Morgunblaðið - 07.04.2003, Síða 7

Morgunblaðið - 07.04.2003, Síða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 7 Fæst í öllum betri bókabúðum PARKER Frontier í glæsilegr i gjafaösk ju: 1795kr. T IL B O Ð Laugavegi 87 Sími 511 2004 www.dunogfidur.is SJÖUNDI apríl ár hvert er alþjóða heilbrigðisdagur og er hann í ár haldinn undir kjörorðinu Heilbrigt umhverfi–heilbrigð börn. Í brenni- punkti eru að þessu sinni þeir þættir í umhverfi okkar sem áhrif hafa á heilsufar barna. Menn beina m.ö.o. sjónum sínum að þeim hættum sem ógna heilbrigði barna í nánasta um- hverfi þeirra. „Hvað er það í víðtækasta skiln- ingi sem ógnar öryggi barna í skól- anum, í borg og bæ, eða á heimilun- um? Þetta er ein af fjölmörgum spurningum sem heilbrigðisyfirvöld í þeim löndum sem aðild eiga að Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, spyrja þann 7. apríl n.k. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að um fimm milljónir barna yngri en 14 ára deyja á ári hverju af völdum sjúkdóma, sem beint og óbeint má rekja til þátta í umhverfi okkar,“ segir m.a. í frétt frá heil- brigðisráðuneytinu. Vitnað er í ávarp Gro Harlem Brundtland, framkvæmdastjóra Al- þjóða heilbrigðismálastofnunarinn- ar, í tilefni dagsins þar sem segir meðal annars að unnt sé að koma í veg fyrir mörg dauðsföllin. Hún seg- ir að til séu áætlanir um fyrirbyggj- andi aðgerðir sem brýnt sé að hrinda í framkvæmd. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið og Landlæknisembættið halda morgunverðarfund mánudag- inn 7. apríl 2003, kl. 8:15 – 9.30, á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík. Auk ávarps heilbrigðismálaráðherra verða flutt þar nokkur erindi um efni sem tengist umfjöllun dagsins. Heilsa barna rædd á heil- brigðisdegi TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra hefur tekið við gjöf sem Húsasmiðjan afhenti tíu framhalds- skólum. Árni Hauksson forstjóri af- henti gjöfina í Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Skólarnir fengu rafmagnshand- verkfæri, hleðsluborvél, hjólsög, stingsög, slípirokk og fræsara, en heildarverðmæti gjafarinnar er um tvær milljónir króna. Skólarnir sem hér um ræðir eru Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskóli Norð- urlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Suður- nesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Menntaskólinn á Ísafirði, Iðnskól- inn í Hafnarfirði, Iðnskólinn í Reykjavík, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Austurlandi. Hver skóli fékk eitt verkfæri af hverri gerð, en fjöl- mennustu skólarnir tvö til þrjú tæki eftir nemendafjölda. Markmið Húsasmiðjunnar með gjöfinni er að stuðla að bættum að- búnaði nemenda við skóla sem kenna iðngreinar sem fyrirtækið þjónar. Aðsókn að hefðbundnu ið- námi hefur minnkað undanfarin ár. Tíu iðnskól- ar fá búnað frá Húsa- smiðjunni Morgunblaðið/Kristján Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, veitti viðtöku gjöfinni til tíu framhalds- og iðnskóla hjá Árna Haukssyni, forstjóra Húsasmiðjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.