Morgunblaðið - 07.04.2003, Page 8

Morgunblaðið - 07.04.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við sleppum þér við að fara á Bryggjuna, ef þú lofar að hugsa vel um hríslurnar, svo þær verði Símanum til mikils sóma. Foreldrafélag barna með AD/HD 15 ára Eitt til tvö börn í hverjum bekk FORELDRAFÉLAGmisþroska barna,sem nýlega skipti um nafn og heitir nú For- eldrafélag barna með AD/ HD er fimmtán ára í dag. Alls eru 840 fjölskyldur skráðar í félagið í dag.Ný- lega kjörinn formaður fé- lagsins er Ingibjörg Karls- dóttir og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Segðu okkur aðeins frá stofnun þessa félags, tilurð þes og hverjir þar voru á ferð... „Foreldrafélag mis- þroska barna var formlega stofnað 7. apríl 1988. Að stofnun þess stóðu Matth- ías Kristiansen þýðandi og kona hans Heidi Krist- iansen textíllistakona ásamt Sveini Sveinssyni barnalækni sem lést árið 1995. Stefna félags- ins var frá upphafi að miðla fræðslu um ýmis þroskafrávik barna til foreldra, kennara, fag- fólks og annarra sem vinna með börnum. Matthías var formaður félagsins frá upphafi og allt til síð- asta árs, en þá tók ég við for- mennsku.“ – Hvað er þessi hópur, „mis- þroska börn“ stór á Íslandi? „Rannsóknir sýna að nálægt 5% barna á grunnskólastigi glíma við athyglisbrest og ofvirkni sem þýðir að gera má ráð fyrir að í hverjum bekk í öllum aldurshóp- um séu það 1–2 börn að meðaltali. Sum þessara barna eru með mik- inn athyglisbrest en óveruleg ein- kenni hreyfiofvirkni og hvatvísi. Þau eru oft mjög hæg og róleg og því er stundum talað um að þau séu vanvirk. Þessi börn koma síð- ur til greiningar, en athyglis- bresturinn getur þó haft alvarleg áhrif á námshæfni þeirra.“ – Hvað veldur misþroska og hvernig lýsir hann sér? „Þegar foreldrafélagið var stofnað fyrir 15 árum var grein- ingarhugtakið misþroski mjög al- gengt, en stærsti hluti þessara barna fær nú orðið greininguna athyglisbrestur með eða án of- virkni. Við hjá foreldrafélaginu höfum því nýlega orðið að breyta nafninu á félaginu til samræmis við þessa þróun. Nýtt nafn félags- ins er því Foreldrafélag barna með AD/HD. Þessi alþjóðlega skammstöfun AD/HD stendur fyrir Attention Deficit/Hyperacti- vity Disorder eða athyglisbrestur með/án ofvirkni. Orsakir fyrir at- hyglisbresti og ofvirkni eru líf- fræðilegar og því er ekki um að kenna t.d. óheppilegu uppeldi eða kennsluaðferðum. Rannsóknir benda til að um sé að ræða trufl- un í boðefnakerfi heila á stöðum sem gegna mikilvægu hlutverki í stjórn hegðunar. Erfðir gegna hér mikilvægu hlutverki sem sést best á því að í fjölskyldum þess- ara barna eru fleiri með þessi ein- kenni en almennt gerist. Um er að ræða þrjá megin- flokka einkenna sem koma fram í athyglis- bresti, hvatvísi og hreyfiofvirkni. Of langt mál er að lýsa einkenn- um nánar.“ – Hvert er hlutverk félagsins? „Hlutverk foreldrafélagsins er stuðningur, upplýsingar og ráð- gjöf til fjölskyldna barna og ung- linga með athyglisbrest, ofvirkni og ýmsar fylgiraskanir.“ – Hverjar verða helstu áhersl- urnar í náinni framtíð? „Nú í apríl mun verða opnuð ný heimasíða sem mun stórbæta upplýsingagjöf til allra. Jafnframt er að koma út nýr bæklingur með ennþá betri upplýsingum um hvert foreldrar geta leitað eftir þjónustu. Nú, við ætlum að gefa út barnabók um ofvirkan dreng á þessu ári. Foreldrafélagið er enn- fremur aðili að samstarfi við önn- ur félög um stofnun þjónustumið- stöðvar fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Þessir samstarfs- aðilar eru, auk foreldrafélagsins, Þroskahjálp, Umhyggja og Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra. Næsta haust verður lands- söfnun í sjónvarpinu til að stofna þessa þjónustumiðstöð.“ – Hverju hefur félagið áorkað? „Félagið hefur í gegnum árin staðið að eftirfarandi: Fréttabréf hefur verið gefið út reglulega frá upphafi. Fræðslufundir félagsins þar sem helstu sérfræðingar landsins í fötlun barna hafa flutt fyrirlestra hafa verið vel sóttir af bæði foreldrum og fagaðilum í gegnum árin. Frá 1994 hafa verið skipulögð fræðslunámskeið fyrir foreldra í samráði við sérfræð- inga á Barna- og unglingageð- deild og seinna Fræðslu- og ráð- gjafaþjónustuna Eirð. Félagið tók þátt í norrænu samstarfi frá upp- hafi og var m.a. haldin samnor- ræn ráðstefna hérlendis árið 1999 sem var sótt af 340 manns frá öll- um Norðurlöndunum og víðar. Þá höfum við haft opna upplýsinga- og fræðsluþjónustu tvo tíma á dag tíu mánuði ársins frá 1997, komið upp öfl- ugu bókasafni á ýms- um málum, auk mikils úrklippusafns. Loks má nefna að félagið hefur styrkt eða gefið út fagbæk- ur um þroskafrávik barna fyrir foreldra og fagfólk.“ – Hvað verður gert í tilefni dagsins? „Í tilefni afmælisárs erum við farin að huga að málþingi í haust um skólamál barna með athygl- isbrest og ofvirkni. En skólamálin brenna mjög á þessum fjölskyld- um.“ Ingibjörg Karlsdóttir  Ingibjörg Karlsdóttir er fædd í Reykjavík 6. apríl 1958. Fé- lagsráðgjafi frá HÍ 1989. Starfað hjá Félagsþjónustunni í Reykja- vík frá 1992, síðustu tvö árin á þróunarsviði. Hefur lagt stund á hómópatíu við College of Practi- cal Homoeopathy í Englandi sl. fjögur ár og útskrifaðist sl. haust. Kjörin formaður For- eldrafélags misþroska barna fyr- ir rúmu ári. Félagið heitir nú Foreldrafélag barna með AD/ HD. Hún á tvö börn, Önnu Þóru og Alex, en sambýlismaður er Svanur Jónsson, málari og tækniteiknari. Upplýsingar og ráðgjöf til fjölskyldna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.