Morgunblaðið - 07.04.2003, Side 29

Morgunblaðið - 07.04.2003, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 29 DAGBÓK ATH: 100% BÓMULL CAMO vöndu›u sængurfatasettin í felulitunum loksins komin aftur. rosalega mjúk ÞAÐ HEITA STA Í DAG !! Afmælisþakkir Hjartanlega þakka ég þeim sem glöddu mig á níræðisafmæli mínu með heimsóknum og kveðjum. Guð blessi ykkur öll. Lára í Ási. STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert dugnaðarforkur en um leið svolítið ólíkindatól og átt því til að brjóta upp á nýjum og óvæntum hlutum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Mundu að umgangast hug- myndir annarra af sömu virðingu og þú vilt að þeir sýni þínum verkum. Vertu raunsær og sanngjarn um leið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Eitthvað hefur þú verið latur að viðhalda sambandinu við vini þína. Bættu nú úr því annars áttu á hættu að góð sambönd lognist út af. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Áhugaverðu tilboði verður skotið inná borð hjá þér í dag. Gefðu þér tíma til þess að kanna allar hliðar þess vandlega áður en þú afræður nokkuð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er lítilmannlegt að geta ekki glaðst yfir velgengni annarra, þótt þú sért ekki á sama róli. Þinn tími mun koma og þá muna menn við- brögð þín. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki afskrifa neina hug- mynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Og mundu að þótt hún virki ekki nú getur hennar tími komið síðar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu til þín taka í umhverf- ismálum svo þú fáir ein- hverju ráðið um þitt næsta nágrenni. Farðu fram með yfirveguðum hætti, það vinn- ur fólk. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að fá útrás fyrir sköpunarþrá þína svo þú kafnir ekki. Vertu þol- inmóður því þú hefur allt með þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Til þess að taka áhættu er nauðsynlegt að þekkja að- stæður og kunna leikinn vel. Annars getur allt farið á versta veg. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér hættir til óhóflegrar eyðslusemi í dag. Ef þú leyfir þér þann munað gætir þú lent í vandræðum að láta enda ná saman. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þessi dagur er heppilegur til þess að sitjast á skólabekk eða skrá sig á námskeið til þess að rækta hugann. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að bjóða fjölskyld- unni þinni eða vinum í heim- sókn í kvöld og hafðu það náðugt í góðra vina hópi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er svo sem í lagi að vera í fýlu. En í guðsbænum láttu hana ekki bitna á öðrum. Lokaðu að þér og leyfðu öðr- um að halda sínu striki. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LAND MÍNS FÖÐUR Land míns föður, landið mitt laugað bláum straumi eilíft vakir auglit þitt ofar tímans glaumi. þetta auglit elskum vér, – Ævi vora á jörðu hér brot af þínu bergi er, blik af þínum draumi. Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum hennar sögur, hennar ljóð, hennar líf vér kjósum. Ein á hörpu ísa og báls aldaslag síns guðamáls æ hún leiki ung og frjáls undir norður ljósum. Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLABRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Dd2 Re5 8. O-O-O Rf6 9. f4 Rc4 10. Bxc4 Dxc4 11. e5 Rd5 12. Rxd5 Dxd5 13. Kb1 b5 14. Df2 Bb7 15. Rf3 Dc6 16. Hd3 b4 17. Hhd1 Bc8 18. f5 Be7 19. f6 gxf6 20. exf6 Bxf6 21. Rg5 Bxg5 22. Bxg5 f5 23. Dd4 Hf8 24. Dg7 Hf7 25. Dg8+ Hf8 26. Dxh7 Hf7 27. Dg8+ Hf8 28. Dg6+ Hf7 29. Hd6 De4 Staðan kom upp á 12. Amber-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Veselin Topalov (2.743) hafði hvítt gegn Lju- bomir Ljubojevic (2.570). 30. Hxe6+! Dxe6 31. Dxe6+ dxe6 32. Hd8#. Páskaegg- jaskákmót Taflfélagsins Hellis fer fram í dag, 7. apr- íl. Keppnin hefst kl. 17.15 í félagsheimilinu, Álfabakka 14a, og eru ljúffeng páska- egg í verðlaun! SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, mánudaginn 7. apríl, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Ásta Bjarnadóttir og Ingimar Elí- asson, Torfufelli 31, Reykjavík. MEÐ MORGUNKAFFINU Og hefur þú svo reynslu á einhverju öðru sviði? Hvernig vogarðu þér að tala svona við hana móður þína! Það þori ég aldrei! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík EDDIE Kantar segir að þrennt sé óhjákvæmilegt í heimi hér – dauðinn, skatt- urinn og makker sem kemur út í einspilslitnum þínum gegn þremur gröndum. Þú ert í austur: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ Á103 ♥ 8 ♦ KG10874 ♣KG3 Austur ♠ 9 ♥ ÁG73 ♦ Á653 ♣D1097 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Gettu hvert útspilið er! Jú, jú, það er lítill spaði (sjöan) og sagnhafi setur tíuna úr blindum. Hann spil- ar svo tígli á drottninguna heima og aftur tígli á blind- an og makker hendir spaða- drottningu. Þú drepur, en hvað svo? Makker var flottur á því að henda spaðadrottningu, en sennilega á hann DG8 og hefur því efni á slíku „bruðli“. En fyrst og fremst er hann að sýna styrk í hjarta. Þú hyggst spila hjarta, en vandinn er að velja rétta spilið. Þið þurfið fjóra slagi á litinn og það hefst ekki nema makker eigi a.m.k. K106x. Norður ♠ Á103 ♥ 8 ♦ KG10874 ♣KG3 Vestur Austur ♠ DG876 ♠ 9 ♥ K1062 ♥ ÁG73 ♦ 2 ♦ Á653 ♣965 ♣D1097 Suður ♠ K542 ♥ D954 ♦ D9 ♣Á42 En þá er líka nauðsynlegt að spila gosanum. Hvorki má taka fyrst á ásinn eða spila litlu hjarta. Kannaðu málið. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.