Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 16
UMRÆÐAN 16 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR skömmu hélt Hallgrímur Helgason erindi sem síðan var birt í Kistunni á Vísisvefnum. Klausa úr erindinu birtist svo í Lesbók MBL, 29. mars, og vakti athygli mína. Hallgrímur er að fjalla um það hvort rithöfundar eigi að taka þátt í þjóð- félagsumræðu eða ekki, og segir svo: „Sjálfur hef ég alltaf hrifist meir af þeim höfundum sem láta líka til sín taka í þjóðmálaumræðu. Laxness og Guðbergur hafa alltaf höfðað meira til mín en hin þægu og þöglu atómskáld.“ Hin þægu og þöglu atómskáld? „Um hverja er Hallgrímur að tala?“ hugsaði ég. Eitt af hinum „þægu og þöglu“ at- ómskáldum var faðir minn, Jón Ósk- ar, og þóttu mér þessi orð býsna sér- kennileg, því að frá því að ég man eftir var hann sískrifandi greinar um alls konar þjóðmál og fékk marga upp á móti sér með þeim hætti. Og hvað um hin atómskáldin? Stað- reyndin er sú að öll tóku þau einarða afstöðu í stjórnmálum og þjóðmál- um, sum í ljóðum sínum, önnur bæði í ljóðum og blaðaskrifum. En sú klisja skýtur upp kollinum við og við að atómskáldin hafi aðeins ort um eitthvað sem enginn skildi, lagt mesta áherslu á breytingar á ljóðforminu og ekki haft nokkur tengsl við það sem var að gerast í kringum þau. Þessa klisju virðist Hallgrímur hafa étið upp eftir öðrum gagnrýn- islaust. Orð hans hljóma raunar eins og hann hafi lítið sem ekkert lesið eftir atómskáldin og ekki virðist hann heldur hafa fylgst vel með þjóðmála- umræðu í blöðum síðustu áratugi því þá hefði hann varla komist hjá því að sjá greinar eftir atómskáld. Við skulum líta aðeins á ljóð at- ómskáldanna. Þeir sem vanalega eru taldir til þess hóps eru Einar Bragi, Sigfús Daðason, Hannes Sigfússon, Stefán Hörður Grímsson, Jónas Svafár og Jón Óskar. Ef við flettum bókum þessara manna líður ekki á löngu þar til við sjáum ádeiluljóð, sama hver þeirra á í hlut. Fyrsta ljóðabók Einars Braga, „Kvöld í júní“, kom út árið 1950. Annað ljóð bókarinnar heitir „Í Ás- byrgi“ og er hvöss ádeila á herstöðv- arsamninginn við Bandaríkjamenn, sama má segja um þriðja ljóð bók- arinnar, „Kveðjuhátíð“. Mörg fleiri ádeiluljóð mætti nefna eftir Einar Braga, til dæmis ljóðið „Gamalla augna gleði“ í ljóðabókinni „Svanur á báru“ sem kom út árið 1952, en það er bitur ádeila á Kóreustríðið. Í ljóðabókinni „Hendur og orð“ (1959) eftir Sigfús Daðason má finna ljóðaflokkinn „Hvílíkar lygar“, en þar standa meðal annars þessi orð: „Vér erum málsvarar frelsis frjálslyndi vort er svo yfirtak víðtækt að það krefst frelsis handa kúgaranum friðar handa rústunum lífsréttar handa dauðanum.“ Hannes Sigfússon var ekki þögulli en svo að hann talaði beinlínis um þörf fyrir „hið skorinorða ljóð“. Af ádeiluljóðum hans mætti til dæmis nefna ljóðin „Afríka“ og „Nú á dögum þjóðarmorðanna“ í bókinni „Jarteikn“ (1966). Af ádeiluljóðum Stefáns Harðar Grímssonar má nefna ljóðið „Stríð“ í „Svartálfadansi“ (1951) og ljóðið „Síðdegi“ í bókinni „Hliðin á slétt- unni“ (1970), en það er mjög harka- leg ádeila á Víetnamstríðið. Jónas Svafár orti oft ádeiluljóð og þekktast er líklega ljóðið „Geislavirk tungl“ úr samnefndri ljóðabók 1957, en þar segir: „vinna vélbyssur að vélritun á sögu mannsins“. Ádeiluljóð Jóns Óskars eru einnig mörg og ég nefni hérna ljóðin „Ljós tendruð og slökkt í Guatemala“ og „Frelsi“, annað ádeila á Bandaríkja- stjórn, hitt á Sovétríkin, en bæði birtust í bókinni „Nóttin á herðum okkar“ 1958. Það var þó ekki aðeins í ljóðum sem atómskáldin tóku þátt í þjóð- málaumræðunni. Á 6. og 7. áratugnum kom út bók- menntatímaritið Birtingur sem tvö atómskáld, Einar Bragi og Jón Ósk- ar, ritstýrðu ásamt fleirum. Þar var oft fjallað um stjórnmál og þjóð- félagsmál, t.d. NATO, herstöðvar- sjónvarpið og réttindi rithöfunda. Og þegar uppreisnin var gerð í Ung- verjalandi og bæld niður af innrás- arher Sovétmanna 1956 birtist ein- örð grein í Birtingi sem fordæmdi innrásina. Urðu sumir vinstri menn reiðir þessu og létu Birtingsmenn heyra það. Jón Óskar fjallaði einnig mikið um stjórnmál í bókum sínum. Árið 1964 sendi hann frá sér bók- ina „Páfinn situr enn í Róm“, en þar gagnrýndi hann Sovétríkin og fyrir það bakaði hann sér óvild margra. Í endurminningabókum sínum, sex að tölu, liggur hann ekki heldur á skoð- unum sínum, og fjallar síðasta bókin beinlínis um stjórnmálasögu 5. og 6. áratugarins. Enginn held ég þó að hafi verið fjær því að vera „þægur og þögull“ en Einar Bragi, en á 8. áratugnum var hann dæmdur til sektar fyrir meiðyrði vegna orða sem hann lét falla í grein þar sem hann gagnrýndi aðstandendur undirskriftasöfnunar- innar „Varið land“. Þannig er nú arfur hinna „þægu og þöglu“ atómskálda. Ég hefði ekki staðið í því að skrifa um þetta blaða- grein, nema af því að ég veit að margir álíta Hallgrím Helgason vel að sér í bókmenntum og gætu þess vegna gagnrýnislaust lagt trúnað á þessi orð. Þannig gæti þetta orðið að lífseigri sögufölsun. Og ég vil að lok- um ráðleggja Hallgrími að lesa bæk- ur atómskáldanna því að það er nú einu sinni svo að það er betra að kynna sér málin áður en maður tal- ar. Hin þægu og þöglu atómskáld Eftir Unu Margréti Jónsdóttur Höfundur er dagskrárgerðarmaður. „En sú klisja skýtur upp kollinum við og við að atóm- skáldin hafi aðeins ort um eitthvað sem enginn skildi.“ HIN dularfulla dagskrárfyrir- sögn á velsóttum 15:15 tónleikum Guðna Franzsonar á Nýja sviði Borgarleikhússins á laugardag, „Kjúklingur sveigir stein sem kallar á engla í spegli“ skýrði sig sjálfa við nánari athugun, enda ekkert nema sambræðingur á fjórum verkatitlum dagsins (1.–4.–3.–2.). Hitt var óljósara hvers vegna einn fremsti frumkvöðull framsækins klarínettleiks hér um slóðir kaus að hesthúsa alla dagskrána í einu lagi, þ.e. attacca án þess að stoppa milli verka eins og ævinlega er gert. Gat það verið strákslegur grikkur í garð áheyrenda almennt (og umfjallenda sérstaklega)? Tilraun til að sýna fram á heildarskyldleika verka í efst- greindri uppröðun? Eða lævísleg að- ferð til að beina aukinni athygli að flytjandanum? Spyr sá er ekki veit. Alltjent er hætt við að uppátækið hafi ruglað suma í ríminu. A.m.k. undirritaðan, er framan af hélt að Haukur Tómasson væri búinn að bæta svona rosalega miklu nýju efni aftan við Vorkjúkling sinn frá því er undirr. heyrði verkið síðast fyrir all- mörgum tónleikum. Enda ekki auka- tekið orð um það á dagskrárblaðinu. Hvað þá (eins og kom í ljós þegar maður stalst til að renna hálfu auga yfir nóturnar að leikslokum) að sumt væri þáttaskipt. Né heldur var tekið fram hvaða verk væru flutt með tón- bandi (-diski). Þó að ummæli höfunda (og flytj- andans um verk Arnes Melnäs, er lézt í fyrra) á nefndu dagskrárblaði væru að öðru leyti góð og gild, lagðist flest annað á eitt um að ónýta fyrir manni sanngjarna úttekt á tónverk- um dagsins af skiljanlegum ótta við að rugla einu og öðru saman. Nægja verður því í stöðunni að segja, að Guðni vann ekki aðeins mikið út- haldslegt þrekvirki með því að leika svo til viðstöðulaust í rúman klukku- tíma, heldur túlkaði hann einnig kröfuharðar tónsmíðarnar af þeirri vammlausu tækni og nærri dáleið- andi innlifun sem fyrir löngu hafa gert hann að eftirlæti framsækinna tónhöfunda þessa lands, og þótt víðar væri leitað. TÓNLIST Borgarleikhúsið Haukur Tómasson: Spring Chicken (2001). Arne Mellnäs: Riflessioni (1981). Lars Graugaard: Calling Angels (1995–96). Atli Ingólfsson: Flecte Lapis (1997–98). Guðni Franzson klarínett/ bassaklarínett. Laugardaginn 5. apríl kl. 15.15. EINLEIKSTÓNLEIKAR Í einni bendu Ríkarður Ö. Pálsson Þ AÐ voru váleg tíðindi sem bárust manna á milli á dögunum, að glerlistamaðurinn Søren Staunsager Larsen hefði látist í hörmulegu bílslysi, fórnardýr tilviljana þar sem sek- úndubrot skildu milli lífs og dauða. Hinn hávaxni geðþekki Dani var einn þeirra góðu tengdasona Ís- lands, sem auðgað hafa íslenzkan listavettvang með verkum sínum, færni og þekkingu, bæði á sviði leir- og glerlistar. Ásamt konu sinni, Sigrúnu Einarsdóttur, stofnaði hann glerverkstæði að Bergvík á Kjalarnesi, hið fyrsta sinnar teg- undar á landinu, og framleiðsla þeirra beggja löngu vel metin og þekkt stærð í íslenzkum listiðnaði. Einnig kenndi hann við leir- listadeild Myndlista- og hand- íðaskólans í nokkur ár og var þar traustur, framtaks- samur og nýtur liðs- maður. Mér er í ljósu minni hve vel hann undirbjó kennsluna, hvað var jafn- vel sýnilegt á kennarastofunni, einnig að hér fór mikilhæfur og samviskusamur lærimeistari með drjúgan metnað fyrir hönd nem- enda sinna og kennslufagsins. Á þessu tímaskeiði fór kennurum við skólann ört fjölgandi sem varð til þess að innbyrðis samskipti urðu í mörgum tilvikum ekki eins náin og lengstum áður. Søren hafði sig að auki lítið í frammi, hélt sig mikið til inni í leirlistardeildinni þannig að kynni við hann urðu minni en ég og vafalítið fleiri hefðum kosið. En ég fylgdist með starfseminni í Bergvík úr fjarlægð, sem var í raun óumflýj- anlegt í ljósi rýnisskrifa minna. Hafði því miður aðeins einu sinni tækifæri til að koma þangað á ár- vissum opnunardögum verkstæð- isins uppundir jól, og hafði af því mikla ánægju og uppljóman. Søren bar hag og döngun íslenzks listiðn- aðar mjög fyrir brjósti, sem vel mátti marka af grein sem hann skrifaði í Lesbók fyrir nokkrum ár- um, hann var ekki ánægður með umskiptin í leirlistadeildinni við stofnun Listaháskólans og var þar rökfastur og ómyrkur í máli.Var hér raunar á svipuðu róli og einn nafnkenndasti leirlistamaður Dan- merkur sem skrifaði gagnorða neð- anmálsgrein í Politiken um svipaða öfugþróun í sínu heimalandi nokkr- um mánuðum seinna. Með Søren StaunsagerLarsen er genginnlangt fyrir aldur framhugmyndafrjór og dugandi listamaður sem mikil eft- irsjá er að og íslenzk þjóð stendur í þakkarskuld við. Søren Staunsager Larsen Søren Staunsager Larsen á verkstæðinu í Bergsvík. SJÓNSPEGILL Eftir Braga Ásgeirsson bragia@itn.is ÞAÐ fylgir því alltaf viss spenna og tilhlökkun að heyra eitthvað nýtt í tónlistinni. Á þriðjudagskvöld héldu þrír kennarar Tónlistarskóla Kópavogs tónleika í Salnum, þar sem einmitt var boðið upp á for- vitnilegt, rafmagnað nýmeti. Hóp- urinn kallar sig Hexrec og er skip- aður Camillu Söderberg, sem spilaði bæði á tölvutengda midif- lautu og hefðbundna kontrabassaf- lautu, og tölvutónlistargúrúunum Ríkharði H. Friðrikssyni og Hilm- ari Þórðarsyni, sem báðir eru í fremstu röð íslenskra raftónskálda. Forvitnilegt var að heyra elektrón- ískt verk eftir Camillu, en hún er sjálfsagt flestum þekktari fyrir þýð- an leik á blokkflautur en raftón- smíðar. Verk hennar heitir Sylanop og er frá námsárum hennar í Vín. Það reyndist fallega ljóðrænt, byggt á einhvers konar ferðalagsnið með ívafi ótal spennandi hljóða. Á undan gat að heyra Sýnheima frá 1999 eft- ir Ríkharð, „misþægilega hljóðupp- lifun fyrir gagnvirkt tölvukerfi“, eins og tónskáldið lýsir verkinu. Þetta var hrynrænt verk, þar sem leikið var með andstæður púls og púlsleysis. Hljóðheimurinn var ein- hvers konar málmahaf, þar sem bæði vökvahljóðum og arabískri lútu eða persneskum tar skaut upp. Hlutverk tónskáldsins í flutningi verksins var stórt og gagnvirknin réðst af samskiptum hans við tölv- una. Verkið náði þó ekki flugi og vakti litla músíkalska spennu. Öllu kraftmeira var N.N.N., samið af Hilmari Þórðarsyni og flutt af hópn- um öllum. Þar voru spennandi mús- íkölsk átök í frumlegum hljóðheimi og verkið flott og áhrifamikið. 4by4 eftir Hilmar og Harald Karlsson sjónskáld er gagnvirkt verk, þar sem tónlistin og myndbandið vinna saman og takast á við midiflautuleik Camillu. Camilla hafði með leik sín- um áhrif á framvindu myndbands- ins, en þessi þrenning flautu, mynd- bands og tölvu náði eiginlega hvorki músíkölskum myndugleik né því að vera spennandi sem margmiðlunar- verk. Það hefði þurft að vinna betur úr músíkhugmyndum og tengslum milli miðlanna þriggja. Camiliana eftir Ríkharð fyrir kontrabassa- flautu og gagnvirkt tölvukerfi var áheyrilegt verk, Flæði, lítil etýða Ríkharðs fyrir rafgítar, síður spennandi, en lokaverkið, N1N.N.N. (Enn eitt N.N.N.) fetaði í fótspor hálfnafna síns og fyrir- rennara frá því fyrir hlé og verks Camillu sem eitt áhugaverðasta verk tónleikanna. Samspil midif- lautunnar og rafmagnsgítarsins var stórskemmtilegt og tölvufönkið hans Hilmars byggði upp músík- alska spennu sem hitt flaut ofan á. Hljóðheimurinn var heillandi og verkið virkilega bitastætt og skemmtilegt. Það hlýtur að vera gaman fyrir tónskáld að hafa allt það undir í tónsmíðum sem tölvur dagsins í dag bjóða upp á. Bestu verkin á tónleik- unum voru borðleggjandi dæmi um hvernig hægt er að nýta þá tækni til að skapa áhugaverða tónlist. Til þess að svo verði má ekki gleyma sköpuninni sjálfri, og því að músík er músík. Síðri verkin báru þess um of merki að þótt möguleikar tækn- innar séu óþrjótandi má ekki missa sjónar á músíkalska metnaðinum. TÓNLIST Kammertónleikar Kennaratónleikar Tónlistarskólans í Kópavogi. Raf- og tölvutónlistarhópurinn Hexrec skipaður Camillu Söderberg, Hilmari Þórðarsyni og Ríkharði H. Frið- rikssyni flutti eigin verk. Þriðjudag kl. 20.00. Salurinn Enn eitt áhugavert N.N.N. Bergþóra Jónsdóttir LISTIR Perlunni. Opið alla daga kl. 10 -18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.