Morgunblaðið - 07.04.2003, Side 21

Morgunblaðið - 07.04.2003, Side 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 21 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐLAUG J. VESTMANN, sem lést þriðjudaginn 1. apríl, verður jarðsung- in frá Akraneskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 14.00. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkahús Akraness. Jón G. Vestmann, Ásta Bergsteinsdóttir, Guðmundur Vestmann, Jóhanna M. Vestmann, Logi Jóhannsson, Guðbjörg Vestmann, Sveinn Þorkelsson og fjölskyldur þeirra. ✝ Haukur Sævalds-son verkfræðing- ur fæddist í Nes- kaupstað 24. október 1930. Hann lést á heimili sínu í Núpal- ind 2 í Kópavogi hinn 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sævaldur Óskar Konráðsson, kaup- maður í Neskaup- stað, og síðar aðal- bókari í Reykjavík, f. 24. júní 1905 í Hafn- arfirði, d. 18. janúar 1988, og kona hans Friðrika Júlíusdóttir verslunar- maður og húsfreyja, f. 27. desem- ber 1899 í Garðshorni í Svarfaðar- dal í Eyjafirði, d. 13. september 1982. Bræður Hauks eru: 1) Kon- ráð Óskar, f. 21. júní 1924, búsett- ur í Þýskalandi, samfeðra 2) Hörð- ur, tannlæknir, f. 7. febrúar 1934. 3) Hjörvar, matreiðslumaður, f. 4. júní 1936. Hinn 5. nóvember 1955 kvæntist Haukur Báru Þórarinsdóttur, f. 2. júlí 1934. Foreldrar hennar voru Þórarinn Stefánsson sjómaður, f. 11. júní 1892 á Bárðarstöðum í Loðmundarfirði í N-Múl., d. 7. jan- úar 1959, og Lilja Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Garði, f. 16. desember 1916 í Miðhúsum í Grindavík, d. 30. apríl 2000. Þau slitu samvist- um. Börn þeirra eru: 1) Hrafn, f. 14. júlí 1956, flugstjóri, sambýlis- kona Ásdís Ósk Bjarnadóttir, f. 9. ágúst 1961. Börn Hrafns eru a) Atli Hilmar, f. 29. júlí 1973, í sam- búð með Láru Björgúlfsdóttur, sonur þeirra Úlfur, f. 9. nóvember 2000. b) Haukur Daníel, f. 27. júlí 1978, í sambúð með Gunni Gunn- verkfræði við Háskóla Íslands þá um haustið og lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði vorið 1953. Haustið 1953 sigldi Haukur með m/s Gull- fossi til Kaupmannahafnar til að klára verkfræðinámið og lauk prófi í vélaverkfræði vorið 1956 frá Danmarks Tekniske Höjskole í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna stofnaði Haukur heimili og hóf verkfræði- störf sumarið 1956 hjá Sameinuð- um verktökum og starfaði þar til 1957 og hjá Vegagerð ríkisins til 1958 er hann hóf störf í verkfræði- deild flughers Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli þar sem hann starfaði á árunum 1958–1961. Á árunum 1961–1965 starfaði Haukur við hönnunar- og verk- fræðistörf hjá vélsmiðju Björns Magnússonar í Keflavík. Árið 1965 fluttu Haukur og fjöl- skylda til Kaupmannahafnar þar sem hann starfaði við verkfræði- störf hjá dönsku verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki og eftir heim- komuna 1967 starfaði hann sjálf- stætt og vann að stofnun Stál- félagsins hf., en hann var einn af frumkvöðlum og stofnendum þess fyrirtækis ásamt því að vera fram- kvæmdastjóri þess um tíma. Árið 1970 hóf Haukur aftur verkfræðistörf í verkfræðideild sjóhers Bandaríkjanna á Keflavík- urflugvelli þar sem hann starfaði til júní 2001 og lét þá af störfum fyrir aldurs sakir. Í maí 2002 var haft samband við Hauk frá Keflavíkurflugvelli og hann beðinn að koma til starfa aft- ur tímabundið. Haukur kynntist árið 1998 Elísu Magnúsdóttur, f. 16. júní 1937, og var hún honum ákaflega tryggur og góður vinur og ferðafélagi en þau ferðuðust mikið saman bæði hér innanlands og utan. Útför Hauks verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. arsdóttur. c) Óskar Þórarinn, f. 12. sept- ember 1981 í sambúð með Úlfhildi Þorláks- dóttur. d) Árdís Ethel, f. 10. desember 1986. e) Hrafn Davíð, f. 9. febrúar 1989. 2) Hulda, f. 20. mars 1961, rekstrarhag- fræðingur og verslun- armaður, maki Jörgen Heiðdal, f. 11. júní 1959. Börn Huldu eru: a) Bára Björk Elvars- dóttir, f. 30. nóvember 1979. b) Gunnar Örn, f. 20. júní 1988. c) Helga Huld, f. 6. júní 1996. 3) Lilja Hrönn, f. 17. maí 1965, verslunarmaður, maki Jakob Freyr Jakobsson, f. 22. maí 1966. Börn Lilju Hrannar eru: a) Jakob Daníel, f. 13. október 1993. b) Haukur Snær, f. 27. júní 1996. 4) Haukur Örn, f. 25. október 1974, flugmaður, maki Loraine Mata- Hauksson, f. 1. september 1973. Fósturbarn Hauks Arnar er a) Am- anda, f. 25. september 1990. Haukur ólst upp í Neskaupstað þar sem foreldrar hans ráku versl- un og sleit hann þar barnsskónum, en árið 1946 þegar kom að því að Haukur þurfti að stunda fram- haldsnám fluttist öll fjölskyldan búferlum til Reykjavíkur og fest voru kaup á íbúð á Leifsgötu 8 í Reykjavík þar sem Hauki og bræðrum hans var búið fallegt og notalegt heimili. Haukur byrjaði í menntaskóla haustið 1946 og starfaði á sumrin í Hvalstöðinni í Hvalfirði og hjá Vegagerðinni, útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1950 og hóf nám í Pabbi minn. Þá er komið að kveðjustundinni, sem er svo erfið og minningarnar hrannast upp, enda eru þær svo ótal margar sem við höfum átt saman bæði í veiðitúrum, jeppaferðum, utanlandsferðum og öðrum samverustundum, sem ég þakka Guði fyrir að við áttum sam- an. Ég vil þakka þér allan þann stuðning sem þú hefur veitt mér og fyrir að vera vinur minn og faðir í senn. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Hönd þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd, hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt út heimi. (Hallgr. Pét.) Hvíldu í friði. Þinn vinur og sonur Hrafn Hauksson. Elsku pabbi minn. Nú er komið að því sem ég hef kviðið mest fyrir, að kveðja þig. Nokkrum sinnum hefur munað mjóu en þú alltaf haft betur og risið upp aftur. Við strídd- um þér stundum og sögðum að þeir hefðu ekki viljað þig strax. Í þetta sinn, sem kom okkur svo á óvart, því þú varst ekkert að fara, var þinn tími kominn. Alltaf varst þú kletturinn í lífi mínu, gafst mér góð ráð og reyndir að leiðbeina mér að bestu getu. Ég tók aldrei neinar stórar ákvarðanir án þess að ráðfæra mig við þig. Allt- af varst þú tilbúinn að ræða málin og rétta mér hjálparhönd. Núna síð- ast í síðustu viku þegar þú vildir endilega ná í Helgu Huld í skólann af því að hún hafði verið veik. Elsku pabbi minn, það koma svo margar minningar upp í huga minn og allar eru þær góðar. Þú hafðir mjög gam- an af því að veiða og fórst í ófáa veiðitúra með Jörgen þótt aflinn væri ekki alltaf mikill, enda sögðum við að þú værir fiskifæla. Síðastliðið sumar fórum við í veiðiferð í Laxá á Nesjum. Við ákváðum að leggja af stað tveimur dögum áður en við átt- um að byrja að veiða og taka felli- hýsið með. Þetta þótti þér alveg frá- bært og sagðir að sjaldan hefðir þú sofið betur en í fellihýsinu þrátt fyr- ir ömurlegt veður fyrsta daginn. Þessi ferð kemur svo sterkt upp í huga mér þessa daga því við höfð- um það svo gott og þú varst svo ánægður með þennan túr þó svo að við fengjum engan fisk. En núna er þessu lokið og það er erfiðara en orð fá lýst að kveðja þig. Takk fyrir að vera besti pabbi í heimi. Guð og englarnir veri með þér. Ég elska þig að eilífu. Þín dóttir Hulda. Elsku hjartans pabbi minn. Kallið er komið, kom samt svo á óvart því aldrei er maður tilbúinn. Þú varst besti pabbi í heimi, svo hlýr , ráða- góður og traustur. Þú kenndir mér svo margt sem ég hef haft að leið- arljósi í lífi mínu. Ég var mikil pab- bastelpa og man svo vel þegar ég fékk minn fyrsta lax. Þú varst svo stoltur, eins og þetta væri fyrsti laxinn sem veiddur væri í heimin- um. Elsku pabbi, minningarnar þjóta í gegnum huga minn, verst er að geta ekki hringt í þig til þess að fá þín góðu ráð og drengirnir mínir orðið eldri og komist í þinn visku- brunn. Ástvinir sem við elskum eru eins og stjörnur. Þeir glitra og skína um alla eilífð, Þín elskandi dóttir Lilja Hrönn. Elsku besti pabbi minn. Það voru verstu fréttir í heimi sem ég fékk þennan fallega sunnudagsmorgun í Phoenix, fuglanir sungu og allt var í ró og næði. En allt í einu varð allt hljótt og veröldin mín hrundi. Ég hef alla tíð óttast þetta símtal frá því að ég fluttist til Phoenix. Við töluðumst við ekki fyrir svo löngu og einnmitt þá lýsti ég því hversu erfitt það væri að geta ekki eytt meiri tíma með þér og hjá þér, elsku pabbi minn. En þú varst ekki að hafa miklar áhyggjur af því, heldur var framtíð mín þitt áhyggjuefni, að ég kæmist áfram og að ég uppfyllti draum okkar beggja. Ég mun gera það. Elsku faðir minn, þú varst vitinn í lífi mínu og ávallt ómældur stuðningur og alltaf hafðir þú svar á reiðum höndum við vandamálum mínum. Ég veit ekki hvort ég hafi nokkurn tíma þakkað þér nægilega fyrir stuðning þinn í gegnum allt og allt. Aldrei dróstu úr ákvörðun minni að flytjast til útlanda til að leita frama míns. En nú er vitinn slokkn- aður. Ég og systkini mín erum búin að missa þann eina sem hélt okkur saman, en samt höfum við náð, aldr- ei sterkar en nú, að halda saman og leiða hvert annað í gegnum þessa sorgarstund. Faðir minn, óskin hef- ur ræst, við erum öll saman sem eitt og vonandi um alla framtíð. Þinn elskandi sonur Haukur Örn. Elsku Haukur. Mig langar til að þakka þér fyrir að hafa verið tengdafaðir minn, vinur og sem fað- ir í tæp 20 ár. Við áttum margar góðar stundir saman við veiðiskap, með fjöldskyldunni,vinnufélögum þínum eða bara einir. Þú margfull- vissaðir þig um að maðkarnir og önglarnir væru í lagi og ekki mátti gleyma saltkjötinu til að gæða sér á að kvöldi dags. Eins var það þér mikið kappsmál þegar nær dró jól- um að rjúpurnar væru nú rétt með- höndlaðar og þú kenndir mér að út- búa þær að hætti móður þinnar. Við hamflettum, spekkuðum og steikt- um rjúpurnar allt eftir kúnstarinn- ar reglum. Ég vona að þér líði vel og að þú finnir einhverja góða á til að veiða í. Guð veri með þér Þinn tengdasonur Jörgen. Elsku afi minn. Jæja, þá ertu far- inn, afi minn. Mér fannst það og finnst það ennþá svo skrítið hvernig þú varst bara allt í einu tekinn í burtu frá okkur. Þú áttir víst að hafa verið í lagi allan laugardaginn en svo er víst að eitthvað hefur klikkað hjá þér um kvöldið. Þú get- ur ekki ímyndað þér hversu mikið ég sakna þín, það er eins og sagt er að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég mun aldrei gleyma þegar það var hringt í mömmu og sagt að þú svaraðir ekki símanum, mamma hálfveik fer heim til þín og finnur þig í stólnum þín- um. Ég var svo hrikalega hræddur þegar ég hringdi í mömmu og spurði hana hvort að það væri ekki allt í lagi með þig. Þegar annað kom í ljós þá leið mér allt í einu svo skringilega. Fór alveg að hágráta og fékk mikið líkamlegt áfall. Þetta er búið að vera hryllilega erfitt seinustu daga. Sérstaklega í skól- anum en ég furða mig á því af hverju þar. Við höfum átt góðar stundir saman og ég gleymi aldrei þegar við fórum öll saman í veiði- ferðina miklu og veiddum eitthvað um 300 fiska. Ég mun eflaust aldrei gleyma því. Líka þegar mamma sagði við mig fyrir viku að þú ætl- aðir að sækja Helgu Huld og ná svo í mig og við ætluðum að gera okkur glaðan dag. Ég hlakkaði í raun og veru mikið til. Verst að það varð ekkert úr því. Elsku afi minn, ég vildi að ég hefði átt meira tíma með þér. Ég hugsa til baka og man að þegar ég var hjá þér þá var gaman. Afi, ég mun alltaf elska þig og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Þinn Gunnar Örn Heiðdal. Bróðir minn Haukur er látinn að- eins sjötíu og tveggja ára gamall. Snemma komu í ljós hans góðu hæfileikar til náms enda stóðu að honum sterkir stofnar frá Svarfað- ardal úr móðurætt en Mjóafirði og Hafnarfirði úr föðurætt. Haukur var hár vexti og mynd- arlegur, duglegur til allra verka og skar sig úr á mannamótum með framkomu sinni og þekkingu á mönnum og málefnum. Ég vil minnast Hauk sem góðs bróður og vinar sem gott var að leita til ef með þurfti. Hann var sannarlega góður bróðir. Margar veiðiferðir fórum við saman í fisk eða fugl meðan heilsa hans leyfði og var hann sannarlega liðtækur í þeim efnum. Bridgespilari var hann góður og félagi í hinum þekkta Krummaklúbbi til margra ára. Þá mun ég sakna þeirra stunda sem við áttum saman og spjallað var um líð- andi stund, pólitík eða annað sem var efst á baugi. Hauki var mjög annt um velferð barna sinna og var í nánu sambandi við þau. Um leið og ég kveð bróður minn og þakka honum samfylgdina sendi ég börnum hans, tengda- og barnabörnum samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja þau á kveðjustund. Hörður Sævaldsson. Haukur minn, það var alltaf gam- an að koma á þitt fallega heimili í Álfheimunum. Alltaf varstu svo hress og kátur. Það var gaman að hitta þig, en það er langt síðan ég hitti þig síðast. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér. Ég vona að þér líði vel núna. Guð geymi þína fjölskyldu og gefi henni styrk. Þinn frændi, Stefán Konráðsson. Þau sorgartíðindi bárust okkur að morgni 31. mars síðastliðinn að Haukur Sævaldsson væri allur. Við, vinnufélagar Hauks á verk- fræðideild varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli, viljum minnast hans með nokkrum orðum. Haukur á að baki farsælt starf á verkfræðideild- inni, þar sem hann starfaði mestan hluta starfsævi sinnar. Mörg okkar störfuðu þar með honum til margra ára. Haukur var einstaklega fjölhæfur og traustur verkfræðingur, sveigj- anlegur í samstarfi, en þó fastur fyrir og trúr sínum skoðunum. Hann var ávallt jákvæður og hisp- urslaus í framkomu. Hann var framkvæmdamaðurinn í hópnum og oftar en ekki í forystuhlutverki. Hauki var í mun að allt gengi snurðulaust fyrir sig og var góður verkstjórnandi. Hann miðlaði yngri mönnum af langri reynslu og í viskubrunn hans var gott að leita. Var hann alla tíð vel liðinn af þeim, sem kynntust honum. Hann var ávallt mjög virkur í félagslífinu á vinnustað okkar. Fyrir rúmum áratug var Haukur fenginn til að setja á stofn þá deild sem sér um að útvega verkfræði- þjónustu hér innanlands fyrir varn- arliðið. Fram að því hafði öll að- keypt verkfræðiþjónusta komið frá Bandaríkjunum. Þetta brautryðj- endastarf fórst honum einstaklega vel úr hendi og má segja að lengi búi að fyrstu gerð. Skömmu eftir að Haukur lét af störfum sökum aldurs þurftum við enn að leita til hans. Á seinni hluta liðins árs starfaði hann því hjá okk- ur við ýmis sérverkefni. Hafði hann alltaf mikla ánægju af starfinu og við vinnufélagarnir nutum samvist- anna við hann. Þó var ljóst að dreg- ið hafði úr líkamlegu þreki Hauks en hugurinn og viljinn var sá sami. Hauks verður sárt saknað af öll- um sem kynntust honum, en eftir lifa minningar um hjartahlýjan dreng. Við vottum ættingjum Hauks og vinum dýpstu samúð. Vinnufélagar á verkfræði- deild varnarliðsins. HAUKUR SÆVALDSSON  Fleiri minningargreinar um Hauk Sævaldsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.