirkju. Hugað verður að trúarlegu og tilfinningalegu gildi mynda af Maríu með Jesúbarnið. Þá mun dr. Pétur ræða um mikilvægi henn- ar fyrir tjáningu trúar í nútíman- um. Jafnframt fyrirlestri sínum mun dr. Pétur taka dæmi úr ís- lenskri myndlist að fornu og nýju. Að fyrirlestrinum loknum gefst tækifæri til spjalls og fyrirspurna áður en gengið er til messu kl. 11 sem er í umsjá séra Sigurðar Páls- sonar. Gestir frá Þýskalandi hjá KFUM og KFUK DR. ROLAND Werner, Gottfried Müller og Lunatic Art-dansflokk- urinn frá Þýskalandi verða gestir KFUM og KFUK í Reykjavík um þessa helgi. Samkomur verða þá haldnar í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28: Í dag, laugardag 5. apríl, kl. 20.30 og á morgun, sunnudag 6. apríl, kl. 20. Roland Werner er einn af fremstu leiðtogum í kristilegu ungmennastarfi í Þýskalandi. Hann er mjög skemmtilegur pré- dikari og notar nýjustu aðferðir til að miðla hinum kristna boðskap. Þess vegna hefur hann með sér ungmennaprédikarann Gottfried Müller sem hefur getið sér gott orð í Þýskalandi sem góður ræðumað- ur og dansflokkinn Lunatic Art. Lunatic Art-dansflokkurinn miðlar hinni kristnu trú með dansi og lát- bragði og hefur getið sér gott orð í Þýskalandi fyrir listsköpun sína. Allt besta tónlistarfólk KFUM og KFUK mun sjá um vandaða tónlist og leiða almennan söng. Gospelveisla í Árbæjarkirkju Morgunblaðið/Jim Smart Árbæjarkirkja DAGUR Arngrímsson, Haga- skóla, og Helgi Brynjarsson, Hlíðaskóla, urðu Skólaskákmeist- arar Reykjavíkur á Skólaskákmóti Reykjavíkur sem fór fram 2. og 3. apríl. Dagur hlaut 3½ vinning í eldri flokki, eins og Hilmar Þor- steinsson, Hagaskóla. Þeir þurftu því að tefla einvígi um titilinn. Þar sigraði Dagur 1½-½. Í þriðja sæti varð Hjörtur Jóhannsson, Öldu- selsskóla, en þessir þrír hljóta all- ir keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák. Keppendur í eldri flokki voru einungis fimm. Helgi Brynjarsson varð einn efstur í yngri flokki með 7½ vinn- ing. Í 2.–3. sæti urðu Hjörvar Steinn Grétarsson og Ingvar Ás- björnsson með 6½ vinning, en þessir þrír hljóta einnig keppn- isrétt á Landsmótinu í skólaskák. Úrslit í yngri flokki: 1. Helgi Brynjarsson, Hlíða- skóla 7½ v. 2. Hjörvar Steinn Grétarsson, Rimaskóla, 6½ v. 3. Ingvar Ásbjörnsson, Rima- skóla, 6½ v. 4.–5. Hallgerður Helga Þor- steinsd., Melaskóla, 6 v. 4.–5. Gylfi Davíðsson, Breiða- gerðisskóla, 6 v. 6.–11. Sverrir Ásbjörnsson, Rimaskóla, Vilhjálmur Pálmason, Laugarnesskóla, Benedikt Sigur- leifsson, Laugarnesskóla, Eggert Kári Karlsson, Laugarnesskóla, Senbeto Gebeno Gyula, Öldusels- skóla, Aron Hjalti Björnsson, Hlíðaskóla, 5 v. 12.–13. Karel Sigurðarson, Fossvogsskóla, Sigurður Davíð Stefánsson, Fossvogsskóla, 4½ v. 14.–15. Hreinn Bergs, Laugar- nesskóla, Jónatan Birgisson, Há- teigsskóla, 4 v. o.s.frv. Keppendur voru 18. Skákstjór- ar voru Vigfús Óðinn Vigfússon og Torfi Leósson. Hagaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita Skáksveit Hagaskóla sigraði á Íslandsmóti grunnskólasveita. Yf- irburðirnir voru ótvíræðir eins og sést af því, að sveitin missti aðeins niður hálfan vinning í 36 skákum og hlaut alls 35½ vinning, en skák- sveit Hlíðaskóla varð í öðru sæti með 29½ vinning. Brekkuskóli varð í þriðja sæti með 23½ vinn- ing. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Hagaskóli 35½ v. 2. Hlíðaskóli 29½ v. 3. Brekkuskóli 23½ v. 4. Rimaskóli 21 v. 5. Laugarnesskóli-A 20 v. 6. Lundarskóli 19 v. 7. Salaskóli-A 19 v. 8. Breiðagerðisskóli 18 v. 9. Melaskóli 18 v. 10. Salaskóli-B 17½ v. 11. Digranesskóli 17 v. 12. Fossvogsskóli 15½ v. 13. Laugarnesskóli-B 14½ v. 14. Álftanesskóli 12½ v. 15. Heppuskóli 7½ v. Sigursveit Hagaskóla skipuðu: 1. Dagur Arngrímsson 2. Hilmar Þorsteinsson 3. Aron Ingi Óskarsson 4. Víkingur Fjalar Eiríksson. Fyrirliði Hagaskóla var Arn- grímur Gunnhallsson. Sveitirnar voru skipaðar nemendum grunn- skóla víðsvegar að af landinu. Þátttaka var mun minni en oft áð- ur. Skákstjórar voru Sigurbjörn Björnsson, Haraldur Baldursson og Ríkharður Sveinsson. Atkvöld á mánudag Taflfélagið Hellir heldur næsta atkvöld mánudaginn 7. apríl og hefst mótið kl. 20. Fyrst verða tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár at- skákir með tuttugu mínútna um- hugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Dominos pizzum. Þá verður annar keppandi dreg- inn út af handahófi, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Dominos pizzum. Þar eiga allir jafna mögu- leika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Allir velkomnir. Vigfús Ó. Vigfússon sigraði á síðasta atkvöldi Hellis, sem fram fór 31. mars, eftir jafna og spenn- andi keppni við Lenku Ptácníková og Sæbjörn Guðfinnsson. Þurfti stigaútreikning til að skera úr um sigurvegara. Vigfús tapaði fyrir Lenku í fyrstu umferð en Lenka tapaði fyrir Sæbirni. Vigfús hafði svo sigur á Sæbirni. Lenka sá um skákstjórn. Lokastaðan á atkvöld- inu: 1. Vigfús Ó. Vigfúss. 5 v. 2. Lenka Ptácníková 5 v. 3. Sæbjörn Guðfinnss. 5 v. 4. Ólafur S. Helgason 3½ v. 5. Davíð Guðnason 3 v. o.s.frv. Páskaeggjamót Hellis Hið árlega Páskaeggjamót Hellis verður haldið mánudaginn 7. apríl 2003 og hefst taflið kl. 17, þ.e. nokkru fyrr heldur en venju- legar mánudagsæf- ingar. Páskaeggja- mótið kemur í stað mánudagsæfingar. Tefldar verða 7 um- ferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri. Ókeypis er fyrir fé- lagsmenn í Tafl- félaginu Helli en fyr- ir aðra er þátttökugjald kr. 500. Allir þátttakendur keppa í ein- um flokki, en verðlaun verða veitt í tveimur aðskildum flokkum. Páskaegg verða í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í eldri flokki (fæddir 1987–9) og yngri flokki (fæddir 1990 og síðar). Að auki verða tvö páskaegg dregin út og efsta stúlkan í mótinu fær páskaegg í verðlaun. Páskaeggjamótið verður haldið í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjódd. Inngangur er við hliðina á Sparisjóði Reykjavíkur, en salur félagsins er á þriðju hæð hússins. Skákþing Íslands – Áskor- enda- og unglingaflokkur Skákþing Íslands 2003, áskor- enda- og unglingaflokkur (Ung- lingameistaramót Íslands u-20) verður haldið dagana 12.–20. apríl. Áskorendaflokkur (flokkur undir 2.000 stigum og flokkur undir 1.600 stigum) og unglingaflokkur verða sameinaðir og mun sá sem efstur verður þeirra sem ella hefðu keppt í unglingaflokki hljóta titilinn „Unglingameistari Íslands 2003“ og í verðlaun farseðil (á leið- um Flugleiða) á skákmót erlendis. Fyrsta daginn verða tefldar 3 at- skákir og síðan kappskákir hina dagana. Umferðatafla: Laugard. 12.4. kl. 14, 1.–3. umf. Mánud. 14.4. kl. 18, 4. umf. Þriðjud. 15.4. kl. 18, 5. umf. Miðvikud. 16.4. kl. 18, 6. umf. Föstud. 18.4. kl. 14, 7. umf. Laugard. 19.4. kl. 14, 8. umf. Sunnud. 20.4. kl. 14, 9. umf. Teflt verður eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími í kapp- skákunum verður 2 klst. á 40 leiki og 1 klst. til að ljúka skákinni. Verðlaun: 1. kr. 20.000, 2. kr. 12.000, 3. kr. 8.000. Þátttökugjald fyrir 18 ára og eldri kr. 2.000, fyrir 15–17 ára kr. 1.300 og fyrir 14 ára og yngri kr. 800. Teflt verður í félagsheimili Tafl- félags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Skráning hefst á mótsstað klukku- stund áður en fyrsta umferð hefst. SKÁK Félagsheimili TR SKÓLASKÁKMÓT REYKJAVÍKUR – EIN- STAKLINGSKEPPNI 2.–3. apríl 2003 Dagur ArngrímssonHelgi Brynjarsson dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Dagur Arngrímsson og Helgi Brynjarsson Skóla- skákmeistarar Reykjavíkur Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r www.solidea.com Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.