Morgunblaðið - 07.04.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 07.04.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Budapest þann 28. apríl í beinu flugi til þessarar heillandi borgar sem er að verða einn vinsælasti borgaráfangastaður Íslendinga. Þú bókar tvö flugsæti, en greiðir aðeins fyrir eitt og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Budapest á frábærum kjörum og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Budapest allan tímann. 2 fyrir 1 til Budapest 28. apríl frá kr. 19.550 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 2.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Tulip Inn, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð kr. 19.550 Flugsæti til Budapest, út 28. apríl, heim 1. maí. Flug og skattar per mann miðað við að 2 ferðist saman, 2 fyrir 1. Munið Mastercard ferðaávísunina LÖGREGLAN á Snæfellsnesi lagði hald á nokkurt magn fíkniefna í Ólafsvík um helgina og í samstarfi við lögregluna í Hafnarfirði var lagt hald á fíkniefni í íbúð þar í bæ. Aðdragandi málsins var með þeim hætti að aðfaranótt laugar- dags handtók lögreglan á Snæfells- nesi pilt og stúlku um tvítugt á skemmtistað í Ólafsvík vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit í bifreiðum unga fólksins, með að- stoð leitarhundsins Röskvu, fund- ust fíkniefni; alls 27 E-töflur, 15 grömm af amfetamíni og 25 grömm af hassi. Við framhald rannsóknar málsins hafði lögregla samband við lögregluna í Hafnarfirði og við hús- leit á heimili piltsins fundust 26 E- töflur til viðbótar. Fleiri aðilar voru handteknir í Ólafsvík og yf- irheyrðir vegna gruns um aðild að málinu. Að sögn lögreglu reyndust sumir þeirra tengjast málinu en aðrir ekki. Málið telst að fullu upp- lýst. Hald lagt á nokk- urt magn fíkniefna „ÞETTA hefur gengið vel, viðskiptin aukast smám saman og nýir notendur eru að bætast við,“ segir Björn Rú- riksson, framkvæmdastjóri Maris ehf., sem á helminginn í Cessna-fyr- irtækjaþotu á móti norskum aðilum. Þotan hefur verið alveg eins mikið í verkefnum hér á landi og jafnvel meira en í Noregi. Maris ehf. og Sundt AS í Noregi keyptu þotu, Cessna Citation Exel, í haust og hófu rekstur hennar í sam- vinnu við Sundt Air AS í Noregi. Hún tekur níu farþega og flýgur álíka langt og hratt og Boeing 737. Ætlunin var að vélin yrði gerð jöfnum höndum út frá Reykjavíkurflugvelli og Gard- ermoenflugvelli við Ósló. Björn Rúriksson segir að töluvert af verkefnum hafi fengist fyrir þot- una, bæði hér og erlendis. Þó þurfi hún fleiri verkefni og þau bætist við hægt og bítandi, það taki vissan tíma að kynna svona nýjung. Björn viðurkennir að fyrirtæki og ríkisstofnanir hafi enn ekki almennt áttað sig á þeim sparnaði sem falist geti í því að leigja þotuna þegar hópur manna þurfi að fara á ráðstefnu eða fund til Evrópu. Hópurinn geti komið heim að kvöldi sama dags í stað þess að vera kannski í fjóra daga í ferðinni. Stjórnendur geti þá byrjað vinnudag- inn með nokkurn veginn hreint borð og þurfi ekki að takast á við verkefni sem hlaðist hafi upp á mörgum dög- um enda sé tími þeirra líka dýrmæt- ur. Á von á flugi með laxveiðimenn Þá hefur vélin farið nokkrar ferðir með sjúklinga og tvær ferðir með líf- færi milli landa vegna líffæraflutn- inga. Loks nefnir Björn að varahlutir hafi verið sóttir svo að skipum sé ekki haldið of lengi frá veiðum. Þá sér Björn fram á ný verkefni í sumar, meðal annars vegna erlendra veiði- manna sem þurfi að skreppa einn dag í burtu frá laxveiðunum, á fundi eða vegna annarra brýnna verkefna, en geti síðan lokið veiðitúrnum hér á landi. Um helmingur verkefna þotunnar að undanförnu hefur verið hér á landi og helmingur í Noregi, en í nóvember og desember var mikill meirihluti verkefna hennar hérlendis. Líffæra- og vara- hlutaflutningar meðal verkefna Smáþotan meira notuð hérlendis „ÞAÐ vitlausasta sem nokkur maður gerir þegar hann fær stóran vinning er að halda áfram að spila því það er alltaf happdrættið sem græðir. En einmitt þess vegna ætla ég að halda áfram að vera með enda telur maður sig vera að styrkja góðan málstað,“ segir eldri maður sem vann 17,7 milljónir í heita potti Happdrættis Háskóla Íslands á dögunum á miða sem hann hefur átt í meira en 50 ár. „Ég er búinn að spila í meira en hálfa öld hjá Happdrætti Háskólans og ég hef svo sem fengið vinning áð- ur en ekkert líkt þessu,“ segir mað- urinn sem ekki vill láta nafns síns getið. „Þetta hafði gengið svona upp og niður en ég reikna með að vera kominn í plús núna. Ég náði fyrsta númerinu þegar það var gefið út og svo náði ég öllum hinum miðunum þannig að ég er með níuna og hef spilað með hana mjög lengi.“ Maðurinn segir að þegar hringt hafi verið í hann og honum sagt að hann hefði unnið tæpar 18 milljónir hafi það ekki haft mikil áhrif á sig. „Ég ætla engar breytingar að gera á mínu lífi, hjartað tók ekki einu sinni eitt slag oftar en það er vant þegar ég fékk að vita þetta. Ég á allt þannig að mig vantar ekki neitt sérstakt. Nei, ég keypti enga pappíra, það er ekkert nema tap á þessum papp- írum. Ætli koddinn sé ekki bara besti staðurinn fyrir þessa peninga nema maður fær náttúrlega hálsríg þegar það er komið svona mikið í hann. En svona grínlaust þá setti ég þetta bara í bankann.“ Hefur spilað í happdrætti í meira en hálfa öld Vann 17,7 milljónir í heita pottinum MIKILL fjöldi fólks fylgdist með snjóbrettakeppni 16 ofurhuga í Gilinu á Akureyri sl. laugardags- kvöld. Piltarnir sýndu glæsileg til- þrif og var vel fagnað eftir hvert stökk. Aðstandendur keppninnar þurftu að hafa töluvert fyrir því að byggja stökkbrautina en þeir nutu þó liðsinnis fjölmargra aðila. Brautin var samsett úr gámum, vörubrettum, timbri og heyrúllum og snjórinn var sóttur á vörubílum upp í Hlíðarfjall. Stökkkeppnin í Gilinu var hápunkturinn á snjó- brettagleði snjóbrettaáhugafólks víðs vegar af landinu, sem að mestu fór fram í Hlíðarfjalli um helgina. Tilþrif í snjóbretta- keppni Morgunblaðið/Kristján ÞAÐ gekk á ýmsu í farfuglaheim- ilinu í Laugardal í gær þar sem um 40 ungmenni frá Norðurlöndunum höfðu hreiðrað um sig og unnu með hugtakið sjálfbær þróun á nokkuð óvenjulegan en skapandi hátt. Linda Wester, 17 ára, frá Finn- landi, og Haldis Kismul, 18 ára, frá Noregi, eru í hópi höfunda að kló- settverkinu á myndinni. Það sam- anstendur af klósetti, fiskineti og sitthverju fleiru sem krakkarnir tóku sér til handargagns í farfugla- heimilinu í gær. Krökkunum var skipt í hópa og var hverjum þeirra úthlutaður einn vikudagur sem þau unnu með og tengdu við ákveðin þemu og túlkuðu með því umhverfið á nýjan máta. Hér voru það föstudagur og mánudagur, eða jörð og vetur, sem tóku höndum saman. Linda og Hald- is segja verkið tákna partíhelgi í lífi einstaklings. Dósir og aðrar drykkjarumbúðir koma að notum framan af helgi en síðan kemur kló- settið í þarfir þegar þynnkan hellist yfir. Netið segja þær að tákni hvern- ig einstaklingurinn á erfitt með að brjóta sér leið úr viðjum vanans, m.a. þegar sorp á víðavangi er ann- ars vegar. Förum hvergi án bílsins Unglingarnir, sem eru á aldrinum 15–18 ára, hafa undanfarna daga dvalið í nokkrum sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur og viðað að sér upplýsingum um stöðu umhverf- ismála hér á landi sem þau bera sam- an við útkomu úr sams konar könn- un sem þau gerðu í sínu heimalandi. Samkvæmt lauslegri úttekt hafnar Ísland í neðsta sæti listans yfir um- hverfisvænar Norðurlandaþjóðir en Svíar þykja umhverfisvænstir. Þegar unglingarnir voru spurðir hvað stingi helst í stúf hér á landi samanborið við nágrannalöndin í umhverfismálum nefndu flestir bíla- flota landsmanna og þá tilhneigingu Íslendinga að fara hvergi án bílsins. Nokkrir nefndu jarðvarmann sér- staklega og sögðu nýtingu hans vera það skynsamlegasta sem Íslend- ingar legðu af mörkum til umhverf- ismála. Morgunblaðið/Jim Smart Kynna sér umhverf- ismál á Íslandi NÍTJÁN ára piltur sem verið hefur í haldi lögreglunnar í Hafnarfirði í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í útibúi Sparisjóðs Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg var í fyrradag úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 11. apríl vegna rannsóknar málsins. Maðurinn er talinn hafa rænt allt að einni milljón króna úr kassa gjald- kera en ránið átti sér stað 1. apríl sl. Hann hefur hins vegar neitað sök. Sautján ára stúlka var einnig hand- tekin á föstudag vegna rannsóknar- innar en henni var sleppt í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Hafnarfirði miðar rann- sókninni vel en við hana hefur lög- regla notið aðstoðar tæknirannsókn- arstofu ríkislögreglustjórans, sem og lögregluliða út um allt land. Þá hefur almenningur veitt fjölmargar vís- bendingar sem nýst hafa. Í gæsluvarðhaldi til 11. apríl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.