Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 14
STRÍÐ Í ÍRAK 14 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKAR herþotur vörp- uðu í gær vegna mistaka sprengju á kyrrstæða bílalest kúrdískra her- manna og bandarískra sérsveitar- manna um 50 kílómetra frá borginni Mósul í norðurhluta Íraks. Allt að 18 Kúrdar féllu og 45 særðust, einn hinna særðu er bróðir annars af helstu leiðtogum Kúrda, Massouds Barzanis. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahús í Kúrdaborginni Irbil en Mósúl er í höndum Írakshers. Heimildarmenn AFP-fréttastofunn- ar úr röðum Kúrda sögðu að auk Kúrdanna hefðu fjórir bandarískir sérsveitarmenn fallið en talsmenn Bandaríkjahers vildu ekki staðfesta tölurnar um mannfallið í gær. Íraskir Kúrdar hafa síðustu vik- urnar í samstarfi við fámenna hópa bandarískra sérsveitarmanna þrengt smám saman að íröskum hersveitum á svæðinu og átt gott samstarf við Bandaríkjamenn. Einn af ráðamönnum flokks Barzanis, Hoshyar Zebari, sagði í Irbil að at- vikið myndi ekki grafa undan sam- starfinu en að sjálfsögðu hefðu áföll af þessu tagi slæm áhrif á liðsand- ann. Hann sagði ekki vitað hvað hefði valdið mistökunum. Bróðir Barzanis, Wajy Barzani, er sagður hættulega særður og er talið að hann hafi verið fluttur á bandarískt hersjúkrahús í Þýska- landi. Þrír háttsettir leiðtogar herja Kúrda voru meðal þeirra sem særð- ust í árásinni, einnig liðlega tvítug- ur sonur Massouds Barzanis og mun hann hafa særst en ekki hættulega. Mikill mannfjöldi safnaðist saman utan við sjúkrahúsið í gær og Barz- ani, sem er leiðtogi KDP-flokksins, kom á staðinn, einnig voru banda- rískir herbílar fyrir utan. Túlkur fréttamanns BBC féll John Simpson, fréttamaður breska ríkisútvarpsins, BBC, var í einum bílnum ásamt túlki sínum er féll í árásinni, sjálfur fékk Simpson sprengjubrot í annan fótinn og særðist lítillega. Simpson segir að tveir bílar sérsveitarmanna hafi bæst í hópinn er lestin, um tugur bíla, var komin nokkuð áleiðis til borgarinnar Dibagan sem er við að- alveginn milli Mósul og annarrar mikilvægrar olíuborgar, Kirkuk, sem Írakar ráða. Einn sérsveitar- mannanna sá þá íraskan skriðdreka í nokkurri fjarlægð og bað um að gerð yrði sprengjuárás á hann úr lofti. Flugmaðurinn virðist hafa tal- ið að bílalestin væri skotmarkið. Hoshyar Zebari sagði að liðsmenn bílalestarinnar hefðu verið þátttak- endur í „kröftugum“ bardögum við Íraka um 40 kílómetra við Dibagan. Simpson segir að það sem síðan gerðist líkist helst „Myndum úr Víti“, segir á fréttavef BBC. Sprengja hafi lent aðeins um fjóra metra frá honum, kviknað hafi í öll- um bílunum, særðir og látnir Kúrd- ar og Bandaríkjamenn hafi verið hvarvetna. Sumir hafi brunnið til bana fyrir framan augun á honum. Þeir sem komust lífs af sluppu þó flestir með skrámur og sprungnar hljóðhimnur. Kúrdískur túlkur Simpsons fékk sprengjubrot í fæt- urna og tilraunir bandarískra sjúkraliða á staðnum dugðu ekki til að bjarga lífi hans. Sprengjuárás á bílalest Kúrda vegna mistaka Allt að 18 Kúrdar féllu og bróðir Massouds Barzanis illa særður Irbil. AP. AP Brunnar leifar bílalestarinnar sem bandarísku þoturnar réðust á í Kúrda- héruðum Norður-Íraks á sunnudag. Ekki er vitað hvað olli mistökunum.                                           "#  "$ "% &  & ' " (  $)  & "    *(     + ,"       "  "        - .//     "   ,  %  0   1   %   "  2 % 3       ( 4 054  0' 674' 0(  8' 9 : 4  ( %;<93 3 = 4 %  0 ' '     - >  0 $ ? ?@  1  1       %  A     ?   A %   ?  1 ? 4 B C  D 1  *%          % E NOKKRIR Rússar særðust í gær þegar bílalest rússneskra sendiráðsmanna og blaðamanna varð fyrir skothríð skammt frá Bagdad. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins sagði að fimm hefðu særst en þeir væru ekki í lífs- hættu og sendiherra Rússlands í Írak, Vladímír Títorenko, hefði fengið skrámur. Embættismenn ráðuneytisins kölluðu sendi- herra Íraks og Bandaríkjanna í Moskvu á sinn fund og kröfðust þess að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að tryggja öryggi rússneskra borgara í Írak. Rússneskir embættismenn sögðu að ekki væri vitað hvort bílalestin hefði orðið fyrir árás innrás- arliðs bandamanna eða íraskra hermanna. Yfir- stjórn Bandaríkjahers sagði að talið væri að bíla- lestin hefði verið á yfirráðasvæði Íraka og fyrstu fregnir hermdu að hermenn bandamanna hefðu ekki verið nálægt henni. Rússneskur blaðamaður, sem var í bílalestinni, sagði hins vegar að bílarnir hefðu verið að fara framhjá varðstöð íraskra hermanna þegar hún hefði orðið fyrir árás innrásarliðs bandamanna. Írösku hermennirnir hefðu skotið á móti og bíla- lestin hefði lent í skothríðinni. Voru á leið til Sýrlands Gert er ráð fyrir því að Condoleezza Rice, þjóð- aröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, ræði atvikið við rússneska embættismenn í Moskvu í dag. Bílalestin var á leiðinni að landamærunum að Sýrlandi eftir að ákveðið hafði verið að loka rúss- neska sendiráðinu í Bagdad vegna loftárásanna á borgina. Rússneska utanríkisráðuneytið sagði að 23 Rússar hefðu verið í bílalestinni, þeirra á meðal nokkrir blaðamenn. Fréttastofan Interfax sagði að bílalestin hefði fyrst orðið fyrir skothríð um átta km frá Bagdad. Hún hefði síðan numið staðar þegar herjeppar hefðu sést á veginum um fimm- tán km frá borginni. Einum bílanna var ekið að jeppunum með fána til að sýna hverjir væru á ferð. „Þeir tóku að skjóta á bílinn,“ sagði einn heimild- armanna Interfax. „Guði sé lof að enginn beið bana. Síðan fóru jepparnir á brott.“ Óljóst hverjir skutu á bíla rússneskra sendiráðsmanna Moskvu. AFP, AP. ÍRASKI hershöfðinginn Nizar al- Khazraji strauk frá Danmörku með aðstoð bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, að sögn danska blaðsins Politiken sem vitnar í skýrslu fyrrverandi leyniþjón- ustumanns í Bandaríkjunum. Á sínum tíma flýði al-Khazraji, sem var um hríð yfirhershöfðingi Íraka, frá heimalandinu með fjöl- skyldu sinni og var í varðhaldi í Danmörku vegna ásakana um stríðsglæpi. En hann hvarf spor- laust 17. mars sl., nokkrum dög- um fyrir innrás bandamanna í Írak. Leyniþjónustumaðurinn fyrr- verandi heitir Victor Cannistraro og var á níunda áratugnum hátt- settur hjá þjóðaröryggisráðinu bandaríska en stýrði síðar deild baráttu gegn hryðjuverkum hjá leyniþjónustunni, CIA. Vitnað er í skýrslu hans í sádi- arabísku tímariti og segir hann að hershöfðinginn sé nú í Kúveit þar sem honum hafi verið ætlað að nota sér tengsl innan íraska hersins til að fá upplýsingar um ferðir Saddams Husseins og sona hans. Þá yrði hægt að drepa þá strax í upphafi átakanna. Einnig hafi verið ætlunin að hann reyndi að fá íraska hershöfðingja til að gera uppreisn gegn Saddam. Al- Khazraji mun hafa orðið lítið ágengt og valdið Bandaríkja- mönnum vonbrigðum. Dularfullur flótti írasks hershöfðingja úr stofufangelsi í Danmörku í mars Veitti CIA Al- Khazraji hjálp? MEIRA en sex mánuðir munu líða þar til að ný írösk ríkis- stjórn getur tekið völdin í land- inu að stríðinu loknu. Þetta mat kom í gær fram hjá Paul Wolfowitz, aðstoðarvarn- armálaráðherra Bandaríkjanna. Fréttamaður Fox-sjónvarps- stöðvarinnar spurði Wolfowitz hvort vænta mætti þess að valdaskipti gætu farið fram inn- an sex mánaða frá lokum stríðs- ins í Írak. „Það mun líklega taka lengri tíma,“ svaraði hann. Bráðabirgðastjórn kynnt í dag Bandaríkjamenn hyggjast koma á bráðabirgðastjórn í Írak. Skipan hennar verður kynnt í dag, mánudag, en fyrir henni mun fara Jay Garner, fyrrverandi hershöfðingi. Meg- inhlutverk stjórnarinnar verður að skipuleggja hjálparstarf í landinu og auk Bandaríkja- manna er búist við að bæði Bret- ar og Ástralar taki sæti í henni. „Hugmyndin er að við vinnum okkur sem fyrst út úr vandanum og hverfum úr stjórnarstólum eins fljótt og unnt er,“ sagði Nathan Jones, talsmaður Gar- ners, í gær. Bandaríkjamenn hafa lýst yf- ir því að lýðræðislega kjörin írösk stjórn muni taka við af bráðabirgðastjórninni svo fljótt sem auðið reynist. Meira en hálft ár í valda- skipti Washington. AFP. STJÓRNVÖLD í Íran sögðu í gær að um það bil helmingur líkams- leifa um 200 manna, sem breskir hermenn fundu í vöruskemmu Írakshers í borginni Basra, væri leifar íranskra hermanna sem hurfu í stríði Írana og Íraka á ár- unum 1980-88. Íranski hershöfðinginn Mir-Fei- sal Baqerzadeh skoraði á Alþjóða- ráð Rauða krossins að koma lík- amsleifunum í hendur Írana sem fyrst. Hann sagði að staðið hefði til að Írakar afhentu líkin en því hefði verið frestað áður en stríðið í Írak hófst. Íran vill fá 100 líkanna í Basra Teheran. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.