Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 6
ÞAÐ ER löngu liðin tíð aðbresk matargerð sé höfðað háði og spotti meðalannarra þjóða í Evrópu.Fiskur og franskar eða ódýrt pöbbafæði er ekki lengur það fyrsta sem fólki dettur í hug heldur nöfn á borð við Marco Pierre White, Terence Conran og River Café. London er líklega alþjóðlegasta borg Evrópu og það setur mark sitt á veit- ingahúsaflóruna þar. Í höfuðborg Bretlands er hægt að finna flest það sem hugurinn (og maginn) girnist, hvort sem það kann að vera hágæða frönsk matargerð, nútíma ítölsk, nú- tíma indversk eða sígild kínversk. Framfarirnar hafa verið hraðar en þó eru alltaf nokkrir staðir sem breytast ekki. Einn sem ég reyni ávallt að koma við á þegar ég á leið um London er Cork and Bottle (Cranbourn Street 44-46). Þessi litli staður steinsnar frá Leicester Square lætur lítið yfir sér og það er auðvelt að ganga fram hjá honum. Illa merkt- ar dyr sem leiða að þröngum hring- stiga niður í kjallara. Þar er þröngur staðurinn í nokkrum herbergjum, hann er á mörkum þess að vera svo- lítið subbulegur og innréttingar hafa líklega verið eins í þau þrjátíu ár eða svo sem staðurinn hefur verið starf- ræktur. Stemmningin er hins vegar óviðjafnanleg. Þarna fara menn ekki til að borða heldur njóta af hinum frá- bæra vínlista þar sem hver gersemin tekur við af annarri. Eigandinn er nýsjálenskur og vín frá andfætling- unum eru fyrirferðarmikil þótt ekki skorti Frakka og Spánverja á vínlist- ann. Matseðillinn er einfaldur og helst er hægt að mæla með skinku og ostabökunni, sem er frábær og inni- heldur um milljarð kaloría (lauslega áætlað) eða þá ostaúrvalinu. Annað er ekkert sérstakt, pastaréttir og steik- arsamlokur sem ekki myndu vekja hrifningu annars staðar. Á Cork and Bottle fara menn hins vegar í annan gír og yfirleitt eru vínin það góð að maturinn gleymist fljótt. Oftast er þröng á þingi, þarna koma saman kaupsýslumenn úr City að skála í kampavíni á barnum, alvarlegir menn í dökkum fötum að semja um mikilvæga hluti yfir þriðju vín- flöskunni, gamlir hippar sem líklega hafa sótt staðinn frá byrjun og allt þar á milli. Manni leiðist aldrei. Andrúmsloftið á Wagamama er gjör- ólíkt. Þessi keðja sem byggð er á jap- anskri matsalahefð þar sem fólk situr á löngum bekkjum í „chic“ andrúms- lofti og sötrar núðlusúpur eða mokar upp í sig réttum með prjónum. Fyrsti staðurinn var opnaður í Bloomsbury fyrir áratug og nú eru þeir orðnir nokkrir í borginni, t.d. á Kensington High Street og í kjallara Harvey Nichols við Knightsbridge. Starfs- fólkið gengur á milli með lófatölvur þar sem pantanirnar eru slegnar inn og réttirnir berast í þeirri röð sem þeir eru tilbúnir. Maturinn mjög góð- ur og afgreiðslan hröð sem gerir þetta að kjörnum áningarstað í há- deginu. Skammt frá Knightsbridge er einn af betri ítölsku veitingastöðum borg- arinnar, Isola. Hann er tvískiptur. Uppi er glæsilegur á la carte staður þar sem hægt er að fá ítalskan mat í hæsta gæðaflokki. Ég hef fengið þar „trufflu“-máltíð þar sem hver rétt- urinn var öðrum betri. Niðri er hins vegar stærri staður í „trattoria“-stíl þar sem andrúmsloftið er léttara en maturinn engu að síður góður. Há- degistilboðin eru frábær og hægt er að fá tvo rétti með vínglasi á rúmar þúsund krónur íslenskar. Svo sann- arlega þess virði. Isola býður líka upp á mikið úrval hágæða ítalskra vína í glasavís á ágætu verði. Staður þar sem ítölsk áhrif eru áberandi en er engu að síður mjög breskur er Alistair Little við Neale Street í Soho. Þessi litli staður tekur einungis um 30 í sæti og því er æski- legt að panta borð ef menn vilja vera öruggir með að komast að. Einungis einn mat- seðill er í gangi. Þriggja rétta máltíð fyrir 25 pund í hádeg- inu og 35 pund á kvöld- in þar sem val er um þrjá til fjóra rétti í hverjum flokki. Matur- inn er yfirleitt einfald- ur og mjög góður, hvorki klassískur né nútímalegur, enskur né ítalskur. Rétt eins og látlausar skreytingarn- ar, svarthvítar myndir á ljósum veggjunum, lætur maturinn lítið yf- ir sér en frábær hráefni og fullkomnar sam- setningar gera hann að upplifun engu að síður. Það er himinn og haf á milli litla, þægilega herbergisins hans Al- astair Little yfir í hinn risavaxna art deco kjallara-stað The Atlantic Bar & Grill á Glasshouse Street rétt hjá Piccadilly. Þarna ganga hlutirnir skipu- lega fyrir sig, það er fjör á barnum og matarþjónustan hröð og örugg. Þetta er staður til að fara á í góðra vina hópi um helgar þegar umhverfi og andrúmsloft skipt- ir jafnmiklu máli og matur og þjón- usta. Maturinn er hins vegar langt í frá slæmur, við fengum á borðið góða nautasteik, kjúkling, barra og andar- bringu. Húsvínin eru ódýr og góð en reikninginn fær maður engu að síður í umslagi sem ber heitið The Dam- age. Atlantic er sem sagt ekki ódýr- asti staður bæjarins en samt langt í frá dýr á reykvískan mælikvarða. Indverskur staður í svolítið svip- uðum stíl er Tamarind. Þar er það hins vegar Bollywood en ekki art deco tímabilið sem setur svip sinn á stóra kjallararýmið við Queen Street í Mayfair, sem hannað er af Emily Todhunter. Tamarind er einhver besti indverski staður sem ég hef komið á og á lítið sameiginlegt með hinum gömlu, sígildu stöðum sem víða má finna í London. Þetta er nú- tíma Indland sem þarna blasir við, jafnt í innréttingum, tónlist sem mat. Maturinn er hreint út sagt frábær, flóknar og vel útfærðar bragð- samsetningar gera hann að upplifun fyrir öll skynfæri. Áð í London Morgunblaðið/Áslaug Matur S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n 6 B SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson VÍNIN frá Montes í Chile hafa margoftvakið athygli frá því að þau komu ámarkað fyrir rúmum áratug. Þetta litla fyrirtæki með stóru vínin hefur unnið hug og hjörtu vínunnenda um allan heim og verður að viðurkennast að ég er einn þeirra. Montes Alpha 1987 var fyrsta hágæða Chile- vínið sem kom á almennan markað og mark- aði þá stefnu sem félagarnir fjórir, er stofn- uðu fyrirtækið, ætluðu að fylgja. Þeir höfðu allir mikla reynslu úr víngeiranum og með víngerðarmanninn Aurelio Montes í far- arbroddi einsettu þeir sér að vera leiðandi í framleiðslu gæðavína frá Chile. Aurelio Montes hefur tvívegis verið valinn víngerð- armaður ársins í Chile og í tímariti ítölsku Slow Food-hreyfingarinnar hefur hann verið kallaður „goðsagnapersóna“ í chilenskri vín- gerð. Til að byrja með komu vínin af ekrum í grennd við bæinn Curico suður af Santiago en fljótlega festu þeir kaup á svæði við Apalta í Colchagua-dalnum sem Aurelio hafði lengi haft augastað á. Þar var gróð- ursettur Cabernet Sauvignon-viður á lág- lendinu en í hlíðunum reyndi Aurelio einnig við Syrah. Þegar þessi vínviður fór að gefa af sér ávöxt kom á markaðinn ofurvínið M og fyrir skömmu bættist við nýtt ofurvín Mont- es Folly úr Syrah. Nafnið er dregið af því að flestir töldu hann gengin af göflunum að ætla sér að rækta vínvið í hinum bröttum hlíðum Apalta. Vínin hafa fyrir löngu sannað sig, Alpha-línan, sem nú er einnig gerð úr Apalta-þrúgum, er betri en nokkurn tímann og M og Folly hafa markað sér sess meðal bestu vína Suður-Ameríku. Þar sem þessi vín eru nú öll fáanleg hér á landi er ekki úr vegi að sjá hvernig staðan er. Montes Alpha Merlot 1999 er klassískt rauð- vín í Bordeaux-stíl, vindlakassi, tóbak og kaffi, niðursoðin jarðaber með þeyttum rjóma með sætri karamellu. Djúpt og flókið. Kostar 1.790 krónur. 18/20 Montes Alpha Cabernet Sauvignon 2000 hefur alfarið verið framleitt úr þrúgum af Apalta- vínekru Montes í Colchagua-dalnum frá árinu 1999. Það er erfitt að fylgja hinum stórkostlega 1999 árgangi eftir en 2000 stendur vel í hárinu á því. Dökkt og mikið, heitur og þroskaður ávöxtur, dísill, eikin áberandi og brennd, með heitum krydd- tónum. Í munni hefur það glæsilega upp- byggingu, stórt með tannínum sem halda því uppi og gefa lengd. Í lokin sætur þykkur sól- berjasafi og vanilla. Klassískur, ungur Cab- ernet í hæsta gæðaflokki. Montes Alpha hef- ur að mínu mati árum saman verið einhver bestu kaupin í sínum verðflokki. Það heldur þeirri stöðu og fyrir svona vín í þessum verðflokki er ekki annað hægt en að gefa fullt hús. Kostar 1.590 krónur. 20/20 Montes Alpha M Cabernet Sauvig- non 1999 er ofurútgáfan af Alpha-víninu. Dökkt og ristað. Kaffi, sviðin eik, svartur ávöxtur. Þykkt og hart með nokkuð agres- sívum tannínum. Hefur góðan, sýrumikinn strúktúr sem lofar góðu upp á framtíðina. Þarf góðan tíma til að opna sig, þá koma flóknari ilmir, tóbak og sedarviður í bland við dökkan krækiberjasafann í ljós. Þarf nokk- urra ára geymslu. Kostar 4.990 krónur. 20/ 20 Montes Alpha Syrah Santa Cruz 2000 er vín sem getur keppt auðveldlega við mun dýrari vín úr þessari þrúgu, hvort sem þau koma frá Frakklandi eða Ástralíu. Þroskaðir rauðir skógarávextir, vínið kryddað, svolítið haust- legt með mjúkum og þægilegum tannínum. Rakur barrskógarilmur í bland við kakóríkt súkkulaði. Kostar 1.990 krónur. 19/20 Þrúgurnar í vínið Montes Alpha Folly 2000 eru tíndar efst í hlíðum Apalta þær sem þær eru hvar brattastar. Eftir að hafa klifrað þangað upp sjálfur getur maður sannreynt jafnt hversu erfitt hlýtur að vera að tína ber- in sem hversu heit sólin er á þessum bletti. Það leynir sér heldur ekki í þessu risavaxna allt að því bleksvarta vínið. Dökkt og djúpt, áfengið gýs upp úr glasinu (14,9% mælist prósentan) sætur safi í bland við hreina eik og þétt vínið, þykkt sem leðja rennur saman í glæsilega heild þar sem dökkir súkkulaðitón- ar eru ríkjandi. Þetta vín minnir á franska risa fremur en ástralska og þarf vafalítið, mörg, mörg ár áður en það fer að sýna sínar bestu hliðar. Þar sem einungis örfáar flöskur berast til landsins er það ekki fáanlegt í al- mennri sölu en er fáanlegt á nokkrum af betri veitingahúsum landsins. 20/20 Vín Alpha, M og Folly Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.