Morgunblaðið - 07.04.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.04.2003, Qupperneq 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 13 Er „óþekkt“ á þínum vinnustað? Óþekkt á vinnustað (Organizational Misbehaviour) er það sem starfsmenn gera í vinnutíma sem ekki er ætlast til að þeir geri. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Verð með hádegisverði er 2.800 kr. fyrir félagsmenn og 3.800 kr. fyrir aðra. Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317. Á hádegisverðarfundi FVH 9. apríl verður fjallað um • birtingarform óþekktar • ástæður óþekktar • leiðir til að bregðast við óþekkt Það er mikilvægt fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir óþekkt á vinnustað og að þeir þekki leiðir til úrbóta. Hádegisverðarfundur Félags viðskipta- og hagfræðinga verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl nk. í Hvammi Grand Hótel Reykjavík kl. 12-13:30. Fundurinn er opinn öllum. Fyrirlesarar: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík Hjalti Sölvason, starfsþróunarstjóri Nýherja. Fundarstjóri: Andrés Magnússon, starfsmannastjóri Íslandspósts. Árelía Eydís Guðmundsdóttir Hjalti Sölvason Andrés Magnússon Frítt fyrir þig! SÓLGLER* í þínum styrkleika er KAUPAUKI með öllum nýjum gleraugum OPTICAL STUDIO - LEIFSSTÖÐ OPTICAL STUDIO RX - SMÁRALIND GLERAUGNAVERSLUNIN Í MJÓDD GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR GLERAUGNAVERSLUN SUÐURLANDS Við pöntun fylgir frítt par af sólglerjum í þínum fjærstyrkleika í eigin umgjörð eða við bjóðum þér nýja á hagstæðu verði. BRESKA fyrirtækið Context Ltd. og íslenska fyrirtækið Spurn sf. hafa í sameiningu ákveðið að veita fjórum íslenskum háskólum, sem kenna lögfræði, frían og ótak- markaðan aðgang í eitt ár að gagnagrunnum Context á sviði Evrópuréttarins. Skólarnir eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Viðskiptaháskólinn Bifröst. Um er að ræða þrjá gagna- grunna. Í fyrsta lagi er CELEX (Communitatis Europeaen Lex), sem er opinber lagagagnagrunnur Evrópusambandsins. Í annan stað er OJC (Official Journal C Series), sem er C-deild stjórnartíðinda ESB. Loks er ECJ Proceedings sem hefur að geyma upplýsingar um mál sem eru fyrir Evrópudóm- stólnum. Gagnagrunnarnir eru að- gengilegir á vefnum. „Þarna er að finna allar grund- vallarréttarheimildir Evrópurétt- arins sem eru nauðsynlegar öll- um þeim sem fást við Evrópurétt, hvort sem er við nám, kennslu, almenn lögfræðistörf eða lög- mennsku,“ segir í tilkynningu frá Context og Spurn. Þá segir í tilkynningunni að hugbúnaðurinn sem Context hef- ur þróað til að nota við gagna- grunnana sé talinn einn sá full- komnasti sem völ sé á en um leið auðveldur í notkun. Leitarmögu- leikar séu mjög fjölbreyttir og sömuleiðis upplýsingar um vensl skjala sem sé mikilvægt þar sem um gífurlegan fjölda skjala sé að ræða. 44 áskrifendur í 13 löndum Jón Steindór Valdimarsson hjá Spurn sf. segir að með gjöf sinni vilji Context og Spurn leggja áherslu á mikilvægi Evrópurétt- arins á Íslandi og stuðla að því að við kennslu og rannsóknir í lög- fræði sé stuðst við bestu fáanleg gögn. Hann segir að Context hafi verið í fararbroddi á sviði raf- rænna upplýsinga í lögfræði í Bretlandi allar götur frá árinu 1986 og að þetta sé í fyrsta skipti sem fyrirtækið gefi háskólum að- gang að gagnagrunnum sínum. Meðal viðskiptavina Context séu 116 háskólar víða um heim. Þar af séu 44 áskrifendur að Celex í 13 löndum, flestir í Bretlandi. Jón Steindór segir að Spurn sf. bjóði einnig áskrift að Common Market Law Reports á sviði Evr- ópuréttarins. Þá megi jafnframt nefna gagnagrunninn Tenders, sem sé öflugasti og áreiðanlegasti gagnagrunnur um evrópsk útboð. Hann henti vel þeim fyrirtækjum sem hyggi á landvinninga á evr- ópskum markaði með vörur og þjónustu eða þátttöku í verklegum framkvæmdum. Hægt sé að nota hann samhliða CELEX, en þar sé oftar en ekki vísað í tilskipanir og reglugerðir ESB. Besta notenda- viðmótið Einar Páll Tamimi, forstöðu- maður Evrópuréttarstofnunar Há- skólans í Reykjavík, segir að að- gangur að gagnagrunnum um Evrópurétt á rafrænu formi sé ekkert annað en bylting fyrir þá sem vinni við þessi mál. Hann seg- ir að margir aðilar bjóði upp á gagnagrunna þar sem hið undir- liggjandi efni sé það sama, en not- endaviðmót þeirra sé misgott. Ekki fari á milli mála að notenda- viðmótið sem Context og Spurn bjóði upp á sé það besta sem hann hafi komist í tæri við. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, deild- arstjóri lögfræðideildar Við- skiptaháskólans Bifröst, segir að aðgangur að gagnagrunninum hafi mjög mikla þýðingu, sérstaklega fyrir nýjar deildir sem séu að koma sér upp gögnum. Gagna- grunnurinn sé sérstaklega not- endavænn og eigi eftir að koma að miklum notum fyrir skólann. Frá afhendingu gagnagrunns á sviði Evrópuréttarins. Einar Páll Tamimi, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, deildarstjóri lögfræðideildar Viðskiptaháskólans á Bifröst, Stefán Már Stefánsson, prófessor við HÍ, og Jón Steindór Valdimarsson, frá Spurn hf. Frír og ótak- markaður að- gangur í eitt ár Lagadeildir fjögurra háskóla hér á landi fá að- gang að gagnagrunnum á sviði Evrópuréttar hlutur Skeljungs hefði aukist úr 5,75 í 7,75 frá 11. febrúar. Hið rétta er að hlutur Skeljungs í Eimskipafélaginu er 5,75 og hefur hann ekki breyst frá 11. febrúar. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. RANGT var farið með hlut Skelj- ungs í Eimskipafélagi Íslands í frétt sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Í töflu sem fylgdi með fréttinni kom fram að hlutur Skeljungs væri 7,75 og var sagt í fréttinni að Hluthafar í Eimskipi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.