Morgunblaðið - 07.04.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.04.2003, Qupperneq 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is merkt ✝ Sveinn MagnúsMagnússon fædd- ist í Neskaupstað 12. janúar 1961. Hann lést af slysförum laugardaginn 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Magnús Bjarki Þórlindsson, f. 19. janúar 1933, d. 4. september 1987, og Anna Sveinsdóttir, f. 20. mars 1930. Systk- ini Sveins eru: Berg- ljót, Guðný Svein- laug, Hulda Guðlaug, Þóra Lind, Helgi og Rúnar Þórl- indur. Sveinn giftist Ólöfu Þorgerði Þorgeirsdóttur sjúkraliða 29. des- ember 1986. Hún er dóttir hjónanna Þorgeirs Sigfinnssonar og Jónínu Þorgríms- dóttur. Synir Sveins og Ólafar eru: Hlyn- ur, f. 28. maí 1983, unnusta Harpa Rún Björnsdóttir, f. 11. mars 1984, Dagur, f. 11. nóvember 1986, og Bjarki, f. 25. júlí 1989. Heimili þeirra er á Blómsturvöllum 34 í Neskaupstað. Sveinn átti og rak sprautu- og réttinga- verkstæði á Eyrar- götu 9 í Neskaup- stað. Hann starfaði að öryggis- og björgunarsveitar- málum og var mikill áhugamaður um veiðar og útivist. Útför Sveins fer fram frá Norð- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það er með átakanlegri sorg í hjarta sem ég kveð stóra bróður minn sem var mér ekki aðeins bróð- ir heldur einnig einn af mínum bestu vinum. Á ég margar góðar minningar um hann. Til dæmis þegar ég var lítill gutti fékk ég að vera með honum í bílskúrnum í allskonar bílabrasi og fleira, alltaf mátti ég vera með. Ef hann var að fara með félögum sín- um eitthvað eins og inn í Fannadal í einhverja ævintýramennsku, t.d. að skjóta á skotmörk, fékk ég að koma með. Honum þótti það aldrei vera neitt „vesen“ að hafa litla bróður með. Það var mér mikils virði að fá að vera einn af félögunum þótt ég væri bara gutti. Hann var mér ómetanleg stoð og stytta þegar pabbi okkar dó, hann gekk mér að mörgu leyti í föð- urstað. Hann hjálpaði mér ef taka þurfti stórar ákvarðanir. Voru öll bílamál, bílakaup og aðrar slíkar stór ákvarðanir unglingsáranna ekki teknar án hans aðstoðar. Lærdómsríkustu mánuðir ævi minnar voru sennilega þegar Svenni og Olla réðust í að byggja Blómsturvelli 34. Þá fékk ég að vera með frá fyrstu skóflustungu og þar til húsgögnin voru borin inn. Þar fékk ég að ganga í hlutverk húsasmiðs, pípara, rafirkja, múrara og málara. Hann sýndi alltaf traust á því sem ég var að gera og hafði trú á því að ég gæti gert allt og gæti leyst þau verkefni sem fyrir lágu. Sem orkaði verulega hvetjandi fyrir mig og veitti mér ómetanlegt sjálfstraust. Vissulega minnkaði sambandið okkar á milli þegar ég flutti suður en alltaf var það tilhlökkunarefni að koma og vinna á verkstæðinu með honum í fyrstu sumarleyfum mínum eftir að ég flutti frá Neskaupstað. Svenni var alltaf höfðingi heim að sækja og aldrei var nein lognmolla í kringum hann og dugnaðurinn óendanlegur. Þó var aldrei það mik- ið að gera hjá honum að hann hefði ekki tíma til að sinna litla bróður. Sama hversu verkefnalistinn var langur, alltaf gaf hann sér tíma fyr- ir mig. Alltaf gat ég leitað ráða hjá honum sama hvert vandamálið var, því alltaf sá hann leið út úr vand- anum. Elsku Svenni minn, ég sakna þín meira en orð fá lýst. Elsku Olla, Hlynur, Dagur og Bjarki, Guð veri með ykkur. Þinn bróðir Þórlindur. Laugardagurinn 29. mars síðast- liðinn rann upp bjartur og fagur hér í Norðfirði og virtist sem vorið væri eitthvað að láta á sér kræla. En það var svo um miðjan dag að þau ógnartíðindi bárust mér að vin- ur minn Sveinn Magnússon hefði látist af slysförum upp til fjalla. Í einu hendingskasti var sem ský drægi fyrir sólu og kalt skamm- degið helltist yfir hug og sálu. Þeg- ar maður stendur frammi fyrir tíð- indum sem þessum er sem allur þróttur hverfi manni og langt að bíða þess að sólin taki að skína að nýju. Er ég sest nú niður við að rita þessi fátæklegu minningarorð er tungu tregt að hræra þó af mörgu sé að taka og kannski er meira hugsað en sett á blað. Kynni okkar Sveins mágs míns, eins og ég kallaði hann alltaf, hófust fyrir tæpum 20 árum er ég og Þóra systir hans tókum saman. Ég varð þess strax áskynja að djúpt traust og vinátta var á milli þeirra systk- ina og barna hennar. Sveinn hafði reynst systur sinni stoð og stytta er hún missti fyrri maka sinn á svip- legan hátt og sýnt þá hversu traust- ur og góður bróðir hann sannarlega var. Þegar hugurinn flögrar til baka á þessari erfiðu stundu koma marg- ar ljúfar minningar fram. Allt frá okkar fyrstu kynnum ríkti mikil vinátta okkar á milli og féll þar aldrei skuggi á. Á meðan við Þóra áttum heima úti í Neskaupstað bjuggum við stutt frá þeim Sveini og Ollu konu hans, við í Breiðabliki og þau á Mýrargötu og var mikill samgangur á milli heimilanna. Einnig var stundum brugðið undir sig betri fætinum og land lagt undir fót í sameiningu innanlands eða haldið í sumarhús saman og var gleði og gaman ríkjandi í þessum ferðum. Raunar má segja að sam- skipti við Svein og hans fjölskyldu hafa ávallt verið hin skemmtileg- ustu, enda stutt í hlátur og glens. Þegar við Þóra fluttum svo í sveit- ina og hófum búskap þar minnkaði samgangurinn en þá höfðu þau Sveinn og Olla byggt hús sitt við Blómsturvelli og stofnað þar til heimilis. Sveinn var ákaflega bóngóður maður, alltaf boðinn og búinn að redda hlutunum hvað sem það var. Var alveg sama hvaða verk hann tók sér fyrir hendur, alltaf var gengið að því með dugnaði og eitt er víst að hann hafði enga eirð í beinum sér fyrr en því var lokið og skipti þá litlu máli hvað sólar- hringnum leið. Ég hef um dagana unnið með mörgu duglegu fólki en jafn miklum forki til vinnu og mág- ur minn var hef ég ekki unnið með. Handlagni hans var og einstök og skipti þá ekki hvaða efni var unnið með, allt lék í höndum hans og verksvitið vel þroskað. Allt þetta sameinaðist í því að vilja skila verk- um sem fullkomnustum frá sér með fögru handverki. Ég minnist margra góðra stunda úr bílskúrnum hjá tengdaforeldrum mínum, þeim Önnu og Bjarka heitn- um, en þar höfðu þeir Sveinn og Helgi bróðir hans bækistöðvar í bílaviðgerðum sínum um margra ára skeið. Skúrinn var sérstakt æv- intýraland þar sem allt var til sem nöfnum tjáir að nefna. Inn í þennan skúr fóru margar bifreiðar vart þekkjanlegar og komu þaðan aftur út skínandi glæsikerrur og var máttur handarinnar þar mikill. Mörg handtökin átti Sveinn við að hjálpa mér í mínum eigin viðgerð- um og á ég erfitt með að skilja hversu mikla þolinmæði hann sýndi mér í þeim. Enda kunni ég varla að skrúfa skrúfu hjálparlaust þá. Segir mér svo hugur um að hann hafi æði oft valið að taka viljann fyrir verkið hjá mér. Kæri mágur og vinur, ég kveð þig með trega og tárum en um leið með þakklæti fyrir þína vináttu og allar þær góðu minningar sem hún skilur nú eftir á þessum erfiða tíma. Í huga mínum mun minningin um góðan dreng lifa, bjart bros og glettinn hlátur. Elsku Olla, Hlynur, Dagur og Bjarki, ykkar sorg og missir er þó mestur. Megi algóður Guð styðja ykkur og leiða á þessum þungbúna tíma í lífi ykkar og minningin um góðan eiginmann og föður verða ykkur ljós og styrkur til að takast á við lífið í framtíðinni. Guðröður Hákonarson. Kæri vinur, þegar ég og fjöl- skylda mín fluttum til Neskaupstað- ar var eins og að okkur væri ætlað að kynnast, því áhugamál okkar lágu í sömu átt og mikil vinátta milli fjölskyldna okkar varð til. Þú tókst okkur alltaf opnum örmum með þinni einstöku hjálpsemi og hlýju, studdir fjölskyldu mína þegar ég var langtímum fjarverandi. Fyr- ir það vil ég þakka þér. Þær stund- irnar þegar sest var niður á kaffi- stofunni á verkstæðinu voru ófárar, þar voru málin rædd og lagt á ráðin um fjallaferðir, jeppabreytingar og veiðar. Þú áttir alltaf ráð til að leysa verkefnin og lást ekki á liði þínu við að aðstoða vini þína og ráða fram úr erfiðum verkefnum. Minningar frá mörgum veiðiferð- um og fjallaferðum sem við fórum í með vinum okkar munu verða geymdar í huga mér. Mér verður hugsað til setningarinnar sem oft var sögð eftir góðan dag: „Það verð- ur erfitt að toppa þennan dag,“ sem þó var gert í hverri ferð. Sú gleði sem ætíð ríkti í ferðum okkar mun ávallt verða mér í minni og þær stundir sem við nutum í návist vina okkar á fjöllum á sólríkum degi. Við höfum oft rætt um að ferða- lög á fjöllum væri það áhugamál sem við fengjum hvað mest út úr og ræddum oft meðal vina okkar, að ekkert í lífinu væri eins gefandi og að vera með góðum vinum á ferða- lagi til fjalla og hversu ungir við værum og ættum eftir að ferðast saman í svo mörg ár enn. Í síðustu ferð okkar og þeirri ör- lagaríku var sama gleðin og verið hafði í öllum okkar ferðum, en hlut- irnir gerast hratt og án þess að við fáum nokkuð við þeim gert. Á sól- ríkum degi, eins við vorum vanir að segja, „degi sem ekki var hægt að toppa“, meðal góðra vina gerast hlutir sem enginn mannlegur mátt- ur fær við ráðið; kallið var komið. Kveðjustundin birtist okkur leift- ursnöggt og á stundu sem engan hafði grunað. Það er sárt að horfa á eftir góðum vini í blóma lífsins og lífið bjart framundan, en minningin um traustan ferðafélaga og góðan vin mun lifa að eilífu. Kæra fjölskylda, Olla, Hlynur, Dagur og Bjarki, megi Guð styrkja ykkur og vernda í þeirri miklu sorg sem lögð er á ykkur, elskulega fjöl- skylda. Þinn vinur að eilífu, Ásbjörn Helgi Árnason og fjölskylda. Unglingsárin eru það æviskeið sem fólk myndar oft náin tengsl við vini sína, vináttutengsl sem vara ævina á enda. Þannig var vinátta okkar við Svenna eins og hann var ævinlega kallaður. Það var hópur unglinga austur á Neskaupstað sem tókst á við unglingsárin í gleði og sorg þess tíma. Við trúðum öll á líf- ið og alla þá möguleika sem lífið hafði upp á að bjóða. Við trúðum því að öll yrðum við gömul þar sem við gætum í sameiningu horft um öxl og rætt um allar þær minningar sem tengdu okkur svo sterkum böndum. Lífið er hverfult og enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Nú er- um við minntar á hverfulleika lífs- ins þegar vinur okkar er sviplega kallaður á braut langt fyrir aldur fram. Svenni kynntist ástinni sinni úr vinahópnum og ung hófu þau gönguna saman. Frá fyrstu tíð voru Olla og Svenni alltaf sem eitt, sam- hent í öllum þeim verkefnum sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau studdu við bakið hvort á öðru, voru vinir í raun. Drengirnir þeirra voru augasteinar þeirra og stolt. Sam- hent fjölskylda sem horfði með bjartsýni til þeirra verkefna sem líf- ið hafði upp á að bjóða. Þó leiðir hafi skilist og við flust í aðra landshluta breytti það engu um vináttuna og tryggðina sem þau sýndu okkur, þau voru alltaf til staðar. Með þessum orðum langar okkur til þess að þakka Svenna samfylgd- ina öll árin sem urðu þó allt of fá. Elsku Olla, missir þinn er mikill. Megi góður Guð vernda þig og drengina ykkar. Megi minningin um góðan dreng lifa um ókomin ár. Öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingigerður, Ólöf og Jóhann. Sumt er okkur ekki gefið að skilja. Að svona ungur maður, að- eins 42 ára, skuli vera tekinn frá okkur í blóma lífsins. Við minnumst hans fyrir dugnað, góða vináttu og atorku, sem einkenndi hann alla tíð, auk mikillar hjálpsemi við alla. Við kynntumst Svenna og Ollu árið 1981 þegar við fluttum til Neskaup- staðar. Við urðum strax vinir og höfum brallað mikið saman síðan, farið í útilegur, fjallaferðir, til út- landa og fleira. Það er svo ótrúlegt að við munum ekki fara í fleiri ferð- ir saman en þú verður alltaf í huga okkar hvert sem við förum. Við munum alltaf hafa rúm í hjarta okk- ar fyrir þig. Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Elsku Svenni, það er komið að kveðjustund. Þín er sárt saknað, en við þökkum það lán að fá að vera þér samferða um hríð á lífsleiðinni. Elsku Olla, Hlynur, Dagur, Bjarki og aðrir aðstandendur. Harmur ykkar og missir er mikill en minningin um góðan og mætan mann lifir. Biðjum við góðan guð að gefa ykkur styrk og ljós til bjartari framtíðar. Sigursteinn og Alda Björg. Kæri vinur. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Traustari vin var ekki hægt að eiga. Þú varst alltaf hreinn og beinn og hjálpsemi þín og dugnaður mun aldrei gleymast. Við minnumst allra góðu stundanna sem við áttum sam- an og munum ylja okkur við þær minningar í framtíðinni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Olla, Hlynur, Dagur og Bjarki. Megi Guð styrkja ykkur og fjölskylduna í sorginni. Þórarinn Oddsson, Ólöf R. Zoëga. Laugardaginn 29. mars barst sú harmafregn að Svenni Bjarka hefði látist af slysförum í Kerlingarfjöll- um. Eftir sat ég með ótal spurn- ingar og engin svör. Á þessu átti maður ekki von, að síðustu fjalla- ferð hins þaulreynda og vel útbúna sleðamanns sem Svenni var myndi ljúka með svo hörmulegum hætti. Margt rennur í gegnum hugann þegar ég sest niður og lít til baka. Við Svenni ólumst upp á Nesinu hér í bæ fyrstu ár okkar en svo flutti hann upp á Blómsturvelli með for- eldrum og systkinum og lágu raun- ar leiðir okkar ekki saman aftur fyrr en haustið ’91 er ég flutti með fjölskyldu mína í næsta hús við þau Ollu og Svenna. Ýmislegt erum við búnir að bralla saman síðan, t.d.: skotveiðar, jeppaferðir á jökla og fjöll en Svenni var áhugamaður um veiðar og útivist. Ef illa gekk var hann ekki kátur en ef vel gekk var ekki til kátari maður! Svenni var greiðvikinn maður og ef mann vant- aði hjálp eða aðstoð þurfti bara að nefna það. Hann var ákaflega stolt- ur af fjölskyldu sinni og heimili og dáðumst við hjónin oft að natni hans og þolinmæði þegar hann var að bralla eitthvað með strákunum sínum, t.d. uppi í Ranaskógi þar sem við áttum mjög góðar stundir saman, eða bara á tröppunum heima. Aðrar minningar ætla ég að geyma með mér en ég þakka Svenna fyrir allar þær samveru- stundir og vinskap sem við áttum. Við Sigga og börnin biðjum algóðan Guð að styrkja Ollu, Hlyn, Hörpu, Dag, Bjarka, Önnu og alla aðra að- standendur og vini Sveins Magn- úsar Magnússonar á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði, kæri vinur. Minning þín lifir. Hjörvar. Hvað hefur maður oft heyrt um slys sem gerast hér og þar á fjöll- um? Fréttir sem slíkar fá mann oft til að hugsa um hvað maður sé heppinn að þetta komi aldrei fyrir neinn sem tengist manni. En maður er nú ekki alltaf svo heppinn. Þegar ég var rétt að verða sex ára flutti ég frá Bökkunum og upp á Blómst- urvelli. Þetta var nú svolítið erfitt fyrir mig því að allir vinir mínir bjuggu úti á Bökkum. En eftir smá tíma í Brekkukoti var mér farið að líka mjög vel við hverfið og farinn að kynnast því frábæra fólki sem nágrannar mínir á Blómsturvöllum eru: Línu og Snorra, Dee, þeim prestsfjölskyldum sem hér hafa verið, og fjölskyldunni beint á móti: Svenna, Ollu, Hlyni, Degi og Bjarka. Nú, tólf árum seinna, var ég staddur á Akureyri hinn 29. mars til að fylgjast með söngkeppni framhaldsskólanna. Um miðjan dag var ég tekinn á eintal á hótelherbergi þar sem ég gisti og var mér sagt að Svenni ná- granni minn hefði dáið í slysi um klukkan tvö þann dag. Ég varð mjög sár boðberum þessara tíðinda og sagði að menn ættu ekki að grín- ast með svona hluti. Boðberarnir sögðu að bragði að þetta væri ekk- ert grín. Ég sá andlit þitt, Svenni, fyrir mér og heyrði hlátur þinn inni í mér og skyndilega varð mér ljóst á svip boðberanna að þetta var ekk- ert grín. Ég féll saman á auga- bragði og góndi eitthvað út í loftið eins og illa gerður hlutur. Ég ákvað SVEINN MAGNÚS MAGNÚSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.