Morgunblaðið - 07.04.2003, Page 6

Morgunblaðið - 07.04.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun FORSENDUR geta verið fyrir nýrri sókn samvinnufélaga hér á landi þar sem m.a. alþjóðavæðing hefur aukið þörfina fyrir samstarf fyrirtækja og stofnana ríkisins, að mati dr. Ívars Jónssonar, prófessors við Við- skiptaháskólann á Bifröst, en hann hefur unnið skýrslu fyrir Samband ís- lenskra samvinnufélaga. Í skýrslunni er leitað svara við því hvort sam- vinnufélagaformið geti hentað í ís- lensku þjóðfélagi á 21. öldinni. Ívar segir alþjóðavæðinguna hafa skapað þörf fyrir svokallaða svæða- væðingu, en einnig hafi samþjöppun fjármagns og valds í þjóðfélaginu og einokunartilburðir skapað þörf fyrir samvinnufélög. Þau geti verið jákvæð með tilliti til byggðasjónarmiða. Hann telur að hér á landi geti sam- vinnuformið átt sóknarfæri í velferð- arþjónustu eins og heilbrigðis- og menntakerfi, landbúnaðarframleiðslu og á fjármálamarkaði. „Ég myndi til dæmis vilja skoða hugmyndina um lánasjóði þar sem fólk gæti fengið lán með lágum vöxtum. Til þess þyrfti þó að breyta bankalögum þar sem laga- umhverfið í dag leyfir ekki slíka sjóði.“ Vantar meiri umræðu hér Aðspurður hvort hann telji líklegt að fólk hér á landi yrði opið fyrir slík- um hugmyndum segir hann að svo gæti orðið en fyrst yrði mikil umræða að fara fram. „Hugmyndin um sam- vinnufélög hefur ekki verið til um- ræðu hér á landi síðustu ár á meðan slík félög eru mjög öflug í öðrum löndum eins og t.d. í Svíþjóð og Bret- landi, þar sem Tony Blair hefur lýst yfir miklum áhuga á að efla félögin.“ Hann bendir á að hér hafi hugmyndin hugsanlega haft á sér neikvæðan stimpil eftir erfiðleika SÍS en einnig hafi vinstrisinnaðir miðjuflokkar hér ekkert haldið hugmyndinni á lofti eins og t.d. sósíaldemókratar í Sví- þjóð hafi mikið gert. Græðgin megi ekki taka yfir Ótti við alþjóðavæðingu og nið- urskurður á styrkjum til landbúnaðar leiddi til þess að í Bandaríkjunum spratt upp alda hinna nýju sam- vinnuhreyfinga í kringum 1990. Þá voru stofnuð svokölluð lokuð sam- vinnufélög þar sem samvinnufélaga- formið er meira í líkingu við hlutafé en hefðbundið stofnfé í samvinnu- félögum. Ívar segist telja hugmynd- ina um hin lokuðu samvinnufélög vera vænlegasta hér á landi. „Þá borga menn fyrir afhendingarétt á af- urðum sínum fyrirfram og fá síðan arð í samræmi við umfang afhend- ingaréttarins. Rétturinn getur síðan gengið kaupum og sölum og hafa menn hagnast talsvert af að selja þau réttindi.“ William Patrie, er einn helsti hug- myndafræðingur hinna nýju sam- vinnuhreyfinga í Bandaríkjunum en hann flutti erindi á ráðstefnu SÍS á Bifröst á laugardag. Hann hefur starfað sem efnahagsþróunarráðgjafi í 27 ár og var áður framkvæmdastjóri Efnahagsþróunarnefndar Norður- Dakótafylkis í Bandaríkjunum. Hann segir samvinnuformið mikið notað og að nú séu 47 þúsund félög í Banda- ríkjunum. „Þetta form er mjög al- gengt, til dæmis í bankaviðskiptum en einnig í landbúnaði, matvælafram- leiðslu, orkuiðnaði og tryggingum, svo eitthvað sé nefnt.“ Gildi samvinnuhreyfingar- innar ekki í tísku nú Hinum nýju samvinnufélögum í Bandaríkjunum gekk vel framan af en þau hafa átt í nokkrum fjárhags- erfiðleikum um þessar mundir. Patrie telur að hluti af ástæðunni sé efna- hagsástandið nú. „Fjöldi einkarek- inna fyrirtækja er líka í erfiðleikum, lítum til dæmis á fyrirtæki eins og Enron og fjarskiptafyrirtækið Worldcom sem nýlega gekk í gegnum stærsta gjaldþrot sögunnar.“ Hann segir aðra ástæðu vera að hjá samvinnufélögunum séu menn stundum farnir að líkja of mikið eftir stórum einkareknum fyrirtækja- samstæðum. „Sum hafa verið að fara of langt frá upphaflegu markmið- unum þannig að græðgin tekur yf- irhöndina. Það er mjög mikilvægt að gróðasjónarmið verði ekki ofan á og þjónustan við neytendur gleymist.“ Hann segist bjartsýnn á að félögin muni komast út úr erfiðleikunum en það verði ekki alveg strax heldur muni taka nokkurn tíma. Hann bend- ir á að gildi samvinnuhreyfinganna séu ekki í tísku um þessar mundir. „Við erum að upplifa tímabil svokall- aðrar „ég“ kynslóðar sem hófst í Bandaríkjunum á tímum Reagans. Ég held ekki að þessi stefna sem nú ræður ríkjum muni verða allsráðandi endalaust og er viss um að önnur gildi munu ryðja sér til rúms með tíð og tíma.“ Skýrsla um samvinnuhreyfinguna á Íslandi á 21. öldinni Telur lokuð samvinnu- félög vænlegan kost hér Morgunblaðið/RAX Flutt voru erindi um samvinnuhreyfinguna á ráðstefnu á Bifröst um helgina. Morgunblaðið/RAX William Patrie, einn helsti forsprakki hinna nýju samvinnuhreyfinga í Banda- ríkjunum, og dr. Ívar Jónsson, prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. RÁÐNING forstjóra Lýðheilsu- stöðvar verður fyrsta skrefið í stofnun þessarar nýju ríkisstofnun- ar sem Alþingi samþykkti í vor. Starf forstjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar og rennur um- sóknarfrestur út 22. þessa mánað- ar. Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra um Lýðheilsustöð. Hlutverk hennar er að efla og sam- ræma lýðheilsustarf og annast fræðslu til almennings um heil- brigði og heilsueflingu. Þessi nýja stofnun á meðal annars að annast áfengis- og vímuvarnir, manneldi, slysavarnir, tóbaksvarnir og önnur forvarna- og heilsueflingarverkefni á vegum ríkisins. Verkefni þessi hafa meðal annars verið unnin á vegum sjálfstæðra stofnana og hjá landlæknisembættinu. Gert er ráð fyrir því að Áfengis- og vímuvarnaráð, manneldisráð, slysavarnaráð og tóbaksvarnanefnd starfi áfram innan Lýðheilsustöðvar og gegni hlutverki sérfræðiráða. Að auki verður skipuð Landsnefnd um lýðheilsu sem á að vera ráðgjaf- arnefnd Lýðheilsustöðvarinnar. Stofnunin á að taka til starfa 1. júlí næstkomandi. Nýlega auglýsti ráðuneytið starf forstjóra laust til umsóknar og er umsóknarfrestur ekki liðinn. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra segir að ráðning forstjóra sé fyrsta skrefið í und- irbúningi að stofnun Lýðheilsu- stöðvar og hann muni skipuleggja næstu skref, svo sem hvar stofn- unin verði til húsa. Einnig er gert ráð fyrir ráðningu fjármálastjóra og segir Jón að reynt verði að auka hagkvæmni með því að hafa fjár- málaumsýslu og bókhald sameig- inlegt. Lýðheilsustofnun tekur til starfa 1. júlí Fyrsta skrefið að ráða forstjóra UNDIRBÚNINGUR er hafinn að stofnun fuglaathugunarstöðvar á Höfn. Félag fuglaáhugamanna á Hornafirði, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrugripasafnið á Höfn og Háskólasetrið á Höfn standa að verkefninu. Tilgangur- inn er fyrst og fremst að efla rann- sóknir á fuglum á Suðausturlandi, byggða á þeirri þekkingu sem þeg- ar er fyrir hendi á svæðinu, en Hálfdán Björnsson hefur til að mynda fylgst með fuglum á svæð- inu frá því um 1940. Meginmarkmið stöðvarinnar verða langtímaathuganir á erlend- um flækingsfuglum, komu- og dvalartíma þeirra og lífslíkum hér á landi, alhliða rannsóknir á fugla- lífi á Suðausturlandi í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands. Brynjúlfur Brynjólfsson, for- maður Félags fuglaáhugamanna á Hornafirði og forsvarsmaður und- irbúningshóps um stofnun fugla- athugunarstöðvarinnar, sagðist vonast til þess að stöðin myndi skapa eitt nýtt starf fyrir næstu áramót. „Þetta er undirbúningur að stofnun en þetta verður ekki stofn- að formlega fyrr en við vitum hvort við höfum nægt fjármagn. Það sem við erum að hugsa er að reyna að skapa störf á lands- byggðinni. Við viljum búa til starf úr þessu sem við erum búnir að gera sem áhugamenn hérna und- anfarin ár,“ sagði Björgúlfur. Hann sagði að athuganir á flæk- ingsfuglum gætu hjálpað til við að skilja breytingar á t.d. veðurfari. „Hér er Suðurlandsskógarverkefn- ið komið af stað og við viljum fylgjast með frá upphafi. Svo vilj- um við geta fylgst náið með komu farfuglanna.“ Björgúlfur sagði jafnframt að vert væri að fylgjast vel með fuglalífi þar sem stóriðjufram- kvæmdir eru að hefjast á Austur- landi. „Það er búið að vinna skýrslu til að sækja um styrki til Byggða- stofnunar og ríkisins og svo sótt- um við um styrki í þremur litlum sjóðum hérna. Fyrirhugað er að leggja til góða skýrslu um hvað þurfi til að fugla- athugunarstöðin verði að veru- leika. Við ætlum okkur að láta þetta rætast,“ sagði Björgúlfur. Vilja efla fuglarann- sóknir á Suðausturlandi EINAR Geirsson, kokkur á veit- ingastaðnum Tveir fiskar í Reykjavík, var útnefndur mat- reiðslumeistari ársins 2003 á Ís- landsmóti matreiðslumeistara, sem fram fór á Akureyri í fyrra- dag, en 14 kokkar kepptu um tit- ilinn eftirsótta. Í öðru sæti varð Bjarni Gunnar Kristinsson og þriðji Alfreð Ómar Alfreðsson sem báðir starfa á Hótel Sögu. Viðurkenningu fyrir besta aðalréttinn hlaut Jón Óskar Árnason, sem starfar á veit- ingastað í Noregi, og besta for- réttinn lagaði Kjartan Kjart- ansson, kokkur á Apótekinu í Reykjavík. Í aðalréttinum var uppistöðuefni kálfalæri og ak- ureyrskur gráðostur en í forrétt- inum lax og bláskel. Dómarar keppninnar voru mat- reiðslumeistararnir Bjarki Hilm- arsson, Brynjar Eymundsson, Pekka Terava, Steinar Davíðsson og Þorvarður Óskarsson. Samhliða kokkakeppninni kepptu sex mat- reiðslunemar og sex framreiðsl- unemar til úrslita um heið- ursnafnbótina nemar ársins. Tveir úr hvorum flokki voru útnefndir en sæmdarheitin hljóta Halldór Karl Valsson, Elvar Már Atlason, Unnur Erna Ingimarsdóttir og Sigurður Daði Friðriksson. Einar Geirsson mat- reiðslumeistari ársins Morgunblaðið/Jón Svavarsson Einar Geirsson, kokkur á veitinga- staðnum Tveir fiskar í Reykjavík, var útnefndur matreiðslumeistari ársins 2003. MAÐUR brenndist á báðum fótum þegar hann steig í sjóðandi vatn sem var á gólfi í gufubaðsklefa á Hótel Örk í Hveragerði síðdegis á laugardag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var maðurinn fluttur á Landspítala háskólasjúkahús þar sem gert var að sárum hans. Máið er í rannsókn, að sögn lögreglu. Brenndist á fót- um í gufubaði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.