Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 3
munum hafði hann gefið við ýmis tækifæri.“ Ívar Þ. Björnsson byrjaði að læra leturgröft hjá föður sínum þegar hann var 14 ára. Hann var 19 ára þeg- ar hann kláraði árið 1971 og nokkrum árum síðar hóf hann nám í gullsmíði hjá Guðmundi Björnssyni bróður sín- um, sem hann lauk árið 1984. „Guð- mundur hafði stimpilinn Muggur, en er hættur í dag. Amstrið sem fylgdi rekstrinum, víxlar og skuldir, átti ekki við hann og hann fór að vinna hjá Flugleiðum. Það er eftirsjá að honum, því hann var mikill fagmaður.“ Ívar er 52 ára og hefur alla tíð unn- ið við leturgröft og gullsmíðar. Hann keypti verslunina Gull og demanta í Aðalstræti árið 1989 af ekkju Óskars Kjartanssonar. Fimm árum síðar keypti hann verslunarhúsnæði af Halldóri Sigurðssyni gullsmið á Skólavörðustíg. Og hann er leturgraf- ari. „Leturgröftur felst í að grafa og merkja hluti úr málmi, s.s. skeiðar, bakka, skálar og hringa. Leturgraf- arar eru ekki háðir forminu, eins og þeir sem nota vélar við að merkja hluti. Þeir búa til mynstrið sjálfir, en þurfa ekki að reiða sig á tilbúin mynstur úr vélum. Auk þess ristir vélgrafin merking ekki eins djúpt. Hjá leturgrafara endist hún margar kynslóðir, en hún máist jafnvel á sex árum ef vélar eru notaðar.“ Konungbornir viðskiptavinir Margir af viðskiptavinum Ívars eru ekki af verri endanum. Þar á meðal eru Spánarkonungur, Danaprinsessa og íslenska ríkisstjórnin. Þá gróf Ívar nýlega innsigli fyrir kosningarnar í vor, en skipta þurfti um innsigli vegna nýrrar kjördæmaskipunar. „Þegar ég skoðaði gömlu innsiglin sá ég að þau voru grafin af föður mínum,“ segir hann. „Þetta eru vönduð innsigli úr kopar notuð af yfirkjörstjórn til þess að innsigla kjörkassana.“ Á verkstæði Ívars er eina tæki landsins sem notar leysigeisla til við- gerðar á skartgripum og öðrum hlut- um. „Það sem er gott við tækið er að hægt er að nota það á hluti, sem þola illa hita, því geislinn bræðir saman efni án þess að bætt sé við eða not- aður sé hiti,“ segir Ívar. „Þetta hefur gefist vel í viðgerðum á stáli, s.s. á lækningatækjum, myndavélum, gler- augum o.s.frv.“ Og Íslendingar eru að eignast nýj- an leturgrafara, því Ívar Björn hefur lokið fjögurra ára námi í leturgreftri hjá föður sínum. Hann er 21 árs og byrjaði að vinna hjá föður sínum 16 ára. Ívar Björn fékk námið í letur- greftri metið til sveinsprófs í gull- smíði og þurfti að bæta við sig tæpum þremur árum. Meðfram því tekur hann meistaranám í Iðnskólanum og útskrifast úr báðum greinum í vor. Teiknar heima á kvöldin Ívar Björn segist hafa velt því fyrir sér að fara utan þegar náminu lýkur. „Ég er með græna kortið og get því farið til Bandaríkjanna ef ég vil,“ seg- ir hann. „En það sem heldur í mig er að ég vil ekki vera í burtu frá fjögurra ára dóttur minni.“ Hann segir það krefjast mikillar æfingar að sérhæfa sig í leturgreftri og að hann þurfi að teikna heima á kvöldin til að ná árangri. „Það er svo mikið að gera í vinnunni á daginn að maður þarf stöðugt að vera með pennann á lofti á kvöldin. Ég er mis- duglegur við það,“ viðurkennir hann fúslega og brosir. Ívar eldri fékk blóðtappa fyrir ári og hefur mikið verið frá vinnu síðan. Það hefur því mikið mætt á Ívari Birni undanfarið ár. „Ég sökkti mér í vinnu, gerði allt og árangurinn kom mér á óvart,“ segir hann og sýnir blaðamanni eftirmynd úr gulli sem hann bjó til af björgunarsveitarþyrlu, mikla völundarsmíð. „Þetta hefur verið lærdómsríkt. Það má segja að þarna hafi ég fyrst kynnst því hvernig væri að vinna. Ég fór heim þegar mamma kom til að leysa mig af, lagði mig og mætti svo í vinnuna aftur.“ Það er andleg næring að sitja á vinnustofunni, sötra kaffi og fylgjast með feðgunum að störfum. Ívar er að flétta saman upphafsstafi og sonur hans að leggja síðustu hönd á skreyt- ingar á drykkjarhorni. Ef það er fyrir goðin á það eftir að sóma sér vel í veisluhöldunum í Valhöll. Silfurbakki sem var „ciseleraður“ af Birni í tilefni af brúðkaupsafmæli, en Björn skildi eftir sig fjölda muna. Ívar hefur stundum smíðað krossa eða rósir sem fólk getur átt til minn- ingar um látna ástvini. Leturgröftur er nákvæmnisvinna og mikið veltur á skriffærni og teikningu. Vélmerkingar rista ekki jafn djúpt. Ívar Björn er að smíða silfurskreytt horn með handáletruðu mynstri, en hann er í meistaranámi í Iðnskólanum. pebl@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 B 3 Ef þú þarft að fara í viðskiptaferð til London eða Kaupmannahafnar á þessum tilteknu dögum þá bjóðast tveir kostir*. Verðmunurinn er sláandi. Iceland Express: Engin sunnudagaregla, enginn bókunarfyrirvari, flug alla daga, engin hámarksdvöl og engin lágmarksdvöl. Auðvelt og ódýrt er að breyta bókun. Hjá Iceland Express starfar samhentur hópur fólks sem hefur víðtæka reynslu í ferðaheiminum. Þú hefur beint samband við þjónustufulltrúa sem gengur frá öllum bókunum, einnig á hótelum og bílaleigubílum. Vidskiptaferdir@IcelandExpress.is Kaupmannahöfn Icelandair mið. 09.04 - fös. 11.04 100.070,-* Iceland Express mið. 09.04 - fös. 11.04 26.660,-* London Keflavík Icelandair mán. 07.04 - mið. 09.04111.340,-* Iceland Express mán. 07.04 - mið. 09.04 29.660,-* Ef allar viðskiptaákvarðanir væru svona auðveldar ... Upplýsingar fengnar úr bókunarvélum Icelandair og Iceland Express á Netinu 04.04.2003 kl. 15:55 Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is * M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN / S ÍA 0 3 .0 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.