Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skólaskrifstofa Vestmannaeyja auglýsir Lausar stöður við grunnskólana í Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum er nú sem fyrr litskrúðugt mann- og félags- líf og þar búa í dag um 4.500 manns, þar af eru um 800 nem- endur á grunnskólaaldri. Í báðum grunnskólunum er unnið að nýbreytni á sviði stjórnunar, skipulags, samskipta eða starfshátta og ríkir mikill metnaður meðal stjórnenda og starfsliðs um að búa sem best að námi og starfsaðstöðu barn- anna. Í tengslum við Skólaskrifstofu Vestmannaeyja starfa kennslu- og námsráðgjafar auk skólasálfræðings og leikskóla- fulltrúa. Vinna við uppeldisstörf í Vestmannaeyjum getur því verið kærkomið tækifæri til þess að taka þátt í spennandi starfi við uppbyggingu og þróun skólamálanna í bænum. Barnaskólinn í Vestmannaeyjum Nemendafjöldi um 450 í 1.—10. bekk. Stöður grunnskólakennara/umsjónarkennara við almenna bekkjarkennslu og til að kenna tónmennt, tæknimennt, textílmennt og heimil- isfræði á elsta stigi. Upplýsingar gefa skólastjóri, Hjálmfríður Sveinsdóttir, í síma 481 1944 (481 1898 heima), netfang hjalmfr@ismennt.is og aðstoðarskóla- stjóri, Björn Elíasson í síma 481 1944, netfang bjorne@ismennt.is . Hamarsskóli Nemendafjöldi um 350 í 1.—10. bekk. Stöður grunnskólakennara/umsjónarkennara við almenna bekkjarkennslu, á yngsta stigi og miðstigi og til að kenna dönsku á unglingastigi. Þá er einnig laus staða tónmenntakennara við skólann, u.þ.b. 75% starf. Upplýsingar gefur skólastjóri, Halldóra Magn- úsdóttir, í síma 481 2644 (481 2265 heima), netfang hallmag@vestmannaeyjar.is . Umsóknarfrestur um allar stöðurnar er til 25. apríl 2003. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga og Kennarasambandi Íslands. Skóla- og menningarfulltrúi. Kjör skv. kjarasamningi KÍ. Einn aukamánuð í launum í lok hvers árs. Stuðningur við greiðslu bensínkostnaðar fyrir þá sem eiga langt að fara en leikskólinn er í Hafnarfirði. Stöðuga þjálfun í fjölgreindarkenningunni, m.a. með ókeypis þátttöku í námskeiði með Howard Gardner í ágúst 2003. Aðstoð og þjálfun vegna Montessori-aðferðinnar og annarra aðferða, sem notaðar eru við skólann. Yfirvinnukaup fyrir starfsmannafundi utan hefðbundins starfstíma. Aukauppbót og verðlaun fyrir góða frammistöðu, byggt á hlutlægu mati. Þeir sem áhuga hafa á að fá þjálfun í Montessori hugmyndafræðinni og starfinu eiga kost á ókeypis fjarnámi ef þeir skuldbinda sig til tveggja ára starfs í leikskólanum. Aukauppbót fyrir að vera áfram í 3 ár að loknu fyrsta þriggja ára tímabilinu.               Í leikskólanum Tjarnarás er markmiðið að taka mið af öllum þroskaþáttum barna: Andlegum, huglægum, hjartfólgnum og líkamlegum. Markmiðið er að vinna í senn með bæði innri og ytri þætti barnsins í því sem við nefnum Mótandi menntunarferli (Formative Education Process). Við notumst við það besta úr öðrum stefnum, t.d. byggjum við á Montes- sori stefnunni hvað varðar vitsmunaþroska, Waldorf hugmyndafræðinni í listum og tökum tillit til hinna mis- munandi greinda á grundvelli fjölgreindakenningu Howards Gardners. Starfið felst þannig m.a. í hreyfingu, sköpun, náttúruathugunum, þjálfun í samskiptum, samvinnu, sjálf- stæði og sammannlegum dyggðum með sérstökum leikjum og efnivið. Skólinn er mjög vel liðinn af foreldrum og hefur lengsta biðlista allra leikskóla í Hafnarfirði. Hann er hinsvegar nýr og þarfnast einstaklinga sem búa yfir ákveðinni þrautseigju og vilja vinna að ofangreindum markmiðum. Þetta er tæki- færi til að skapa nýja möguleika í menntun barna okkar. Hæfir og reyndir einstaklingar sem umfram allt eru víðsýnir, ástríkir og jákvæðir og eru tilbúnir að skuldbinda sig til skólans og vilja hjálpa upphafsmönnum hans við að koma á mótandi menntunarferli byggðu á alþjóðlega viður- kenndum menntastefnum. Áhugi á að læra nýja hluti er einnig mjög mikilvægur. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sækið strax um fyrir þetta ár og næsta á www.ims.is, í gegnum tölvupóst til ims@ims.is, eða hafið samband við Íslensku mennta- samtökin: Lyngás17, 210 Garðabær, sími 544 2120/2133, Fax: 544 2119. Nánari upplýsingar um ÍMS og Tjarnarás má finna á www.ims.is. Einnig er hægt að sækja um hjá Ábendi- ráðningar og ráðgjöf, www.abendi.is Kennarar Frá og með næsta skólaári eru lausar kennara- stöður við Öxarfjarðarskóla. Öxarfjarðarskóli er heildstæður grunnskóli með 75 nemendum. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2003. Frekari upplýsingar veitir Huld Aðalbjarnardóttir, skólastjóri. Sími 465 2244, netfang: grlundi@ismennt.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.