Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ⓦ Hafið samband við umboðsmann, Pál Pétursson í síma 471 1348 og 471 1350 Blaðbera vantar á Egilsstöðum Blaðbera vantar í nokkur hverfi á Egilsstöðum og í Fellabæ. Þurfa að geta sinnt starfinu fyrir há- degi og byrjað sem allra fyrst. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI 135 fm jarðhæð/leiga Til leigu 135 fm jarðhæð við Dugguvog. Tilvalið fyrir heildverslun eða léttan iðnað. Vörumóttökudyr. Upplýsingar í síma 896 9629. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Húsfélags alþýðu verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl nk. í Þing- holti Hótels Holts og hefst kl. 19.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn Húsfélags alþýðu.Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu minnir félagsmenn á aðalfund og fræðslufund félagsins á Hótel Sögu „Ársal“ laugard. 12. apríl 2003 kl. 14:00. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 7. gr. laga félagsins. Stjórnin. Sjóðfélagafundur Sjóðfélagafundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn fimmtudaginn 10. apríl nk. kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, bíósal. Dagskrá: 1. Venjuleg störf sjóðsfélagafundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins. 2. Fyrirliggjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyr- issjóðs bankamanna liggja frammi á skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 24, sími 569 0900. Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hlíðarvegur 12, Suðureyri, þingl. eig. Gunnhildur Hálfdánardóttir, gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær og Lífeyrissjóður Vestfirðinga, föstu- daginn 11. apríl 2003 kl. 12:00. Njarðarbraut 18, Súðavík, þingl. eig. Ásthildur Jónasdóttir, gerðar- beiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudaginn 11. apríl 2003 kl. 13:30. Ránargata 7, Flateyri, þingl. eig. Jonathan David Schreiber og Lisl Schreiber, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 11. apríl 2003 kl. 11:00. Skipagata 2, Ísafirði, þingl. eig. Magnús Reynir Guðmundsson, gerð- arbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og Spari- sjóður Bolungarvíkur, föstudaginn 11. apríl 2003 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 13. mars 2003. Anna Svava Þórðardóttir, fulltrúi. ÝMISLEGT Hljómsveitarverk óskast Þjóðlagahátíðin á Siglufirði óskar eftir hljómsveitar- eða kammerverki til flutnings á hátíð- inni 2.-6. júlí 2003. Höfundur skal vera 35 ára eða yngri. Hljóðfæraskipan ætti helst ekki að vera umfram tvöfalt tré, tvö horn, tvo trompeta, einn slag- verksleikara auk strengja. Þyngd miðist við nemendur á 6.-8. stigi. Efnistök og lengd eru frjáls. Frestur rennur út 1. maí 2003. Nánari upplýsingar veitir Gunnsteinn Ólafsson (gol@ismennt.is). SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Lífsins sýn Úr fortíð í nútíð og framtíð. Tímapantanir hafnar að nýju í síma 561 6282 eða 821 6282. Geirlaug FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  183478  I.O.O.F. 19  183478   GIMLI 6003040719 III HEKLA 6003040719 VI  MÍMIR 6003040719 I  HEKLA 6003070419 VI ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is ✝ Sigurður BirgirSigurðsson fæddist í Vest- mannaeyjum 30. október 1940. Hann varð bráðkvaddur á Sjúkrahóteli Rauða kross Íslands fimmtudaginn 27. mars. Foreldrar hans voru Sigurður Ingibergur Guð- laugsson, kjötiðnað- ar- og verslunar- maður, f. 1919, d. 1957, frá Laugalandi í Vestmannaeyjum og Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir húsmóðir, f. 1921. Systkini eru Björg, f. 1945, Inga Jóna, f. 1946, og Guðlaugur, f. 1950. Sigurður Birgir var ókvæntur og barnlaus. Sigurður Birgir ólst upp í foreldra- húsum í Vest- mannaeyjum. Byrj- aði ungur að læra húsgagnasmíði. Að því námi loknu vann hann við iðn sína svo lengi sem hann hafði heilsu til. Árið 1968 flutti Sigurður Birgir frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur og vann við fag sitt hjá ýmsum aðilum. Síð- ustu ár átti hann við vanheilsu að stríða og þurfti því oft að dvelja á sjúkrahúsi. Útför Sigurðar verður gerð frá kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er komið að leiðarlokum hjá þér, kæri bróðir. Oft er þjáningin til- gangslaus og við getum ekki sætt okkur við hana. Þú varst búinn að rísa gegn henni og leitast við að lina þrautir þínar. Nú hefur þú fengið læknismeðal ódauðleikans og hlotið hlutdeild í eilífu lífi. Ég man það vel þegar Birgir bróð- ir minn var að innrétta herbergið sitt á Hólagötunni í Eyjum, hann rétt að verða 17 ára gamall og ég ný- orðinn 7 ára. Pabbi okkar nýdáinn og ég að þreyta hann, síspyrjandi um lífið og tilveruna. Birgir settist á sófann sinn með mig sér við hlið og tók utan um mig og sagði að nú yrð- um við að standa okkur og hjálpa til með því að vera duglegir. Hann væri fullorðinn og taldi mér svo trú um það að stutt væri þangað til ég yrði fullorðinn líka. Hann sýndi mér það svo í verki á næstu árum að ég væri alveg að verða fullorðinn. Treysti mér stundum fyrir smíðaverkfærum sínum, kenndi mér ýmislegan hag- leik í verki. Hann, unglingurinn, keypti sér útvarpstæki, sem náði mörgum erlendum stöðvum jafnvel betur en sjálfu ríkisútvarpinu. Hann var iðinn við að fylgjast með tónlist og nýjustu tækni, var áskrifandi að Popular Mekanik, dönsku tækni- blaði. Ég sökkti mér niður í þessi blöð og hreifst af framtíðinni sem ég mátti sjá þar. Þetta var hluti af draumum og framsýni Birgis og hann tileinkaði sér margt af þeim fróðleik sem hann aflaði sér sjálfur. Birgir hafði verið í sveit undir Eyjafjöllum. Þegar hann hafði lokið sinni veru í sveitinni var ákveðið að ég færi í fyrsta skipti. Hann fylgdi mér alla leið. Fyrst 10 tíma sigling með Herjólfi til Reykjavíkur, þá rútuferð til Vorsabæjar í Rangár- þingi, þar sem áð var í 2 tíma áður en haldið var í síðasta áfangann á trak- tor. Ég man að mér leið ekki vel. Eiga von á því að vera skilinn eftir hjá ókunnugum þegar hann færi. Hann ákvað því að vera um kyrrt nokkra daga meðan ég væri að kynnast heimafólki. Birgir lærði ungur húsgagnasmíði í Nýja Kompaníinu í Vestmannaeyj- um. Samferðamenn hans þar var einvalalið bestu fagmanna á sínu sviði. Naut hann þar leiðsagnar þeirra þar til hann útskrifaðist sem húsgagnasmiður, að því loknu þótti hann ekki standa meisturum sínum að baki sem fagmaður. Sveinsstykk- ið, borðstofuskenkur sem hann hann gaf mömmu, var völundarsmíði og stolt okkar allra. Á námsárum Birgis var ég að fikta við músík með nokkrum skólafélög- um. Áhuginn kviknaði við útvarpið hans Birgis, sem „soundaði“ svo flott. Ég keypti rafmagnsgítar, sem var að hluta sænskur og að hluta ís- lenskur, þ.e. hálsinn á honum var af sænskum Levin-gítar sem þótti af- bragðstegund, en hafði upphaflega verið belg-gítar. Honum var breytt í rafmagnsgítar þannig að nýr bolur var smíðaður úr þunnri plötu og planki settur langsum aftan á plöt- una til að styrkja hana. Á sama tíma var ég að reyna að spila Shadows-lög á þennan hvítmálaða, ljóta gítar. Birgir skoðaði gítarinn með augum smiðsins og sagði að þetta væri nú meiri hörmungarsmíðin. Hann teiknaði nýja plötu sem hann svo smíðaði, sprautulakkaði með Sha- dows-rauðu og hjálpaði mér svo að ganga frá öllum rafmagnshlutunum á hann. Þetta var það fyrsta sem hann smíðaði fyrir mig. Eftir þetta smíðaði Birgir margt fyrir mig, var hjálpfús og leiðbeinandi í ýmsu sem ég tók mér fyrir hendur síðar meir. Birgir var um tíma starfsmaður í Höllinni, Samkomuhúsi Vestmanna- eyja og starfaði þar sem þjónn. Áður fyrr hafði pabbi okkar unnið þar sem þjónn og mamma í fatahenginu. Eft- ir þetta komu svo systur okkar, til starfa í sama húsi bæði á dansleikj- um og í bíóinu. Og að lokum litli bróðir með gítarinn sinn sem fékk að spila þar með skólahljómsveitinni á böllum. Árin liðu, Birgir flutti til Reykja- víkur og vann við smíðar. Hann var alltaf mikill Vestmannaeyingur og sótti oft út í ættstöðina, þar sem hann átti á vísan að róa með gistingu og gott atlæti. Birgir hafði lengi átt við vanheilsu að stríða, orðið fyrir mörgum áföll- um um ævina, sem ekki eru rakin hér. Hann er nú í öruggum höndum okkar hæsta höfuðsmiðs og eflaust kominn á smíðaverkstæðið hjá hon- um á nýjum grundum. Þótt ekki séu allar minningar góð- ar, víkja þær slæmu fyrir þeim góðu. Ég minnist bróður míns með góðum minningum og þakklæti. Megi hann hvíla í friði. Guðlaugur Sigurðsson. Oft er það þannig að við fyrstu kynni mótast viðhorf manns til ein- staklinga. Því læt ég hugann reika 30 ár aftur í tímann til fyrstu kynna okkar Sigurðar Birgis mágs míns. Viðmót hans var ávallt hið sama í minn garð, velvild og hjálpsemi þar sem hann gat orðið að liði. Þess naut ég þegar ég í byrjun búskapar hóf húsbyggingu og þurfti ráð fagmanns við. Þá var hann boðinn og búinn til hjálpar. Þar kynntist ég fagmann- inum Birgi sem af kunnáttu, öryggi og festu leiðbeindi mér, vankunn- andi, áköfum og óþolinmóðum og sá ég fljótt að hans leiðsögn væri holl- ast að fylgja. Handbragð hans ber honum gott vitni og var hann afbragðs smiður. Birgir fæddist og ólst upp í Vest- mannaeyjum og mótaðist mjög af því. Hann var gjarnan með hugann þar og fylgdist með mönnum og mál- efnum. Þó að hann flytti til Reykja- víkur og væri þar búsettur síðustu 35 árin var hann ætíð Vestmanney- ingur, naut félagsskapar við þá og fór þangað eins oft og hann hafði tök á. Það kom enginn að tómum kof- unum hjá honum þegar vita þurfti hver hefði búið hér eða þar, hvers systir eða bróðir hver væri eða for- eldrar. Því var gjarnan leitað til hans þegar vitneskju vantaði um líf og athafnir í Eyjum. Þar batt hann einnig vináttubönd við fólk sem hann mat mjög mikils og ætíð reyndist honum sannir og traustir vinir. Birgir varð fyrir þeirri sáru reynslu aðeins 16 ára gamall, elstur fjögurra systkina, að missa föður sinn snögglega. Það er enginn vafi að slík reynsla hefur mikil áhrif á fólk og mótar líf þess til frambúðar. Hann fann til ábyrgðar gagnvart móður sinni og systkinum og fylgd- ist mjög með þeim og fjölskyldum þeirra. Honum fannst á stundum að þau mættu breyta á annan veg en þau gerðu og kom því á framfæri með skýrum hætti. Birgir slasaðist illa á góðum aldri og drógu þau slys verulega úr starfs- þreki hans og leiddu síðan til frekari vanheilsu á seinni árum. Þó að lífið væri honum stundum andsnúið og hann þyrfti að dvelja langdvölum á sjúkrastofnunum lét hann það ekki beygja sig og hélt sinni reisn sem persóna. Með ábyrgðartilfinningu elsta bróður vegna fjölskyldu sinnar fylgdist hann með högum hennar af umhyggju, stundum dálítið óút- reiknanlegur, en alltaf samkvæmur sjálfum sér. Þannig er mér ljúft að minnast hans með þökkum. Hallgrímur. SIGURÐUR BIRGIR SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.