Morgunblaðið - 07.04.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 07.04.2003, Síða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 11 mannauður dýrmætasta auðlindin Vandasömustu verkefni stjórnenda snúast um það að finna rétta fólkið og miðla þekkingu. Ástæðan er sú að mannauðurinn er dýrmætasta auðlindin á hverjum vinnustað. Skýrr hf. býður fagfólki til ráðstefnu fimmtudaginn 10. apríl þar sem fjallað verður um spennandi aðferðafræði og framsæknar viðskiptalausnir til að stýra ráðningum og menntun starfsfólks. Aðalfyrirlesari dagsins er Anders Northved, þróunarstjóri hjá Oracle Corp. Hann hefur 15 ára reynslu af rafrænum fræðslukerfum (e-learning). Aðrir fyrirlesarar eru Guðrún Vala Davíðsdóttir viðskiptafræðingur og Vigdís Jónsdóttir hagfræðingur. Ráðstefnan er ætluð yfirstjórnendum fyrirtækja og stofnana og fólki sem starfar við mannauðs- og þekkingarstjórnun í atvinnulífinu. Hún er þátttakendum að kostnaðarlausu, hefst klukkan 14.00 og lýkur með kokteil um 16.30. Nánari upplýsingar og skráning. www.skyrr.is/radstefna Ö r u g g m ið l u n u p p l ý s in g a A B X 90 30 28 4 tryggja að innri reglur fjármálafyr- irtækja bregðist við því með einhverj- um hætti. “ Í skjalinu eru einnig sérstök til- mæli um skilgreiningu venslaaðila. Páll Gunnar segir að þau séu sett fram til að tryggja trúverðugleika fjármálafyrirtækjanna. „Þetta er gert til að reyna að tryggja yfirsýn fyrirtækisins yfir áhættur sem tengj- ast þessum venslaaðilum auk þess sem þeim er ætlað að tryggja trú- verðugleika fyrirtækjanna, það að menn geti treyst því að þegar þeir eru í viðskiptum við sinn viðskiptabanka þá hafi samkeppnisaðilar í gegnum eignarhald sitt eða tengsl við viðkom- andi fjármálafyrirtæki ekki aðgang að upplýsingum, eða geti nýtt sér með einhverjum hætti aðstöðu sína.“ Aðspurður segir Páll Gunnar að vissulega geti verið erfitt í fram- kvæmd að framfylgja reglum sem þessum eftir á litlum markaði, en þess meiri ástæða sé til að huga sérstak- lega að þessum málum og hafa skýrar reglur, að hans sögn. Víki vegna hagsmunatengsla Í kafla skjalsins þar sem fjallað er um hæfi stjórnarmanna segir m.a. að ef stjórnarmenn taka ekki þátt í meðferð máls vegna hagsmunatengsla skuli þeir víkja af fundi. Jafnframt ber stjórnar- mönnum samkvæmt drögunum að upplýsa stjórnina um þá aðila sem tengjast þeim hagsmunatengslum og þeir víki sæti áður en efni máls er kynnt og gögn afhent, telji fram- kvæmdastjóri eða stjórnarformaður stjórnarmann vanhæfan til meðferðar máls. Í þriðja kafla er talað um meðferð upplýsinga um einstaka viðskipta- menn. „Tryggja ber að upplýsingagjöf til stjórnarmanna um viðskiptavini fari aðeins fram í gegnum stjórnina og stjórnarmönnum verði óheimilt að hafa STJÓRNARMENN í fjármálafyrir- tækjum verða að upplýsa stjórnina um aðila sem tengjast þeim hags- munatengslum, upplýsingagjöf til stjórnarmanna um viðskiptavini á að- eins að fara í gegnum stjórnina og forðast þarf að stjórnarmaður lendi í þeirri aðstöðu að hafa eftirlit með sjálfum sér, eins og gerst getur ef hann situr einnig í stjórn dóttur- eða hlutdeildarfélags. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umræðuskjali nr. 2/ 2003; Drögum að leiðbeinandi tilmæl- um um efni reglna skv. 2.mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrir- tæki, sem birt hefur verið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins og sent fjármála- fyrirtækjum til umsagnar. Í skjalinu er sagt að ekki sé um tæmandi lýsingu á efni reglnanna að ræða heldur er fjallað um tiltekin at- riði sem til sérstakrar umræðu hafa verið í samskiptum eftirlitsins við fjármálastofnanir. Til að tryggja framkvæmd laga Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME, segir að tilmælin séu liður í því að tryggja góða framkvæmd á nýjum lögum um fjármálafyrirtæki. „Nýju lögin fela í sér ýmsar breytingar á starfsemi fjármálafyrirtækja, meðal annars þurfa þau að setja sér ítarlegri reglur um störf stjórnar og þetta er liður í því að koma því í framkvæmd. Það sem við erum að leggja áherslu á þarna er hvaða aðgang stjórnir hafa að upplýsingum og afgreiðslu mála er varða þá eða tengda aðila. Okkur hef- ur þótt ástæða til að huga meira að þessu í tengslum við miklar breyting- ar á eignarhaldi fjármálafyrirtækja hér að undanförnu þar sem atvinnu- lífið er orðið mjög virkur þátttakandi í eignarhaldi í fjármálafyrirtækjum. Það skapar hættu á hagsmuna- árekstrum. Við viljum reyna að beint samband við starfsmenn til upp- lýsingaöflunar. Fyrirspurnir stjórnarmanna um ein- stök viðskipti eða viðskiptavini skal bera upp í stjórn og svör við einstökum fyrirspurnum skulu kynnt stjórnar- mönnum öllum. Þessu tengt er æski- legt að kveðið sé á um í reglum starfs- manna að þeir skuli ekki veita stjórnarmönnum upplýsingar um við- skiptamenn fjármálafyrirtækisins.“ Varðandi setur stjórnarmanna í stjórnum dótturfyrirtækja og hlut- deildarfélaga segir að í starfsreglum stjórnar fjármálafyrirtækja þurfi að koma fram að við ákvörðun um setu stjórnarmanna í stjórnum dóttur- eða hlutdeildarfélaga sé fjallað um áhrif stjórnarsetunnar á eftirlitshlutverk stjórnarmannsins og nauðsyn þess að stjórnarmaðurinn taki sæti í stjórninni. „Þar sem meginstarf stjórnar fjár- málafyrirtækja felst í að hafa yfirum- sjón og eftirlit með starfsemi og rekstri viðkomandi fyrirtækis verður almennt að telja óæskilegt að þeir takist á hend- ur slík stjórnarstörf en slík nauðsyn gæti t.d. skapast ef viðkomandi stjórn- armaður hefur sérþekkingu á því starfssviði sem starfsemi dóttur- eða hlutdeildarfélagsins tengist. Taki stjórnarmaður sæti í stjórn dóttur-eða hlutdeildarfélags er hann í þeirri stöðu að hafa að einhverju leyti eftirlit með sjálfum sér ásamt því að sú hætta skap- ist að stjórn fjármálafyrirtækisins veik- ist þar sem stjórnarmaðurinn vegna vanhæfisreglna getur ekki tekið ákvörðun um málefni viðkomandi dótt- ur- eða hlutdeildarfélags.“ Skjalið hefur verið sent fjármála- fyrirtækjum til umsagnar en eftir að svar berst frá fyrirtækjunum gefur FME út leiðbeinandi tilmæli. Að sögn Páls Gunnars Pálssonar þurfa fyrir- tækin að huga að því að setja sér nýj- ar reglur eftir tilmælunum á þessu ári. Fjármálaeftirlitið um stjórnir fjármálafyrirtækja Stjórnarmenn forðist að hafa eftir- lit með sjálfum sér BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfs- son segir að nú sé rétti tíminn til að fjárfesta í Rússlandi. Hann segir að þar sé mikill vöxtur í efnahagslífinu. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs á málþingi við- skiptaþjónustu utanríkisráðuneyt- isins um fjárfestingar og við- skiptahætti í Rússlandi, sem haldið var nýverið. Björgólfur fór yfir stöðuna í Rússlandi og bar viðskiptaum- hverfið við það sem blasti við hon- um fyrir tíu árum, þegar hann hóf að stunda viðskipti þar í landi. „Ég held að margir hafi rang- hugmyndir um Rússland; mynd margra af landinu sé gömul og úr sér gengin. Sumir virðast telja að þar hafi engin þróun átt sér stað á síðustu árum. Þeir vita að þar hef- ur verið mikill vöxtur, en ímynda sér að þar sé ástandið að öðru leyti líkt og fyrir tíu árum,“ sagði Björgólfur. Miklar breytingar Að sögn Björgólfs hefur efna- hagsástand breyst mjög mikið að undanförnu. „Þð er allt öðruvísi að eiga viðskipti í Rússlandi í dag en fyrir tíu árum. Þetta þjóðfélag er í mikilli og hraðri uppbyggingu. Ég myndi segja að lykilatriðið í sókn á Rússlandsmarkað og leit að við- skiptatækifærum sé að nálgast verkefnið líkt og verið sé að fjár- festa í öðrum löndum. Auðvitað verður að hafa varann á, en ekki meiri en í öðrum löndum, til dæm- is öðrum Evrópulöndum,“ sagði hann. Björgólfur segir að fjárfestar í leit að fyrirtækjum til að kaupa eigi að nota sömu aðferðir og tíðk- ist annars staðar. „Við nýtum okk- ur lögfræðiaðstoð og ráðgjöf, ef til vill frá stórri endurskoðunarskrif- stofu á borð við KPMG, svo dæmi sé nefnt. Þessi þjónusta er til staðar í Rússlandi eins og annars staðar. Þar er hægt að fá mjög góða lögfræðiaðstoð og endurskoð- unar- og ráðgjafarstofurnar hafa komið sér mjög vel fyrir. Ég held vinnubrögðin þar myndu koma fólki á óvart.“ Björgólfur segir að mikilvægt sé að nýta sér þær stofnanir og þjónustufyrirtæki sem fyrir hendi séu í Rússlandi. Ný kynslóð Þá segir Björgólfur Thor að ný kynslóð af Rússum hafi látið til sín taka í viðskiptalífinu. „Það er mikill vöxtur í frumkvöðlageir- anum í Rússlandi. Í þessu sam- bandi má nefna að við settum upp nýtt fyrirtæki í Rússlandi um dag- inn, í kringum framleiðslu á áfengum gosdrykkjum. Ég sat á stjórnarfundi fyrir viku og horfði á innlendan stjórnendahóp fyr- irtækisins, sem var skipaður mjög vel menntuðu fólki, fólki sem vissi hvað það var að gera.“ Björgólfur segir að grunn- menntakerfið í Rússlandi sé mjög gott. „Tækifærin fyrir Rússa eru mun fleiri en fyrir tíu árum að fara í viðskiptafræðitengt nám og það skilar sér nú út í þjóðfélagið hægt og rólega. Þarna á sér stað mikil breyting til batnaðar,“ segir hann. Björgólfur ráðlagði þeim sem hygðu á útflutning til Rússlands að beita hyggjuvitinu. Hann sagði að lítið þýddi að ná sambandi við rússneskan samstarfsaðila og sitja á Íslandi, í von um að hlutirnir gangi upp. Nauðsynlegt væri að vera á staðnum og fylgja starf- seminni eftir. Miklar og hraðar sveiflur Helsta einkenni efnahagslífsins og viðskiptaumhverfisins í Rúss- landi sagði Björgólfur vera miklar sveiflur, ef til vill meiri en annars staðar. „Efnahagsumhverfið getur breyst hratt, samkeppni aukist skyndilega og menn verða að vera viðbúnir því. Reynsla okkar hefur sýnt að þegar við fjárfestum á markaði kemur samkeppnin mjög hratt og verðfall í kjölfarið. Sveifl- urnar eru meiri og hraðari en víð- ast annars staðar,“ sagði Björg- ólfur. Aðalatriðið, að sögn Björgólfs, er að allar áætlanir verði að vera sveigjanlegar. „Ef menn gæta að því eiga þeir að geta ráðið við sveiflurnar í hagkerfinu og jafnvel nýtt þær sér til góðs. Þetta held ég að sé grundvallaratriði í öllum viðskiptum. Annaðhvort er ástand- ið þannig að samkeppni er lítil og um leið mikil framlegð, eða þá að samkeppnin er mjög mikil og verðið lágt. Þá er um að gera að vera sveigjanlegur í rekstri,“ sagði hann. Björgólfur segir að þessi lærdómur standi upp úr, eftir tíu ára starfsemi í Rússlandi. Mikill vöxtur á næstu 20–30 árum „Ég hef mikla trú á Rússlandi og viðskiptatækifærum þar í landi. Ég held að þar eigi mjög mikið eftir að breytast og til batnaðar. Ég myndi mæla með því að menn skoðuðu tækifærin þar og gæti að venjulegum reglum, eins og í öðr- um Evrópulöndum. Vöxturinn mun verða mjög mikill á næstu 20–30 árum,“ sagði Björgólfur. Hann bætti við að nauðsynlegt væri að líta til langs tíma, ekki gera ráð fyrir skjótfengnum gróða, heldur vera þolinmóður og byggja starfsemina smám saman upp. „Í sveiflumiklu umhverfi eins og þessu getur verið mjög gaman að stunda viðskipti, en það getur líka verið mjög erfitt. Þetta hentar þeim sem vilja takast á við erfið verkefni. Vogun vinnur, vogun tapar. Ég myndi segja að núna væri rétti tíminn til að skoða fjár- festingarkosti í Rússlandi,“ sagði Björgólfur að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsfyllir var á málstofu viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins um fjár- festingar og viðskiptahætti í Rússlandi sem haldin var nýverið. Rétti tíminn til að fjárfesta í Rússlandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.