Morgunblaðið - 07.04.2003, Side 15

Morgunblaðið - 07.04.2003, Side 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 15 TÓNLEIKHALD áhugahópa og nemendatónleikar eru hugsanlega nokkuð nákvæmur mælikvarði á stöðu tónlistar, því t.d. í hljómsveit áhugamanna safnast saman þeir sem lagt hafa stund á reglulegt tónlist- arnám um lengri eða skemmri tíma, aflað sér töluverðrar kunnáttu án þess þó að hugsa til þess að gerast at- vinnumenn og með þessu fólki koma oft fram lengra komnir nemendur, sem aftur á móti eru að undirbúa sig sem atvinnufólk. Þetta einkenndi tónleika er Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hélt sl. sunnudag í Sel- tjarnarneskirkju undir stjórn Ingv- ars Jónassonar, því áhugamenn og nemendur stóðu saman að mjög vönduðum flutningi á verkum Moz- arts. Fyrsta viðfangsefni tón- leikanna var Divertimento K 136, sem Mozart mun hafa samið áður en hann fór í síðustu ferð sína til Ítalíu, svo hann hefði eitthvað í handraðan- um, enda eru „kvartettarnir“ þrír 136-138 samdir í ítölskum stíl, hvað formskipan snertir, en ekki í hefð- bundinni divertimento formskipan, t.d. með tveimur menúettum. Mozart er að feta sig áfram í gerð kamm- ertónlistar og má segja að nefndir „kvartettar“ séu í raun ítalskar sin- fóníur fyrir strengi. Þetta fallega verk K.136 var vel flutt og furðulítið um tónstöðu vandræði, samspilið sérlega gott og strengjahljómurinn á köflum fallegur og þéttur, sérstak- lega í fyrsta þættinum. Annað viðfangsefni var síðasti fiðlukonsertinn af fimm, í A-dúr K 219, er Mozart samdi 1775 og er með- al fegurri verka meistarans, einfald- ur að gerð en ríkur af syngjandi fögr- um tónlínum, sem streymdu lindartærar án viðnáms úr huga þessa einstæða snillings. Hjörleifur Valsson lék konsertinn á köflum mjög vel og hefur á valdi sínu fal- legan og syngjandi tón og tókst hon- um best upp í fyrsta kaflanum en í miðkaflann vantaði þá hlýju dvöl í mótun tónmyndana, sem er aðall þessa sérlega þýða og einfalda „söngverks“. Menúettinn með sínum „tyrkneska“ millikafla vantaði þær andstæður, sem búa annars vegar í hátíðlegum menúettinum og hins vegar galsafengnum „tyrkjaslættin- um“. Í heild var konsertinn samt vel fluttur og var samspilið víða sérlega gott og sömuleiðis jafnvægi í styrk á milli hljómsveitar og einleikara. Tónleikarnir gjörðust nokkuð langir með næstu verkum, því eftir hlé var konsert-arían Ah, lo previdi K 272, sem þykir ein dramatískasta konsertaría Mozarts. Margrét Bóas- dóttir söng aríuna af öryggi en átti við of mikinn hljóm hljómsveitar að kljást. Konsertaríur Mozarts eru oft margskiptar og í þessari, er skiptist í tónles-aríu-tónles-arioso og cavat- ínu, þarf að leggja mikla áherslu á andstæður formsins, tónlesið er sag- an, leikræn og frjáls í hryn en laglín- urnar eru háttbundnar og átökin eft- ir þeim tilfinningum, sem túlka skal, og t.d. er cavatínan eins konar nið- urstaða, mettuð ljúfsárri ástarsorg. Í heild var konsertarían einum of stíf í hryn og hljómsveitin á köflum ekki samferða söngnum, en það er alveg sérstök tækni, að útfæra á sannfær- andi máta undirleik við tónles. Að þessu leyti drukknaði góður og vel mótaður söngur Margrétar í of mikl- um hljómi og stífu hrynrænu áfram- haldi. Lokaverkið var Sinfónía concert- ante K 297b, sem sagt er að Mozart hafi samið fyrir Le Gros fostjóra Concert spirituels og hvorki fengið greiðslur fyrir verkið eða flutning á því og svo virðist sem nefndur Le Gros hafi komið verkinu fyrir. Til er píanóumritun á verkinu er þykir nokkuð sannfærandi. Í bréfi til föður síns tilgreinir hann sólistana en upp- haflega var verkið samið fyrir „flautu, Wending; óbó, Ramm; horn, Punto; fagott, Ritter“ er voru allir nema Punto frá Mannheim. Verkið er hvorki sinfónía eða concert, eitt- hvað þar í millum og þrátt fyrir að upprunaleg „orkestrasjón“ sé glötuð og skipan einleikara önnur er verkið sérlega glæsilegt og stórt að gerð, sérstaklega fyrsti þátturinn, og í öll- um þáttunum fá einleikarnir sitthvað að sýsla en oftast í samleik en þó sér- staklega í þeim síðasta, tema og tíu tilbrigðum, þar sem hverjum einleik- ara er gefið sérstakt rými til að sýna leikni sína. Einleikararnir, sem allir eru um það bil að ljúka námi, léku af glæsibrag. Tindrandi tónninn í óbóinu (Matthias B. Nardeau), flosmjúkur tónninn í klarinettinu (Grímur Helgason), dimmfagur tónninn í fagottinu (Sigríður Krist- jánsdóttir) og syngjandi glæsilegur tónninn í horninu (Ella Vala Ár- mannsdóttir) vitnar um þann „stand- ard“ sem tónlistarkennslan stendur á og gefur auk þess fyrirheit um að hér séu á ferðinni sérlega efnilegir hljóðfæraleikarar. Hljómsveitin und- ir stjórn Ingvars Jónassonar lék mjög vel og féll þar allt að einu, góð tónlist, góður einleikarar og góður flutningur. Með þessum tónleikum hefur Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna ítrekað þá stöðu sína, að hafa tekið sér sæti á bekk með þeim sem í alvöru geta kallað sig góða flytjend- ur. Góð tónlist, góðir einleik- arar og góð hljómsveit TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flutti eingöngu verk eftir Mozart Einsöngvari: Margrét Bóasdóttir. Einleikarar: Hjörleif- ur Valsson, Matthias Birgir Nardeau, Gunnar Helgason, Ella Vala Ármanns- dóttir og Sigurður Kristjánsdóttir. Stjórn- andi: Ingvar Jónasson. Sunnudagurinn 30. mars, 2203. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.