Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Staða skólastjóra við Grunnskóla Þórshafnar! Staða skólastjóra við Grunnskólann á Þórshöfn er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 15. apríl nk. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst nk. Umsóknir sendist til skrifstofu Þórshafnar- hrepps, merktar sveitarstjóra eða formanni skólamálaráðs. Grunnskólinn á Þórshöfn er einsetinn skóli með rúmlega 70 nemend- um í hæfilega stórum bekkjardeildum. Á Þórshöfn búa rúmlega 400 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Undirstaða atvinnulífsins er öflugur sjávarútvegur — veiðar og vinnsla — sem hefur tryggt sig í sessi undanfarin ár og skapað forsendur fyrir aukinni þjónustu sveit- arfélagsins. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Atvinnuástand er gott og því tiltölulega auðvelt um vinnu fyrir maka og sumarvinnu fyrir unglinga. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Samgöngur eru góðar, m.a. er flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Upplýsingar gefa Björn Ingimarsson, sveitar- stjóri, bjorn@thorshofn.is, símar 468 1220 og 895 1448 og Siggeir Stefánsson, formaður skólamálaráðs, siggeir@hth.is, símar 468 1404 og 894 2608. Grunnskólakennarar Vilt þú kenna í góðum skóla, vinna með frábæru starfsfólki, með hæfilega marga nemendur og vinnuaðstöðu sem er eins góð og hægt er að hugsa sér? Okkur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vantar kenn- ara í eftirtaldar kennslugreinar næsta skólaár: Kennslu yngri barna, dönsku, mynd- og hand- mennt, heimilisfræði, sérkennslu og upplýs- inga- og tæknimennt ásamt umsjón með tölvu- kerfi skólans. Grunnskólinn er einsetinn með um 100 skemmtilega nemendur og fjölbreytt skóla- starf. Kennarar eru 14 auk skólastjóra og að- stoðarskólastjóra. Flutningur á staðinn er greiddur og húsaleiga á sérstökum kjörum. Upplýsingar gefur Þórhildur Helga Þorleifsdótt- ir skólastjóri í símum 475 1224, 483 3135 og 822 3135. Netfang er helga@gf.is Við viljum vekja athygli á heimasíðu Búða- hrepps: www.faskrudsfjordur.is og heima- síðu Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar: www.faskrudsfjordur.is/gsfask/ Grunnskólinn í Grindavík Lausar kennarastöður Við skólann eru lausar eftirtaldar kennara- stöður næsta skólaár:  Almenn bekkjarkennsla á miðstigi.  Staða íþróttakennara.  Kennsla í heimilisfræði. Grindavík er blómlegt bæjarfélag með 2.300 íbúa í aðeins 50 km fjarlægð frá höfuðborginni. Þar er að fá alla almenna þjónustu. Nemendur eru 430 í 1.—10. bekk. Í skólanum er unnið framsækið starf af áhugasömu starfsfólki. Skólinn er einsetinn og að stórum hluta í nýju húsnæði. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri (netföng gdan@ismennt.is og stefania@ismennt.is) í síma 420 1150. Nánari upplýsingar um skólann er hægt að finna á heimasíðu hans grindavik.ismennt.is . Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launa- nefndar sveitarfélaga, auk sérstakrar fyrir- greiðslu varðandi nýja kennara. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Skólastjóri. Grunnskólinn Egilsstöðum og Eiðum Góður skóli fyrir alla Lausar eru stöður kennara við Grunnskólann Egilsstöðum og Eiðum næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru:  almenn kennsla  tónmennt  náttúrufræði  íþróttir Umsóknarfrestur er til 22. apríl. Upplýsingar gefur skólastjóri Börkur Vígþórs- son (borkurv@ismennt.is) í síma 471 1146. Egilsstaðir á Austur-Héraði eru vaxandi bær í grónu umhverfi. Veð- ursæld er mikil og mannlíf fjölskrúðugt. Í Grunnskólanum Egilsstöð- um og Eiðum eru um 300 nemendur í 1.—10. bekk. 1. og 2. bekk er kennt á Eiðum og 3.—10. bekk á Egilsstöðum. Mikill metnaður er meðal starfsfólks og starfsandi góður. Á þessu skólaári hefur m.a. verið unnið að verkefninu „Skóli fyrir alla — líka stráka“ þar sem hugað er að kennsluháttum í 1.—7. bekk og verður því verkefni fram haldið á næsta skólaári. Heimasíða skólans: http://egilsstadaskoli.ismennt.is Heimasíða sveitarfélagsins: http://www.egilsstadir.is Yfirlæknir heilsugæslusviðs Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ auglýsir eftir yfirlækni á heilsugæslusvið stofnunarinnar. Á heilsugæslusviði eru heilsugæslustöðvar, á Ísafirði, Þingeyri og Flateyri auk heilsugæslu- sela í Súðavík og á Suðureyri sem þjónað er frá Ísafirði. Um er að ræða 100% starf auk vakta. Laun samkvæmt úrskurði kjaranefndar. Nánari upplýsingar gefur: Þröstur Óskarsson framkvæmdastjóri (throstur@fsi.is). Vinsam- legast sendið umsókn ásamt menntun og fyrri starfsreynslu til Heilbrigðisstofnunarinnar Ísa- fjarðarbæ, Torfnesi, 400 Ísafirði, fyrir 25. apríl. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ skiptist í sjúkrasvið og heilsugæsl- usvið og er vel búin stofnun, með rúmgóðri vinnuaðstöðu. Stofnunin þjónar Vestfjörðum, einkum norðurhlutanum. Við veitum alla al- menna þjónustu, bæði á heilsugæslusviði og á sviði skurð- og lyf- lækninga, fæðingarhjálpar, öldrunarlækninga, slysahjálpar og endur- hæfingar. Starfsemin hefur verið í örum vexti á undanförnum árum. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar eru rúmlega 150 talsins og starfsandi er mjög góður. Ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða og þar blómstrar öflugt lista-, menningar- og félagslíf. Íþrótta- og keppn- isaðstaða er mjög góð, bæði innan- og utanhúss. 3 golfvellir eru á svæðinu, 4 íþróttahús og 5 sundlaugar. Tækifæri til útivistar eru mörg, skíðaland er frábært, stutt í veiðilönd og áhugaverð göngu- svæði og aðstaða til sjósports er engu lík. Veðursæld er mikil á Ísaf- irði og lognkyrrð algeng. Starf þjónustumanns á tölvuverkstæði ATV felst í viðgerðum og þjónustu á vélbúnaði viðskiptavina. Hann verður hluti af hópi tæknimanna sem vinna daglega að því að hámarka gæði þjónustunnar og tryggja ánægju viðskiptavina. Apple þjónustu- maður vinnur í nánu samstarfi við Apple sölumenn hjá félaginu. Helstu verksvið: • Viðgerðir og tæknileg þjónusta • Dagleg skráning í verkbókhald • Öflun og miðlun þekkingar til viðskiptavina og samstarfsmanna • Svörun fyrirspurna og almenn þjónusta við viðskiptavini Apple Hæfniskröfur: • Nauðsynlegt er að hafa starfsreynslu í viðgerðum á vélbúnaði Apple tölva • Æskilegt er að hafa rafeindavirkjamenntun eða sambærilega iðnmenntun Æskilegir eiginleikar: • Þjónustulund • Jákvæð viðhorf og samskiptahæfileikar • Frumkvæði til athafna • Aðlögunarhæfni í ört breytilegu umhverfi • Metnaður fyrir eigin hönd og fyrirtækisins • Skipuleg og vönduð vinnubrögð Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Snæbjörnsdóttir, starfsmannastjóri ATV, í síma 550 4265. Ferilskrá skal senda á annabirna@atv.is Umsóknarfrestur rennur út 14. apríl 2003 Skeifunni 17 108 Reykjavík AcoTæknival Sími 550 4000 www.atv.is – leiðandi í lausnum ATV auglýsir eftir Apple þjónustumönnum til starfa á verkstæði ATV Íþróttakennari — æskulýðs- og tómstundafulltrúi Við leitum að íþróttakennara til kennslu við grunnskólann í Vík og til að sjá um æskulýðs- og tómstundamál s.s. íþróttastarf, félagsmið- stöð og vinnuskóla. Umsækjendur þurfa að vera drífandi og áhugasamir, geta unnið sjálf- stætt og vera vinnusamir. Starfið, fyrir utan íþróttakennsluna, er nýtt og starfsmaðurinn kemur til með að móta það að nokkru leyti. Í Vík er nýtt og glæsilegt íþróttahús, góður grasvöllur, golfvöllur og einsetinn grunnskóli með um 85 nemendur í 1.—10. bekk. Í boði er flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga. Annað sem gott er að vita:  Góður leikskóli, tónlistarskóli og örugg heilsu- gæsla.  Stutt í höfuðstaðinn (2 klst. akstur).  Frábært náttúrufar og fegurð, margþættir möguleikar til útivistar.  Fjölbreyttir möguleikar fyrir fólk með ferskar hugmyndir.  Góðar samgöngur og öflug ferðaþjónusta. Nánari upplýsingar gefa Sveinn Pálsson sveit- arstjóri í síma 487 1210, sveitarstjori@vik.is, og Kolbrún Hjörleifsdóttir skólastjóri, í síma 487 1242, kolbrun@ismennt.is . Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Mýrdalshreppur – www.vik.is forstöðumanni til að annast daglegan rekstur athvarfsins. Markmið þjónustunnar er að efla sjálfstæði og auka samfélagsþátttöku fólks með geðraskanir með því að bjóða upp á möguleika til félagslegrar samveru, fræðslu og tækifæri til að takast á við uppbyggileg verkefni af ýmsu tagi auk þess að veita gestum persónulegan stuðning. Gerðar eru kröfur um að viðkomandi hafi menntun og/eða reynslu við geðheilbrigðisþjónustu. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt, hafa frumkvæði, lipurð í umgengni, hæfni í mann- legum samskiptum og reynslu af stjórnun. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila á skrifstofu Hafnarfjarðar- deildar Rauða kross Íslands að Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2003. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg E. Ásgeirsdóttir, í síma 899 3024 eða hafnarfj@deild.redcross.is Rauði kross Íslands – Hafnarfjarðardeild, Félags- þjónustan í Hafnarfirði og Svæðisskrifstofa mál- efna fatlaðra á Reykjanesi hyggjast setja á stofn dagathvarf fyrir fólk með geðraskanir. Því auglýsum við eftir M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hafnarfjarðardeild Rauði kross Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.