Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 C 5 BORGARBYGGÐ Lausar stöður fyrir skólaárið 2003—2004 Við Grunnskólann í Borgarnesi eru lausar stöð- ur grunnskólakennara fyrir næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru enska á unglingastigi og almenn kennsla á yngsta stigi og miðstigi. Einnig er laus 60% staða forstöðumanns skóla- skjóls (lengd viðvera). Æskilegt er að umsækj- andi sé uppeldismenntaður eða hafi mikla reynslu af sambærilegum störfum. Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með um 330 nemendur og þar starf- ar öflugur hópur metnaðarfullra kennara. Á næsta skólaári verður lögð áhersla á innra starf, fjölbreytilega og sveigjanlega kennslu- hætti og endurmenntun. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2003. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar gefa Kristján Gíslason skólastjóri, kristgis@grunnborg.is, og Hilmar Arason aðstoðarskólastjóri, hilmara@grunn- borg.is . Sími skólans er 437 1229 eða 437 1183. Einnig bendum við á heimasíðu skólans; http://www.grunnborg.is, og sveitarfélagsins; www.borgarbyggd.is . Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Skólastjórastaða við Grunnskóla Siglufjarðar Kennarastaða við Tónlistarskóla Siglufjarðar Staða skólastjóra við Grunnskóla Siglufjarðar er laus til umsóknar. Skólinn er heildstæður grunnskóli með 220 nemendur í 12 bekkjar- deildum. Starfsmenn eru 35. Við höfum síðan 1997 staðið að markvissri uppbyggingu á skólastarfinu. Unnið að aukn- um gæðum náms (AGN) eftir breska IQEA vinnuferlinu (Improving the Quality af Euducat- ion for All). Í vetur hófum við markvissa vinnu gegn einelti skv. Olweus áætlun og að sjálfs- mati skólans með Skólarýni. Við höfum notið þess að vaxa, læra og ná árangri saman. Á undanförnum árum hefur verið unnið að end- urbótum og lagfæringum á húsnæði og endur- nýjun á ýmsum búnaði. Umsóknarfrestur um ofangreinda stöðu er til 28. apríl 2003. Upplýsingar veitir bæjarstjóri eða skólafulltrúi, netfang: skolaskr@siglo.is í síma 460 5600. Við Tónlistarskóla Siglufjarðar er laus ein staða tónlistarkennara. Um er að ræða heila stöðu og æskilegar kennslugreinar eru blásturshljóð- færi og slagverk. Rúmlega 130 nemendur eru í skólanum í vetur. Upplýsingar veitir tónlistar- skólastjóri í síma 460 5619; netfang: ton- skoli@siglo.is . Bent er á heimasíðurnar www.siglo.is og www. sigloskoli.is . Mannlíf og menning Á Siglufirði hófst formlegt skólastarf árið 1883 og stendur því á gömlum merg. Undanfarin ár hefur verið unnið að endurbótum á húsnæði Grunnskólans og er svo enn. Góður tónlistarskóli er í hjarta bæjarins og þar voru rúmlega 130 á síðastliðnum vetri. Allt skólalíf er í mikilli uppbyggingu. Leikskólinn er í nýlegu húsnæði. Mjög gott samstarf er á milli allra þessara skóla. Hér er nýlegt íþrótta- hús, góð innisundlaug, frábært skíðasvæði, margvíslegar gönguleiðir og 9 holu golfvöllur og allt stuðlar þetta að góðu heilsufari og ef eitthvað ber útaf er hér sjúkrahús með öflugri heilsugæslu. Unnið er að uppbyggingu ýmissa safna svo sem Síldarminjasafns sem nú þegar er orðið víðfrægt. Verðandi Þjóðlagasetur og þjóðlagahátíð- ir sem hafa fest sig í sessi tengja nútímann líka við fortíðina. Mannlíf er sérstakt í nyrsta kaupstað landsins og félagslíf og kórastarf er öflugt. Velkomin til Siglufjarðar. Tollstjórinn í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík annast alla tollafgreiðslu í stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur auk innheimtu opinberra gjalda. Hjá embættinu eru starfandi um 190 starfsmenn í hinum ýmsu deildum. Starf aðalbókara tollstjórans í Reykjavík er laust til umsóknar Um er að ræða ábyrgðarmikið starf sem felur í sér yfirumsjón með bókhaldi embættisins. Hæfniskröfur:  Viðskiptafræði eða önnur háskólamenntun sem tengist bókhaldi og rekstri og/ eða mikil reynsla af bókhaldsstörfum og góð undirstöðumenntun í bókhaldi.  Reynsla af bókhalds- og áætlunarkerfi ríkisins BÁR er æskilegt.  Hæfni í mannlegum samskiptum.  Hæfni til að starfa sjálfstætt sem og í hóp.  Nákvæmni, samviskusemi og vandvirkni í vinnubrögðum.  Góðir stjórnunarhæfileikar. Góð kjör og starfsaðstaða er í boði, en launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til 22. apríl nk. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veita Karl F. Garðarsson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs, og Sigmundur Sigurgeirsson, starfsmannastjóri, í síma 560 0300. Umsóknir sendist starfsmannahaldi tollstjórans í Reykjavík, Skúlagötu 17, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tollstjórinn í Reykjavík, 3. apríl 2003. Geislafræðingur Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði auglýsir eftir geislafræðingi til starfa á röntgen- deild sjúkrahússins frá 1. júní nk Um er að ræða 80 - 100 % starf auk bakvakta. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags geisla- fræðinga og stofnanasamningi HSÍ. Nánari upplýsingar gefur: Úrsúla Siegle deild- arstjóri (rontgen@fsi.is), í síma 450 4500 og Þröstur Óskarsson framkvæmdastjóri (throstur@fsi.is). Vinsamlegast sendið umsóknir til Heilbrigðissto ríl. Öllum umsóknum verður svarað. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ www.fsi.is Torfnesi - 400 Ísafjörður, s. 450 4500 - f.450 4522 Shellstöðin á Selfossi Vaktstjóri Skeljungur hf. óskar að ráða traustan og sam- viskusaman starfsmann í vaktavinnu á Shell- stöð félagsins á Selfossi. Starfið felur í sér umsjón með vakt, uppgjör, almenna afgreiðslu, vöruáfyllingu og þrif. Lág- marksaldur 20 ár. Við viljum gjarnan fá til liðs við okkur fólk sem hefur ánægju af því að veita góða þjónustu og er reiðubúið til að leggja sig fram í starfi. Nánari upplýsingar veitir Vildís Ósk Harðard- óttir, stöðvarstjóri á Shellstöðinni á Selfossi, s. 482 3088, alla virka daga milli kl. 10 og 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.